Leita í fréttum mbl.is

Matís leiðir fjölþjóðaverkefni - styrkt af ESB. Mikil viðurkenning!

MATÍS"Matís gegnir forystuhlutverki  í tveimur nýjum og umfangsmiklum fjölþjóðaverkefnum sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan og AMYLOMICS. Styrkir ESB hljóða upp á alls 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 860 milljóna króna. Þar af er hlutur Matís alls 950.000 evrur til beggja verkefna, jafnvirði um 150 milljóna króna. Matís stjórnar báðum verkefnum. 

Í því felst að ESB lætur allt styrktarféð renna til Matís sem síðan greiðir innlendum og erlendum samstarfsaðilum sínum. Talsverður hluti verkefnanna verður unninn á starfsstöðvum Matís á landsbyggðinni, enda byggjast þau meðal annars á góðu  samstarfi Matís við fyrirtæki um allt land. Meistara- og doktorsnemendur munu starfa að verkefnunum."

Þetta kemur fram á heimasíðu MATÍS og þar er einnig rætt við Sjöfn Sigurgísladóttir um verkefnin:

"Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, segir að verkefnin tvö og stuðningur ESB við þau séu góð tíðindi fyrir íslenskt vísindasamfélag og viðurkenning fyrir Matís:

„Rannsóknarstyrkir ESB eru afar eftirsóttir og mikil samkeppni er um þá. EcoFishMan hlaut 14 stig af 15 mögulegum í mati fagnefndar ESB, sem er frábær árangur og skilaði verkefninu í hús hjá Matís og samstarfsaðilum. Með þessu festum við okkur enn frekar í sessi í alþjóðlegu vísindasamstarfi og svo er auðvitað sérstakur fengur að því fyrir Íslendinga að fá nú verulega fjármuni inn í samfélagið erlendis frá á þessum samdráttar- og niðurskurðartímum.“

Öll fréttin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta eru afskaplega góðar fréttir og mikil viðurkenning fyrir þá vísindamenn sem vinna að verkefnum á vegum Matís.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.7.2010 kl. 20:44

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Um hvað er þetta verkefni?

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband