Leita í fréttum mbl.is

Össur: ESB-aðild lykill að endurreisn, en ekki töfralausn

Össur Skarphéðinsson,,Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hvetur til þess að umsóknarferlið um aðild að Evrópusambandinu verði sem faglegast, hvort sem mönnum kann að þykja kostur eða galli við að ganga í sambandið. Hann telur umsókn um aðild að ESB grundvallarþátt í endurreisn Ísland, en segir jafnframt að ESB sé engin töfralausn." 

Þannig byrjar frétt Eyjnnar um ráðstefnu um Evrópumál, sem haldin var í Kópavogi í dag og Eyjan greinir frá. Ennfremur sagði Össur: ,,Umsókn um aðild er þannig grundvallarþáttur í endurreisn Íslands. Við þurfum traustari umgjörð utan um okkar atvinnu- og efnahagslíf. Við þurfum langtímastöðugleika fyrir fjölskyldur og fyrirtæki og við þurfum að rjúfa vítahring verðbólgu, vaxta og verðtryggingar sem allt sligar. Við þurfum að losa okkur við kollsteypuhagkerfið.”  

Frétt Eyjunnar  og Utanríkisráðuneytis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur Skarphéðinsson og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar ættu að kynna sér ESB. 

Þau hafa í raun engan áhuga á að ganga í ESB eða þá að virða þau grundvallarréttindi sem eru fólgin í EES og ESB. 

Össur og samráðherrar hans ættu fyrst að byrja að vinna eftir EES samningnum áður en gengið er til samninga um ESB.

Össr og félagar hans í ríkisstjórninni halda hlífðarhendi yfir gjaldeyrishöftunum.  Í þeim er fólgin sú mismunun að menn mega ekki standa undir eigin framfærslu eða fjölskyldu sinnar innan EES.  Þar með er grundvallarhugsun ESB ekki virt.  

Kanski er sagt að þetta sé tímabundið,  en hversu lengi getur þú sleppt því að borga af bílnum þínum og íbúð?  Höftin eru búin að vera í 16 mánuði.

Össur og samráðherrar hans ættu að sína í verki að þeir hafa áhuga á því að ganga í ESB.  Hingað til er það aðeins froðusnakk.

Synd að ESB sinnar þurfi að hafa svona stuðningsmenn eins og Samfylkinguna. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er allavega ein góð ástæða til þess að fara í ESB.

Krónan er handónýt og ónothæf nema á Íslandi. Þetta eru bara einhverjir Matador peningar.

Hún er á "floti" með björgunarhring og fast við bryggju. Þetta er minnsti gjaldmiðill í heimi og í rauninni ekki pappírsins virði.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2010 kl. 10:49

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er mikið rétt sem Stefán Júlíusson að helstu stuðningsmenn ESB innlimunar Íslands eru margir hverjir froðusnakkarar og málstað ykkar ESB sinna síður en svo til framdráttar.

Enda er baráttan fyrir ykkur gjörtöpuð og hún tapaðist fyrir beinskeyttum rökum okkar sem berjumst gegn aðild og einnig að þjóðin hefur séð í gegnum klæðalausan ESB keisarann og í raun hefur ESB betur og skýrar afhjúpað sjálft sig sem ólýðræðislegt og gagnslaust skrifræðisbákn sem fyrst og fremst gætir þröngra sérhagsmuna stærstu ríkjanna, þó aðalega Þýskalands og Frakklands. 

Það verður þó að segja þeim til vorkunnar, þessum fáu froðusnökkurum eins og Össuri sem þó enn berjast fyrir ESB aðild að þeir hafa afleitan málstað að verja og fá ef nokkur sóknarfæri í augsýn.

Rökin og málatilbúnaður ESB sinna hefur fallið einn af öðrum. Öryggið og verndin hefur sýnt sig í að vera enginn. Evran er alls ekki sú vörn sem þeir sögðu að hún væri. Þvert á móti er hún að ganga af efnahag margra smærri ríkja bandalagsins dauðum.

"Sleggjan & Þruman" halda þó enn dauðahaldi í þessa eina af síðustu röksemdum ESB átrúnaðarins að "krónan sé handónýt og það sé þó ein ástæða til að ganga í ESB og það er að þá fáum við Evru" Einhvern veginn svona hljóða rökin.

En ef þetta er nú orðið nánast eina málið þá ættum við þó alla vega að geta sæst á það að kalla þessa ESB umsókn til bka þegar í stað.

Vegna þess að það vita allir að þó svo að við gengjum í ESB á morgun þá myndu líða a.m.k. 8 til 12 ár þangað til við ættum einhverja möguleika á að fá að taka upp Evru. Það eru nefnilega ótal skilyrði sem Þjóðverjar og handbendi þeirra commísararnir setja fyrir upptöku Evru og nú á enn að herða á þessum skilyrðum að kröfu Þjóðverja. 

Við gætum því allt eins haldið áfram að taka til í okkar málum hér heima og þegar við erum búinn að því sem þá gætum við athugað hvort þjóðin vildi sækja um og þá gætum við líka fengið þessa Evru mjög fljótt.

Ég efast reyndar um að þá frekar en núna myndu Íslendingar vilja ganga í þetta bandalag.  Ég held að með krónunni og skynsamlegri stjórn okkar mála verðum við í miklu betri málum en flest ef ekki öll ríki ESB apparatsins.

Gunnlaugur I., 16.4.2010 kl. 13:17

4 identicon

Já, já Gunnlaugur. Alltaf sama ræðan hjá ykkur andstæðingum ESB.

Veist þú hvaða áhrif aðils Íslands að EES hefur fært einstaklingum á Íslandi? 

Meiri neytendavernd, t.d. lengri ábyrgð seljanda á vöru sem hann selur.

Veist þú hvort þú þurfir sjúkratryggingu þegar þú ferðast um EES svæðið?  Nei.  Þarft þú ekki.  Þú ert tryggður um allt EES svæðið.

Ég vil biðja þig um að skoða ESB út frá sjálfum þér en ekki Íslandi.  Það hefur sýnt sig á síðustu áratugum að ríkinu er sama um þig og mig.  ESB býður einstaklingum meira frelsi og réttindi en bjóðast á Íslandi. 

ESB er að samræma reglur innan ríkja ESB það er aðeins framför fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  

Kynntu þér málin út frá sjálfum þér en ekki ímynduðum málstað "þjóðarinnar".

Ég vil benda þér á fjórfrelsið sem fylgdi EES samningnum.  Hann er ekki lengur virtur á Íslandi út af "þjóðaröryggi".  Hvaða ríki EES hefur þurft að takmarka fjórfrelsið út af þjóðaröryggi?  Hvað er þjóðaröryggi og er þá átt við að vernda þig eða ríkisstjórn og embættismenn?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 13:44

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eini málstaður Gunnlaugs er nokkra mánaða gömul skoðanakönnun sem sýnir að 70% landsmanna sem tóku þátt eru á móti ESB aðild. Þess má geta að það var um 50% sem svöruðu ekki.

Og að um 50% voru samt fylgjandi að sækja um aðild og svo fá að kjósa um hana í þjóðaratkvæði.

Ég vorkenni NEI-sinnum ef einu rökin þeirra sé gömul skoðanakönnun.....  hvað gerist ef það kemur ný skoðanakönnun með nýjum niðurstöðum?

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2010 kl. 14:47

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan & Þruman.

Það er langt í frá að eini málstaður minn eða okkar ESB andstæðinga sé einhver "gömul skoðanakönnun"

Málstaður getur aldrei byggt á skoðanakönnun.

Hinnsvegar er það mjög ánægjulegt að svona yfirgnæfandi fjöldi íslendinga er andsnúinn ESB innlimun Íslands.

Ég held að þetta sé nú það hámark sem við getum vænst, en ég spái því að andstaðan verði hér eftir alltaf vel yfir 60%

Ég eða þessi afgerandi meirihluti þjóðarinnar er ekki gegn ESB aðild útaf þessari eða einhverri annarri skoðanakönnun. Heldur er þetta afleiðing af því að fólk hefur skoðað málin og hlustað á rök með og móti og því meiri umræða um ESB því meiri andstaða gegn aðild.

Sumir eru þegar gengnir af trúnni sem betur fer. Persónulega þekki ég nokkra. Svo eru aðrir af ykkar sauðahúsi að draga í land eins og ISG og viljia nú kalla umsóknina til baka, vegna stuðningsleysis.

Við ESB andstæðingar rekum tvístraðan flótta ESB trúboðsins á Íslandi.

Það er ánægjulegt fyrir land okkar og þjóð !

Gunnlaugur I., 17.4.2010 kl. 09:11

7 identicon

Gunnlaugur:  Hvaða rök?  Þetta var langur texti hjá þér en algerlega innihaldslaus.  En þetta hafa verið ykkar rök!!!  Gangi þér vel í innihaldsleysinu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 12:49

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú segir að "málstaður getur aldrei byggt á skoðanakönnun."

Síðan þegar þú ert búinn að koma því á framfæri þá byggir þú málstað þinn á skoðanakönnuninni.

 Annars held ég að það sé á brattara að sækja fyrir okkur ESB sinna þegar maður lítur til skoðunarkannan.

Það gæti verið nærri lagi að andstaðan sé í kringum 60%. En ég held að sú mikla andstaða sé tengingin við Icesave. Að þetta sé einhver aðgöngumiði í ESB.

Einnig gera Heimsýnarfólk viljandi engann greinarmun á U.K og Hollandi. Oft segja þeir að ESB er að beyta þvingunum. Og þið eruð líka dugleg kenna regluverki ESB um fjármálahrunið á Íslandi. Eins fáránlega og það hljómar.

Svo er það mjög vinsælt þegar þrengir að þjóð að kenna útlendingum um allt og ekkert.

En ég er viss um að þegar samningurinn er kominn í höfn og fólk verður meira upplýstari um málið þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir ESB-sinna og allri þjóðinni.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2010 kl. 17:04

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Stefán.

Rök okkar gegn aðild hef ég oft sett fram mjög skilmerkilega, bæði hér á síðunni ykkar ESB sinna og einnig á blogginu mínu.

Bendi einnig á heimsasíðu okkar hjá Heimssýn og svo á fjöldan allan af dugmiklum bloggurum úr öllum stéttum sem hjálpa okkur við að reka flótta ESB trúboðsins. 

Ég veit að ég er mjög harður ESB andstæðingur og beiti bæði rökum og tilfinningum ef með þarf, en ég treysti mér til að rökræða um ESB í næstum hvaða málaflokki sem er.

Sleggjan & Þruman.

Það getur vel verið að ICESAVE klúðrið og hvernig afhjúpaðist fyrir fólki hvernig svona apparöt eins og ESB og AGS vinna, hafi hjálpað okkur andstæðingum aðildar.

En það þarf svosem ekki til, því ESB apparatið sjálft hefur rækilega afhjúpað getuleysi sitt og ólýðræðisleg og spillt vinnubrögð sem alls staðar byrtast okkur.

Þess vegna verður ESB samningur ef hann þá einhvern tímann kemur, þá verður hann kolfelldur af íslensku þjóðinni.

Meira að segja helstu ESB trúboðarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Eiríkur Bergmann viðurkenna þetta.

Næst mesti ESB aðildarsinninn þessi sem grét í ræðustól í gær og viðurkenndi mistök sín vill nú draga umsóknina til baka sökum fylgisleysis.

Skyldi hún einhvern tímann þurfa að biðja þjóð sína aftur grátandi afsökunar fyrir mistökin varðandi ESB- rétttrúnaðinn.

Það kæmi mér ekki á óvart.

Gunnlaugur I., 18.4.2010 kl. 12:48

10 identicon

Enn fleiri rök hjá þér Gunnlaugur.  Ég sé að einu rök þín eru tilfinningalegs eðlis. 

Hvernig var neytendavernd á Íslandi fyrir EES? 

Hvernig var sjúkratryggingu Íslendinga erlendis háttað, þ.e. þeirra sem voru í námi?

Hverjir komu á Erasmus samtökunum?

Hvaða þjóðir ESB voru á móti Íraksstríðinu?  Hvort hefðum við frekar stutt Þýskaland og Frakkland eða USA ef við hefðum verið í ESB?

Hverjir opnuðu landamæri þjóða sinna til að auðvelda íbúum við landamæri að komast á milli?

Hvaða bandalag hefur komið upp reglum um það hvað þjónustufulltrúar banka eiga að fara yfir og kynna  viðskiptavinum sínum áður en skrifað er undir samning? (Spurning hvort jafn margir hefu þá lagt inn á peningamarkaðssjóði eða keypt einungis skuldabréf í bönkunum 3 og svo hlutabréf í þeim öllum líka)

Hvaða bandalag hefur sett hámarkskostnað á símtöl milli landa sinna?

Hvaða bandalag hefur sett hámarkskostnað á úttekt í hraðbönkum í ríkjum sínum?

Þetta eru bara nokkur dæmi sem ég man í huganum.

Hugsaðu um ESB út frá þér en ekki ímynduðum hagsmunum Íslands sem enginn stjórnmálamaður hefur haft í huga síðan Jón Sigurðsson var forseti;)

Mótrök gegn ESB geta og eru einungis tilifnningalegs eðlis;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 14:00

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nei Stefán Júlíusson mótrök gegn ESB aðild eru fjölda mörg, bæði efnahagsleg, félagsleg og pólitísk en líka tilfinningaleg. Það er mikil vitleysa að stjórnmál megi og eigi ekki að neinu leyti að snúast um tilfinningar. En þið ESB sinnar viljið sjálfsagt láta banna fólki að taka tillit til tilfinninga sinna þegar það tekur stjórnmálaegar ákvarðanir.

Alveg eins og ESB valdið vill sem minnst að almenningur sé að fá að kjósa eða yfirleitt skipta sér af þeirra "alvitru og allt um vefjandi ráðum og nefndum"

En ég skal með rökum reyna að svara þessum fullyrðingum þínum.

Sjálfur hef ég nú búið í ESB ríkjum í 4 ár þannig að ég þekki þetta aðeins svona innanfrá, ja eins og þú segist gera, þó á annan hátt sé.

Ég hef aldrei sagt að allt sem ákveðið hefur af ESB apparatinu sé af hinu vonda og frá djöflinum komið.

En margt er þetta í skötulíki og virkar ekkert og auk þess er ekkert sem kemur í veg fyrir að við getum sem sjálfstæð þjóð tekið upp það sem við sjáum gott frá Evrópu eða Ameríku eða Noregi og það höfum við líka gert í mun meira mæli en margar aðrar þjóðir. Af því að við höfum ekki verið einangruð þjóð í áratugi, það er mikil lygi.

Við íslendingar erum veraldar vanir og við sækjum okkur menntun og þekkingu vítt og breytt um heiminn í mun meiri mæli en flestar aðrar þjóðir heims.

Þetta með neytendamálin er og væri á svipuðu róli hvort sem við værum ekki í EES eða ESB, við viljum aðeins það besta. Það þarf ekki neitt flókið og óskilvirkt yfirríkjabandalag til þess.

Þetta með sjúkratryggingarnar er nú ekkert alveg að virka sums staðar alla vegana, það þekki ég héðan frá Spáni. En engu að síður er það gott mál að hafa þetta þannig að allir séu sjúkratryggðir sama hvar er í Evrópu. Það þarf ekki þungglammalegt yfirríkjabandalag til þess að koma þessu á. Við höfðum svona samband við laustengt en gott bandalag við Norðurlandaþjóðirnar löngu fyrir EES samninginn og við hefðum getað komið svona samningi á við önnur Evrópuríki það er enginn spurning. Það gerir Sviss og ekki eru þeir í ESB.

Varðandi Íraksstríðið þá hefði sjálfsagt engu skipt hvort við hefðum verið í ESB eða ekki þar sem við höfðum þá einræðisherra Davíð og Halldór hér við völd í den tíd. En kanski hefðum við bara verið í liði með frændum vorum Dönum sem studdu og styðja enn Íraksstríðið, ja eða vinum okkar Bretum þar sem Samfylkingamaðurinn Blair var við völd. Annars er stutt í að innan ESB ráði þjóðirnar þessu ekki sjálfar heldur er þar nú kominn sérstakur utanríkisráðherra og reyna á að móta sameiginlega og sjálfstæða utanríkismálastefnu Bandalagsins í heild, meðal annars með stofnun sérstaks ESB hers. 

Auðvitað er ágætt að Evrópuríkin hafa að mestu opnað landamæri sín fyrir ferðalögum fólks landa á milli, þó því fylgi líka ókostir fyrir lítil lönd eins og Ísland. Þessu hefði öllu mátt ná fram með samningum án þess að ganga öllum þessum ESB pakka á hönd. Reyndar er fjórfrelsið um frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarlandanna allt í skötu líki og virkar að stórum hluta ekki neitt og í sumum tilvikum verra en þetta var. Þetta þekki ég af viðskiptum mínum hér og í Bretlandi. Skrifræðið hefur yfirhöndina og alls kyns rugl.

Ég hef nú bæði verið í bankaviðskiptum heima á Íslandi í áratugi og svo líka í Bretlandi og á Spáni og bankaþjónustan er mun dýrari og verri bæði hér og á Bretlandi heldur en hún var og er á Íslandi, bæði fyrir og eftir EES og fyrir og eftir hrunið. Hér á Spáni er þetta hreint okur og mjög mismunandi frá banka til banka. Sendingarkostnaður milli landa er hreint rán, þó þau séu í ESB. Útektarkostnaður úr hraðbönkum er mjög mismunandi og hann er 5% á enska debit kortið mitt sem er hreint okur.

Þetta er nú bara jók hjá þer það getur vel verið að einhverjar reglur hafgi verið settar af ESB hvað þjónustufulltrúar eigi og megi segja við kúnnana. En það get ég fullyrt frá Bretlandi að þá hefur verið farið sundur og saman í kringum þá lagabálka eða tilskipanir því þar var fólk svikið og prettað í stórum stíl og skipulega af bankaglæponunum og þeirra vinnuhyski þar í öllum stóru bönkunum.

Um hámarkskostnað á símtölum milli landa þá gef ég nú ekkert fyrir það. Símkostnaður á Íslandi er miklu ódýrari heldur en er hér á Spáni til dæmis. Hér er gamla ríkisfyrirtækið TELFONICA sem nú hefur reyndar verið einkavinavætt í anda spænskrar siðspillingar sem tröllríður hér allri stjórnsýslunni þrátt fyrir ESB.

Þetta fyrirtæki dominerar hér markaðinn og tekur sérstök tengigjöld frá öllum öðrum fyrirtækjum þó svo þú náir aldrei sambandi við viðkomandi símanúmer þá ertu samt rukkaður um tengigjald af þessu ósvífna og ófyrirleitnaokur símafyrirtæki, því þeir eiga allt dreifikerfið segja þeir.  Jú jú eitthvert ESB samkeppnismálaráð hefur verið að þykjast gera eitthvað í þessu en það er allt í skötulíki. Enda í forsvari þessa ESB samkeppnisapparats var einhver endurunninn pólitíkus frá Frakklandi að því að mig minnir, en fyrir 2 árum síðan réði TELEFONICA hann til sín á himinháum launum og fríðindum og honum hefur tekist að tefja og rugla þetta allt saman fyrir þá í allan þennan tíma, enda þekkir hann allt Brussel kerfið og sjálfsagt er honum leyft að múta þeim líka.

Á meðan eru Spænskir ESB símagreiðendur enn arðrændir af TELEFONICA í skjóli spillingar og mútuþægni allt undir verndarvæng ESB.

Æi Stefán ég nenni nú ekki að elta ólar við fleira sem þú segir enda er þetta heill hellingur af rökum gegn ESB aðild um aldur og ævi.

Góðar stundir.

Gunnlaugur I., 18.4.2010 kl. 15:55

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef ég fæ lánaða setningu frá Bjarna Ben:

Það er spilling á Spáni þrátt fyrir ESB en ekki vegna ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.4.2010 kl. 20:46

13 identicon

Sleggjan & Þruman: Einmitt. 

Gunnlaugur:  Svör þín eru fín og sýnir að hvert ríki í ESB er ekki eins.  Það er kostur og þar hefur þú hrakið sjálfur þau rök andstæðinga ESB að þau séu öll eins.  Ísland verður áfram Ísland eftir inngöngu.  Svörin þín við spurningunum (sem þú áttir ekki endilega að svara) sínir vel að í hverju landi eru reglur ESB mis mikið virtar.   Eins og lög og reglur alls staðar í heiminum.

Nú er eki eftir neinu að bíða.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband