Leita í fréttum mbl.is

Mogginn, "lygin" og ESB-málið -- Eiður Guðnason: "Þetta er til ódrengilegt og til skammar"

MBLHrokinn og ósmekklegheitin streyma úr Hádegismóum og leiðari blaðsins í dag er ágætis dæmi um það.

Umfjöllunarmálið er ESB-málið.

Í leiðaranum segir: "Öllum er ljóst að Össur Skarphéðinsson segir ósatt þegar hann lætur sig hafa að fullyrða að Íslendingar séu í aðildarviðræðum við ESB en ekki aðlögunarviðræðum."

Hér vænir blaðið utanríkisráðherra Íslands um að bera ósannindi á borð fyrir þjóðina.

En blaðið lætur ekki staðar numið og heggur næst að aðalsamningamanni Íslands, Stefáni Hauki Jóhannessyni og samverkamönnum hans: 

"Enginn gerir neitt með það þó að utanríkisráðherrann fari viljandi með ósannindi og blekkingar. Þetta sé bara Össur og þetta sé hans háttur. Töskuberar hans, jafnvel úr öðrum flokkum, fara aðeins hjá sér en láta yfir sig ganga og skeyta ekki um skömm né heiður. Og því miður er risið á þeim embættismönnum sem í hlut eiga ekki hótinu betra, þótt þeim sé að lögum skylt að gæta meginreglna og gefa réttar og óbrenglaðar upplýsingar til almennings í landinu og eftir atvikum til erlendra viðsemjenda." (Feitletrun: ES-blogg) 

Hér vænir blaðið embættismennina líka um ósannindi. Getur Morgunblaðið komið með einhver alvöru dæmi máli sínu til stuðnings? Er blaðið ekki alveg komið að mörkum þess sem getur kallast fagleg blaðamennska?

Eiður GuðnasonEiður Guðnason fyrrum sendiherra og fjölmiðlamaður gerir þetta að umtalsefni á bloggi sínu og segir:  

"Enn ræðst Morgunblaðið að embættismönnum utanríkisþjónustunnar í nafnlausum leiðara. Enn færir blaðið í málflutningi sig nær hinu gamla málgagni íslenskra kommúnista , Þjóðviljanum , þegar hann var sem verstur. Morgunblaðið beinir í dag spjótum sínum að Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og leiðarahöfundur beitir orðbragði götustráks. Gamli Þjóðviljinn uppnefndi líka þá sem hann taldi andstæðinga sína. Þeir sem þekkja Stefán Hauk vita að hann er vandaður embættismaður og vammlaus. Hann hefur á ferli sínum sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á alþjóðavettvangi, sem aðrar þjóðir hafa falið honum.

Morgunblaðið getur skammað Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að vild. Hann getur svarað fyrir sig og gerir það. Hann er stjórnmálamaður. Morgunblaðið ræðst hinsvegar á embættismenn vegna þess að sá sem, leiðarann skrifar veit að þeir geta ekki svarað fyrir sig með sama hætti og stjórnmálamenn. Þetta er blaðinu til skammar. Þess vegna er ráðist að þeim. Aftur og aftur. Þetta er ódrengilegt."

ES-bloggið er sammála Eiði, gæðablöð skrifa ekki svona, svo einfalt er það! 


Allur pistill Eiðs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Eiður Guðnason" Getur þú svarið það, að Össur sé að segja satt. Að þetta séu aðlögunarviðræður. Kv  Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 2.2.2011 kl. 00:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mesta skömmin er að því að vilja koma æðsta löggjafarvaldi og fleiri fullveldisréttindum þjóðarinnar úr landi.

Ég sé ekkert í skrifum Moggans um Össur sem ekki standist; þessar sjónhverfingar ráðherrans með "aðildarviðræður" sem reyndust svo allt annað fyrirbæri, þegar umsókn hans var komin í gagnið, blasa nú við nánast öllum nema þeim sem eru af ykkar kaliber. (Með þessu er ekkert um það sagt, af hvaða kaliber þið eruð, lesendur verða sjálfir að geta sér þess til.)

Og verið nú ekki einn og hálfan dag að birta þessa aths. á þessari mjög svo virku vefsíðu (of virku fyrir minn smekk). (Sagði ég nokkuð ofvirku?)

Og þið verðið nú að geta gert grín að ykkur sjálfum ens og aðrir.

Jón Valur Jensson, 2.2.2011 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband