Leita í fréttum mbl.is

Siv og Framsókn: Frjálslynd öfl án samastaðar í flokknum

Siv FriðleifsdóttirÁ Pressunni er vitnaði í viðtal við Siv Friðleifsdóttur, alþingismann, sem birtist í Reykjavíkurblaðinu, en þar talar Siv um hræringarnar í flokknum að loknu flokksþingi, þar sem "baksýnisspegillinn" virtist vera í nokkuð stóru hlutverki. Á Pressunni stendur: "Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að í flokknum sé hópur frjálslyndra aðila sem finnur sig ekki í flokknum eins og stendur. Hópurinn telur að andi í Framsóknarflokknum hafi breyst og fjarlægst þau mál sem hann stóð upphaflega fyrir. Siv ítrekar að hún vilji að Framsóknarflokkurinn styrki ríkisstjórnina..."

Síðar segir Siv: "Auðvitað verða menn stundum ósáttir við það sem gert er. Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið hugsi. Ég hef fundið að það er hópur í flokknum sem telur að flokkurinn hafi breyst meira en hann telur að samræmist sínum skoðunum og hugsjónum, til dæmis varðandi Icesave og aðildarumsókn að ESB. Þetta er jafnvel fólk sem er frekar andsnúið ESB en vill sjá hvernig aðildarviðræðum reiðir af og gera það þá upp við sig. Þetta er fólk sem vill taka upplýsta ákvörðun þegar það er tímabært með staðreyndirnar fyrir framan sig. Þessi viðhorf fara saman við mínar skoðanir. " 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Siv segist nú vera frjálslynd.Það hefur mér aldrei fundist.Þetta hefur hún ekki sagt áður.En hún er léttlynd og skemmtileg.En hún er fulltrúi gamla tímans, íhaldstímans í Framsókn.Og hún vill einangra sig innan ESB.Ég held að ríkisstjórnin springi endanlega ef Siv og Guðmundur Samfylkingarmaður sem komst á þing út á föður sinn lýsa yfir stuðningi við stjórnina.Þá yrði loks VG endanlega nóg boðið.

Sigurgeir Jónsson, 16.4.2011 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband