Leita í fréttum mbl.is

Af ómálefnalegum sápukúlum. Þortsteinn Pálsson í FRBL

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra, ritar bréf af Kögunarhóli sínum í Fréttablaðið í dag og ræðir þar landsmálin. Hann byrjar á að ræða það sem hann kallar "ómálefnalegar sápukúlur" og á þar við rykið sem Jón Bjarnason hefur verið að þyrla upp að undanförnu. Þorsteinn skrifar:

"Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning.

Veruleikinn er nokkuð á annan veg. Það veit ráðherrann jafn vel og aðrir talsmenn Heimssýnar. Þetta útspil á hins vegar rætur að rekja til þeirrar valdabaráttu sem nú er háð innan VG um völd og ráðherrastóla.

Heimssýnararmar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins styðja Jón Bjarnason og órólegu deildina í VG í þeim átökum. Með því að ráðherrann hafði engin málefni til að styrkja stöðu sína í þessari baráttu var ákveðið að blása þessa staðhæfingu upp eins og hún væri sönn og sjá hvort það dygði ekki.

Umsókn felur í sér markmið um aðild ef samningar takast. Við stígum þetta skref í þágu eigin hagsmuna. Ísland hefur þegar lagað sig að stærstum hluta regluverks Evrópusambandsins vegna EES-samningsins. Þar eru þó einhver óleyst mál sem þrýst verður á, til að mynda varðandi tölfræði-upplýsingar. Það hefði reyndar gerst óháð aðildarumsókn.

Ugglaust mun koma þar í viðræðunum að Ísland þarf að sýna fram á hvernig það hyggst leysa mál þar sem breytinga er þörf eftir að aðildarsamningur verður samþykktur. Það á hins vegar ekkert skylt við þær fullyrðingar sem Heimssýn og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann nota í innanflokksátökunum.

Það lýsir veikleika fjölmiðlunar í landinu að unnt skuli vera að rugla þjóðina í ríminu með ómálefnalegum sápukúlum af þessu tagi."

Hér allur "Kögunarhóll" Þorsteins (Leturbreyting ES-bloggið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þorsteinn er í samninganefndinni og hann á að vita betur en trúðurinn í landbúnaðarráðuneytinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er STÓRMERKILEGT AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN LJÚGI NÚ DAGLEGA AÐ ÞJÓÐINNI varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu ÞEGAR LOKSINS ER HÆGT AÐ STÓRBÆTA HÉR LÍFSKJÖR ALMENNINGS VARANLEGA!!!

Davíð Oddsson
var hér forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu!!!

Með aðild
að Evrópusambandinu tökum við Íslendingar SJÁLFIR þátt í að semja löggjöf Evrópusambandsins og aðildarsamningi okkar verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.

"EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.


Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 14:27

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Algjölega rétt hjá þorsteini og í meginlínu við sem eg hef margútskýrt fyrir fólki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband