Leita í fréttum mbl.is

Þröstur um landbúnaðarmál í FRBL

Þröstur HaraldssonÞröstur Haraldsson, fyrrum ritstjóri Bændablaðsins ritar áhugaverða grein um landbúnaðarmál í Fréttablaðið. Þröstur sagði upp störfum á blaðinu á sínum tíma, en honum fannst hann ekki hafa það riststjórnarlega frelsi sem ritstjórar eigi að hafa. Sjá meðal annars hér og í FRBL hér

Í grein sinni í FRBL í dag ræðir Þröstur meðal annars þá mynd sem Bændasamtök Íslands draga upp af mögulegri ESB-aðild og hann gerir athugasemdir við þá mynd: "Fyrir það fyrsta er ekki gert ráð fyrir neinum undanþágum frá eða aðlögun að CAP sem um gæti samist í aðildarviðræðum (nema kannski stuðningi við heimskautalandbúnað eins og Svíar og Finnar sömdu um á sínum tíma). Á það mun reyna í samningaviðræðunum en bændaforystan er fyrirfram búin að ákveða að slíkar undanþágur muni ekki hafa nein áhrif á heildarmyndina.

Í öðru lagi er ekki reiknað með að íslensk landbúnaðarframleiðsla njóti neinna þeirra styrkja sem nú eru veittir í krafti CAP en eru ekki tíðkaðir hér á landi. Þar ber kannski hæst kornrækt sem heur farið vaxandi hér á landi undanfarin ár. Í ESB mega bændur vænta þess að fá allt upp í 90.000 kr. í styrk á hvern hektara kornræktarlands en hér á landi er styrkurinn í mesta lagi 15.000 kr. og á honum er þak. Þetta gæti skipt verulegu máli fyrir kúabændur, svína- og kjúklingaræktendur sem nota mikið fóðurkorn.

Í þriðja lagi hefur bændaforystan ekki sýnt áhuga á að ræða þá miklu möguleika sem felast í því að á Íslandi eru einstakir búfjárstofnar (nautgripir, sauðfé, geitur, hestar, hænsni, hundar) sem hvergi eru til annars staðar.

Í fjórða lagi hefur bændaforystan afar lítinn áhuga á að ýta undir eða styðja við lífrænan landbúnað, þrátt fyrir að aðstæður hér á landi fyrir slíkan landbúnað séu mjög góðar. Það þarf í raun afar litlu að breyta til þess að verulegur hluti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu standist þær kröfur sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu.

Í fimmta lagi hefur bændaforystan gætt þess að ræða sem minnst um þá möguleika sem felast í útflutningi á gæðaframleiðslu íslenskra bænda eftir að útflutningshömlum er aflétt. Sauðfjárbændur gætu til dæmis flutt út talsvert meira af kjöti þessi misserin en tollkvótar ESB heimila.

Í sjötta og síðasta lagi hefur ekki mátt nefna í Bændahöllinni þá styrki sem fjallað var um á Sprengisandi á dögunum, styrki til dreifbýlisþróunar.

Hálffullt eða hálftómt?

Ég ætla ekki að elta ólar við öll þau undarlegu rök sem bændaforystan hefur beitt í umræðunni, svo sem um aðlögunarferlið eða að ESB vilji íslenskan landbúnað feigan. Þau dæma sig sjálf. En þegar kemur að efnislegum rökum fer púðrið allt í að tíunda margvísleg mistök sem ESB hefur gert sig sekt um sem eru vissulega ekki til eftirbreytni. Þau mistök er hins vegar hægt að nota sem röksemdir í samningaviðræðum fyrir því að haga hlutunum öðruvísi hér á landi, enda engin ástæða til að endurtaka syndir fortíðarinnar. Mér sýnist að á nýafstöðum rýnifundi um landbúnaðarmál hafi þetta sjónarmið mætt góðum skilningi embættismanna ESB.

Bændur gætu því sem hægast prófað að athuga hvort ESB-glasið er hálffullt eða hálftómt. Sumt er vel gert í ESB rétt eins og á Íslandi, annað miður. Meðal þess sem hefur skilað umtalsverðum árangri er einmitt það sem rætt var um í upphafi greinarinnar. Því hefur verið haldið fram að eina byggðastefnan sem skipti máli hér á landi sé að standa vörð um stuðningskerfi landbúnaðarins. Þau rök halda engan veginn í samhengi við ESB-aðild. Bæði er sótt hart að þessu stuðningskerfi úr öðrum áttum en frá Brussel, einkum frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), og svo dugar þetta stuðningskerfi afar lítið til að sporna við fólksfækkun í sveitum landsins, það sýnir sagan. Sennilega gætu íslenskir bændur sótt sér mun meiri og árangursríkari stuðning til Evrópusambandsins á báðum þessum vígstöðvum en íslenskir skattgreiðendur eru reiðubúnir að standa undir.

Ríkjandi málflutningur bændaforystunnar gerir lítið úr þeim fjölmörgu og spennandi möguleikum sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir og er stéttinni engan veginn til sóma. Þetta ættu fulltrúar á Búnaðarþingi sem sett verður á morgun að taka til umræðu."


Öll grein Þrastar er hér 

(Mynd af www.visir.is) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Enginn furða að bændaforystan hafi sparkað þessum sanntrúaða ESB aftaníossa úr ritstjórastól Bændablaðsins.

Bændablaðið er málgagn bænda og bændur hafa lýðræðislega valið sér forystu til þess að gæta hagsmuna landbúnaðarins og íslenskra bænda.

Ég held að enginn ein atvinnugrein eða samtök þeirra eins og bændasamtökin hafi gert eins viðamiklar rannsóknir á því hvaða kosti og galla ESB aðild hefði fyrir atvinnugreinina og þá sem þar starfa og markaðinn.

allar þessar vönduðu rannsóknir hafa leitt til þess að það þjónaði alls ekki hagsmunum atvinnugreinarinnar eða bændum sjálfum að ganga inní ESB apparatið. Jafnvel þó svo að ýmsar undanþágur og sérlausnir fengjust.

Svo þykist þessi fyrrverandi ritstjóri vita betur og vill bara standa að ESB áróðri.

Auðvitað ráku þeir bara þennan mann burt af málgagni sínu. Gott hjá þeim.

Gunnlaugur I., 5.3.2011 kl. 10:23

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Gunnlaugur: Þú hefur verið varaður við vegna orðalags hér á blogginu og ferð núna aftur yfir strikið. Það hefur ákveðnar afleiðingar. Biðjum að heilsa!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 5.3.2011 kl. 13:14

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta er glæsilegt innlegg inn í umræðuna hjá þessum ágæta manni, Þresti.

Innlegg Gunnlaugs hér að ofan sýnir best hver taktík andstæðinga ESB er, halda fólki óupplýstu. Vegna þess að meirihluti bænda er á móti ESB inngöngu núna, þá metur stjórn bændasamtakanna málið sem svo að sannfæring bænda gegn ESB standi á svo veikum grunni að það er stranglega bannað að upplýsa þá um staðreyndir um ESB. þess vegna var rétt að reka ritstjórann. 

Jón Gunnar Bjarkan, 5.3.2011 kl. 18:56

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hérna er frétt BBC News um nýjar reglur sem ESB ætlar að setja til þess að sprona gegn spillingu og lobbisma innan ESB.

Þessi grein Þrastar er mjög áhugaverð og sýnir í raun hvernig Bændasamtök Íslands starfa og vinna gegn hagsmunum bænda á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 5.3.2011 kl. 20:52

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Get ekki skilið þessa athugasemd Evrópusamtakanna um að Gunnlaugur sé að fara yfir strikið eins og það er orðað, hann er hinn kurteisasti og segir aðeins :

"Svo þykist þessi fyrrverandi ritstjóri vita betur og vill bara standa að ESB áróðri.

Auðvitað ráku þeir bara þennan mann burt af málgagni sínu. Gott hjá þeim."

Hvað er athugavert við þessa athugasemd?? 

 

Guðmundur Júlíusson, 6.3.2011 kl. 01:26

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Jón Frímann, telur þú virkilega líklegt að lobbýismi verði gerður útlægur? In my wildest dreams!! ekki frekar en að það verði gert á Bandaríkjaþingi. Menn geta verið með fréttir og yfirlýsingar út og suður en sumt breytist aldrei, og þetta er eitt af því!!

Guðmundur Júlíusson, 6.3.2011 kl. 01:31

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur, Þar hefur þú rangt fyrir þér. Það er nefnilega ekki að gera hann útlægan. Það verið að gera lobbýisma sýnilegri. Það er auðvitað alveg tvennt ólíkt. Enda sagði ég ekki að það ætti að banna lobbýisma frá ESB. Það er þín túlkun á þessu, hvernig svo sem þú kemst að þeirri niðurstöðu er mér gjörsamlega hulið.

Í frétt BBC News sem þú kaust að misskilja (eða hefur ekki nægan skilning á ensku, ég veit ekki hvort er) stendur þetta hérna.

"

But the European Parliament's budgetary control committee has criticised the Commission's plan, saying it does not go far enough.

An influential centre-right MEP on the committee, Ingeborg Graessle from Germany, said the new draft code would still not prevent conflicts of interest - cases where ex-commissioners could earn consultancy fees based on their specialist inside knowledge.

A key element of the code is the "cooling off" period for ex-commissioners - a period during which they are banned from working as lobbyists in their area of EU expertise.

The Commission wants the period to be 18 months. Too short, say the critics. Transparency International and the environmental group Friends of the Earth Europe say it should be three years; the Greens/European Free Alliance MEPs call for two years."

Þannig að þetta er breyting frá núverandi reglum ESB. Það er einfaldlega verið að herða þær.

Annars ráða ríkin sjálf hvernig þau fást við lobbyisma innan sinna eigin ríkisstjórna. Sem er líka vandamál þegar hann er falin, eins og er oftast raunin. 

Ég ætla annars að benda á þá staðreynd að Guðmundur er samherji Gunnars Ingvarssonar hérna að ofan.

Jón Frímann Jónsson, 6.3.2011 kl. 03:47

8 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Guðmundur.

Þetta aftaníossatal Gunnlaugs er sennilega ástæðan fyrir tiltali síðustjóra. Með slíku orðfæri sýnir Gunnlaugur sinn innri mann. Hann hefur greinilega ekk meiri stjórn á heift sinn en þetta, en persónulega tel ég enga ástæðu til að gera hann útlægan hér fyrir slík ummæli. Þau undirstrika einfaldlega hæpna málefnastöðu hans að mínu mati.

Grein Þrastar er hins vegar góð og Gunnlaugur gerir ekki einu sinni tilraun til að hrekja hana eins og innlegg hans sýnir svo vel.

Guðjón Eiríksson, 6.3.2011 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband