Leita í fréttum mbl.is

Der man und die mauer (Maðurinn og múrinn)

Berlínarmúrinn brotinnÁrið 1989 féll Berlínarmúrinn, sem var tákn kúgunar og ófrelsis. Síðan þá hafa ekki verið reistir fleiri múrar í Evrópu.

Árið 2010 setur Jón Bjarnason á tollmúra til að "vernda" íslenskan landbúnað.

Þetta þýðir að erlendar vörur verða dýrari. Fréttablaðið fjallar m.a. um þetta hér. Jón Bjarnason veit að hann getur stýrt fólki með buddunni!

Þetta er ekkert annað en höft gagnvart íslenskum neytendum, sem eins og annað venjulegt fólk, vill valfrelsi.

Íslenskir neytendur vilja geta valið á milli t.d. íslenskra og danskra kjúklingabringa, án þess að Jón Bjarnason komi þar mikið nærri. Sama má segja um osta.

Við erum með krónu í höftum, en er næsta skref að setja matvælamarkaðinn í höft líka?

Bendum einnig á leiðara í FRBL um þetta mál.

Á hvaða leið er Jóna Bjarnason? Hvert er ferð hans heitið?

Við þurfum að brjóta niður múra, ekki reisa þá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Fall Berlínarmúrsins var og er eina sönnunargagnið um byltingu í Evrópu sem kom neðan frá - þ.e. frá fólkinu sjálfu. Allt hitt, og þar með er talið Evrópusambandið, hefur komið að ofan og verið dregið yfir hausamót þegna Evrópu.
 
Bæði Sovétríkin og Evrópusambandið eru táknræn dæmi um þjóðfélagsskipulag sem komið hefur til þegnana að ofan. ESB er ekki það sem fólkið í Evrópu óskaði sér. Þvert á móti. 

Talandi um tollamúra. Evrópusambandið átti engan þátt í falli Berlínarmúrsins. En Evrópusambandið hefur hinsvegar reist volduga tollamúra umhverfis landsvæði sitt. Þar inn komast mun færri tollfrjálsar matvælavörur en komast tollfrjálsar inn í EES og EFTA ríki. Þarna inni viljið þið loka Ísland.
 
Ríkisstjórn Íslands ræður tollamálum Íslands. Samfylkingin fer með forsætisráðherraembættið. Það sést.  

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 26.8.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Albert Rögnvaldsson,

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:


"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."

Þorsteinn Briem, 26.8.2010 kl. 23:25

4 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Þó það nú væri Steini Briem. En hvað með Sameinuðu Þjóðirnar? Eða WTO? Bæði fyrirbærin innihalda allt ESB og meira til. Við erum í WTO og SÞ.  

Er annars eitthvað að copy/paste lyklunum hjá þér Steini Briem. Ég hef aldrei séð svona fyrirbæri áður. Hvað er að?  

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 26.8.2010 kl. 23:33

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hvaða vitleysa er þetta. Það hefur verið byggður múr milli almennings og stjórnvalda á Íslandi. Stjórnvöld vildu samþykkja lélegan Icesave samning, þjóðin hafnaði honum með 94% atkvæða. Yfir 70% þjóðarinnar vill vill ekki ganga í ESB, og draga  umsóknina þangað til baka. Lýðræðið mun kolfella alla samninga við ESB og andstaðan mun bara aukast. Lýðræðið felldi múrana í Berlín og lýðræðið mun fella áróðursmúra ESB sinna.

Sigurður Þorsteinsson, 26.8.2010 kl. 23:45

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnar Albert Rögnvaldsson, Þvílík vitleysa í þér. Evrópusambandið var samþykkt af þáverandi aðildarþjóðum árið 1992 í þjóðaratkvæði. Þessi fullyrðing þín fellur því um sjálfan sig. Sjá nánar hérna og hérna.

Forverar ESB eru nokkrir, en upprunalegur forveri ESB er kola og stálbandalagið (sáttmálin um það rann út árið 2002). Þar sem Evrópuþjóðinar sem áður höfðu verið í stríði komu saman og fóru að vinna saman að friði í gegnum viðskipti og samvinnu. Það voru vissulega ráðamenn eftirstríðsáranna sem stjórnuðu verkinu, en gerðu það sem stuðningi almennings í viðkomandi löndum, og hafa alltaf gert það.

Ríkisstjórnir aðildarríkja ESB starfa í umboði almennings í sínu heimalandi, og þar með ráða þau ferðinni innan ESB í dag og hafa alltaf gert.

Enda er það svo að ESB er fyrir almenning og fólkið í landinu (viðkomandi aðildarríki), en ekki fyrir valdastéttinar í viðkomandi ríki.

Á Íslandi er þetta þannig að landið er ekki fyrir fólkið í landinu, heldur fyrir sérhagsmunaliðið og valdastéttina (sjálfstæðisflokkinn). Á Íslandi má almenningur síns lítils. Besta og öryggasta leiðin til þess að breyta þessu ástandi er með því að gerast fullgildur aðili að ESB með öllu sem því fylgir. Bæði kosti og göllum.

Jón Frímann Jónsson, 26.8.2010 kl. 23:46

7 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Nú er víst komið að Steina Briem að copy/pasta hér;
 
[PASTE HERE] 
 
Og svo er Ján Frímann kominn líka. En hve þetta er huggulegt. 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 26.8.2010 kl. 23:58

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Albert Rögnvaldsson,

Það er nú ekki eins og athugasemdirnar mínar hér séu eins og heilu FLETTISKILTIN hjá Sjálfstæðisflokknum, elsku kallinn minn.

Og þú hefur að sjálfsögðu ekki birt eina færslu um Evrópusambandið hér á Moggablogginu undanfarin ár.

Hins vegar hef ég ALDREI séð eins mikla FÁFRÆÐI hjá nokkrum manni og þér, litli kúturinn minn.

Þær þjóðir sem fengið hafa aðild að Evrópusambandinu HAFA SJÁLFAR SAMÞYKKT AÐILDINA og þingmenn þessara þjóða eru kosnir Í LÝÐRÆÐISLEGUM KOSNINGUM.

Þorsteinn Briem, 26.8.2010 kl. 23:59

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Jón Bjarnason er nú ekki í neinu uppáhaldi hjá mér og enn síður háir tollar.

Það er ekki gott að þurfa að beita verndartollum, en vonum að Jón Bjarnason stigi ekki skrefi lengra og banni innflutning á landbúnaðarvörum, eins og ESB gerði á Möltu. Maltverjar þurftu að gjöra svo vel að hætta að flytja inn kjöt við inngöngu, sem ekki var frá ESB löndum. Og matvöruverð hækkaði!

Það eru sko alvöru tollamúrar.

Haraldur Hansson, 27.8.2010 kl. 01:15

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haraldur Hansson,

"Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur
sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en
INNFLUTNINGSBANN ER NÚ EINGÖNGU SETT Á AF HEILBRIGÐISÁSTÆÐUM.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9

Þorsteinn Briem, 27.8.2010 kl. 01:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 27.8.2010 kl. 02:17

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.

"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu vextir á húsnæðislánum byrja að lækka talsvert áður en evran yrði tekin upp.

Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.

Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.

Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.

Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.

AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.

Aðalsteinn Leifsson
, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."

RÚV 21.6.2009: Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis

Þorsteinn Briem, 27.8.2010 kl. 02:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.8.2010 (í dag):

MEIRIHLUTI DANA, FINNA OG SVÍA ÁNÆGÐUR MEÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ.


"Þrjú norræn ríki, Danmörk, Finnland og Svíþjóð, eiga aðild að Evrópusambandinu og MEIRIHLUTI Í ÞEIM ÖLLUM telur hag sínum betur borgið í sambandinu en utan þess.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Eurobarometer.

Danir eru ánægðastir, 76 prósent þeirra segja að aðild að Evrópusambandinu hafi haft jákvæð áhrif á málefni sín og hagsmuni.


54 prósent Finna
taka í sama streng og 52 prósent Svía.

29 prósent Íslendinga telja að hagur sinn batni við aðild Íslands að Evrópusambandinu
, enda þótt viðræður um aðildarsamning Íslands séu nýhafnar og því óvíst hvað muni felast í honum."

Meirihluti Dana, Finna og Svía ánægður með Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 27.8.2010 kl. 03:01

14 identicon

Gunnar Albert:  Þetta er þvæla sem þú segir um fall Berlínarmúrsins og Þjóðverja;) 

Lögreglan og STASI svo og aðrar sveitir gátu enn stöðvað mótmælin.  Þau voru ekki orðin það stór.  Gamall starfsfélagi beið eftir að fá að nota AK-47 byssuna sína sem beið í kjallara utanríkisráðuneytisins.  Þetta var hugarfarið.

Það var gefin út fréttatilkynning um opnun landamæra Austur- og Vestur-Þýskalands.

Þá fóru Austur-Þjóðverjar yfir öll landamæri Þýskalands.

Þjóðir Evrópu voru orðnar stríðsþreyttar og vildu vinna saman í staðin fyrir að deila.  Úr því verður ESB.  Þjóðverjar vilja vera í ESB.  

Svo vil ég einnig benda þér á að kynna þér mismuninn á lýðræði og einræði.  Þá þekkir þú etv. muninn á ríkjum ESB og Sovétríkjanna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 06:28

15 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Haraldur Hansson, 27.8.2010 kl. 01:15, Þetta er kjaftæði í þér. Innflutningur á landbúnaðarvörum til ESB ríkjanna krefst þess að þær uppfylli skilyrði og kröfur ESB samkvæmt matvælareglum ESB sem snúa að matvælaöryggi og tengdum hlutum.

Að öðru leiti er heimilt að flytja inn landbúnaðarvörur inn til ESB landanna. Það er þó háð ýmsum skilyrðum eins og gengur og gerist.

Bretland er þó hugsanlega sérstakt tilfelli. Þar sem þeir hafa ákveðnar takmarknir á innflutningi kjöts og annara landbúnaðarvara. Þeir hafa þennan háttin á vegna smithættu og annara ástæðna sem snúa að náttúruvernd.

Sjá hérna og hérna um matvælainnflutning til Bretlands.

Mig grunar ennfremur að svipaðar reglur gildi í fleiri löndum innan ESB. Þó án þess að ég þekki það nánar.

Jón Frímann Jónsson, 27.8.2010 kl. 10:05

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er enn eitt dæmi á Íslandi þar sem er bændur græða á kostnað neytenda.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.8.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband