Leita í fréttum mbl.is

Skoðanir bænda: Allir á sömu línu og forystan?

bændablaðiðRitari þarf bensín á bílinn, rétt eins og aðrir Íslendingar. Við síðustu áfyllingu kippti ritari með sér Bændablaðinu, enda einlægur aðdáandi blaðsins.

Bændablaðið er t.d. eina blaðið á Íslandi sem er með ljóðadálk, þar er oft margt mjög skemmtilegt.

Mikið hefur verið rætt um afstöðu bænda gagnvart ESB, en hin "opinbera lína" er að þeir séu á móti. Lesa má margar færslur um þetta hér á þessu bloggi.

Það sem vekur hinsvegar athygli ritara er umfjöllunin um ESB-málið í Bændablaðinu sem kom út núna 2.des. Þar er heil opna um málið.

Margir bændur, rétt eins og allir aðrir Íslendingar, eru skuldugir. Það er bændum greinilega ofarlega í huga.  Ekkert óeðlilegt við það.

En það eru vangaveltur bænda um ESB-málið, sem vekja athygli ritara. T.d. segir í blaðinu að Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli í Eyjafarðarsveit ...,,hafi nefnt hvort varasamt væri fyrir Bændasamtökin að standa á hliðarlínunni og fylgjast með yfirstandandi samningaviðræðum."

Á öðrum fundi er sagt frá Jóhanni Nikulássyni, bónda í Stóru-Hildisey II.  Samkvæmt honum vill stærstur hluti bænda ekki fara inn en ...,,óhjákvæmilegt væri að taka þátt í umræðunni. Hann taldi að íslenskir bændur þyrftu að búa sig undir samkeppni frá útlöndum í meiri mæli."

Þetta er áhugavert. Það er kannski svo að meðal bænda eru skoðanir sem ekki eru í samræmi við skoðanir forystunnar. Sem er eðlilegt.

Punktur Jóhanns er einnig mjög áhugaverður, þ.e.s.a. bændur munu ganga í gegnum ýmsar breytingar á komandi árum, með eða án aðildar að ESB.

Kannski er lykilatriðið þetta: Hvernig verða rekstrarskilyrði bænda? Bændur eru jú í raun aðilar sem eru háðir gengismálum, vöxtum, verðbólgu og almennum skilyrðum efnahagslífsins. Vilja bændur umhverfi óstöðugleika eða stöðugleika?

Þetta skiptir bændur máli og ekki síst þá sem kaupa afurðir þeirra, íslenska neytendur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það væri nú ágætt fyrir ,,ritara" að velta fyrir sér tilganginum með bændafundum sem forysta bænda heldur um allt land. Tilgangur er, og hefur alltaf verið, að hlusta á hvað bændur og búalið hefur að segja. En auðvitað er ritara vorkunn að gera sér ekki grein fyrir því hvernig lýðræðinu er ætlað að virka í raun - hafandi bara reynslu af íslenskum stjórnmálamönnum og starfsemi Evrópusambandsins. Þar er það elítan sem talar og ákveður en grasrótin þegir og stendur eins og henni er sagt. Þetta sáum við t.d. á flokksráðsfundi VG um daginn.

En svona vinna bara ekki bændur, eða bændaforystan. Þetta leyfi ég mér að fullyrða eftir að hafa verið starfsmaður á plani í Bændahöllinni í 20 ár. 

Jón Baldur Lorange, 11.12.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@JBL: Bara svona til að upplýsa; ritari er dreifbýlismaður, úr sjávarplássi, ekki hluti af neinni elítu og verður aldrei! Veit fullkomlega hvað lýðræði er og hvernig það virkar! Hvaða viðkvæmnistónn er þetta?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.12.2010 kl. 23:34

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það kemur að því fyrr eða síðar að langflestir Íslendingar vakna upp og fara að hugsa aðeins út fyrir sinn túngarð. Það er bara eðlilegt að efasemdir aukist jafnt og þétt um þá einangrunarstefnu að vera utan ESB. Við eru svo háð alþjóðaviðskiptum og samningum að flest hugsandi fólk sér rökin fyrir aðild með því að skoða sína framtíð og stöðu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Aðeins að benda vinkonu minni henni Hólmfríði á það að Íslendingar hafa einmitt verið að vakna og efasemdir þeirra og bein andstaða við  ESB aðild hefur sífellt verið að vaxa.

Flest hugsandi fólk sér einmitt að ESB aðild hefur ekkert gott að bjóða okkar þjóð.

Fólk sér líka að rökin fyrir ESB aðild og Evru hafa fallið eitt af öðru.

Allt tal um traustan gjaldmiðil og stöðugleika eru að engu orðinn.

Þú meinar kannski stöðugleika í svona 20% atvinnuleysi eins og er hér í ESB ríkinu Spáni þar sem ég bý nú um stundir.

Það er einmitt búið að vera nokkuð stöðugt hér eða um og yfir 20% og er frekar að aukast, því yfir 250.000 manns bættust á atvinnuleysisskránna hér á 3ja ársfjórðungi.

Hér eru allt að 40% ungs fólks atvinnulaust á landsvísu í þessu 45 milljóna ESB ríki.

Það væri þokkalegt ástand ef atvinnuástandið væri svona í þinni heimabyggð, eða í landinu þínu. 

Það er björt framtíð eða hitt þó heldur fyrir þessa kynslóð ungs fólks hér í ESB ríkinu Spáni.

Það væri nær að kalla það einangrunarstefnu að ganga inní ESB því þar yrðum við einangruð og nánast áhrifalaus. Allir okkar sjálfstæðu viðskiptasamningar við önnur ríki utan ESB yrðu felldir niður. Meira að segja mjög hagstæður fríverslunarsamningur okkar við vini okkar og frændur Færeyinga yrði umsvifalaust felldur úr gildi. 

Framkvæmdastjórn ESB myndi skammta okkur makríl kvóta úr hnefa. 

Því er það að aðeins 19% þjóðarinnar telja að hagur landsins muni vænkast við að ganga í ESB.

Er það þessi ESB sinnaði minnihluti sem er að vakna frú Hólmfríður ?

Þú ert ábyggilega ágætlega gefinn og vel meinandi manneskja Hólmfríður, en ég verð að segja að nánast barnaleg ofurtrú þín mikilfengleik ESB er algerlega byggð á sandi.

Augu fólks hafa einmitt verið að opnast fyrir því að ESB keisarinn þinn staulast um sviðið klæðalaus, meðan þú og örfáir aðrir klappið enn yfir mikilfengleik hans og dásamið fötin hans. 

Gunnlaugur I., 12.12.2010 kl. 09:47

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bændasamtökin minna talsvert á ASI.. svona halelújasamkomur um landið þar sem almúginn fær að tjásig en í raun er ekkert hlustað á svoleiðis raus af forystunni.. stefnan kemur að ofan en ekki að neðan hjá bændasamtökunum líkt og hjá ASI

Óskar Þorkelsson, 12.12.2010 kl. 10:12

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Gunnlaugur: Er atvinnuleysi á Spáni ESB að kenna? Stýrir ESB reglum um vinnumarkað í aðildarlöndunum? Svarið er nei. Það hefur nokkuð verið rætt um ósveigjanlegan vinnumarkað á Spáni í sambandi við þetta (vissulega). Gæti það verið skýringin.

Ritari þekkir þetta frá öðru ESB landi, þar sem hann bjó lengi. ESB var ekkert með puttana í atvinnumálum þess lands. Það voru viðkomandi stjórnvöld, verkalýðshreyfing, atvinnurekendur ekki síst!

Ekki vera með hræðsluáróður, það sést í gegnum hann!

Að lokum: Þörf Íslands fyrir alvöru gjaldmiðil, er óbreytt! Haftakróna er ávísun á stöðnun og jafnvel afturþróun.

Vilja Íslendingar það?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 12.12.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband