Leita í fréttum mbl.is

Að kasta steinum úr glerhúsi (MBL)

MBLEins og Morgunblaðsins er von og vísa nú um þessar mundir heldur blaðið áfram að andæfa ESB-aðildarumsókninni, nú í leiðara sunnudagsmoggans. Morgunblaðið heldur áfram að agnúast yfir kostnaði við aðildarumsókninni, sem er þó miklu minni heldur en þær afskriftir sem fram fóru þegar núverandi eigendur blaðsins, Óskar Magnússon og vinir hans, keyptu það. Þá voru um þrír milljarðar afskrifaðir. Kaupverð MBL hefur EKKI verið gefið upp (sjá hér).

Áætlað er að kostnaður við ESB-ferlið verði um 800-1000 milljónir króna, eða um 1/3 þess fjár sem afskrifað var hjá Mogganum. Allt verðu gert til þess að halda kostnaði í lágmarki, m.a. á hluti viðræðnanna að fara fram hér heima. Stór hluti ferlisins verður miklu léttara í vöfum vegna aðildar Íslands að ESB. ESB mun taka þátt í kostnaðinum os svo framvegis.

Sennilegast er allt þetta nöldur um kostnað frá MBL og mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins vegna þess að viðkomandi hafa ekkert annað að segja.

Að stóru leyti snýst ESB um verslun og viðskipti. Hlutir sem ættu að vera flestum, ef ekki öllum Sjálfstæðismönnum hjartfólgnir. Þessvegna er svolítið erfitt að skilja þessa andstöðu þeirra. Eru þeir á móti aukningu á verslun og viðskiptum og betri aðstæðum fyrir íslensk fyrirtæki? Eða eru aðstæðurnar sem þeir hafa skapað þessum fyrirtækjum svona rosalega góðar?

Í langflestum ríkjum sem gerast aðilar að ESB hafa verslun og viðskipti aukist, m.a. vegna aukins markaðsaðgangs og þess háttar. Pólland (sem gekk inn 2004) er gott dæmi um slíkt. Frá aðild helfur landið fengið 70 milljarða EVRA frá ESB, til að byggja innviði pólsks samfélags, á fjölmörgum sviðum. M.a. hafa aðstæður pólskra bænda hafa einnig stórbatnað, en fyrir aðild var Pólland eitt fátækasta ríki Evrópu. Þetta kom fram í máli tveggja pólskra fræðimanna sem staddir eru hér á landi í boði H.Í.

70 milljarðar EVRA eru um 11.900 milljarðar íslenskra króna!

Í leiðaranum er svo verið að tala um að almenningur ,,borgi brúsann!“ Að nota þau orð verður að skoðast í því samhengi að þar er annar ritstjóra, Davíð nokkur Oddsson, fyrrum Seðlabankastjóri, en talið er að fleiri hundruð milljarðar hafi tapast í bankanum í stjórnartíð hans. Bara s.k. ,,ástarbréf“ Seðlabankans og Landsbankans eru talin hafa kostað ríkið (les: almenning) um 80 milljarða. Til samanburðar kostar rekstur íslenska menntakerfisins um 50 milljarða á ári!

Er þetta ekki pínulítið eins og að kasta steinum í glerhúsi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Viðskipti Póllands aukist. Þeir voru innilokað SVÉT !

Gunnlaugur I., 18.4.2010 kl. 20:21

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Elsku kallinn! Múrinn féll 1989, Pólland gekk í ESB 2004, fimmtán árum síðar. Þetta er svo klént! Þú vrerður að átta þig á tímaþættinum. Þetta er líka þróun hjá ríkjum sem ekki voru undir járnhæl kommúnista.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 18.4.2010 kl. 21:15

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Svo er spurning hvort að verslun og viðskipti hafi nokkuð aukist í Póllandi...

Munið að ekki er allt gull sem glóir, í Póllandi hækkaði vöruverð á ógnarhraða eftir inngöngu í ESB 2004...

Þetta er eitthvað sem þið þurfið að skoða líka.

Með kveðju

Kaldi

búgarðseigandi í Póllandi.

Ólafur Björn Ólafsson, 18.4.2010 kl. 22:09

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Ólafur: Þú ert fullveldissinni, en átt að eigin sögn búgarð í ESB-landinu Póllandi. Áhugaverð blanda...villtu ekki segja okkur meira? Fullyrðing þín...,,í Póllandi hækkaði vöruverð á ógnarhraða eftir inngöngu í ESB 2004..." krefst eiginlega skýringa....dugir ekki bara apð slengja þessu svona fram.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 18.4.2010 kl. 22:37

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það hefur dugað hingaðtil að slengja fram svona fullyrðingum.

Málið er það að þegar ég fór fyrst með konunni minni til Póllands þá var það árið 2001, allt ódýrt og gott. Við byggðum við húsnæðið okkar og kostnaðurinn var ekkert ýkja mikill.

Nú leið tíminn og Pólland gekk inní ESB og hvað gerist???

Þegar við fórum að reikna dæmið kom í ljós að við hefðum þurft að borga tvöfallt verð ef við hefðum ákveðið að byggja við húsið eftir inngönguna.

Það er hægt að telja upp fleirri dæmi...

Á meðan vörur og þjónusta hækkaði eftir inngöngu Póllands í ESB, var sem launaþróun væri í frosti. Engar launahækkanir og fólk þarf að þrengja að sér enn meir en áður.

Þegar ég var síðast í Póllandi þá spurði ég konuna hvort hana langaði að flytja aftur til Póllands þá hvað hún NEI við því.

Það er svo miklu betra á Íslandi núna en í Póllandi, var hennar svar.

Eftir hrun þá sáum við Íslendingar að fólksflótti jókst töluvert, Pólverjar fluttu til síns heimalands. Íslendingar freistuðu gæfunnar víða. Nokkrum mánuðum eftir hrun þá voru margir þessarra Pólverja komnir aftur til baka. Ástæðan... Jú það er ekkert að hafa í Póllandi og betra er að vera hér þar sem maður er öruggari.

Það blundar samt í mér ákveðin æfintíraþrá og löngun til að prófa að búa í Póllandi en það verður að bíða betri tíma þar sem mín pólskfædda kona harðneitar að flytja þangað eins og málum er háttað.

Hana langaði fyrir inngöngu Póllands í ESB en núna, nei...

Svo skulum við kalla þennann búgarð óvæntann glaðning þar sem hann er í raun eign konunnar minnar þar sem enginn í hennar systkinahóp vildi fá hann.

Svo vona ég að haldið verði áfram að koma með málefnalega umræðu um kosti og galla evrópusambandsaðildar. Það er aldrey að vita nema hægt sé að snúa mér, þó efast ég um það...

Með kveðju frá Kef þar sem ég bý (komst ekki lengra þar sem konan vill ekki flytja úr landi)...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.4.2010 kl. 23:10

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Takk fyrir þessa sögu. Ég er líka úr Kef.

En fólk þarf að gera greinarmun á  því hvort ófarir einhvers lands sé ESB að kenna eða ekki.

NEI-sinnar segja að ástandi í Grikklandi sé ESB að kenna. Ástandið á Írlandi sé ESB að kenna. Jafnvel hrunið á Íslandi sé ESB og EES að kenna.

En einsog rannsóknarskýrslan leyddi í ljós þá er það fjarri lagi. Og með Grikkland lyggur ljóst fyrir að stjórnvöldin þar hafa gert rækilega í buxurnar og því er ástandið svona...... allt óháð ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.4.2010 kl. 23:57

7 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Ólafur: Aðgangur að búgarði í Póllandi? Hljómar eins og tækifæri í eyrum bloggara! Eru ekki milljón hlutir sem hægt er að gera við þannig ,,pleis" ??

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 19.4.2010 kl. 00:13

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Íslendingar eru Evrópumenn. Evrópubandalagið er tímabundið tilraunarfyrirbæri til enn eins stórveldisins. Það gæfi okkur o,o6% atkvæða vægi í ráðherraráðinu og legði undir sig langmest löggjafarvald yfir okkur. Til hvers að gerast ósjálfstæð á ný – er það draumurinn? Og af hverju ættum við að eyða á bilinu 1,5 til 3,0 milljörðum kjóna í "aðlögunarferli" að þessu bákni? Af hverju ekki frekar að fara að vilja 65–70% þjóðarnnar og hafna aðild (innlimun)?! Já, núna strax, um leið og Össur, Jóhanna, Kristján Möller og aðrir úr hrunsstjórninni segja af sér, ásamt Icesave-mönnum eins og Steingrími J. Sigfússyni.

Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 03:59

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þá höfum við semsagt ágætt dæmi um það frá Póllandi eftir Ólafi Birni sem þekkir þar greinilega mjög vel aðstæður að vöruverð snarhækkar og kaupmáttur launa lækkar, við ESB innlimun.  Fyrir utan það sem reyndar kom nú ekki fram hér að framan að í flestum tilvikum snarhækkar atvinnuleysi jafnt og þétt með ESB innlimun.

En ein ESB- lygin afhjúpuð !

Gunnlaugur I., 19.4.2010 kl. 09:13

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Verðlag hefur snarhækkað hérna síðan 2008 og atvinnuleysi einnig.

Er það kannski ESB að kenna?

Það á ekki að kenna ESB um alla neikvæða hagsvísa að mínu mati.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.4.2010 kl. 12:11

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ísland hefur búið við miklu hærri atvinnustig og minna atvinnuleysi en meðaltal ESB ríkjanna. Nú er atvinnuleysið tímabundið á svipuðu róli og meðaltalið er hjá ESB. En reyndar miklu lægra heldur en það er í mörgum löndum ESB. Sumsstaðar er atvinnuleysið á ESSB svæðunum um og yfir 20%.

Ég trúi því að atvinnuleysi á Íslandi fari fljótt lækkandi á meðan það heldur áfram að vera mjög hátt í ESB eins og vant er eða jafnvel enn verra en það er núna. 

ESB svæðið er að verða þannig að erlendir fjárfestar eru farnir að flýja ESB svæðið í stórum stíl. Erlend fjárfesting innan ESB er í sögulegu lágmarki. 

ESB svæðið er efnahagslega og félagslega helsjúkt kerfi, systemið sjálft og kerfið sem það hefur alið af sér er afleiðing þess, það er ekki sök almennings.

Gunnlaugur I., 19.4.2010 kl. 12:53

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var enginn að kenna Evrópubandalaginu um allt, en þó að ÞAÐ eigi ekki við, er engin ástæða til að láta innlimast í gímaldið. Við ráðum ekki eigin framtíð, ef við förum inn í það, og fáum ekki við neitt ráðið, ef það þróast í miður skaplegar áttir. Til að mynda er innbyggð í það sú framtíðar-öfugþróun, að vegna hraðrar hnignunar fæðinga hjá þjóðunum þar fer þeim þjóðum flestum hraðfækkandi á þessari öld, einkum vinnuafls-kynslóðum, á meðan lífaldur lengist og lífeyrisþegum fjölgar að mun. Þá kemur upp afar sterk þörf fyrir innflutning vinnuafls, en þjóðir, sem vaxið hafa hratt, s.s. við Miðjarðarhafið, þrengja að til að flytjast til Evrópu. "Lausn" bandalagsins að láta undan þessari þróun mun breyta bandalaginu í hálf-múslimskt ríki með innbyggðum stórhættulegum innri mótsögnum og óhjákvæmilegri aðkomu manna með hugarfari al-Qaída, en það þarf ekki annað en vera bóndi til að fá áburð sem hægt er að nota sem sprengiefni.

Þessi EU-vandamál viljið þið í samtökunum kannski flytja inn á okkur Íslendinga – eða hvað? Við gætum engu um það ráðið, hvort hingað flyttist fólk úr bandalaginu, og þess vegna orðið hér til tvær eða fjórar þjóðir í einu landi. Var það framtiðarsýn okkar beztu manna?

Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 12:56

13 identicon

Eftir að Pólland gekk í ESB þá hefur Zlotyið styrkst alveg helling.  Það merkir að í krónum eða evrum hefur vöruverð í Póllandi hækkað mikið.

Matvörur voru að hækka út um allan heim árin fyrir 2008.  Einnig orkuverð. Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá Póllandi.

Auðvitað er ástandið ekki gott í Póllandi miðað við hér.  Það er enn í mörgum húsum kolakynding í herbergjum (ekki í kjallara) og heita vatnið einnig oft hitað með kolum (inni í baðherberginu sjálfu).  Þetta hafa menn sagt mér. Þetta þekki ég af eigin reynslu hafandi búið við það í 3 ár í íbúð í fyrrverandi Austur-Berlín.  Á Íslandi vaknar maður á veturna í hlýju húsi en ekki ísköldu.  Það var auðvitað engin kynding á baðinu.

En ástandið er að skána og því fylgir kostnaður nema þá að halda á í gömlu vegina (sem þarf alla athygli ökumannsins) og halda í kolakyndinguna, en ég held að fáir vilji það.

Það er stundum erfitt að bera saman þessar tvær þjóðir vegna kommúnismans sem var þar til 1988.

Ég hef farið tvær dagsferðir til Póllands til að ná í Prins Póló.  Fyrri ferðin var 2003 og seinni í fyrra árið 2009.  Landamærastöðinni hafði verið lokað og var mikil umferð.  Bensín, sígarettur, lyf og matur er ódýrari þar en í Þýskaland.

Frábært land. Frábært fólk.

Annars er áhugavert að sjá að athugasemdirnar hafa ekkert með bloggið að gera.  Rétt, Moggin er að kasta steinum úr glerhúsi. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 13:38

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Höfum við eitthvað um það að segja núna hverjir flytjast hingað úr bandalaginu?

EES samningurinns sníst um frjálst flæði vinnuafls. Þar af leiðandi mun ekkert breytast í þeim efnum við inngöngu í ESB.

Einnig erum við í Scengen sem gerir það enn auðveldara að flytja til Íslands.

Og þessi mýta um að atvinnuleysi mun aukast við inngöngu í ESB er ekki sönn. Miðgildisatvinnuleysi í ESB er minna en á Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.4.2010 kl. 13:40

15 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

"Í langflestum ríkjum sem gerast aðilar að ESB hafa verslun og viðskipti aukist, m.a. vegna aukins markaðsaðgangs og þess háttar. Pólland (sem gekk inn 2004) er gott dæmi um slíkt. Frá aðild helfur landið fengið 70 milljarða EVRA frá ESB, til að byggja innviði pólsks samfélags, á fjölmörgum sviðum. M.a. hafa aðstæður pólskra bænda hafa einnig stórbatnað, en fyrir aðild var Pólland eitt fátækasta ríki Evrópu. Þetta kom fram í máli tveggja pólskra fræðimanna sem staddir eru hér á landi í boði H.Í.
70 milljarðar EVRA eru um 11.900 milljarðar íslenskra króna!"

 

 

Þetta er rangt hjá ykkur á Evrópusamtökunum.  

Nettó jöfnuður Póllands við Evrópusambandið er samtals 13,5 miljarðar evrur í plús fyrir samtals öll árin sem Pólland hefur verið í ESB. Þetta eru þeir peningar sem Pólland hefur fengið frá ESB nettó.

Þetta er ekki eins og þið segið og skrifið (70 miljarðar evrur). Þið ýkið um meira en 500 prósent

Árið 2008 fékk Pólland 1,03% að landsframleiðslu í styrk frá ESB.

Þetta er vegna þess að Pólland er mjög fátækt land eftir að það var eyðilagt af kommúnistum og sósíalistum Evrópu. 

Ef Ísland gengi í ESB þyrfti það að borga með sér eins og  bæði Svíþjóð og Finnland hafa þurft að gera öll árin frá 1994. Það myndi verða fátækara land.   

Það væri ágætt ef þið myndu nenna að hafa fyrir því að kynna ykkur einhverjar staðreyndir í sambandi við Evrópusambandið. Þá þyrfti vanþekking ein og sér ekki að enda sem ný Sovétríki fyrir Ísland. Nýi draumurinn frá austri.  

Kveðjur

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 19.4.2010 kl. 16:43

16 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

"Í langflestum ríkjum sem gerast aðilar að ESB hafa verslun og viðskipti aukist, m.a. vegna aukins markaðsaðgangs og þess háttar"

Þetta hefur verið reyndin fyrir öll lönd heimsins síðastliðin 30 ár. En þó kannski mest fyrir þau lönd sem hafa ekki verið lokuð og læst inni í Evrópusambandinu.

Það er sannað að það er ekkert jákvætt samhengi á milli aukinna viðskipta landa á milli ef þau eru í Evrópusambandinu. Ekki einu sinni sameiginleg mynt hefur tekist að auka viðskipti á milli evrulanda. 

Til dæmis hefur Evrópusambandslandið Lettland nýlega sett heimsmet í samdrætti í landsframleiðslu og viðskipta. Heimsmet í hruni. 30% af hagkerfi þeirra er horfið. 

Annað dæmi: Finnland er nú í mestu og versta efnahaglega samdrætti frá því árið 1918. Þar er mun meiri samdráttur en á Íslandi  (þrátt fyrir bankahrun Íslands). Næstum 8% á síðasta ári.

Það er sennilega auðvelt að álykta sem svo að myntbandalag Evrópusambandsins sé að drepa Finnland, Grikkland (er dáið), Írland, Spán, Portúgal, Ítalíu, Eistland og Litháen (er dáið)

Þau lönd Evrópusambandsins sem eru núna í faðmi Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins eru þessi:

  • Ungverjaland
  • Rúmenía
  • Grikkland
  • Lettland  
 
 
PS. Evrulandið Grikkland er meira að segja komið í ríkisgjaldþrot inni í miðju ESB og í evrum! 
 
Niðurstaða: Sennilega er ESB það versta sem komið getur fyrir frjáls lýðræðisríki. Evran er þó sennilega ennþá verri. Hún virðist vera eitur fyrir öll þau lönd sem nota hana.
  

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 19.4.2010 kl. 17:05

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við ættum að mínu mati að segja upp EES-samningnum, þegar hentar, en fyrst hætta við Schengen-samninginn. Hann hefur þegar orðið okkur til óþurftar, eins og reyndar hinn samningurinn líka. Við hefðum losnað við útrásar-áhættu-heimskuna, ef við hefðum staðið utan við EES. Og a.m.k. allt fram á síðustu ár 10. áratugarins vorum við í heildartapi vegna EES-aðildar.

Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 17:37

18 identicon

Frábær innlegg.  Ég sé núna ljósið. 

Ísland á ekki að ganga í ESB. 

Ísland hefur svo sannarlega verið skjól í þessu slæma árferði.  Hér varð ekkert efnahagshrun.  Hér er ekki AGS.  Hér var ekki neikvæður hagvöxtur sem nemur 41,76% í USD  frá árinu 2007  Hér hafa fjölskyldur virkilega farið vel út úr þessar kreppu sem þjóðir heimsins hafa lent í (fyrir utan Íslandi).  Hér þrífst engin spilling og mun aldrei þrífast!!! Allir elska alla.

Ég skil ekki rökfærslur Nei-sinna.  Ef menn ætla að bera saman hagvöxt á milli landa, þá verður að finna samnefnara eins og dollar.  Annars er samanburður ómarktækur með öllu!!!!

Af hverju halda nei-sinnar því alltaf fram að ESB sé Paradís sem sé að hrynja og reyna að finna hagfræðilegar staðreyndir þess efnis?  Halda já-sinnar því fram að ESB sé fullkomið?  Það er ekkert fullkomið og að tala út frá því er algert bull.  Það er ekkert ríki fullkomið.  Hvar er Útópía?

ESB er eitthvað miklu meira en aðeins efnahagsbandalag.  Maður verður að hafa lifað og hrærst í bandalaginu til að skylja það.  Auðvitað eru ekki allir sáttir, en það er alltaf alls staðar.  Nei-sinnar eru að reyna að koma í veg fyrir að ungir Íslendingar njóti ágóða af ESB í framtíðinni og bjóða þeim frekar upp á innilokunarstefnu a la austur evrópu með því að tortryggja allt sem gerist innan ESB.  Verði ykkur að góði

Ég hélt að eftir hrunið hefði hagfræðihugsun aðeins vikið úr vegi fyrir einhverju öðru, en svo er ekki.

Þá ætti Ísland að hætta öllu samstarfi við stofnanir ESB og semja við hvert ríki fyrir sig, eða?   Það er ekki í myndinni.  Það eiga menn að vita og að semja um hvert atriði sérstaklega sem Íslendingar græða á er ekki heldur í myndinni.  Ekki lengur.

Vakniði og sjáið ljósið líka.  ESB er kanski ekki framtíðin þín en hún er framtíð næstu kynslóða.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 19:26

19 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Kæri Stefán

Landsframleiðsla er gerð upp í magni og í eigin mynt ALLRA landa heimsins því annars væri hún ekki landsframleiðsla heldur spá frá miðilsfundi eins og þessum hérna hjá Evrópusamtökunum.

MAGN; tonn, metrar, unnir tímar, vött, kaloríur, lítrar osfv. 

Ok?

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 19.4.2010 kl. 20:11

20 identicon

Gunnar, ég geri ekki ráð fyrir því að þú hafir lært hagfræði því þetta er rangt hjá þér.  Til að bera saman efnahag tveggja eða fleiri landa, þá verður að velja einn sameiginlegan stuðul.  Annars er það ekki hægt.  Það þarf ekki að rökræða lengi um það.

Það þarf ALLTAF EINN sameiginlegan STUÐUL annars er ekki hægt að BERA SAMAN!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 20:23

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað atvinnuleysið varðar, hefur Evrópubandalagið skorað miklu "hærra" en við um áratuga skeið. Hvað framtíðarhorfurnar snertir vegna heilbrigðs vaxtar þjóðanna, er þetta sama Evrópubandalag í hættulegri stöðu, sem strax um 2020 verður farin að syna sig mjög óþægilega, en með margfalt erfiðari hætti tuttugu árum síðar. En menn með lágmarks-skynsemi í kollinum gefa ekki frá sér sjálfstæði þjóðar fyrir hagtölur.

Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 20:58

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

– enda hafa þeir ekkert leyfi til þess; við erum skuldbundin að styðja íslenzka lýðveldið og gerast ekki fótgönguliðar né undirróðursmenn erlends stórveldis. Slíkt var ekki litið jákvæðum augum hér á millistríðsárunum, og það er engin ástæða til þess nú.

Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 21:02

23 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

"Gunnar, ég geri ekki ráð fyrir því að þú hafir lært hagfræði"

Það er nú einmitt það sem ég gerði í 5 ár. Er eitthvað fleira sem þú gerir ráð fyrir Stefán minn? 

Þú ert sennilega að rugla saman við jafnvirðisgildi (PPP: Purchasing Power Parity). Það er allt annar handleggur en nominel spot-price sem þú ert að tala um.  PPP tekur tilliti til gengisþróunar - hún þurkar út gjaldmiðla spurninguna. 

Að gengistengja magn landsframleiðslu er ekki hægt því þá væru allar hagstofur alltaf lokaðar sökum gengissveifla.  

Ef landsframleiðsla Finnlands hefur fallið um 8% þá þýður það að finnska hafkerfið framleiddi 7% minna en miðað við árið áður. 

Nominel USD samanburður eins og þú ert að tala um, er ekki réttvísandi fyrir hvor landið sé í raunverulegum samdrætti eða hagvexti og alls ekki á alþjóðavísu. Hann er bara spot-prís augnabliksins.

En sem sagt: landsframleiðsla mælir magn.  

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 19.4.2010 kl. 22:03

24 identicon

Gunnar.  Ég held að þú sért að misskilja eitthvað alveg sérstaklega illa.  Það er ekkert samhengi í svarinu þínu.

Það er rétt hjá þér að landsframleiðsla Finlands hefur dregist saman um 8% í evrum.  En hvernig ætlarðu að bera það saman við 6,5% samdrátt á Íslandi sem reiknaður er í krónum? 

Það er hægt að bera saman hagvöxt innan sama ríkis en ekki á milli landa nema með að nota einn sameiginlegan stuðul.  Þá t.d. PPP.

Hver var samdráttur á Íslandi og Finlandi á milli ára í ppp?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband