Leita í fréttum mbl.is

Rýni í landbúnađarmál lokiđ

DráttarvélŢeim fjölgar sífellt köflunum sem verđa tilbúnir fyrir samningaviđrćđurnar viđ ESB og á  vef Utanríkisráđuneytisins má lesa:

"Rýnifundi um 11. kafla samningaviđrćđna viđ Evrópusambandiđ, landbúnađ og dreifbýlisţróun, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var sá síđari af tveimur, báru sérfrćđingar Íslands og ESB saman löggjöf í ţessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Sigurgeir Ţorgeirsson, formađur samningahópsins.

Landbúnađarmál standa utan EES-samningsins og ţarf ađ semja um ţau frá grunni. Sameiginleg landbúnađarstefna ESB byggir á sameiginlegum markađi fyrir landbúnađarvörur, en engum tollum eđa magntakmörkunum er beitt í viđskiptum međ landbúnađarvörur milli ađildarríkjanna. Til ađ tryggja stöđu landbúnađar og jafna samkeppnisstöđu bćnda er sameiginlegt stuđningskerfi fyrir landbúnađ innan ESB, sem skiptist annars vegar í beinar greiđslur til bćnda, sem alfariđ koma af fjárlögum ESB, og hins vegar stuđning viđ dreifbýlisţróun sem er fjármagnađur sameiginlega af ESB og hverju ađildarríki.

Á rýnifundunum var regluverk Íslands og Evrópusambandsins boriđ saman. Lögđ var áhersla á sérstöđu íslensks landbúnađar og mikilvćgi hans vegna fćđuöryggis, sjálfbćrni og dreifbýlisţróunar. Til ađ mćta ţörfum íslensks landbúnađar verđi nauđsynlegt ađ leita sérstakra lausna í samningaviđrćđunum um ađild Íslands ađ ESB.

Á međal ţeirra ţátta sem lögđ var sérstök áhersla á af Íslands hálfu á rýnifundunum má nefna:

·Norđlćg lega og náttúruleg sérstađa, m.a. harđbýli og mikiđ dreifbýli

·Einföld stjórnsýsla og sveigjanleiki viđ innleiđingu

·Stuđningsfyrirkomulag, sérstaklega beingreiđslna, vegna sérstöđu Íslands og   skertrar   samkeppnisstöđu

·Viđbótarheimildir til ađ styrkja íslenskan landbúnađ úr ríkissjóđi

·Mikilvćgi ţeirrar verndar sem íslenskur landbúnađur nýtur í formi tollverndar.

·Starfsumhverfi kúabćnda og afurđastöđva í mjólkuriđnađi

·Vernd innlendra búfjárstofna og heilbrigđi ţeirra

·Búfjármerkingar og mikilvćgi ţess ađ ţćr taki tillit til íslenskra ađstćđna

Löggjöf Evrópusambandsins um landbúnađ og dreifbýlisţróun er umfangsmikil og hefur samningahópurinn unniđ fjórar greinargerđir, ásamt almennum inngangi, ţar sem ítarlega er gerđ grein fyrir öllum ţeim atriđum sem áhersla var lögđ á af Íslands hálfu."

Fréttin og greinargerđir


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband