Leita í fréttum mbl.is

Borðuðu Evrópusinnar hvalkjötið?

Búrhvalur

Um daginn fullyrti einn af lesendum bloggsins að Evrópusinnar borðuðu ekki hvalkjöt. Sem er náttúrulega ekki rétt, margir Evrópusinnar borða hvalkjöt.

Hvalveiðar eru umdeildar og hafa verið lengi. Einn þeirra sem tjáir sig um hvalkjöt og  hvalveiðar er Jónas Kristjánsson, enda alltaf að skrifa um mat. Í nýlegri færslu segir Jónas (ekki í hvalnum!):

,,"Aðeins 23% af hvalveiðiafla Íslands árin 2009 og 2010 skilaði sér til útflutnings. Og aðeins 5% komst á leiðarenda. Þar af hafa 0% selzt í Japan. Um aðra markaði er ekki að ræða. Þetta er feiknarleg rýrnun, sem bendir til, að brögð séu í tafli. Hvar eru þau 77%, sem aldrei fóru úr landi? Það hlýtur að vera feiknarlegt kjötfjall. Og hvað eru þau 95%, sem aldrei komu fram í viðskiptalandinu? Fór mismunurinn í sjóinn? Eða er hann í gámum í fríhöfn? Það hlýtur að vera geigvænlegur gámahaugur. Og hvers vegna er ekkert selt af því eina prósenti, sem skilar sér á leiðarenda? Og hver borgar vitleysuna?" 

Hvalveiðar eru ekki "heilsársatvinnugrein" og verða aldrei, einfaldlega vegna þessa að ýmsar hvalategundir synda suður á bóginn og vegna veðraskilyrða, ekki gott að veiða hval yfir vetrartímann.

Er þetta þá ekki bara svona sumarhobbí núna? Stuðningsmenn hvalveiða segja að séu hvalir ekki veiddir, éti þeir upp allann fiskinn. En hvalir hafa verið til mjög lengi, sem og "fiskurinn" í sjónum. Af hverju er fiskurinn þá ekki búinn?

Getur verið að náttúran sjái um sig sjálf? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hlægileg frásögn, hver sem skifar þessa grein, hann segir:

"Um daginn fullyrti einn af lesendum bloggsins að Evrópusinnar borðuðu ekki hvalkjöt. Sem er náttúrulega ekki rétt, margir Evrópusinnar borða hvalkjöt." :) þetta er hrikalega fáráðnleg athugasemd, "margir evrópusinnar borða hvalkjöt" !!!!!!

það er greinilegt að höfundur er algerlega út úr kú í þessum efnum.

Guðmundur Júlíusson, 10.12.2010 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband