Leita í fréttum mbl.is

Björgvin G. um landbúnađ og ESB á Pressunni

Björgvin G. SigurđssonBjörgvin G. Sigurđsson, alţingismađur, skrifar pistil á Pressuna um landbúnađarmál og ESB-máliđ. Björgvin segir m.a.: ,,Stćrsta ákvörđun ţjóđarinnar á nćstu misserum er hvort Ísland eigi ađ gerast ađili ađ Evrópusambandinu og taka upp evru í stađ krónu og EES-samnings. Ađild og upptaka evru er greiđasta leiđin til endurreisnar landsins og stóri lćrdómurinn af hruni efnahagskerfisins.

Hvar stćđu Írar t.d. nú er ţeir vćru ađ glíma viđ gjaldmiđilshrun ofan í vanda fjármálakerfisins? Líklega enn ţá verr en viđ Íslendingar gerđum fyrir tveimur árum síđan. Ţó Írar gangi nú í gegnum erfiđleika má ekki gleyma ţví ađ á ríflega tveimur áratugum hefur stađa ţjóđarinnar tekiđ stakkaskiptum frá bláfátćkri bćndaţjóđ á bekk međ ţeim auđugustu í heimi.

Umrćđan um ţetta stćrsta hagsmunamál ţjóđarinnar er ţví miđur á stigi fáránleikans á stundum. Ţar er aliđ á ótta um innlimun í stórríki ESB, afsal auđlinda, fullveldis og sjálfstćđrar tilveru ţjóđarinnar. Aliđ á ţví ađ Ísland yrđi undir í leit bandalagsins ógurlega ađ auknu „lífsrými“ og ţví sé allt ađ óttast, jafnvel sé ţjóđerni, tunga og samfélag í stórhćttu.

Sá ţáttur mögulegrar ađildar ađ Evrópusambandinu sem er mér mjög hugleikinn snýr ađ landbúnađar- og byggđamálum og um ţann ţátt ađildar helga ég einn kafla í bók minni Stormurinn - reynslusaga ráđherra.

Um ţau álitaefni er lítiđ rćtt af málefnalegri yfirvegun, en talsvert af fordómum og yfirdrifnum hrćđsluáróđri um endalok landsbúnađarins eins og viđ ţekkjum hann, ef til ađildar kćmi.

Sá málatilbúnađur er ađ mínu mati fráleitur ţví ađ ţótt ađild ađ Evrópusambandinu hefđi í för međ sér ýmsar breytingar á umhverfi landbúnađar- og byggđamála, ţá er fjarri ţví ađ hún yrđi greininni til meira tjóns en gagns heldur ţvert á móti tel ég ađ viđ ađild ađ ESB felst meiri ávinningur en tjón fyrir landbúnađinn til lengri tíma litiđ."

Allur pistillinn á Pressunni  (sem einnig á myndina)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband