Leita í fréttum mbl.is

Haraldur Ben fúll og sár!

Haraldur BenediktssonViðbrögð bændaleiðtogans,Haraldar Bendiktssonar (mynd), við viðtali Fréttablaðsins um síðustu helgi við Stefán Hauk Jóhanesson, aðalsamningamann Íslands gagnvart ESB, vekja athygli.

Bara til að hafa eitt á hreinu: Bændasamtök Íslands eyða öllu því púðri sem þau geta, til þess að vera á móti ESB og hafa firrt sig allri ábyrgð á málinu. Þau vilja ekki ræða málið, en það eru fá samtök sem ræða málið jafn mikið, lesiði bara Bændablaðið!

Í frétt FRBL í dag segir: ,,„Það er fullkomlega ómaklegt af formanni samninganefndar Íslands að segja að við séum á einhvern hátt að bregðast. Við höfum unnið meira en hagsmunasamtökum er ætlað að gera," segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og formaður samningarnefndar Íslands um aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB), sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag Bændasamtökin ekki vilja taka þátt í fjögurra daga rýnifundi um landbúnaðarmál í Brussel."

En er þetta ekki bara sannleikurinn? Það er ekki nema von að það fjúki í Harald, því ,,sannleikanum er hver sárreiðastur."

Stefán Haukur segir hinsvegar hvergi í viðtalinu að Bændasamtökin hafi brugðist, en hann sagði orðrétt í viðtalinu:

,,Við höfum átt prýðilegt samstarf við Bændasamtökin en þau hafa gefið til kynna að þau muni ekki taka þátt í rýnifundum úti í Brussel, sem eru vonbrigði. Þetta þýðir að við þurfum að styðjast við þá krafta sem við höfum í landbúnaðarráðuneytinu og það fólk í utanríkisráðuneyti sem hefur tekið þátt í þessu á landbúnaðarsviði. Það hefði að sjálfsögðu verið æskilegra að hafa Bændasamtökin með enda búa þau yfir mikilli þekkingu. Ég vil ekki vera með getgátur um hvort þetta tefji fyrir, við vinnum bara eins og við getum. Þetta hefur ekki áhrif á rýniferlið núna, því það er ESB sem skýrir sína hlið í næstu viku. En á seinni fundunum, sem verða í lok janúar, þurfum við að gera grein fyrir íslenskri löggjöf og það er mikil vinna að undirbúa það. Auðvitað hefði verið betra að hafa Bændasamtökin í því og ég vona að þau geri það. Við stefnum á að vera undirbúin fyrir þá fundi og ég á ekki von á öðru. Þetta getur þá þýtt að Ísland fer verr undirbúið en ella í viðræðurnar? Hjáseta Bændasamtakanna getur komið niður á undirbúningi og því gæti staða okkar verið lakari en ella." 

Sér einhver orðið "brugðist" hér? Er þetta ekki bara eins og málið lítur út?

Það er nú frekar þannig að Stefán tali á jákvæðum nótum um Bændasamtökin og vilji hafa þau með.

Ennfremur segir í frétt FRBL: ,,Haraldur segir sárt að heyra þessa gagnrýni. Bændasamtökin hafi tekið að sér verk í tengslum við aðildarviðræðurnar sem hafi í raun átt að vera á herðum stjórnvalda en landbúnaðarráðuneytið ekki getað sinnt sökum andstöðu Jóns Bjarnasonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, við aðildarviðræður Íslands um inngöngu í ESB.

„Ráðuneytið neitar allri vinnu en ber raunverulega ábyrgð á að fylgja eftir hagsmunum atvinnuvegarins, ekki við," segir Haraldur."

Við þetta vaknar sú spurning hvort leiðtoga bænda og bændaráðherranum, Jóni Bjarnasyni, sé að lenda saman vegna málsins?

Best væri að Bændasamtökin myndu hætta að skjóta sig endalaust í fótinn í ESB-málinu og tækju þátt í því, sem fullgildir aðilar að íslenskum vinnumarkaði.

Með hagsmuni bænda og þjóðarinnar að leiðarljósi! 

 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS fá á þessu ári um 540 milljónir króna úr ríkissjóði.

Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 67

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 18:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bændablaðið er í eigu BÆNDASAMTAKA ÍSLANDS og er dreift ÓKEYPIS til þeirra sem stunda búskap.

(Sjá Bændablaðið, 12. tölublað 2010, bls. 6.)

Blaðinu hefur einnig verið dreift ÓKEYPIS í verslanir.

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 18:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 18:06

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það kemur ekki á óvart, að einmitt ÞIÐ ráðizt á bændasamtökin.

En bændur sjá í gegnum ykkur innlimunarhyggjumennina.

Jón Valur Jensson, 30.11.2010 kl. 20:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Til hamingju með að vera EKKI kosinn á stjórnlagaþingið!!!

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 20:27

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Bændur sjá ekki í gegnum áróður Bændasamtaka Íslands, sem í reynd reka Landbúnaðarráðuneytið eftir eigin höfði samkvæmt úttekt sem var gerð í kjölfarið á aðildarumsókn Íslands og ESB.

Staðreyndin er að Bændasamtök Íslands reynast bændum afsakaplega illa og almenningi ennþá verra.

Það er ennfremur ljóst að einn af þeim hópum sem mundu græða á inngöngu Íslands í ESB yrðu bændur.

Jón Frímann Jónsson, 30.11.2010 kl. 20:47

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er einnig ennfremur ljóst að Jón Frímaður verður ekki í þeim hópi manna og kvenna sem græða á inngöngu Íslands í ESB.

Björn Heiðdal, 30.11.2010 kl. 21:16

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, málið er að forysta bænda er að bregðast bændum.  Hegðan forystunnar er afspyrnu barnaleg og í reynd ættu bændur að reka hana á staðnum.

Landbúnaðarmálin eru einn flóknasti málaflokkurinn í aðildarviðræðunum og þess eðlis að margs ber að gæta o.s.frv. og ýmsar leiðir til að tryggja hagsmuni bænda sem best.

Hvað gerist?  Bændaforystan hegðar sér eins og fífl!

Og í framhaldi er mjög alarming að þeir virðast ekki vita nokkurn skapaðan hlut um málefnið heldur nánast allt sem frá þeim kemur einhver þvæla bara. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2010 kl. 21:28

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Björn Heiðdal, Ég verð löngu fluttur til ESB ríkisins Danmörku þegar Ísland gengur í ESB.

Ég mun því græða á inngöngu Íslands vegna þess efnahagslega stöðugleika sem ESB mun færa íslendingum á endanum. Ábyrgðin er auðvitað að hluta til hjá íslendingum þegar það kemur að efnahagsmálum íslendinga.

Jón Frímann Jónsson, 30.11.2010 kl. 21:55

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bla bla bla.

En íslenzkir bændur horfa til Finna, það er þeim meira en nóg!

Jón Valur Jensson, 1.12.2010 kl. 00:44

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 00:48

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.

SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."

Sænskir bændur og Evrópusambandið


"Lantbrukarnas Riksförbund (LRF) är en opolitisk intresse- och företagarorganisation för människor och företag inom de gröna näringarna.

LRFs nästan 169 000 medlemmar driver tillsammans 90 000 företag och de gröna näringarna står för 9 procent av Sveriges BNP.

LRF ska medverka till utveckling av företag och företagare med jord, skog, trädgård och landsbygdens miljö, så att de kan förverkliga sina ambitioner om tillväxt, lönsamhet och attraktionskraft.

Läs mer om de gröna näringarna och deras betydelse för samhällsekonomin och en hållbar utveckling.


Lantbrukarnas Riksförbund

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 00:49

14 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Afhverju horfa íslenskir bændur ekki til Sænskra bænda. Þeir studdu aðild Svíþjóðar að ESB á sínum tíma og framsýn hugsun sænskra bænda hefur tryggt það að endurnýjun er mjög góð í innan sænskra bænda.

Sænskir bændur hafa sagt að var vissulega mikil breyting að fá alla þessa samkeppni. Aftur á móti hafa þeir einnig sagt að það hefur bara gert þeim gott og bætt stöðu sænsk landbúnaðar til lengri tíma litið.

Finnskir bændur, eins og þeir íslensku voru á móti ESB aðild Finnland (og íslenskir bændur eru núna á móti ESB aðild Íslands). Bændur í þessum tveim löndum eru í hálfgerðri tilvistarkreppu enda eiga þeir erfitt með að aðlaga sig að nýjum og breyttum heimi.

Finnskir bændur hafa hinsvegar komist yfir þær breytingar sem urðu á finnskum landbúnaði við aðild þeirra að ESB. Í dag framleiða finnskir bændur meira en þeir gerður fyrir ESB aðild. Hinsvegar hefur búum fækkað eins og reikna mátti með. Ég veit ekkert hvernig staðan er með nýliðun innan finnskra bænda.

Annars er rökþrot þitt hérna augljóst.

Jón Frímann Jónsson, 1.12.2010 kl. 00:51

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sænskur og íslenzkur landbúnaður er ekki sambærilegur.

Jafnvel finnskur og íslenzkur landbúnaður er ekki sambærilegur.

En þú kemur kannski af fjöllum að frétta það.

Jón Valur Jensson, 1.12.2010 kl. 01:07

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið mælið allt í peningum, hugsið ekkert um fullveldi né reisn.

Sízt af öllu hugsið þið um fullveldi Íslands og hve miklu við hefðum að tapa. Við værum í langverstu aðstöðu allra ESB-ríkja (ef við létum ginnast í báknið) til að verjast ásókn hinna risavöxnu nágrannaríkja, en hefðum líka langmestu að tapa.

"Reglan" óstöðuga um hlutfallslegan stöðugleika er engin traust regla, heldur miklu fremur ginningarsnara. Og það er ekkert nýtt, að leiðtogar Evrópuþjóða ágirnist auðlindir annarra ríkja; ÞAÐ er REGLA, ekki undantekning! Og enn eru tvö þeirra að ágirnast fé okkar að ósekju ("Icesave"). Og Spánverjarnir bíða svo sannarlega eftir fiskinum okkar – úr sínum eigin skipum, sem nú eru svo mörg verkefnalaus.

Eins og þið eigið að vita: Öll frumatriði fullveldis mæla gegn innlimun okkar í Evrópubandalagið! (þar í uppl. um skoðanakönnum um Evrópubandalagið í marz 2010).

Og auðvitað yrði hvalveiðum, selveiðum og hákarlaveiðum útrýmt við Ísland – af ESB!

Jón Valur Jensson, 1.12.2010 kl. 01:46

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Okkur varðar ekkert um það, hvorki það sem er í hendi Svía (m.a. af því að þeir eru EKKI með evruna) né það sem Finnum er spáð.

Og ég var ekki að ljúga þessu um Spánverjana.

Jón Valur Jensson, 1.12.2010 kl. 02:08

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

STYRKIR TIL LANDBÚNAÐAR Í SVÍÞJÓÐ OG FINNLANDI.

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler
og ca 40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72


"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.

Aid is paid for traditional agricultural production sectors in the region, i.e. animal husbandry, including reindeer husbandry, plant production and horticulture (greenhouse production and storage aid).

Northern aid scheme also includes transportation aid for meat and milk in northernmost Finland.

In 2007 northern aid was paid to almost 35,000 beneficiaries in Finland. The payments to the production of 2007 have been estimated at 328 million euros, of which the share of animal husbandry is 78%.

Of the total aid 48% is paid as production aid for milk and 19% as various forms of aid for beef production. About 55% of the cultivated arable area of Finland is located in the area covered by the northern aid scheme."

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 02:10

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Countries: Finland

Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)

"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)

Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 02:13

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 02:19

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Matarreikningur Finna lækkaði um 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu.

"- matprisene falt
i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon i produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"


Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 02:27

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt ÞESS VEGNA myndi ESB-valdastéttin ALDREI láta binda fallvöltu gerviregluna um hutfallslegan stöðugleika inn í aðildarsamning við Ísland. ESB neitaði að gera það fyrir Noreg; ESB ætlar sér ekki að gera þessa "reglu" neitt nálægt þvi að verða ævarandi með því að binda hana inn í aðildarsáttmála sem ófrávíkjanlega. Spánverjar o.fl. þjóðir, m.a. Bretar, myndu beita neitunarvaldi gegn slíkum aðildarsamningi.

Það er bersýnilega tilgangslaust mál fyrir Íslendinga að standa í þessu "aðildarferli" lengur. Það er þar að auki hraksmánarlegt fyrir Ísland, og umsóknin sjálf í fyrra var ekkert minna en stjórnarskrárbrot.

Og þú getur ekki hrakið það sem ég sagði um Spánverjana!

Jón Valur Jensson, 1.12.2010 kl. 02:28

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ hérlendis um ÞRIÐJUNG og kúabúum um rúman HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR!!!

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 02:29

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rugl þitt, Steini, um matarverð,hef ég fyrir löngu hrakið.

Við og Norðmenn og Svíar erum ekki sambærilegir við Rúmena, Letta, Grikki, Ítali né Spánverja í matarverði. ESB-meðalverð er EKKI = meðalverð matvæla í NV-hluta ESB. ESB-meðalverð lækkar mikið vegna A- og S-Evrópu, en það er ósambærilegt við okkar. Þar að auki verður að bæta við meiri kostnaði hér vegna langra og dýrra flutningaleiða og vegna smæðar markaðarins.

Hættið að lofa hér upp í ermina, nema þið lýsið þvi yfir um leið, að þið viljið gjarnan blekkja þjóðina, af því að hugsjón ykkar er svo heit ...

Jón Valur Jensson, 1.12.2010 kl. 02:35

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Býlum hérlendis mun ÁFRAM FÆKKA og þau munu STÆKKA enn frekar, eins og í Finnlandi, hvort sem Ísland fær aðild að Evrópusambandinu eða ekki.

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 02:48

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bla bla bla.

Ætlar þú að stjórna því?

Og hvað kemur þetta ESB við?

Það er okkar að stjórna okkar málum. Allt annað er lágkúra.

Punctum, basta.

Jón Valur Jensson, 1.12.2010 kl. 02:55

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2008 störfuðu 2,5% vinnuaflsins hér við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Fastur kostnaður
meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.

Þá voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með færri en 400 ærgildi. Blönduð bú voru 138 og kúabú 581.

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

En hérlendis eru einungis um tíu svínabú.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 03:53

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Landbúnaðarmál:


"Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað, þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.

Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og MJÓLKURKVÓTI VERÐUR AFNUMINN FRÁ ÁRINU 2013.

Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.

Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi BEINGREIÐSLNA sem byggð er á sögulegri framleiðslu.


Tiltekið svigrúm er þó fyrir FRAMLEIÐSLUTENGDA STYRKI NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR]
.

Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi í samningsferlinu."

"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á TAKMARKANIR á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu TIL AÐ EIGNAST FASTEIGNIR HÉR á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.

Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi SÉRREGLUR MÖLTU OG DANMERKUR.
"

"FORDÆMI þau sem sköpuð hafa verið í AÐILDARSAMNINGUM RÍKJA eins og FINNLANDS munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland, þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að SKILGREINA ALLT LANDIÐ sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og SEM HARÐBÝLT SVÆÐI.

Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með FRAMLEIÐSLUTENGDUM STYRKJUM
, UMFRAM það sem ALMENNAR REGLUR Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu.

Á sama hátt telur meirihlutinn ríka ástæðu til að kannað verði til hlítar hvort SÉRÁKVÆÐI Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru Í MIKILLI FJARLÆGÐ FRÁ MEGINLANDI EVRÓPU geti átt við um stöðu Íslands."

"Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið UNDANÞEGIÐ VIÐSKIPTUM MEÐ LIFANDI DÝR. Undanþágan var tímabundin til ársins 2000 en búið er að ganga frá því í tengslum við matvælalöggjöfinaUNDANÞÁGAN ER NÚ VARANLEG innan EES-samningsins."

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 03:56

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svara seinna.

Jón Valur Jensson, 1.12.2010 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband