Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben: Vill leggja aðildarumsókn til hliðar - "bremsuyfirlýsing" og "haltu mér slepptu mér" nálgun.

bjarniben_991582.jpgFormaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nú nýlega á landsfundi flokksins að skynsamlegast væri að leggja umsókn um aðild að ESB til hliðar. Sama orðalag er notað í stjórnmálaályktun flokksins sem kynnt var nú síðdegis og gengið verður til atkvæða um á morgun.

Á visir.is segir: "Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við núverandi aðstæður væri réttast að leggja aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þetta kom fram ræðu hans á setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins klukkan fjögur í dag.

Hann sagði að réttast væri að leggja aðildina til hliðar, ekki bara vegna framkominna hótana um að ekkert verði af samkomulagi nema Ísland gangi að afarkostum Breta, heldur til þess að hægt sé að nýta alla krafta til að sigrast á þeim efnahagserfiðleikum sem við er að glíma.

„Þegar því verkefni er farsællega lokið verða allar forsendur fyrir hendi til að meta afstöðu okkar til aðildar á ný þar sem þjóðin hefur verið höfð með í ráðum."

En svo sagði Bjarni:

"En ég vil jafnframt að eitt sé alveg skýrt hvað mögulegt framhald þessa máls varðar. Ef viðræður við Evrópusambandið halda áfram þá er það skylda okkar að beita okkur af alefli fyrir því að hagsmuna Íslands verði gætt í hvívetna í viðræðuferlinu. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn gera allt sem í hans valdi stendur til að sá samningur sem kann að verða gerður við Evrópusambandið verji hagsmuni okkar Íslendinga sem allra best. Þjóðin tekur svo afstöðu til samningsins. Um þetta hljótum við öll að vera sammála."

Þetta er "bremsuyfirlýsing" og sýnir flokkurinn hefur fjarlægst það að vera burðarás í íslenskum utanrikismálm.

En um leið er þetta einnig svona "haltu mér slepptu mér" og tilraun til að brúa bil milli tveggja mjög andstæðra póla í flokknum.

Spurningin er hvort þetta sé ekki of mikil málamiðlun, í þessu felst ekki mjög skýr stefna.

Hvernig túlka Evrópusinnar innan flokksins þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvernig geta jafn óþjóðleg samtök og Evrópusamtökin komist á þjóðskrá?

"Haltu mér slepptu mér", hvaða stelling er það eiginlega? Hvaða lið er eiginlega á bak við Evrópusamtökinn? Hjálparsveit Skáta? Íslenski dansflokkurinn?

Bjarni Ben er bara að taka sönsum. Skuldlaus, allslaus og hálfvitlaus þjóð bjargar ekki málum sínum með því að ganga í ESB og gerast þar Euro-trash, eða með því að afsala sér því litla frelsi sem hún hefur og flagga ljótum, bláum fána alla leið til Brussell.

Frelsið er dýrkeyptara en svo.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.6.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband