Leita í fréttum mbl.is

Jórunn Frímannsdóttir skorar á Bjarna Ben í ESB-málinu: Legðu tillögu Unnar Brár til hliðar

Jórunn FrímannsdóttirSjálfstæðiskonan Jórunn Frímannsdóttir skrifaði áramótahugleiðingu á Eyjublogg sitt í gær og fjallar þar að mestu leyti um ESB-málið og tillögu Unnar Brár Konráðsdóttur að draga umsókn Íslands til baka (Nei-sinnar gefast ekki upp!!).

Jórunn segir: "Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í júní síðastliðnum, var afar sögulegur fundur og var mörgum ansi heitt í hamsi eftir hann þ.á.m. undirritaðri. Þar samþykktu landsfundarfulltrúar vonda ályktun um að draga til baka umsókn um ESB, þegar fyrrverandi forystumönnum flokksins tókst að fá samþykkta breytingu á ályktun fundarins, sem annars stefndi í að verða ágætis málamiðlun.

Ég hef lengi velt fyrir mér afstöðu ýmissa frammámanna í flokknum mínum. Hvers vegna hafa ýmsir sjálfstæðismenn hreinlega skipt um skoðun varðandi umsókn um aðild að ESB? Það er fróðlegt að lesa grein Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar frá 8. desember 2008 þar sem þeir færa sannfærandi rök fyrir mikilvægi þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Til að sjá hvaða samningum við getum náð og leyfa þjóðinni að kjósa.

Í mínum huga er það í hróplegu ósamræmi við stefnu flokksins og hugmyndafræði að leggjast gegn aðildarumsókn. Ég veit ekki hvað varð til þessarar stefnubreytingar. Ég hef velt því fyrir mér um nokkurt skeið hvort það geti verið að flokkurinn, með afstöðu landsfundar og tillögu Unnar Brár um að draga umsókn til baka, haldi nú ríkisstjórninni saman. Við Sjálfstæðismenn máluðum okkur algerlega út í horn með þessari ályktun Landsfundar. Héldu menn virkilega að þeir gætu fellt ríkisstjórnina á þessu? Halda einhverjir Sjálfstæðismenn að við förum í samstarf með Vinstri grænum? Ég held ekki.

Það er ekki hægt að horfa upp á það, meðan allt er á hraðri niðurleið í þessu landi og alger stöðnun að verða að veruleika að Sjálfstæðismenn og Samfylking geti ekki starfað saman. Samvinna þessara tveggja flokka er að mínu mati það eina sem getur komið hagkerfinu í gang og atvinnulífinu af stað. Núverandi ríkisstjórn er algerlega óhæf til þess og finnst mér málum svo komið að þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar beri hreinlega skylda til þess að slíðra sverðin og vinna saman að þeim brýnu málum sem nú þarf að leysa og það án tafar. Sjálfstæðismenn á alþingi með Bjarna Benediktsson í broddi fylkingar þurfa að vinna áfram að samningi við ESB og leggja frumvarp Unnar Brár til hliðar svo þessir tveir flokkar geti unnið saman." (Feitletrun: ES-blogg)

Allur pistill Jórunnar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auðvitað bergmálið þið svona lagað frá Jórunni Frímannsdóttur, en hún er ekki spámannlega vaxin í Sjálfstæðisflokknum. Hún taldi landsfundinn í sumarbyrjun hafa "stefn[t] í að verða ágætis málamiðlun" um ESB, en það er engin málamiðlun til um það að láta innlimast í stórveldi, annaðhvort gera menn það eður ei, og það var sannarlega eindreginn vilji landsfundarmanna að gera það EKKI, og það er vitanlega sú þjóðholla afstaða sem meirihluti landsmanna aðhyllist (já, þið eruð í minnihlutanum!).

Það þýðir ekkert fyrir Jórunni að klifa á þessu máli, hinn breiði fjöldi flokksmanna mun standa gegn því og hefur ekki færri ástæður til andstöðu við ESB-innlimun nú heldur en þá! (sbr. makrílmálið o.fl.).

Jafnvel formaðurinn varð að snúa við blaðinu, en það er illt að hafa hann þarna við stjórnvölinn og Illuga á næsta leiti, þessum mönnum er naumast treystandi.

Jón Valur Jensson, 29.12.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er þetta týpískt ákall á valdbeitingu hjá Jórunni að skora á Bjarna Ben. með þessum orðum: "Leggðu tillögu Unnar Brár til hliðar"!!!

Hefur Unnur Brá ekki lengur frelsi sem þingmaður til að standa við sína sannfæringu* og leggja fram sínar tillögur, án þess að einhver Jórunn úti í bæ klagi hana og skori á formanninn að "leggja tillögu Unnar Brár til hliðar"?!

Má Bjarni fara að svona grófum tilmælum? Nei, alls ekki!

* Sbr. 48. gr. stjórnarskrárinnar: "Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína ..."

Jón Valur Jensson, 29.12.2010 kl. 21:32

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2007 var ekki hægt að draga með glóandi töngum skýra ESB afstöðu út úr verðandi forystu með eða á móti, þau þurftu atkvæði meirihlutans sem er á móti ESB. Bjarni Ben var eins og Ragnar Reykás í þessu og Þorgerður Katrín peppaði upp sína ESB- deild en gat samt ekki sagt hreint út: „sækjum um ESB-aðild“ því að þá hefði hún aldrei orðið varaformaður. Hún sat svo hjá seinna um ESB.

Ég tók nú ekki eftir því 2007 hvort Jórunn hafi ákveðið viljað ESB- aðildarsamning þá, en þá hefði ég ekki kosið hana.

Síðan á aukalandsfundinum í ár skýrðust línurnar loksins: Forystan varð að fylgja lýðræðinu og krefjast þess að ESB- umsóknin verði dregin til baka. Hvað gerist síðan? Ekkert, alveg eins og hjá ríkisstjórninni. Ekkert. Sama aðferð og með ESB- Lissabon stjórnarskrána, hjökkum bara áfram í ESB- farinu og sveigjum lýðræðið til.

Það er ekki hægt annað en vera sammála Jóni Vali um það að á stundum eins og nú þá er það bara annaðhvort eða: annaðhvort hoppar þú fram af ESB- klettinum í ólgandi Evrópubrimið langt fyrir neðan, eða þú snýrð við og reynir að finna þér aðra öruggari en kannski seinfærari leið til baka. Ekki að reyna að skríða hálft niður í ESB- klettana eins og Jórunn & Co vilja. Þaðan er engin leið út.

Framtak Unnar Brár er lofsvert, á meðan Jórunn & Co fylgja ekki lýðræðinu. Nýi ESB- hægri (mótsögn) flokkurinn hentar þeim líklegast betur, nú eða bara Samfylking sem margreynt er að vinna með en hefur bara eitt á dagskrá: ESB- aðild (jú OK tvennt: Icesave líka).

Ívar Pálsson, 30.12.2010 kl. 00:40

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það var grasrót Sjálfstæðisflokksins sem tók af skarið með eindregnum hætti. 

Ég hugsa að mikill meirihluti grasrótar Framsóknarflokksins sé alveg sama sinnis og muni álykta mjög svipað á næstunni.

Allir vita að grasrót VG er að miklum meirihluta algerlega andvíg ESB aðild og umsókninni líka.

Spurnig hvort að þar er til nógu lýðræðislegur vettvangur til þess að grasrótin geti þar komið sínu fram á lýðræðislegum forsendeum.

Þessi Flokksráðsstefna þeirra er alls ekki grasrót flokksins. Þar er fyrst og fremst aðeins Elíta flokksins samn kominn til þess að hylla leiðtoga sína.

Þjóðin vill hafna ESB helsinu strax og tækifæri gefst.

Af ótta við skoðanir almennings á ESB málinu þá hefur ESB legátunum og þeirra landsöluliði hingað til tekist að halda almenningi algerlega frá því að fá að segja sína skoðun á þessu ESB máli beint og milliliðalaust.

En sá tími mun koma og það fyrr en seinna að við sem viljum ekkert með þetta ESB apparat hafa að gera rekum þetta úrtölulið ESB aftaníossana af höndum þjóðarinnar.

Gunnlaugur I., 30.12.2010 kl. 12:25

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Ég er einn þeirra mörgu Íslendinga sem hafnað hafa innlimun landsins í Evrópuríkið. Eins og svo mörgum öðrum, virtist mér í upphafi sem ESB hefði eitthvað að bjóða, en staðreyndin er sú að nýlenduveldin halda áfram að hrifsa til sín allt sem þau geta. Mikill meirihluti Íslendinga hefur komist á sömu skoðun og hafnar algerlega að leggja landið undir klafann.

 

Jórunn er hissa á því að fólk skipti um skoðun, þegar það kynnir sér málefni eins og innlimun Íslands í Evrópuríkið. Bjarni Benediktsson á heiður skilinn fyrir að hafa skipt um skoðun, ef hann var þá einhverntíma ESB-sinni. Ég sé ekki að nein ummæli í grein þeirra Illuga frá 8. desember 2008, staðfesti það. Þeir segja:

  

»Verði það niðurstaða endurmats Sjálfstæðisflokksins að hagsmunum þjóðarinnar sé enn betur borgið utan ESB væri það engu síður mjög í samræmi við ríka lýðræðis-hefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna, þar sem ítrustu hagsmuna hefur verið gætt.«

 

Þarna kemur þvert á móti fram áherðsla á mat Sjálfstæðis-flokksins og sú krafa að umsóknin fari í þjóðaratkvæði. Þarna er beinlínis talað um viðræður, en ekki umsókn eða aðlögun, eins og Sossunum tókst að þvinga fram. Jórunn hefði gott af að hugsa málið í ró og næði, þótt henni virðist ennþá vera »ansi heitt í hamsi«.

 

Annars er það ekkert nýtt að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti innlimun í ESB. Jórunn gerir tilraun til sögufölsunar, þegar hún talar um stefnubreytingu flokksins. Fjölmargir landsfundir hafa ályktað gegn aðild og fyrir myndun Viðeyjar-stjórnarinnar (1991 – 1995) var tekist hart á um þetta mál, en Sjálfstæðismenn gáfu eftir fyrir Sossunum, með aðild að EES.

 

Aðildin að EES var stórt ógæfuspor og í því spori sitja Íslendingar ennþá fastir. Hér eru sannanir fyrir því:

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/5/adildin-ad-evropska-efnahagssvaedinu-var-veigamikil-orsok-bankahrunsins/

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2010 kl. 16:03

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Loftur, þú ert bullari og öfgamaður. Þú hefur alltaf verið á móti framförum hvaða nafni sem þær heita. Ef að þú hefðir fengið að ráða því þá byggu íslendingar ennþá í torfkofa.

"Grasrót" sjálfstæðisflokksins er stjórnað af hagsmunasamtökum sem græða miklar fúlgur á því að halda Íslandi fyrir utan ESB og evruna. Enda geta þessir hópað spilað á hagkerfið í dag eins og þeim sýnist. Slíkt verður ekki hægt ef að inngöngu í ESB verður með upptöku evru þá sérstaklega.

Jón Frímann Jónsson, 30.12.2010 kl. 23:44

7 Smámynd: Benedikta E

Þingflokkurinn stóð einhuga að baki Unni Brá Konráðsdóttur fyrsta flutningsmanni frumvarps að ESB aðildarumsókn skuli dregin til baka tafarlaust - aðrir þingflokkar studdu frumvarpið einnig og voru einnig flutningsmenn - nema að sjálfsögðu ekki Samfylkingin.

Jórunn ætti að kynna sér Landsfundar samþykktir frá 2007 og 2009 - Forustu Sjálfstæðisflokksins ber að fram fylgja landsfundar-samþykktum.

Mestu mistök sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkurn tíman gert var að fara í stjórnarsamstarf með Samfylkingunni.

Benedikta E, 31.12.2010 kl. 00:54

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Erum við Íslendingar ekki lánsamir að eiga trúð eins og Jón Frímann, til að skemmta okkur í skammdeginu ?

 

Ætli Jón Frímann segi okkur ekki nærst, að ég hafi barist hart gegn vegagerð yfir Skeiðarársand, brúun Borgarfjarðar og gegn brúun Eyjafjarðar.

  

Svo getur Jón Frímann líka reynt að segja fólki, að þótt ég hafi verið á meðal fyrstu Íslendinga sem notuðu tölvur, þá sé ég »á móti framförum hvaða nafni sem þær heita«.

 

Það er annars sérkennilegur þessi boðskapur sem Sossarnir flytja landsmönnum, að »bezta leiðin til að öðlast mikilleika sé að fórna sjálfstæði Íslands«. Þeir syngja Nallann með krepptum hnefa undir blóð-fánanum og láta sig dreyma um komandi ráðstjórn í Evruríkinu.

 

Flestum Íslendingum finnst Jón Frímann og félagar syngja falskt, en ef þeir halda áfram að leggja sig fram við spangólið er ekki útilokað að þeir muni á endanum finna »bjarmann í austri«. Vonandi verð ég löngu dauður þegar Sossunum tekst það níðingsverk sem þeir stefna að.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.12.2010 kl. 13:10

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Frímann, þú veizt greinilega ekkert um grasrót Sjálfstæðisflokksins. Rugl þitt um framfara-andstöðu Lofts er eins léttvægt og annað frá þér hér.

Jón Valur Jensson, 31.12.2010 kl. 14:10

10 Smámynd: Elle_

Nei-sinnar gefast ekki upp!!  - - - Setninguna skrifa Evrópusamtökin í pistlinum að ofan.  Hvað eru Nei-sinnar?  Eru það ekki þeir sem segja NEI við fullveldi okkar og sjálfstæði lands og þjóðar? 

Eðlilegra væri að kalla ykkur Nei-sinna en menn sem einfaldlega vilja halda fullveldinu og sjálfstæðinu burt frá ógnarveldinu þarna í Evrópu.  Hví ættu menn að gefast upp í svona grafalvarlegu máli? 

Og Jón Frímann skrifar um bull og öfgar að ofan (23:44).  Kallast það kannski ekki bull og öfgar að vilja draga okkur undir miðstýringu og yfirvald Evrópuveldisins?  Og fyndinn brandarinn um framfarahamlandi verkfræðinginn!  

Elle_, 31.12.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband