Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson um sjávaútvegsmál á Pressunni

Jón SigurðssonJón Sigurðssonn, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, ritar grein á www.Pressan.is í dag um ESB-málið, sjávarútveg og sérlausnir Hér er greinin:

Mikið er rætt um undanþágur frá meginreglum Evrópusambandsins og þær taldar skipta máli fyrir Íslendinga. Andstæðingar aðildar Íslands að ESB reyna að skjóta undanþágurnar í kaf. Þessi umræða er full af misskilningi.

Hér skal vikið að nokkrum atriðum sem varða sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.

Aðeins eitt atriði sameiginlegu fiskveiðistefnunnar er alfarið í lögsögu sameiginlegra stofnana ESB: Vernd fiskistofna til sjálfbærni. Aðrar meginreglur eru ýmist á skiptu forræði ESB og aðildarríkis eða alveg á forræði aðildarríkis.

Fráleitt er að sameiginleg ákvörðun ráðherraráðs ESB um vernd fiskistofna til sjálfbærni geti orðið andstæð hagsmunum Íslendinga. Ef Ísland verður aðildarríki er það íslenskur ráðherra sem gerir tillögu um heildarafla á Íslandsmiðum byggða á rannsóknum íslenskra vísindamanna og íslenskri reynslu. Engir aðrir hafa hér atvinnuhagsmuna að gæta, reynslu við að styðjast eða frumkvæðisstöðu til að flytja sérstaka tillögu um Íslandsmið.

Regla ESB um stöðug hlutföll og nálægðarregla ESB tryggja forræði og hagsmuni Íslendinga til frambúðar. Þessar reglur tryggja að Íslendingar einir hafa veiðiheimildir á Íslandsmiðum og fara með stjórnun fiskveiðimála á Íslandsmiðum.

Reglur ESB um ráðgefandi svæðisráð tryggja þetta enn frekar. Lega og einkenni Íslandsmiða kalla beint á slíka skipan. Þau eru ekki samlæg við önnur mið ESB, langflestir fiskistofnar eru sérstakir og aðrar þjóðir hafa ekki viðurkennda veiðireynslu á Íslandsmiðum.

Í 349. grein aðalsáttmála ESB eru ákvæði sem tryggja fulla sérstöðu og eigið forræði Azoreyinga, Madeirabúa, Kanaríeyinga og fleiri fjarlægra eyjasamfélaga á sviði sjávarútvegar og landbúnaðar. Í lokagreinum aðalsáttmálans og fylgiskjölum eru nefnd ákvæði aðildarsamninga um ,,hembygdsrätt" heimamanna á Álandseyjum, tómstundahús í Danmörku og margt fleira sambærilegt.

Ákvæði 349.gr. aðalsáttmála ESB og ákvæðin um ,,hembygdsrätt" Álendinga ganga miklu lengra en íslenskar reglur um eignaraðild útlendinga í íslenskum sjávarútvegi. Þessi ákvæði ESB útiloka útlendinga. En íslenska reglan kveður á um heimild til eignaraðildar útlendinga sem nemi 25% beinni eign og 24,9% óbeinni eign eða samtals 49,9%.

Ekkert þessara atriða ESB er undanþága. Öll eru þau hluti af varanlegum skipulagsreglum Evrópusambandsins. Ekki skal gert lítið úr undanþágum, en þær varða yfirleitt miklu smærri málefni. Fyrir hendi eru fordæmi og fyrirmyndir í sjálfum meginreglum ESB um sérlausnir sem hljóta að koma til skoðunar áður en athygli fer að beinast að einhverjum hugsanlegum undanþágum.
(Mynd: Pressan)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Stefan Fuler hefði þurft að sitja með Jóni meðan hann skrifaði þetta og leiðrétta hann eins og Össur í Brussel um daginn. Í það minnsta að draga útnáraákvæði 349. greinar inn í málið, en hún getur ekki átt við um Ísland.

Haraldur Hansson, 31.8.2010 kl. 02:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haraldur Hansson,

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR
, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.


EINNIG LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 02:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:

"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda

1.
Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.

2.
Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]

"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda

1.
Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.

2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar.
" [...]

"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar


1.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.

2.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."

64. gr. Miklar fartegundir


1.
Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.

65. gr. Sjávarspendýr

Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.

Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 04:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.

Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.

Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994
, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.

Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.

Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi,
landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 04:12

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafréttarráðstefna.

Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.

Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."

"Þjóðréttarregla.

Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."

(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband