Leita í fréttum mbl.is

Joe Borg í Silfri Egils: Mikilvægt að almenningur fái upplýsingar um kosti og galla aðildar að ESB

Silfur EgilsJoe, Borg, aðalasamningamaður Möltu í aðildarviðræðum landsins við ESB, var gestur í Silfri Egils í dag. Þar sýndi hann fram á með óyggjandi hætti þá skynsemisnálgun sem greinilegt er Malta viðhafði í samningum sínum við ESB.

Það er deginum ljósara að Íslendingar geta tekið sér Möltu til fyrirmyndar varðandi samningaviræðurnar og framkvæmd þeirra.

Hann telur það sérstaklega mikilvægt að streymi upplýsinga og framkvæmd upplýsingagjafar í sambandi við samningsferlið sé í góðum farvegi.

Í þessu samhengi reikar hugurinn til RÚV og þess hlutverks sem það hefur sem almannaútvarp (enska: Public Service, en í lögum um RÚV segir m.a.: ,,


Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.

Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Joe Borg hélt sig að sjálfsögðu við tilgang ferðar sinnar hingað, að reka áróður fyrir ESB.Hann benti á þær áróðursaðferði sem hefðu gefist vel á Möltu og vill að sjálfsögðu að viðlíka aðferðum verði beitt hér.Hann sagði líka að ekki væri hægt að breyta grunn reglum Rómarsáttmálans.Hann er heiðarlegur í sínum málflutningi svo langt sem hann nær.Það var gott að hann kom, því línur hafa skýrst hvað varðar aðferðir ESB við að fá þær þjóðir inn sem ESB telur til hagsbóta fyrir ESB.Malta er gömul bresk nýlenda sem hefur mikið hernaðarlegt og siglingalegt gildi.Á þeim forsendum vildi ESB ná Möltu inn.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hernaðarlegu og siglingalegu forsendurnar fyrir ESB að fá Ísland inn eru svo miklar að ekki er á nokkurn hátt hægt að bera saman Möltu og Ísland.Aðgengi ESB að N-Íshafinu er í dag ekkert.Þetta mundi breytast ef Ísland gengi í ESB.Þar fyrir utan myndi innganga Íslands hafa áhrif í Færeyjum, Noregi og Grænlandi.Af þessum áftæðum mun ESB leggja allskonar gylliboð,hótanir og allt sem nöfnum tjáir að nefna á næstu árum til að ná okkur inn.ESB mun ekki koma að undirskrift að neinum samningi um aðild Íslands á næstu árum, þótt það verði ekki fyrr en eftir 10-20 ár fyrr en ESB er í vissu um að hann verður samþykktur í þjóðaratkvæði.Ekki síst þess vegna verður að setja tímamörk á samningsferlið,svo stjórnun þess sé ekki alfarið í höndum ESB eins og nú er.Ég sting upp á  tveimur árum frá og með deginum í dag.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2010 kl. 15:29

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei, hin napra staðreynd er nú sú að EU er slétt sama þó ísland gerist eigi aðili.  Slétt sama.  Og jafnvel bara fegið að einhverju leiti að þurfa ekki að hlusta á firrur sumra íslendinga og heimtufrekju.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2010 kl. 15:36

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Annars staðfesti Borg allt það sem eg hef sagt varðandi EU og aðild Möltu þar að eftir atvikum. 

Málið er það er ekkert mál í dag að afla sér þokkalegra ábyggilegra upplýsinga.  þýðir ekkert þessi þvæluumræða sem þótti allt í lagi fyrir nokkrum árum í einangruninni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2010 kl. 15:38

5 identicon

FYRIR ÞÁ SEM HAFA áhuga.

Þeirra eigin orð

22.08.2010 Höfundur: Þórir Stephensen Flokkar:

Andstæðingar aðildarviðræðna við ESB hafa að undanförnu farið mikinn í fjölmiðlum, ekki síst í dagblöðum og á vefsíðum. Þar er víða haldið uppi hræðsluáróðri, ekki síst því, að einu gildi. um hvað verði samið við ESB, ekkert af því muni standa nema tímabundið. Talað er um, að samningar við ESB yrðu nánast einskis virði.

Við, sem teljum að reyna eigi samninga, höfum hins vegar fullyrt, að það, sem kemst inn í aðildarsamning, haldi. Því sé óhætt að treysta.

Ég rak nýlega augun í skýrslu Evrópunefndar, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, skipaði 8. júlí 2004 og skilaði greinargerð sinni í mars 2007. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var skipaður formaður nefndarinnar, en auk hans voru þar Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Árnason, Jónína Bjartmarz, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Ragnar Arnalds, Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur. Bryndís Hlöðversdóttir hætti í nefndinni í desember 2006 og tók Ágúst Ólafur Ágústsson sæti hennar.

Þetta er mikið mannval og ég vek sérstaka athygli á þeim Birni Bjarnasyni, Einari K. Guðfinnssyni og Ragnari Arnalds sökum málflutnings þeirra að undanförnu. Greinargerð nefndarinnar heitir “Tengsl Íslands og Evrópusambandsins” Nefndin virðist hafa unnið ágætt verk og kallað til ráðuneytis marga hina færustu sérfræðinga. Þar er tvennt, sem mér finnst mikilvægt að benda á einmitt nú.

Á blaðsíðu 77 í skýrslunni stendur:

“Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB 172 og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja.”

Neðst á blaðsíðu 79 í sömu skýrslu stendur einnig:

“Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir.”

Við þetta má svo bæta, að þeim, sem gerst þekkja til, er ekki kunnugt um neina varanlega lausn, sem hafi verið dæmd ógild eða vötnuð út af EB-dómstólnum. T.d. stendur tæplega fertug undanþága Dana um takmarkanir á fjárfestingum í sumarhúsum óhögguð enn í dag.

Þetta er samhljóma við skrif okkar, sem viljum reyna samninga við ESB. Við ætlum ekki að semja auðlindir Íslands af okkur. Við viljum reyna að koma góðum ákvæðum um yfirráð okkar yfir þeim inn í aðildarsamning. Þá teljum við öllu óhætt. Andstæðingarnir reyna sem þeir geta að gera lítið úr orðum okkar. Ég sé þó ekki betur en þeirra eigin orð vitni gegn þeim í þessari merku skýrslu, sem hér var til vitnað.

Ögmundur Jónasson birti svo nýlega grein í Mbl. “Virkisturn í norðri” heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: ” En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn.” Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður.

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hefur verið að gera sig gildandi á “Evrópuvaktinni”. Hann lætur mikið af þekkingu sinni á reynslu Finna í landbúnaðarmálum eftir inngöngu þeirra í ESB. Hann segir þar m.a.: “Athyglisvert er að kynnast því viðhorfi, sem vitnar um reynslu þeirra af ýmsum “samningum” sem þeir töldu sig hafa gert við aðild. Fjölmörg sérákvæði, sem samið var um, hafa ekki reynst pappírsins virði. Þrátt fyrir undirskriftir og handsöl hafa stofnanir ESB fellt slíkt úr gildi vegna kröfunnar um jafnræði innan ESB.” Undir allt þetta er tekið í leiðara Mbl. 3. ágúst sl. og það lofað sem mikið fagnaðarerindi fyrir andstæðinga ESB. En miðað við skýrslu Björns Bjarnasonar og nefndar hans, vaknar sá grunur, að þarna sé eitthvað frjálslega með farið. Þess vegna bið ég í allri hógværð um bitastæð og skjalfest dæmi frá Haraldi. Eins og ég hef áður sagt, þá á ég ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig, einnig í þessu máli.

Ég hygg, að fleirum en mér ofbjóði sá málflutningur, sem mest ber á um þessar mundir. Fullyrt er, að ekki þýði að semja, og verði samið, þá verði það einskis virði. ESB er í raun lýst eins og skrímsli, marghöfða óvætti, sem muni hremma okkar ágætu þjóð og matreiða hana eins og því þykir best. Samt eru þetta samtök, sem voru stofnuð til að efla frið, frjáls samskipti á sem flestum sviðum og efnahagslegan stöðugleika. Enginn hefur vænst fullkomleika í neinu af þessu, en staðreynd er, að frændum okkar Dönum og Svíum líður yfirleitt vel í þessu samfélagi og eru engu að tapa í sjálfsforræði sínu. Hví skyldum við ekki láta á það reyna, hvernig samningum við gætum náð?

Sú andstaða, sem nú er uppi höfð, af hendi þeirra, er sömdu það, sem til var vitnað í skýrslunni tilgreindu, stangast á við þeirra eigin orð.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 16:00

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Presturinn hefur kastað hempunni.En málfarið er svipað, vandlætning og talað niður til þeirra sem eru prestinum ekki sammála.En hann gleymir því að hann er ekki í predikunarstólnum.En hann mætti reyna að skilja betur það sem Joe Borg var að segja í Silfrinu:Að íslendingar myndu ekki fá breytt grunnreglum Rómarsáttmálans, aðeins tímabundna aðlögun.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2010 kl. 16:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

EN MAKRÍLL
ER FLÖKKUSTOFN og Ísland er þar svokallað STRANDRÍKI, þar sem makríllinn gengur inn í okkar fiskveiðilögsögu.

Og íslensk samninganefnd undir forystu Tómasar H. Heiðars þjóðréttarfræðings nær trúlega í vetur samkomulagi við Evrópusambandið, Noreg og Færeyjar um heildaraflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum.

RÚV 8.9.2010: Viðtal við Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðing um makrílveiðar

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 16:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

VEIÐAR ÍSLENSKRA SKIPA Í EVRÓPUSAMBANDINU ÚR MAKRÍLSTOFNINUM OG ÖÐRUM FLÖKKUSTOFNUM.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði aflakvóti íslenskra skipa úr FLÖKKUSTOFNUM hluti af heildaraflakvóta Evrópusambandsríkjanna ÚR ÞEIM STOFNUM.

dómi frá 1987, bls. 2671, var það EKKI talið fara í bága við MEGINREGLUNA UM HLUTFALLSLEGA STÖÐUGAR VEIÐAR AÐ VIÐHALDA HEFÐBUNDNU HLUTFALLI VEIÐIKVÓTA Á MILLI AÐILDARRÍKJANNA, jafnvel þótt einstök aðildarríki hafi ekki haft þörf fyrir eða hafi ekki getað veitt upp í allan landskvótann sem þeim var úthlutaður."

(Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins, eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor og Óttar Pálsson lögfræðing, bls. 70.)

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 16:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, STÓRLÆKKAÐ MATVÖRUVERÐ, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU.

Með aðildinni LÆKKAR VERÐ Á LANDBÚNAÐARVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum í verslunum hérlendis um
FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI vegna niðurfellingar tolla.

Framleiðendur á landbúnaðarvörum í þeim löndum gætu því selt meira af þeim hér en áður.

Lambakjöt
yrði tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu ekki vilja kaupa innflutt nautakjöt, enda þótt það yrði töluvert ódýrara en það íslenska.

ÞANNIG MUN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HALDA ÁFRAM AÐ KAUPA ÍSLENSKT NAUTA- OG SVÍNAKJÖT, KJÚKLINGA OG EGG.


Íslenski
matvörumarkaðurinn er aftur á móti MJÖG LÍTILL og NÚ ÞEGAR ERU FLESTAR MATVÖRUR HÉR INNFLUTTAR.

Þar að auki myndi innflutningur hér á AÐFÖNGUM frá Evrópusambandslöndunum TIL LANDBÚNAÐAR MINNKA með auknum innflutningi á landbúnaðarvörum frá þessum löndum.

ERLEND AÐFÖNG
til landbúnaðar hérlendis eru til að mynda olía, dráttarvélar, kjarnfóður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður.

Og þar sem VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM MUN MEIRI HAG AF ÞVÍ en íbúar Evrópusambandslandanna að Ísland fengi aðild að sambandinu væri HARLA EINKENNILEGT ef Evrópusambandið hefði áhuga á að greiða Íslendingum fyrir þá opinberu SKOÐUN, SEM BYGGÐ ER Á FJÖLDAMÖRGUM RÖKUM, að Ísland STÓRGRÆÐI á aðild að sambandinu.

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 17:23

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ótímabundnum samningi er að sjálfsögðu ekki hægt að segja upp einhliða.ESB gerir enga ótímabundna samninga um undanþágur og Ísland fær ekkert slíkt sem bryti í bága við Rómarsáttmálann.Það hefur hvergi komið fram en kannski hafa steini br. og Geir Harde slíka draumóra.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2010 kl. 17:38

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:


"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.

FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD.
"

"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA EN YFIRLÝSINGAR HINS VEGAR EKKI.

Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."

YFIRLÝSING nr. 33
gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.

Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.

Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.

YFIRLÝSINGIN
er svohljóðandi:

"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."

YFIRLÝSINGIN
hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."

"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."

"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.

SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."

"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 98-99

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 17:43

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne ER IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14


"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.
"

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry


"Countries: Finland

Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)

"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)

Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 17:44

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.

Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."

Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.

Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.

Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.

MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.

Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.

Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.

Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.

Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.

FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.

Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.

FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."

"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."

"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.

Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.

Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.

HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.

MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.

Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.

Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.

LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.

HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.

Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 17:45

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samningur um aðild má ekki fela í sér brot á Rómarsáttmálanum.Þetta sagði Joe Borg.Og efast steini. br um orð hans.En vissulega er hægt  að telja sér trú um eitthað.En eftir stendur að samningur má ekki vera í andstöðu við Rómarsáttmálann um þetta hefur enginn efast og ekki getað rökstutt á neinn hátt að hægt sé að gera slíkann samning og enginn frá ESB hefur staðfest að það hafi verið gert.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2010 kl. 18:07

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR
, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG
LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 18:21

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:

"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda

1.
Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.

2.
Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]

"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda

1.
Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.

2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar.
" [...]

"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar


1.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.

2.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."

64. gr. Miklar fartegundir


1.
Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.

65. gr. Sjávarspendýr

Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.

Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 18:22

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.

Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.

Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994
, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.

Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.

Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi,
landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 18:23

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafréttarráðstefna.

Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.

Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."

"Þjóðréttarregla.

Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."

(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 18:24

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:


"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ."

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband