Leita í fréttum mbl.is

Nei-sinnar herða enn tökin á Mogga

MBLOg meira af Morgunblaðinu: Í blaðinu í dag er viðtal við Per Olaf Lundteigen, þingmann norska Miðflokksins (Ísland=Framsóknarflokkurinn) og bónda (ekki nefnt í viðtalinu). Hann segir að engar líkur séu á því að Norðmenn gangi í ESB.

Þetta er s.s. ekkert nýtt að frá Noregi komi svona fréttir, þeir hafa jú sína olíu, allt í "gúddí."

En hún er TAKMÖRKUÐ AUÐLIND, það vita allir. Förum ekki nánar út í það.

En það er stjórnarmaður í Heimssýn (1 af 41! - er þetta ekki bákn?), Hjörtur Guðmundsson, sem ritar vitalið. Hann starfar nú á Morgunblaðinu og er einn hatrammasti Nei-sinni landsins. Hann er líka bloggari og þar má einnig kynna sér persónulegu skoðanir hans.

T.d. er nýleg færsla hjá honum undir fyrirsögninni "Össur hafður að fífli"

Sami Hjörtur reyndi einnig "hér í den" að koma á laggirnar þjóðernissinnuðum stjórnmálaflokki, en það rann út í sandinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég spyr Evrópusamtökin. Hvað er að vera föðurlandssvikari. Þið viljið gefa það sem fáir vilja það er sjálfstæði þjóðar sem býr á stað þar sem sjálfstæði er eðlilegt. Föðurlandssvikari hefir skíringar og þarf ekki annað en að fara í stjórnarskránna. Í raun eru þið að brjóta hana sterkt til tekið.

Valdimar Samúelsson, 11.8.2010 kl. 07:32

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Valdimar: Það er skýringar! Svo segir maður, "strangt til tekið".

Svo ertu á villigötum varðandi sjálfstæðið og að "við" viljum gefa það. Kynntu þér málið betur!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.8.2010 kl. 08:08

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er ekki málið við missum sjálfstæðið sjálfvirkt eins og við erum búinn að missa margt vegna EES. Þú/þið hljótið að lesa og hafa kynnt ykkur óánægju annarra landa innan bandalagsins. Þeir stóru ráða en þeir smáu verða að lúta þeirra vilja. Ég spyr aftur. Er þetta ekki skilið og aftur er þetta að halda sjálfstæði. 

Valdimar Samúelsson, 11.8.2010 kl. 09:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson

Hjón gera SAMNING, ganga í hjónaband og deila hluta af fullveldi sínu en eru samt SJÁLFSTÆÐIR einstaklingar.

Og ALLIR hafa BÆÐI réttindi og skyldur.

Við Íslendingar gerðum SAMNING við Dani, Sambandslagasamninginn, sem samþykktur var hér í þjóðaratkvæðagreiðslu, og Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918.

Í þeim SAMNINGI, sem við Íslendingar gerum nú VIÐ DANI og aðrar þjóðir í Evrópusambandinu, fá íslensk fiskiskip AÐ SJÁLFSÖGÐU að veiða í samræmi við núgildandi aflakvóta og veiðireynslu.

Og AÐ SJÁLFSÖGÐU verður gerður SAMNINGUR um aflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum, rétt eins og öðrum flökkustofnum, til að mynda loðnu, norsk-íslenskri síld og kolmunna.

Það væri nú lítið vit í að ofveiða makríl eins og norsk-íslensku síldina á sínum tíma.

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 12:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bók um sambandslögin frá 1918 eftir Matthías Bjarnason

"Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti.

Þjóðaratkvæðagreiðsla
fór fram 19. október og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999.

43,8% kjósenda greiddu atkvæði. [...]

Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki.
"

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 12:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMBANDSLÖGIN.

"Sambandslögin tóku gildi 1. desember 1918 og kváðu á um einstök atriði varðandi réttarsamband Íslands og Danmerkur EFTIR AÐ ÍSLAND HAFÐI VERIÐ LÝST SJÁLFSTÆTT RÍKI í konungssambandi við Dani.

Samningur milli ríkjanna lá til grundvallar Sambandslögunum.
"

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 12:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afli íslenskra skipa eftir veiðisvæðum 1994-2010:

Úthafskarfi

Loðna

Makríll

Norsk-íslensk síld

Kolmunni

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 12:53

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samningur um fiskveiðar og lífheim hafsins milli Íslands og Evrópusambandsins:

Í samræmi við þennan samning, sem er frá 1993, mega skip frá Evrópusambandinu veiða árlega þrjú þúsund tonn af karfa á tveimur svæðum innan fiskveiðilandhelgi Íslands.

Í staðinn fær Ísland rétt til að veiða þrjátíu þúsund tonn af loðnu frá ESB
, það er frá Grænlandi sem er aðili að samningnum um úthlutun loðnukvóta á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands, eins og áður hefur verið nefnt.

Í samningnum eru auk þess nákvæm ákvæði um hvernig eigi að framfylgja og tryggja ákvæðin, sem hafa breyst nokkuð frá upphaflega samningnum."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar úr deilistofnum, sjá bls. 157-158

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 12:55

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC).

Samkomulag sem tekið hefur verið upp innan NEAFC:


Samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Samkomulag um veiðar úr kolmunnastofninum milli Evrópusambandsins, Færeyja, Íslands og Noregs.

Samkomulag um veiðar á karfa á NEAFC svæðinu (ICES svæðahlutum I og II).

Samkomulag um veiðar á úthafskarfastofnunum á Reykjaneshrygg."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 149

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 12:57

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Norsk-íslensk síld:

Samkvæmt núgildandi samningi, sem er frá 2007, fær Ísland 14,5% leyfðs heildarafla (TAC).

Kolmunni:


Samkvæmt núgildandi samningi, sem er frá 2006, er hlutur Íslands 17,6%.

Rækja á Flæmingjagrunni:


Samþykkt innan NAFO, hlutur Íslands 1,1%.

Norðaustur-Atlantshafs bláuggatúnfiskur:


Samþykkt innan ICCAT, hlutur Íslands 0,2%."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 153

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 13:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR.

Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni.

En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA."

"Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í yfirlýsingu, BÓKUN EÐA SÉRÁKVÆÐI til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu."

"Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað.

Lagaleg staða
SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 13:02

13 identicon

Gaman að sjá að Brussellingar líta á sig sem hjónabandsmiðlara.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 13:13

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pétur Guðmundur Ingimarsson

Ég er
ÍSLENDINGUR með EITT ATKVÆÐI í þjóðaratkvæðagreiðslunni um samning Íslands um aðild að Evrópusambandinu, rétt eins og þú.

Verði samningurinn samþykktur af Íslendingum og öðrum þjóðum í Evrópusambandinu ættu allar þessar þjóðir aðild að því "hjónabandi".

Hjónabandsmiðlari á hins vegar ekki aðild að sínu eigin hjónabandi.

"Trúlofun" Íslendinga og þjóða í Evrópusambandinu hefur nú staðið í sextán ár og tími til kominn fyrir þessar þjóðir að ganga í "hjónaband".

"Eiginkona Jóns [Sigurðssonar] var Ingibjörg Einarsdóttir, sem SAT Í FESTUM HEIMA Á ÍSLANDI í TÓLF ÁR frá 1833, en þau giftust loks þegar hann kom heim á þingið 1845 þann 4. september.

Nokkur aldursmunur var á hjónunum, hún var sjö árum eldri."

Jón Sigurðsson
(forseti) - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 14:02

15 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Varðandi Noreg geta mál þar breyst hratt. Norðmenn hafa að sönnu það sem við höfum ekki: Starfhæfa stjórnsýslu og afar vandaða amk fyrir utanaðkomandi. Þeir hafa eigin mynt sem þeir stjórna af mikilli nákvæmni. Það bendir þó ekkert til annars en að "krónan valdi þeim líka vandræðum" vegna sterks olisjóðs. Þeir þurfa að geta hækkað vexti til að slá á þenslu en geta það ekki því hækkaðir vextir myndu enn auka styrk krónunnar vegna innstrymis erlendisfrá og eyðileggja fyrir innlendri framleiðslu til útflutnings. Ferðamannastraumur mundi minnka og svo framvegis. Þegar olílindirnar fara að þorna upp á næstu 30 - 50 árum verður Noregur að líkindum löngu kominn í ESB. Það er í raun lúxus norððmanna að standa utan pólitískra ákvarðana ESB en ALLT annað sem ESB ákveður taka þeir með þökkum og aðhafst EKKERT nema það sé líka í samræmi við ESB. Þeir eru mjög vakandi fyrir þessu. Stjórnmálamenn í þéttbýli eru venjulega með ESB en dreifbýlismenn eru yfirleitt mótfallnir alveg einsog hér. Fyrir þá sem vilja vera með i gangi mála í evrópu þykir þetta afleit staða fyrir norðmenn en að fara í nýtt umsóknarferli kemur ekki til greina einsog á stendur. Reyndar gæti aðild Íslands breytt þessu en þó varla.

Ísland og Noregur eru ákaflega ólík efnahagslega og pólitískt kannski meira. Þar er stöðuleiki hér óstöðugleiki. Þeir þurfa ekki AGS en þeir ráðleggja okkur AGS! Þeir vilja bíða með að sækja um ESB en ráðleggja okkur að ganga í ESB! Vá maður. Það er ekkert að marka Lundteigen hann er reyndar ágætis náungi en vinnur á mjög þröngu sviði stjórnmála heima fyrir.

Þeir hafa "efni á" að standa utan ESB sem við getum líka en með mikilli fyrirhöfn og fórnum til langs tíma litið.

Gísli Ingvarsson, 11.8.2010 kl. 15:45

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um Per Olaf Lundteigen á heimasíðu norska Stórþingsins:

2009-2013
Medlem, Valgkomiteen, 8.10.2009-30.9.2013.

Representant nr 9
for Buskerud, 2009-2013, Sp. [Senterpartiet].

Født 18.4.1953 i Øvre Eiker, Buskerud.

Sønn av gårdbruker og tømmermåler Einar Lundteigen (1924-).

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 16:09

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mogginn er endanlega búinn að opinbera sig sem einhvern áróðuspistill.... ekkert meira en það.

Enda fær hann lesendur í samræmi við það.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2010 kl. 16:59

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.5.2010:

"Norska ríkið neyðist til að skera niður útgjöld vegna þess að afgangur á fjárlögum er orðinn alltof mikill. Skuldleysi þjóðarinnar er orðið hættulegt og ógnar atvinnu manna. Gísli Kristjánsson [pistlahöfundur RÚV í Noregi,] útskýrir hvernig þessum þversögnum víkur við:

"Hér er það Sigbjörn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sem er að tilkynna um niðurskurð á fjárlögum vegna þess að ríkið á of mikla peninga, svo mikla peninga að aðeins niðurskurður og sparnaður getur bjargað þjóðinni.

Rökin fyrir þessum niðurskurði eru augljós og hagfræðin að baki hefur lengi verið þekkt: Það er óttinn við afleiðingar þess að sleppa öllu þessu fé út í hagkerfið.

Of miklir peningar leiða til aukinnar eftirspurnar innanlands, sem leiðir til verðbólgu, sem leiðir til hækkandi vaxta, sem leiðir til straums af erlendum peningum inn í landið, sem leiðir til hækkandi gengis, sem leiðir til samdráttar í útflutningi, viðskiptahalla og atvinnuleysis.

Þetta er skrúfa sem hagfræðingar hafa oft lýst í smáatriðum og  skólabókardæmi um það sem getur gerst er
íslenska efnahagsbólan á árunum 2002-2008.

Hún var fjarmögnuð með lánsfé en hér í Noregi stafar hættan af því að mikil verðmæti streyma upp úr gas- og olíulindum. Það má ekki sleppa þessu fé lausu. Það verður að loka það inni með valdi.

Að öðrum kosti væri hægt hér að búa til efnahagsbólu, margfalt, margfalt stærri og hættulegri en þá íslensku og með margfalt alvarlegri afleiðingum.

Í ljósi þessa er ekki að undra þótt norski fjármálaráðherrann sé gagnrýndur fyrir að ganga of skammt í niðurskurði.

Það eru þó aðeins bara eins og ein fjárlög Íslands sem eru tekin úr umferð núna og ekki meira en sem nemur vextinum í hagkerfinu.

Hægri menn hér segja að ríkisstjórnin hefði átt að gera meira en að taka bara kúfinn af. Það átti að skera af hörku.

Viðskiptablaðið Dagens Næringsliv tekur í sama streng í leiðara í dag og segir að fjármálaráðherra hafi brugðist vonum. Hann hafi verið tekinn inn í ríkistjórn einmitt til að til að skera niður en hafi svo bara krukkað smávegis í fjárlögin.

Miklu meiri niðurskurður bíði næsta árs. Niðurskurðurinn var bara 17 milljarðar en hefði þurft að vera 40-50 milljarðar.


Vandinn er ekki bara hættan ofhitun hagkerfisins innanlands. Það er skuldakreppa í Evrópu og hún getur komið illa við hagkerfi þar sem peningar fljóta yfir barma á öllum koppum og kirnum.

Það gerist þannig að ef norski seðlabankinn neyðist til að hækka vexti vegna ofþenslu, til dæmis á húsnæðismarkaði heima, leiðir það til versnandi samkeppnistöðu útflutningsgreina.

Vextir yrðu hærri í Noregi en í samkeppnislöndunum þar sem lágir vextir eru nauðsyn.
Háir vextir heima draga að sér erlent sparifé, það myndast óeðlileg eftirspurn eftir norskum krónum, gengið hækkar og það rýrir enn samkeppnisstöðuna.

Þetta gerðist líka á Íslandi þegar vextir voru komnir upp í fimmtán prósent.
Seðlabankastjóri vill því fyrir alla muni sleppa við að hækka vexti og vill að ríkið skeri niður og taki peningana úr umferð – létti á þrýstingnum.

Hættan á kaupum útlendinga á norskum krónum er ein ástæða þess að
Jens Stoltenberg forsætisráðherra neitar staðfastlega að ríkið tryggi innistæður í norskum bönkum.

Aðeins fyrstu tvær milljónirnar eru tryggðar og ekkert meira.
Með fullri innlánstryggingu þættust erlendir peningamenn komnir í öruggt skjól með fé sitt í norskum banka, óeðlileg eftirspurn eftir krónum skapaðist, gengið hækkaði, útflutningur tapaði og fólkið missti vinnuna.

Staðan er sérstaklega viðkvæm vegna þess að á krepputíma má búast við að eftirspurn minnki almennt í heiminum. Og þar sem mest af útflutningi Norðmanna fer til Evrópu getur skuldakreppan þar haft alvarlegar afleiðingar.

Norðmenn verða því að draga úr kostnaði innanlands, rétt eins og skuldugar þjóðir, jafnvel þótt þeir eigi ofgnótt af peningum.


Við þetta bætist svo enn að norska ríkið á útistandandi hjá skuldugum þjóðum í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um sex þúsund milljarða íslenskra króna.""

Ofgnótt fjár í Noregi

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 17:20

19 identicon

Ágætt að Steini hafi nú bara eitt athvæði.

Því ekki myndi ég vilja kvænast svona ljótri mellu eins og þeirri í Brussel..

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 17:37

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Púkinn samþykkir hér orðið "fjarmögnuð", þar sem standa á "fjármögnuð".

Efnahagsbólan hér hafi verið "fjarmögnuð" með erlendu lánsfé:


"Þetta er skrúfa sem hagfræðingar hafa oft lýst í smáatriðum og  skólabókardæmi um það sem getur gerst er íslenska efnahagsbólan á árunum 2002-2008.

Hún var fjarmögnuð með lánsfé
en hér í Noregi stafar hættan af því að mikil verðmæti streyma upp úr gas- og olíulindum. Það má ekki sleppa þessu fé lausu. Það verður að loka það inni með valdi."

Ofgnótt fjár í Noregi

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 17:46

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta hlýtur að vera hryllileg grein.  Aumingja ákrifendurnir.

Viðtal við Lunteigen!  Og af öllum mönnum samin af stjórnarmanni í Heimssýn  Nr. 1.!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2010 kl. 18:09

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pétur Guðmundur Ingimarsson

Foreldrum þínum, sem þú býrð ennþá hjá, þykir örugglega vænt um þessi ummæli þín.

Frami þinn í Sjálfstæðisflokknum er nú gulltryggður.

Heiðursmerki bíður þín á skrifstofu flokksins.

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 18:20

23 identicon

Rétt er það Steini, enda er slíkri siðspillingu ekki í hús bjóðandi.

Ég vona að foreldrar þínir þurfi ekki að sitja uppi með slíkt.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 19:40

24 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hér nokkur fróðleikur og allt gott um það að segja. Skítkastið frá Pétri Guðmundi eru bara sorglegt bull sem við hin skulum horfa framhjá og alls ekki svara. Svona skrif eru ekki svara verð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2010 kl. 21:02

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pétur Guðmundur Ingimarsson

Semsagt, ENGIN spilling í Sjálfstæðisflokknum, hvorki fyrr né síðar, og allra síst síðastliðinn áratug.

Þá VITUM við það.

Foreldrar mínir eru báðir látnir.

Hins vegar var faðir minn í Sjálfstæðisflokknum og góður vinur Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Og foreldrar mínir kynntust í sumarferð Sjálfstæðisflokksins, þar sem ég kom undir.

Ég er því skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins.


Björn Bjarnason
, sonur Bjarna Benediktssonar, og Sjálfstæðisflokkurinn eru hins vegar komnir LANGT frá stefnu flokksins.

Út í Móa.

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 21:24

26 Smámynd: Þorsteinn Briem


"Þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust árið 1929 undir merkjum nýs flokks, Sjálfstæðisflokksins, var kveðið á um tvö meginatriði sem flokkurinn skyldi hafa að leiðarljósi.

Annars vegar var því lýst yfir að undanbragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt þegar skilyrði væru til þess samkvæmt sambandslögunum."

Heimasíða Sjálfstæðisflokksins


SAMBANDSLÖGIN.

"Sambandslögin tóku gildi 1. desember 1918 og kváðu á um einstök atriði varðandi réttarsamband Íslands og Danmerkur EFTIR AÐ ÍSLAND HAFÐI VERIÐ LÝST SJÁLFSTÆTT RÍKI í konungssambandi við Dani.

Samningur milli ríkjanna lá til grundvallar Sambandslögunum.
"

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
"

Það er STAÐREYND að Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918.


Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 22:00

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segist ekki sjá ástæðu til að þrengja lög um eignarhald útlendinga að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

"Þessi lög hafa ekki truflað okkur," segir hann.

Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Fyrirtæki sem er óbeint í eigu útlendinga má eiga 49,9% í sjávarútvegsfyrirtæki.


"Við erum ekki á móti erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi en það verður að vera innan skynsamlegra marka.

Reglurnar eins og þær eru núna hafa ekkert verið að þvælast fyrir mönnum. Ég held að þær séu ágætar eins og þær eru. Það er þá tryggt að menn hafi yfirráð yfir sjávarútvegsfyrirtækjunum hér heima," segir Adolf.

Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna sér ekki ástæðu til að breyta lögum um erlent eignarhald í sjávarútvegi

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 22:20

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

4. gr. Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi er háð eftirfarandi takmörkunum:

   1. Eftirtaldir aðilar mega einir stunda fiskveiðar í efnahagslögsögu Íslands samkvæmt lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands eða eiga og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi:

   a. Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar.

   b. Íslenskir lögaðilar sem að öllu leyti eru í eigu íslenskra aðila eða íslenskra lögaðila sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

   i. Eru undir yfirráðum íslenskra aðila.

   ii. Eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Fari eignarhlutur íslensks lögaðila í lögaðila, sem stundar veiðar í efnahagslögsögu Íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%.

   iii. Eru að öðru leyti í eigu íslenskra ríkisborgara eða íslenskra lögaðila sem eru undir yfirráðum íslenskra aðila.

   Með vinnslu sjávarafurða í 1. mgr. þessa töluliðar er átt við frystingu, söltun, herslu og hverja aðra þá verkun sem ver fisk og aðrar sjávarafurðir skemmdum, þar með taldar bræðsla og mjölvinnsla.

Til vinnslu í þessu sambandi telst hins vegar ekki reyking, súrsun, niðursuða, niðurlagning og umpökkun afurða í neytendaumbúðir eða frekari vinnsla afurða til að gera þær hæfari til dreifingar, neyslu eða matreiðslu.

   2. Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar mega einir eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita önnur en til heimilisnota. Sama á við um fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu.

Sama rétt hafa einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

Heimilt skal að kveða svo á í fjárfestingarsamningum milli Íslands og ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að einstaklingar sem þar eru búsettir eða lögaðilar sem þar eru heimilisfastir hafi einnig sama rétt, enda verði slíkir samningar lagðir fyrir Alþingi til staðfestingar með þingsályktun.

   Erlendum aðila, sem öðlast eignarrétt og afnotarétt yfir fasteign samkvæmt ákvæðum laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, er heimilt að nýta jarðhita til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni innan þeirra takmarkana sem fram koma í orkulögum.

   3. Samanlagður eignarhluti erlendra aðila í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi má á hverjum tíma ekki vera meiri en 49%.

Einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum eru þó undanþegnir ákvæðum þessa töluliðar."

Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 22:24

29 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ætla Evrópusamtökin að standa þannig að áróðri sínum að gera alltaf lítið úr þeim sem eru á annarri skoðun en þau? Hvernig væri að fjalla um viðtalið sjálft í Morgunblaðinu og þær hugmyndir sem norski þingmaðurinn kemur þar með fram? Nei, í staðinn er farið í ,,manninn" og ekki einu sinni í hann, heldur í blaðamanninn sem tók viðtalið! Er þetta það sem talsmenn ESB voru að kalla eftir þegar þeir töluðu um upplýstari umræðu sem væri ekki í upphrópunum? Voru þeir sem sagt að tala um ykkur í Evrópusamtökunum? Skylduð þið ekki sneiðina?

Jón Baldur Lorange, 11.8.2010 kl. 23:00

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁKVÆÐI ÞARF Í STJÓRNARSKRÁNA UM AÐ ÓVEIDDUR FISKUR Í SJÓ INNAN 200 SJÓMÍLNA EFNAHAGSLÖGSÖGU ÍSLANDS SÉ SAMEIGN ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR.

"Adolf [Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna,] segir að eignarhald í sjávarútvegi verði að sjálfsögðu stórt mál í viðræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Hann segist óttast að í þeim viðræðum verði erfitt að komast framhjá reglu Evrópusambandsins um frjálst flæði fjármagns.

"Afstaða útgerðarmanna til Evrópusambandsins endurspeglast meðal annars af því að við gerum okkur grein fyrir að fjórfrelsið svokallaða er ekki umsemjanlegt.

Við inngöngu í Evrópusambandið verðum við því að galopna eignarhald á íslenskum fyrirtækjum, þar með talið sjávarútvegi.

Málið tengdist einnig starfi nefndar sem er að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða
. Þar er meðal annars tekist á um hverjir eigi auðlindir hafsins.

Samkvæmt lögunum er fiskurinn í sjónum sameign íslensku þjóðarinnar en þetta sameignarhugtak er hins vegar ekki skilgreint nánar í íslenskum lögum.
"

Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna sér ekki ástæðu til að breyta lögum um erlent eignarhald í sjávarútvegi


"1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.

Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006


"Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna viðurkennir rétt ríkja til 200 mílna efnahagslögsögu og samningurinn tók formlega gildi árið 1994 þegar nógu mörg ríki höfðu fullgilt hann."

Efnahagslögsaga


"200 sjómílna efnahagslögsaga Íslands er 758 þúsund ferkílómetrar."

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 23:13

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis:

"Í þessu sambandi telur meiri hlutinn mikilvægt að leggja áherslu á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem telja verður að tryggi ákveðin grundvallarréttindi sem ekki verða skert með reglum Evrópusambandsins, meðal annars fullveldisréttinn um 200 mílna fiskveiðilögsögu.

Þessum viðhorfum til stuðnings er meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika
, sem ætti enn frekar að tryggja stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum."

"Meiri hlutinn leggur áherslu á að kröfum Íslendinga um forræði yfir sjávarauðlindinni verði haldið, sem og rétti Íslendinga til að stýra sókn í veiðistofna er byggist á sjálfbærri þróun, ráðgjöf sérfræðinga og veiðireynslu."

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 23:29

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.

Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.

Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994
, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.

Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.

Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi,
landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 23:54

33 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

þið ESB-sinnar.Eitt jákvætt við inngöngu í ESB.Takk.

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.8.2010 kl. 23:58

34 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ingvi,

 Hérna eru nokkur atriði.

#1: Lægri vextir, engin verðtrygging.

#2: Réttur almennings er tryggður.

#3: Lægra matarverð.

#4: Engir tollar á vörum frá öðrum aðildarríkjum ESB.

#5: Stöðugt efnahagskerfi. Þú þarft ekki að giska á matarverðið þessa vikuna ef Ísland gengur í ESB.

#6: Evran sem gjaldmiðil á Íslandi.

#7: Aukin áhrif innan Evrópu.

#8: Þú verður ekkert voðalega mikið var við það ef Ísland gengur í ESB.

#9: Samkeppnishæfara Ísland.

#10: Að öllum líkindum mun aðild Íslands að ESB draga úr atvinnuleysi á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 12.8.2010 kl. 00:21

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:

"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda

1.
Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.

2.
Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]

"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda

1.
Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.

2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar.
" [...]

"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar


1.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.

2.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."

64. gr. Miklar fartegundir


1.
Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.

65. gr. Sjávarspendýr

Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.

Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."

Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 01:15

36 identicon

Jón Fríman

1. Enginn neyðir þig til að taka verðtryggð lán

2. Gífurlega óljóst, hvaða réttur?

3. Ekkert mál að ná þessu fram án inngöngu í ESB

4. Ef það er markmiðið, afhverju ekki að leggja bara niður tolla á vörur innfluttar frá ESB löndum?

5. Hef aldrei og þekki engan sem hefur þurft að giska á matarverð, í reynd finnst mér verðlag frekar stöðugt á Íslandi fyrir utan þegar verð hækkar gífurlega sökum skattahækkana eða falls krónunnar, og það seinna gerist nú ekki gífurlega oft.

6. Kostur? Við gætum alveg kallað peningana okkar evru, eða SUPER EVRU. Væri samt ekki kostur. Nema þá Evran hafi einhverja kosti umfram aðra gjaldmiðla.

7. 300.000 manns af 500 milljónum, það er ekki einu sinni eitt prósent. Inannvið prósent er langt innan við skekkjumörk í kosningum. Áhrif okkar væru engin.

8. Er það kostur? Ég yrði minna var við það ef við gengum ekki í ESB.

9. Sammála, eða myndi ummorða þetta í "Íslendingar og íslensk fyrirtæki sammkeppnishæfari innan evrópu."

10. Ekki sammála, það væri bara rökrétt ef aðsókn í atvinnu á Íslandi myndi aukast við innlimun og það er nú þegar gífurlega auðvelt fyrir Íslendinga að fá atvinnu innan evru landa.

En hérna, er Steini Briem að reyna að forðast það að fólk taki þátt í umræðum hérna með að flooda svörin með copy/paste?

Predikari (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 01:29

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafréttarráðstefna

Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.

Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."

"Þjóðréttarregla

Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."

(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands 2008.)

Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 01:41

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ari Kristinn Gunnarsson

"Enginn neyðir þig til að taka verðtryggð lán."

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.


"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð
góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána


Verðbólga og vextir á evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 11:40

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ari Kristinn Gunnarsson

"Hef aldrei og þekki engan sem hefur þurft að giska á matarverð, í reynd finnst mér verðlag frekar stöðugt á Íslandi fyrir utan þegar verð hækkar gífurlega sökum skattahækkana eða falls krónunnar, og það seinna gerist nú ekki gífurlega oft."

ÞETTA ER EKKI BARNAHORNIÐ.

Verðbólga hérlendis hefur OFT verið MUN MEIRI en undanfarin ár, til að mynda 84% árið 1983.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Og hér hefur áður verið töluvert
atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu.

Verðbólgan myndi því minnka hér verulega við aðild Íslands að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013.


"- matprisene falt i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Heildarstuðningur við landbúnað
hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.

Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun Háskóla Íslands árið 2004, sjá bls. 9


Útgjöld Evrópusambandsins til landbúnaðarmála eru tæpur helmingur af heildarútgjöldum sambandsins en útgjöld til byggðamála eru rúmlega þriðjungur af heildarútgjöldunum.

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu


Íslenska krónan FÉLL UM 87% gagnvart evrunni frá maí 2006 til maí 2009, úr 93 krónum í 174 krónur HÉRLENDIS, en þá MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM.

Og nú kostar evran um 156 krónur hérlendis, einungis 10% minna en í maí í fyrra, en evran kostaði um 280 krónur ERLENDIS í maí síðastliðnum, um 80% meira en hún kostar nú HÉRLENDIS.

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20


Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni verði jafnhátt Á NÆSTU ÁRUM og það var fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

Verðvísitala bíla hefur hækkað hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007
, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs
, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.

Og nú kaupum við landbúnaðarvörur hérlendis Í ÍSLENSKUM KRÓNUM en EKKI evrum.

Innflutningur hér á áburði var gefinn frjáls þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Íslenskir bændur kaupa mikið af erlendum aðföngum, til að mynda olíu, dráttarvélar, illgresis- og skordýraeitur, tilbúinn áburð og kjarnfóður.

Og vegna gengishruns íslensku krónunnar hefur verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað hér gríðarlega Í ÍSLENSKUM KRÓNUM undanfarin ár, sem hækkað hefur vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán.

Og frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um
41%.

Hrun í sölu dráttarvéla hérlendis


Hagþjónusta landbúnaðarins


Hagtölur landbúnaðarins 2010


Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 12:06

40 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú ert reyndar neyddur til að taka verðtryggt lán. Lánafyrirtæi vilja ekki lána án verðtryggingu vegna þess að krónan er handónýt. Skiptir ekki máli hvort við köllum hana super evru eða eitthvað annað.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.8.2010 kl. 13:05

41 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ari Kristinn Gunnarsson, Á Íslandi getur þú ekki tekið húsnæðislán á föstum óverðtryggðum vöxtum. Þannig að maður er neyddur til þess að taka slíkt lán ef maður vill kaupa sér húsnæði.

 Þannig að fullyrðing þín um annað er röng.

Jón Frímann Jónsson, 12.8.2010 kl. 14:24

42 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ari Kristinn Gunnarsson, Ennfremur þá er mannréttindasáttmáli Evrópu orðin hluti af þeim lögum sem þar gilda og er bindandi (nema í þeim ríkjum sem eru með undanþágu frá því, Bretland sem dæmi).

Verðlag á Íslandi er ekki stöðugt, og hefur aldrei verið það.

Evran hefur þann kost að vera stöðug og viðurkenndur gjaldmiðill í heiminum. Íslenska krónan er ekki samþykktur sem viðskiptagjaldmiðill í viðskiptum íslendinga erlendis.

Áhrif íslendinga eru margfalt meiri miðað við stærð okkar. Á evrópuþinginu mundum við fá sex evrópuþingmenn, einn fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB og síðan ráðherra í Ráðherraráð ESB eftir málaflokkum. Allt tal um áhrifaleysi er því tóm della.

Íslendingar eru búnir að vera með atvinnulög ESB síðan árið 1994 (EES samningurinn), með síðari breytingum og þar yrði nákvæmlega engin breyting á við inngöngu í ESB.

Íslendingar geta ekki langt niður tolla einhlið, vegna þess að við höfum ekki efni á því. Innan ESB, sem er meðal annars tollabandalag. 

Íslendingar yrðu fljótt varir við áhrifaleysið og einangruna sem fylgir því að standa fyrir utan ESB. Þetta yrði ekkert voðalegt, en yrði erfitt pólitískt séð. Þar sem íslendingar eru nú þegar áhrifalausir og höfnun á ESB aðild mundi auka það áhrifaleysi ennfrekar.

Annars eru svör þín hefðbundin svör andstæðinga ESB og lítið hefur breyst í þeim svörum á síðustu árum.

Jón Frímann Jónsson, 12.8.2010 kl. 14:35

43 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ari, þetta er bara hefðbundinn svaraháttur hjá Steina. Hann heldur að þetta sé voða flott alltaf hjá honum að koma með 6 komment í einu og fara í persónuupplýsingar og pósta þeim hér eins og ekkert sé, hann nefnilega fer og finnur upplýsingar um þá sem skrifa hér og níðir mann niður. Hann t.d. vændi mig um eiturlyfjaneyslu og sagði að það væri ekki hægt að taka mark á mér þar sem ég er 19 ára. Þetta finnst honum allt í lagi og sér ekki Ad Hominem rökvillurnar sem hann póstar hér trekk í trekk..

Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 15:12

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles Geir Marinó Stout,

REYNDU að fara hér MEÐ RÉTT MÁL.

ENGINN hefur VÆNT þig hér um eiturlyfjaneyslu.

Hvað ertu eiginlega að gera hér á þessu bloggi?!

Heldur hér fram alls kyns VITLEYSU nær daglega og færir ENGIN RÖK FYRIR MÁLI ÞÍNU.

Það er því ósköp eðlilegt að fólk hér telji þig treggáfaðan.

ÖLLUM
hér er sama hvað þér FINNST um hitt og þetta.

Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 15:50

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svo vælir þú hér og skælir eins og smákrakki!

Hefur þú engan til að leika þér við á Grenivík?!

Eða vill enginn leika við þig lengur.

Ég væri ekki hissa.

Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 15:57

46 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Eins og ég sagði ;) Þetta er það sem hann skrifar um þá sem hafa eitthvað að segja hér á þessu bloggi...

"Charles.

Það hringlar í hausnum á þér, trúlega vegna eiturlyfjaneyslu.

Ég var að svara þér:

"MEIRIHLUTI þjóðarinnar er á MÓTI aðild að ESB."

Steini Briem, 6.6.2010 kl. 19:26 "

Ertu búinn að gleyma þessari umræðu ? er kannski ellin farin að sega til sín hjá þér ? Kæmi mér ekkert á óvart. Það kæmi mér bara ofboðslega lítið á óvart miðað við copy/paste herferð þína hér að þú hafir bara ekkert betra að gera með þinn tíma annað en að drulla inn einhverju hér.

Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 16:28

47 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Enn og aftur fer steini Ad Hominem leiðina til að svara fólki.. kann ekkert annað geri ég ráð fyrir.

Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 16:29

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles Geir Marinó Stout

Þú vælir og skælir hér
sífellt út af umræðu sem átti sér stað fyrir margt löngu og sér sínar skýringar, sem enginn hér hefur áhuga á.

Trúlega
í þessari umræðu var ekki það sama og að væna eða ásaka þig um eitthvað, heldur var merkingin sú að það mætti halda það.

Og
greinilega er ekki minni ástæða til að halda það nú en þá að þú sért í einhverju rugli, hvað sem það nú er.

En sem betur fer veit ég ekki hvað þú hefur fyrir stafni á Grenivík.

REYNDU
að koma hér með hluti SEM SKIPTA MÁLI og færa RÖK fyrir máli þínu, í stað þess að klaga og veina hér sí og æ eins og stunginn grís.

Ég færi ALLTAF RÖK fyrir máli mínu
og jafnvel fjöldann allan af rökum í hverju máli fyrir sig, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 18:01

49 Smámynd: Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Ari:

Hví höfum við ekki efni á að leggja niður tolla einhliða?

Þorsteinn Friðrik Halldórsson, 13.8.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband