Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar vilja EKKI hætta aðildarviðræðum við ESB - könnun FRBL. Stuðningur við viðræður eykst í öllum flokkum.

ESB-viðræður-jan2011Íslendingar vilja EKKI hætta aðildarviðræðum við ESB.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Næstum tvöfalt fleiri vilja halda þeim áfram frekar en að draga til baka.

Í fréttinni segir: "Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á miðvikudag vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildar­samninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. Alls vilja 65,4 prósent halda viðræðum áfram, sem er örlítið hærra hlutfall en í könnun Fréttablaðsins 23. september síðastliðinn. Þá vildu 64,2 prósent halda áfram. Um 34,6 prósent vilja draga umsóknina til baka, örlítið færri en í september.

Í sambærilegri könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna Andríki 8. til 10. júní í fyrra vildu 57,6 prósent draga aðildarumsóknina til baka. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast í tvo jafna hópa. Alls vilja 50,9 prósent slíta aðildarviðræðunum, en 49,1 prósent halda viðræðunum áfram.

Færri sjálfstæðismenn vilja draga umsóknina til baka nú en í september í fyrra. Þá vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 50,9 prósent eru þeirrar skoðunar í dag.

Hlutfallið er svipað meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Þar vilja 51,3 prósent halda viðræðunum áfram en 48,7 prósent slíta þeim. Fækkað hefur í hópi framsóknarmanna sem vilja slíta viðræðum, en 52,2 prósent voru þeirrar skoðunar í september.

Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna vill halda aðildarviðræðunum áfram. Alls segjast 67,2 prósent vilja halda viðræðunum áfram en 32,8 prósent vilja slíta aðildarviðræðunum og draga aðildarumsókn Íslands til baka.

Í september vildu 36,4 prósent draga umsóknina til baka, og hefur því stuðningur við að ljúka viðræðum við ESB aukist meðal stuðningsmanna Vinstri grænna."

Þetta síðasta er mjög athyglisvert í ljós "ógönguyfirlýsinganna" sem dynja á okkur frá leiðtoga Nei-sinna, Ásmundi Einari.

Greinilegt er að Íslendingar vilja sjá aðildarsamning og hvað í honum felst. Til þess síðan að kjósa um hann í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu!

Enda bara óvit að hætta við verk sem er löngu hafið, eða hvernig hljómar máltækið: ,,Hálfnað verk, þá hafið er."



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi skoðanakönnun  og hvernig hún er sett fram er mjög villandi og niðurstöðurnar eftir því og þess vegna alls ekki hægt að draga stórar ályktanir af henni eins og þið og Baugstíðindin vilja gera.

Allar skoöanakannanir sem gerðar hafa verið undanfarna 16 mánuði sýna sáralítinn stuðning við ESB aðild og gríðarlega andstöðu við ESB aðild.

En þið segið alltaf að það sé ekkert að marka það af því að "spurningin sé ekki rétt" og "ekki sett fram á réttum tímapunkti". Samt hefur yfirgnæfandi meirihluti tekið afgerandi afstöðu í þessum skoðanakönnunum.

Norðmenn sem tvívegis hafa í þjóðaratkvæðagreiðslum fellt að gerast aðildarríki ESB, nú síðast fyrir u.þ.b. 17 árum.

Þeir gera samt alltaf reglulega skoðanakannanir um það hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki.

Um langt árabil hefur andstaðan við aðild verið yfirgnæfandi og reyndar aldrei meira afgerandi en nú þegar um 2/3 hlutar þjóðarinnar eru andvígir ESB aðild.

Þeir eru samt alls ekki í neinum samninga- eða aðildarviðræðum við ESB.

Samt getur fólk þar alveg tekið upplýsta og afgerandi afstöðu með eða á móti og langflestir á móti. Sárafáir Norðmenn eru hlutlausir eða telja sig ekki geta tekið afstöðu.

Samkvæmt ykkar kokkabókum væri þetta "röng spurning" og ekki sett fram á "réttum tímapunkti" og Norðmenn ættu því alls ekki að getað svrað henni. En þeir gera það samt aftur og aftur og aftur og alveg afgerandi gegn ESB aðild.

Það liggur nefnilega allt fyrir um ESB apparatið, s.s. stofnsáttmálar og yfirþjóðlegir grunnsklilmálar eins og Lissabon sáttmálin.

Allur stjórnunarstrúktúr og valdauppbygging sambandsins liggur ljós fyrir. Reynsla annarra þjóðpa af fiskveiði- og landbúnaðar stjórn commísarana í Brussel og svo mætti lengi telja áfram.

Einnig liggur fyrir að engar varanlegar undanþágur fást frá regluverki Sambandsins, aðeins tímabundnar undanþágur.

Því er þetta aðlögunarferli bara leikþáttur ESB elítunnar og  skrifræðisins, þar sem við ráðum engu um framvinduna en erum bara leiksoppar þessa kerfis þeirra þar sem við verðum bara að bugta okkur og beigja eins og þeirra reglur segja til um. 

Þeir ráða bæði tíma og ferð og þeir og þeirra legátar eins og þið hér bíða eftir þessum eina "rétta tímapunkti" þar sem kannski yrði möguleiki á að áróðurinn væri farinn að hafa þau áhrif að þjóðin segði kannski akkúrat á þessum eina tímapunkti "já" við ESB aðild.

Síðan yrði reyndar aldrei kosið aftur.

Tyrkir eru víst búnir að vera ein 16 ár í svona einhverskonar ESB aðildar- og aðlögunarferli.

Eigum við að hafa þennan leikþátt hangandi yfir þjóðinni í mörg ár, jafnvel áratugi. Nei takk !

Það hefði í fyrsta lagi átt að kjósa um það strax í upphafi hvort leyfa ætti stjórnvöldum að sækja um ESB aðild þjóðarinnar, eða ekki !

En vegna þess að það var ekki gert, þá ætti þjóðin að fá að kjósa um þetta mál sem allra fyrst.

Það þarf ekki allt þetta langa aðlögunarferli og rýnivinnu og enginn veit hvenær þessi ósköp enda og hvað þau muni kosta.

Síðan er algerlega ólíðandi að á sama tíma og allt þetta langa og stranga ferli stendur yfir þá skuli þessu erlenda Ríkjasambandi ESB líðast að dæla hér inní landið gríðarlegum fjármunum til þess að vera með áróður og hafa áhrif á frjálsar skoðanir almennings í þessu mikla hitamáli. 

Þrátt fyrir það þá óttast ég ekki niðurstöðuna, þá loksins þjóðinni verður leyft að taka beina og milliliðalausa afstöðu í þessu stóra máli.

Íslenska þjóðin mun hafna ESB aðild afgerandi og með yfirgnæfandi hætti svo eftir verður tekið !   

Gunnlaugur I., 24.1.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband