Leita í fréttum mbl.is

Að hræðast orðið JÁ - goðsagnir um ESB

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirA.m.k. tvo góða pistla er að finna á Eyjunni núna um ESB-málin (og enn fleiri eru að ræða málið). Þeir eru eftir þau Bryndís Ísfold Hlöðversdóttur og Elvar Örn Arnarson. Elvar skrifar um goðsagnir og ESB og segir m.a.:

"Flestar sögusagnirnar eiga uppruna sinn í Bretlandi, þar sem efasemdaraddir gagnvart Evrópusambandinu eru útbreiddar.  Það er vinsælt umfjöllunarefni í bresku pressunni – sérstaklega hjá tabloid-blöðunum –  að segja frá sérkennilegum reglugerðum sem koma frá Brussel. Bretar virðast hafa gaman af því að lesa um embættismennina í Brussel, sem hafa ekkert betra fyrir stafni en að trufla daglegt líf fólk með fáránlegum reglugerðum.

Þessar sögusagnir eru öflugt vopn í höndum andstæðinga Evrópusambandsins, því fæstir hafa fyrir því að afla sér upplýsinga um sannleiksgildi þeirra. Í langflestum tilvikum er bara eitt lítið sannleikskorn í sögunum sem síðan er skrumskælt og ýkt."

Allur pistill Elvars

Pistill Bryndísar fjallar hinsvegar um hræðslu íslenskra Nei-sinna við JÁ-ið, að loknum AÐILDARSAMNINGUM! Birtum hér pistil hennar í heild sinni:

ÓTTINN VIÐ JÁ

Það er magnað að fylgjast með andstæðingum ESB aðildar á AMX, Evrópuvaktinni og nú síðast í utanríkismálanefnd þingsins.  Frá og með deginum í dag eru aðildaviðræður okkar við ESB hafnar og ljóst að nú ættu allir að leggjast á eitt við að ná fram sem bestum samningi fyrir Ísland.  Það vita allir að það er mikil og löng vinna fyrir höndum fyrir samninganefndina og á endanum er það þjóðin sem ákveður hvort hún vilji inn í ESB eða ekki.

Svo virðist hins vegar að þeir fyrrgreindu, sem eru hörðustu andstæðingar ESB aðildar, óttist ennþá ekkert meira en að þjóðin segi já við samningnum þegar hann verður lagður í dóm hennar – því í stað þess að reyna að sannfæra þjóðina um að hún eigi ekkert erindi inn í ESB leggja þeir allt kapp á að þjóðin fái aldrei að velja.   Svo mikil er lýðræðisástin.

Óttinn við já-ið er ekki ástæðulaus hjá andstæðingum ESB því það eru margar góðar ástæður fyrir því að við eigum að íhuga það alvarlega að ganga alla leið inn í ESB.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég nötra af valkvíða :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.7.2010 kl. 14:14

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Til að reyna að svara aðeins báðum þessum ESB áróðursskrifum þá vil ég segja eftirfarandi.

Það er algerlega rangt að við ESB andstæðingar óttumst eitthvað ef haldið verður áfram með aðlögunarferleið að ESB.

Alla vegana óttumst við ekki ákvörðun þjóðarinnar. Við erum vissir um að þjóðin mun hafna ESB helsi loks þegar hún mun eitthvað fá um það að segja.

Við erum mjög lýðræðislegir og hefðum helst viljað leyfa þjóðinni að kjósa um það í upphafi hvort leyfa ætti stjórnvöldum að sækja um ESB aðild og hefja þetta kostnaðarsama aðlögunarferli.

En nú þegar að meira en ár er liðið frá því ESB umsóknin var send inn hefðum við helst viljað láta kjósa um það hvort halda eigi þessu umsóknar og aðildarferli áfram eða draga það til baka. Allt mjög lýðrððislegt.

Allt tal um að fólk viti ekki nóg um ESB og kosti þess og galla er bara alls ekki rétt.

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun þar sem reyndar meira en 70% vildu afturkalla ESB umsóknina kom jafnframt fram að 45% aðspurðara töldu sig vita talsvert mikið eða mjög mikið um ESB. Önnur ca 30% töldu sig vita svolítið en vildu gjarnan fræðast betur. Eitthvað um 25% töldu sig vita mjög lítið eða nær ekkert um ESB apparatið.

Þetta hlutfall mun ekki breytast mjög mikið sama hvað öllum áróðri (svokallarðri fræðslu) líður eins og ESB sinnar kalla áróður ESB maskínunnar.

Alveg eins og ef kjósendur á Íslandi væru spurðir daginn fyrir kjördag hvað þeir vissu mikið um stjórnmálin. Þá verða það alltaf einhver 25% sem telja sig lítið eða ekkert vita um stjórnmálin og vill það jhafnvel ekki eða nennir því ekki.

Stór hluti þessa fólks situr heima í öllum kosningum eða skilar auðu eða greiðir atkvæði sitt fyrir vini eða vandamenn sem hræra í þeim.

Þannig er almenningur alveg nógu upplýstur um ESB og alveg reiðubúinn að segja álit sitt á ESB umsókninni nú þegar og ætti að fá þann lýðræðislega rétt að fá að hafna áfframhaldani viðræðuferli ef meirihlutinn vill það.

Þetta vilja ESB sinnar hindra með öllu móti, er það lýðræði !

Varðandi sögusagnirnar um ESB og spillinguna, þó sumar séu ýktar þá eru þó margar alveg sannar og spillingin hjá þessu kerfi eykst ár frá ári.

Til dæmis að þessi embættisaðall í Brussel hefur komið því þannig fyrir að þesi elítu-hirð er með þrisvar til fjórum til sinnum hærri laun en þeir höfðu í heimalöndum sínum sem sérfræðingar eða sem stjórnmála- eða embættismenn.

En það sem meira er fríðindin og rissnan er líka öll miklu ríflegri og ég tala nú ekki um eftirlaunin sem eru himinhá og greiðast til æviloka.

En til að bíta höfuðið af skömminni í sérplægninni og græðginni þá hefur þetta sjálftökulið komið því þannig fyrir að það borgar ekki eina einustu Evru í skatt af þessum ofurlaunum sínum eða hlunnindum eða eftirlaunum.

Þeir eru með öllu skattfrjálsir bæði í heimalöndum sínum og af ESB apparatinu sjálfu.

Ef þetta er ekki siðleysi og spilling þá veit ég ekki hvað á að kalla þetta.

Herra Roumpey sem nýlega var samkvæmt Lissabon sáttmálanum handvalinn af sjálfri yfir-elítu ESB apparatsins sem forseti ESB hirðarinnar er á allt að þriðjungi hærri launum en sjálfur Obama Bandaríkjaforseti sem þó þurfti að heyja hörku kosningabaráttu og sækja umboð sitt beint til Bandarísku þjóðarinnar.

Roumpey er eins og undir hirðsveinarnir hans einnig skattlaus með öllu.

ESB valdaapparatið og valdasamþjöppun elítunar þar og þessa sérgóða og spillta kerfis er eitthvert mesta og versta tilræði við frjálst, opið lýðræði og fjölbreytileka einstaklinganna, síðan Sovétríkin sálugu, með öll sín óskeikulu kerfi, ráð og nefndir liðuðust í sundur. 

Gunnlaugur I., 25.7.2010 kl. 15:23

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gunnlaugur I., geturðu komið með heimildir fyrir þessu með laun ESB-kommissaranna?

Því rökstuðningur og heimildir þínar eru í öfugu hlutfalli við lengd athugasemda þinna.

Theódór Norðkvist, 25.7.2010 kl. 16:11

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Thedór Norðkvist.

Þarf þess nú varla því þetta er búið að vera í fréttum ítrekað og margsinnis. 

Þú getur sjálfur grennslast fyrir um þetta ef þú trúir þessu ekki, annars skal ég senda þér linkin ef ég man eftir þegar ég sé þetta næst. 

En yfirleitt passa þessir "privilige" ESB elítugaurar sig á því að hafa þetta ekki á lausu á opinberum áróðurs eða frétta- og upplýsingasíðum ESB apparatsins.

En þetta er dagsatt og reyndu að sýnda mér fram á annað !

Spillingin og sérhyglin drýpur af hverju strái í gilltum sölum ESB elítunar. Sannaðu til drengur minn ! 

Gunnlaugur I., 25.7.2010 kl. 16:21

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I er krónískur lygari og neitar að gefa upp heimildir fyrir fullyrðingum sínum. Enda hefur hann ekki neinar heimildir, hérna er bara um að ræða blekkingatal hjá honum.

Annars eru upplýsingnar um laun fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB að finna hérna (Wiki) og hérna (vefsíða ESB).

Það er einfalt fyrir Gunnlaug I að bulla bara eitthvað útí loftið. Þar sem að hann vill aldrei sanna sitt mál hvort sem er.

Jón Frímann Jónsson, 25.7.2010 kl. 16:34

6 identicon

Góðan dag; Evrópusamtök - og þið aðrir, hér á síðu þeirra !

Arinbjörn - Gunnlaugur og Theódór !

Finnst ykkur ekki; að vera að æra óstöðugan, að reyna að haldi uppi orðræðu, hér á þessarri síðu, verandi; með Jón Frímann, eins og slefandi og gjammandi kjölturakka, yfir ykkur, sýknt og heilagt ?

Ég nefndi; við þau Andrés Pétursson, og hans fólk, fyrir nokkru, að þau reyndu að hafa eitthvert vitrænt taumhald, á þessum dreng (JFJ); hvað, gersamlega hefir mistekist, hingað til.

Að minnsta kosti; kæri ég mig ekki um, að reyna að taka þátt, í mögulegri vitrænni umræðu, hér á síðu, meðan Evrópu samtök láta hjá líða, að koma Jóni Frímanni í skilning um, að fleirri kunni að vita og skilgreina, en hann einn - ykkur; að segja.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 16:57

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Samkvæmt Wikipedia tenglinum eru þeir allra hæst settu með um 25.000 evrur, um 4 millj. ísl. kr., almennir fulltrúar með 20. þús. e.

Þeir lægst settu í því sem er kallað Civil Service eru með um 2.500 e./mán. og þeir hæst launuðu í kringum 16 þús. evrur.

Síðan bætast við þetta einhver fríðindi, dagpeningar vegna fjarveru frá heimili o.fl.

Starfsmenn Civil Service menn borga skatt til EU í stað viðkomandi landa, á bilinu 8 - 45%. Ekkert er sagt til um hvernig þeir raðast á skalanum eða hvort flestir séu nær lægri mörkunum eða þeim hærri. Allavega er ljóst að þeir eru ekki skattlausir.

Þetta eru nú ekkert ægilegar tölur, miðað við að laun í Evrópu eru um tvöföld á við það sem gerist hér eftir hrun.

Theódór Norðkvist, 25.7.2010 kl. 17:01

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar Helgi, Það er auðvitað til einskis að benda þér á þá staðreynd að þú ferð ekki með neinar staðreyndir hérna. Heldur ertu einn af þeim sem heldur fram staðreyndarleysum um ESB og marga aðra hluti.

Í stað þess að fræðast um ESB og málefni þess, þá veluru viljandi að viðhalda fáfræði þinni varðandi ESB.

Það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir svona einstaklinga. Þeir eru kallaðir heimskingjar.

Jón Frímann Jónsson, 25.7.2010 kl. 18:56

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Slakið á, það græðir enginn á svona skítkasti.

Theódór Norðkvist, 25.7.2010 kl. 21:25

10 Smámynd: Ólafur Als

Haft eftir nýlega ráðnum starfsmanni ESB:

“ – our job is not a common one, and we have the responsibility to try to make “things move forward”, and “hopefully in the right direction”.
[...]
We should ‘push the limits’ to make the parliament gain power and weight in the institutional architecture. Help MEPs to use ‘the grey zones’, even of the Lisbon Treaty, to extend the sphere of influence of our institution.”

 - laun starfsmanna ESB í Brussel og víðar eru þau hæstu sem þekkjast; þ.e. hærri en opinberra starfsmanna þróaðra landa og hefur svo verið um langt skeið.

Launaviðbót nemur hjá þingmönnum nálægt 50 þ. evrum og fyrir hvern dag sem þeir mæta til vinnu fá þeir borgaðar 298 evrur - hvort sem þeir nú vinna 10 mínútur þann daginn eða 6 klst. Miðað við 160 daga unna á ári gera það um 48 þ. evrur. Hjá embættismönnum og þá sérstaklega hinum hærra settum eru tölurnar um launaviðbætur og risnu einnig svimandi háar.

Starfsmenn og þingmenn ESB borga skatta - ef skatta skyldi kalla. Lang flestir greiða afar lítið eins og sést af samanburði á brúttó og nettó launum og langtum minna en viðgengst í Evrópu eða hinum vestræna heimi. 

Embættismenn veittu sjálfum sér 3,7% launahækkun nálægt síðustu áramótum mitt í miðri efnahagskreppu og allt að því engri verðbólgu - hærra settir embættismenn fengu launakjörin sín bætt um milljónir króna á ári.

Inn í þetta umhverfi vilja sumir Íslendingar ganga.

Ólafur Als, 26.7.2010 kl. 00:37

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.2.2010:

"At the outset, it should be noted that the gross annual adjustment proposed in 2009 (3.7%) would have resulted in a net impact of 2.3% as of 1 January 2010, taking into account inflation for international staff in Brussels and increases in the pension contribution rate and the special levy.

As the Honourable Members are aware, the Council decided to apply a gross annual adjustment of only 1.85%."

European Parliament - Parliamentary Questions

Þorsteinn Briem, 26.7.2010 kl. 02:41

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ólafur, Svona samsæriskenninga bull er ekkert betra þegar þú sleppir að vitna í heimildir. Umræddur textabútur sem Ólafur vitnar í er kominn héðan, og það verður að segjast að þetta er óskemmtileg þvæla sem þar er að finna.

Hérna er ennfremur gerð tilraun til þess að vitna í texta úr samhengi, og fá þannig niðurstöðu sem hentar viðkomandi. Í þessu tilfelli andstæðingi ESB.

Jón Frímann Jónsson, 26.7.2010 kl. 04:13

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Laun þingmanna á Evrópuþinginu:

"The monthly pre-tax salary of MEPs under the single statute is, in 2009, €7,665.31.

The salary is from Parliament's budget and is subject to an EU tax and accident insurance contribution, after which the salary is €5,963.33. Member States can also subject the salary to national taxes."

European Parliament - Salaries and allowances


Laun þingmanna á Evrópuþinginu eru því um 942 þúsund krónur á mánuði á núvirði
, eftir skatt til Evrópusambandsins, en væru um 543 þúsund krónur á mánuði, miðað við gengi krónunnar í maí 2006.

Og launin eftir skatt í til íslenska ríkisins væru um 597 þúsund krónur á mánuði
, miðað við núgildandi skattþrep, en Ísland fengi sex þingmenn á Evrópuþinginu, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum.

Laun þingmanna á Alþingi
voru hins vegar lækkuð úr 562 þúsund krónum í 520 þúsund krónur á mánuði frá 1. janúar 2009.

Laun alþingismanna og ráðherra


Starfskjör alþingismanna

Þorsteinn Briem, 26.7.2010 kl. 04:57

14 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

....minnum þá sem hér fara um og skilja eftir athugasemdir að halda sig við þá almennur reglu að sýna kurteisi. Við skulum ekki skemma það fyrir okkur að þetta sé opinn vettvangur fyrir UMRÆÐU um Evrópumál.

Minnum á að ENGIN af helstu síðum NEI-sinna og samtaka þeirra er með opið fyrir umræður og athugasemdir af því tagi sem hér geta birst!

Evrópusamtökunum þykir í raun ljúft að geta haldið þessu opnu og við viljum halda því áfram!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.7.2010 kl. 08:40

15 identicon

Góðan dag; Evrópusamtök - sem skrifarar og lesendur aðrir !

Rétt finnst mér - sem skylt; að geta þess, að athugasemdakerfi síðu minnar (svarthamar.blog.is), hefir verið opið, frá öndverðu, eða síðan í Apríl lok 2007.

Evrópusamtökin; mættu gjarnan upplýsa lesendur síðu sinnar, um eina skuggahliða ESB, sem er sporgangan, í þágu Bandarísku heimsvaldasinnana, austur í Baktríu (Afghanistan), til dæmis, hvar ESB liðar eru, ásamt öðrum, einkar hjálplegir við, að drepa óvopnað fólk, í gjörsamlega tilgangslausu stríði, austur þar.

Evrópusamtökin; já, og Heimssýn og fleirri, mættu alveg gefa gaum, þeirri þörfu vinnu, sem Wíkileka menn eru að inna af hendi, með því að fletta ofan af Pentagon/NATÓ og ESB glæpa verkum, víða, um veröld alla, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:17

16 identicon

Óskar:  ESB er ekki að berjast í Afganistan.  Það er NATO.  Þverpólitísk samstaða virðist vera um það hér á landi að vera áfram í NATO þrátt fyrir  að NATO hafi breyst úr varnarbandalagi yfir í eitthvað allt annað sem ekki enn er skilgreint. 

Það ert ekki aðeins þú sem ert ósáttur við veru erlendra hermanna í Afganistan heldur einnig margir íbúar þjóða á meginlandi Evrópu.

Ég vil minna þig á að Frakkar og Þjóðverjar voru harðir andstæðingar þess að Bandaríkjamenn, Bretar og Íslendingar réðust inn í Írak árið 2003.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 04:30

17 identicon

Komið þið sæl;  á ný !

Stefán !

Þrátt fyrir; tilraun þína, til þessa yfirklórs, talar raunveruleikinn, sínu einfalda máli.

Ekkert; ekkert, réttlætir aðild Íslands, að þessum hryðjuverka samtökum, sem ESB og NATÓ hafa sannað sig í, að vera.

Minni þig einnig á; að tilurð sjóræningja starfsemi Sómala, er að langmestu leyti, fyrir þær sakir, að ESB landa fiskiskipa floti hreinsaði upp fiskimiðin, á stórum hluta Vestur- Indlandshafs, fyrir skömmu.

Hvarvetna; sem vestrænir heimsvaldasinnar koma við sögu, skilja þeir eftir sig sviðna jörð.

Og; ekki eru afköstin minnst, hjá ESB ríkjunum, sumum hverjum, með dyggri leiðsögn, frá Brussel völlum, Stefán minn. 

Með; þeim sömu kveðjum, sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 12:46

18 identicon

Sæll Óskar:

Var ég í færslunni minni að réttlæta veru Íslands í NATO?

Ég minntist ekki á stuðning minn við NATO.  Það eru margir félaga minna í Ungum Jafnaðarmönnum í Þýskalandi sem eru á móti hernaðarbrölti NATO. 

Ég er það einnig.

Það má ekki blanda NATO og ESB saman.  Það er ekki sama bandalagið.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 12:53

19 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Stefán !

Tengsl; þessarra hernaðarlegu- og efnahagslegu hryðjuverka samtaka eru auðsæ, öllu skynugu fólki.

Og rétt er; og skylt, að minna einnig á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS), og hlutdeild hans, í ýmsum óhæfuverkum, einnig, ágæti drengur.

Hefði þurft; að geta þess fyrr, í orðæðu þessarri.

Með; þeim sömu kveðjum, sem áður og fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 13:01

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefnan í Afganistan er engan veginn eingöngu stefna Obama eða Bandaríkjanna og 22. október síðastliðinn voru í Afganistan 71 þúsund hermenn, lögreglumenn og sérfræðingar frá um fjörutíu löndum, til dæmis Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Írlandi, en um helmingurinn frá Bandaríkjunum.

Einnig
frá löndum sem hvorki eru í NATO (Atlantshafsbandalaginu) né Evrópusambandinu, til dæmis Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Kanada, Azerbadjan, Georgíu, Armeníu, Úkraínu, Bosníu, Makedóníu, Singapore, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Jórdaníu.

"International Security Assistance Force (ISAF) is a NATO-led security and development mission in Afghanistan, established by the United Nations Security Council on 20 December 2001 as envisaged by the Bonn Agreement."

"ISAF is mandated by the United Nations Security Council Resolutions S/RES/1386, S/RES/1413, S/RES/1444, S/RES/1510, S/RES/1563, S/RES/1623, S/RES/1659, S/RES/1707, and S/RES/1776(2007).

The last of these extended the mandate of ISAF to 13 October 2008, albeit with an abstention from Russia due to the lack of clarity in the wording pertaining to the coalition Force's maritime interception component, which has not appeared in any of the Security Council's previous resolutions."

United Nations Security Council Verbotim Report meeting 5744 page 2, Mr. Churkin Russia on 19 September 2007 at 17:20 (retrieved 2007-09-21)

ISAF Troops in Afghanistan 22 Oct. 2009


Svisslendingar hafa einnig verið í ISAF en þeir eru hvorki í NATO né ESB
. "Sviss er þekkt fyrir hlutleysisstefnu sína í nær öllum alþjóðasamskiptum og tók ekki þátt í stríðsátökum á 20. öld.

En þrátt fyrir hlutleysið er Sviss mjög virkt í ýmsu alþjóðasamstarfi og hýsir höfuðstöðvar margra alþjóðastofnana, þar á meðal stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna, enda þótt Sviss gerðist ekki aðili að þeim fyrr en árið 2002."

Bretland,
Frakkland, Rússland og Kína hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (United Nations Security Council) og þessi ríki myndu nú ekki viðurkenna að Bandaríkin hafi þau öll í vasanum.

"International Security Assistance Force (ISAF) is a NATO-led security and development mission in Afghanistan, established by the United Nations Security Council on 20 December 2001 as envisaged by the Bonn Agreement."

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 27.7.2010 kl. 13:26

21 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Steini Briem !

Þakka þér fyrir; þessa upptalningu. Staðfestir aðeins; mín fyrri orð, í andsvörum mínum, til Stefáns.

Óþverran; þrífur Evrópuasambandið ekkert af sér, þrátt fyrir þessa ágætu samantekt þína, Steini minn.

Með; þeim sömu kveðjum - og áður og fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 16:24

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafðu það gott, Óskar minn!

Þorsteinn Briem, 27.7.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband