Leita í fréttum mbl.is

Helgi Magnússon á Sprengisandi(Bylgjunni): Krónan stærsta einstaka vandamálið - getum ekki búið við hana endalaust

Helgi MagnússonHelgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins (SI) sagðist í samtali í þættinum Sprengisandi vilja sjá aðildarsamning við Evrópusambandið, helst á næsta ári. Til þess að geta tekið afstöðu til þessa stóra máls og kjósa um það.

Hann sagðist vona að aðildarsamningurinn yrði það góður að landsmenn hefðu ástæðu til þess að segja já við honum.

Hann ræddi einnig gjaldmiðilsmálin og sagði krónuna vera stærsta einstaka vandamálið. Helgi sagði það vanmetið hvað krónan hefði átt stóran þátt i hruninu árið 2008. Hann sagði okkur ekki geta  búið við krónuna endalaust.

Á fimmtudaginn verður haldið Iðnþing í Reykjavík, þar sem meðal annars verða ræddar leiðir til eflingar íslensks atvinnulífs. Kjörorð þingsins er NÝSKÖPUN ALLS STAÐAR.

Í samtalinu á Sprengisandi sagði Helgi að hann myndi taka á fjölmörgum málum í ræðu sinni á komandi iðnþingi; efnahagsmálum, Evrópumálum og svo framvegis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

Það vekur litla von um betri tíð, þegar einn af fulltrúum atvinnurekenda í landinu, kemst svona að orði og kennir krónunni um að stærstu leyti hversu heimskreppan lenti illa á Íslandi, á hinn bóginn urðu áhrifinn í fyrstu hrinu án efa verri vegna þess að þjóðin var háð þessum veika gjaldmiðli sem er eins og hornsíli í hákarlahjörð.

En svo virðist alltaf gleymast í ESB/evru draumsýninni, að það var einmitt krónan (litla hornsílið) sem komst í skjól (gengisfelling ásamt neyðarögunum) meðan stóru hákarlarnir (sterku evrulöndin) átu stór stykki úr þeim minni (veiku evrulöndunum) og núna þegar hornsílið er best statt af öllum sem verst urðu úti í kreppunni, meðan evrulöndunum (litlu hákörlunum) Spáni, Grikklandi, Portúgal og Írlandi er að blæða út, koma svona spekingar og leggja til að "hornsílið" fari að synda í hákarlalauginni og það helst í gær.!!?

Nær væri að nota batann sem náðst hefur, með fórnum almennings, nýta innlenda krafta, ekki steypa sér í meiri skuldir, heldur endursemja um þær sem fyrir eru og síðast en ekki síst, ekki láta hrella sig né þvinga í eitthvert bandalag sem alls ekki er vitað hvað þýðir fyrir land og þjóð enn sem komið er, það er hægt að skoða seinna með höfuðið reist og efnahaginn í lagi, það er reyndar ekki svo langt í það ef rétt er á haldið.

Hitt eru öfugmæli, að halda að batann megi sækja með inngöngu í ESB, spyrjið Íra !!

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 6.3.2011 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband