Leita í fréttum mbl.is

Viðbrögð byrja að seitla fram

falcon.jpgNú eru farin að koma fram viðbrögð við þeim fleyg sem rekinn var í gegnum Sjálfstæðisflokkinn á landsfundinum í gær, þegar Nei-sinnar læddu því inn á síðustu stundu inn í lokaályktun flokksins að draga bæri umsóknina að ESB til baka.

Fólk er þegar farið að segja sig úr flokknum, lesið t.d. þessa harðorðu bloggfærslu.

Jórunn Frímannsdóttir, áhrifamanneskja úr borgarstjórnmálunum í Reykjavík og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, skrifar á sínu bloggi:

"Í stórum flokki (eins og Sjálfstæðiflokkurinn var og á að vera), þurfa mismunandi sjónarmið að rúmast. Ég vil ekki og ætla ekki að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki rúmað sjónarmið Sjálfstæðra Evrópusinna. Það var sorglegt að ekki skyldi nást samstaða um málamiðlun í ESB málum á landsfundinum. Hvað hræðast menn svo mjög við það að skoða það hvaða samningum við getum náð? Þjóðin mun kjósa um samningana á endanum og fella þá ef þeir verða okkur ekki þóknanlegir. Við verðum að halda áfram í samvinnu annarra þjóða, í vestrænni samvinnu. Evrópusambandið er ekki „Grýla“ eins og margir vilja vera láta, heldur samband og samvinna fjölmargra þjóða."

Og síðar segir hún: "Ég var ósátt við niðurstöðu landsfundar og velti því fyrir mér hvort flokkurinn minn rúmi ekki lengur ólík sjónarmið og ætli sér að hrekja burt alla þá fjölmörgu Sjálfstæðismenn sem eru því fylgjandi að við skoðum það hvaða samningum við getum náð í samstarfi evrópuþjóða áður en við leitum annað. Ætlum við að senda þau skilaboð til Evrópusambandsríkjanna að við viljum ekki vita hvaða samningum við getum náð?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jórun Frímannsdóttir hittir naglan á höfuðið þegar hún lýsir því hver er höfudrifkraftur andstæðinga þess að við ljúkum aðildarviðræðunum við ESB. Það er óttin við það sem þá kann að koma í ljós; að við náum svo hagstæðum samningum með svo litlum fórnum að aðild okkar að ESB er auljós miklum meirhluta landsmanna!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 11:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er vissulega komin upp nýr flötur á þessu stóra máli, eða öllu heldur hvað fylgendur aðildarviðræðna eru í raun margir. Auðvitað á að fá fram okkar möguleika og ég hef allan tímann verið þeirrar skoðunar og við eigum mjög góða möguleika.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 11:34

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er óhætt að óska Sjálfstæðismönnum til hamingju að taka einarða og skýra stefnu upp gegn ESB aðild Íslands.

Slík stefna á aðeins eftir að efla og styrkja flokkinn á ný.

Það verða ekki margir sem yfirgefa flokkinn vegna þessa,  auk þess sem þeir munu líka fá nýtt fólk inn sem treystir flokknum til að standa sig í að standa vörð um sjálfstæði- og fullveldi þjóðarinnar án ESB- helsis. 

Lýðræðisins vegna þurfa kjósendu að hafa hreinar línur í þessu stóra máli.

Annars gætum við bara haft einn stjórnmálflokk sem héti t.d. Samfylkingin og væri samansafn allskyns ólíkra skoðanahópa, allt í nafni umburðarlyndis. 

Það reyndist nú ekki vel í Sovéttinu og lítið fór þar fyrir umburðarlyndinu.

Auðvitað eru örfáir stuðningsmenn ESB aðildar enn til í öllum flokkum og líka meðal þeirra sem engan flokk styðja en þeir eru orðnir mjög fáir og eru þar sem betur fer fyrir lland og þjóð, algerlega áhrifalausir.

Með símynnkandi fylgi við ESB aðild meðal þjóðarinnar þá er stuðningslið ESB aðildar nú tætingslið og algerlega orðið einangrað í einum flokki þ.e. í Samfylkingunni, sem samt sem áður virðist stöðugt vera að minnka fylgi sitt.

Upptendraða ESB öfugmælakonan Hólmfríður Bjarnadóttir segir hér að ofan: 

"að nú sé komin upp nýr flötur á þessu stóra máli, eða öllu heldur hvað við fylgjendur aðildarviðræðna erum í raun margir".

Haltu bara áfram að telja Hólmfríður !

Hún heldur alltaf eins og fyrri daginn að ESB trúboðið sé í þvílíkri stórsókn og aðeins sé tímaspursmál hvenær ESB sinnar vinni sína stórkostlegu lokasigra.

Hún má alveg lifa í þesum upphöfnu ranghugmyndum sínum en staðreyndirnar blasa við, ESB trúboðið er á alls staðar á hröðu undanhaldi málefnalega og nýtur síminnkandi fylgis. 

Nú er svo komið að meira en 70% landsmanna vilja ekkert með ESB umsóknina hafa að gera.

Þið getið auðvitað áfram haldið að túlka stöðugt undanhald ykkar sem hvern stórsigurinn á fætur öðrum.

En þjóðin okkar veit betur og sér í gegnum ykkur í þessu sem öðru.  

Gunnlaugur I., 27.6.2010 kl. 12:46

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Við vitum hvað innganga í Evrópusambandið þýddi nú þegar. Eins og Olli Rehn, þáverandi stækkunarmálaráðherra sambandsins, sagði fyrir ekki alls löngu þá eru öll spil þess á borðinu, sáttmálarnir og regluverkið er öllum aðgengilegt. Þetta er ekkert flókið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 14:10

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur J, innganga í ESB mundi aðeins þýða betri kjör fyrir almenning, lægri vexti á endanum og betri lífsskilyrði.

Annars reikna ég með því að þú flytjir fljótlega til Bandaríkjana, í stíl við þá hægri hugmyndafræði sem þú aðhyllist.

Gunnlaugur I, andstæðingar ESB á Íslandi voru að sýna hvað raunverulega býr að baki þeim, og vegna þess voru þeir að tapa baráttunni. Áður en hún hófst raunverulega.

Jón Frímann Jónsson, 27.6.2010 kl. 14:56

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Við ESB andstæðingar þurfum ekki að óttast neitt. Við sem viljum verja sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar án ESB helsis, þurfum ekkert að óttast. 

En þið ESB innlimunargengið þurfið að fara að horafast í augu við raunveruleikann og óumflyjanlegt og sárt tapið og það með húð og hári það er þinglýst eign ykkar þessa hávæara minnihlutahóps.

Jón Frímann, búðu þig bara undir það drengur minn, það verður eilítið skárra fyrir þig að lifa með það því fyrr sem þú viðurkennir algeran ósigur ESB trúboðsins þíns sem þú tilbiður og berst fyrir.

Gunnlaugur I., 27.6.2010 kl. 16:21

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er greinilegt að ESB andstæðingar treysta því ekki að það verði meirihluti til að fella aðildarsamning þegar þar að kemur. Ég er eiginlega sammála þeim.

Gísli Ingvarsson, 27.6.2010 kl. 17:06

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Aðildarsamningur við morknað og gjörspillt ESB stjórnar-ráðsðisapparatið verður kolfelldur hvar og hvenær sem er hér á Íslandi Gísli Ingvarsson.

Það þarf enginn að veltast neitt í vafa um það lengur, eða óttast neitt um það ja nema þið þessir örfáu ESB aftaníossar !

Gunnlaugur I., 27.6.2010 kl. 17:27

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Afhverju kýstu að búa í svona spilltu apparati ? Spánn er í ESB og hefur verið það síðan 1986 (þá EEC). Þú hefur aldrei svarað þessari spurningu almennilega. Þess í stað ferðu á handahlaupum og ferð að tala um eitthvað annað.

Það er ennfremur greinilegt að andstæðingar ESB á Íslandi eru hræddir, annars mundi þeir ekki leggja svona mikið á sig til þess að stoppa aðildarferlið og samningsferlið eins og raun ber vitni.

Ástæðan er líklega það eftirlit sem mun koma með aðildarferlinu, og sérstaklega ef íslendingar samþykkja aðildarsamning Íslands við ESB. Þá verður þetta eftirlit ESB til staðar og andstæðingar ESB á Íslandi, sem margir hverjir þrífast á spillingu geta ekkert gert til þess að hafa áhrif á það eftirlit. Á Íslandi nefnilega hefur þetta fólk haft stjórn á hlutunum, og þaggað niður í öllu sem heitir eftirlit.

Enda yrði bara hlegið að þeim og þeir kærðir.

Jón Frímann Jónsson, 27.6.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband