Leita í fréttum mbl.is

Davíð Þór í FRBL um "faðmlag öfganna"

Davíð Þór JónssonDavíð Þór Jónsson birti  grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftini "Faðmlag öfganna."  Hann skrifar í byrjun um atkvæðagreiðsluna um vantraustið í vikunni og segir:

"Þar var m.a. hlaupist undan merkjum vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins. Hún er, skilst mér, sú að þjóðin skuli ákveða hvort landið tilheyri ESB eða ekki. Við þetta geta sumir ekki sætt sig og finnst það allt of mikil þjónkun við ESB að þjóðinni, sem treysti þeim fyrir þingsæti, skuli treyst til að taka slíka ákvörðun. Nú í vikunni tókst flokksþingi Framsóknarflokksins naumlega að sigrast á þessum lýðræðisótta með því að samþykkja ekki að viðræðum skyldi strax hætt. Það var, að mínu mati, vel af sér vikið. Það hvernig þingstyrkur Framsóknarflokksins hefur þróast undanfarna áratugi gefur fólki þar á bæ nefnilega litla ástæðu til að hafa neitt sérstakt dálæti á lýðræðinu. En þennan styrk hafa sumir greinilega ekki til að bera.
 
Þessi ríkisstjórn mun ekki taka ákvörðun um Evrópusambandsaðild. Hún hefur ekki vald til þess. Það vald er þjóðarinnar einnar. Og þá ákvörðun mun þjóðin taka fyrr eða síðar, hvort sem einhverjum líkar það betur eða verr. Feli stjórnvöld henni það ekki mun hún knýja fram rétt sinn til þess. Hver ákvörðunin síðan verður er aukaatriði í þessu samhengi. Nú ríður á að byggja upp og það verður ekki gert með neinum traustvekjandi hætti í skugga algjörrar óvissu um aðild – af eða á – í náinni framtíð."

Síðar segir Davíð og lýkur grein sinni með þessum orðum: "Það segir sína sögu um lýðræðisótta Evrópusambandsandstæðinga að þeir skuli ekki treysta þjóðinni til að hafna aðildinni, í ljósi þess hve augljóst skaðræði þeir telja hana. Það segir líka sitt um trú þeirra sem hlynntir eru aðild að þeir skuli knýja á um að ákvörðunin verði tekin sem fyrst, þótt skoðanakannanir gefi þeim núna litla ástæðu til bjartsýni.
 
Verst að ekki skuli vera til gott orð í íslensku um þá pólitísku hugsjón að stjórnvöldum sé betur treystandi fyrir hagsmunum fólks en lýðnum. Jú, annars ... orðið er til. Það er „fasismi“.

(Mynd: FRBL)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er það gæfulegt af Davíð þessum sem hugsanlega verðandi presti (er víst langt kominn með guðfræðina) að bera upp á andstæðinga innlimunar í Evrópusambandið, að þeir séu "fasistar".

Hann segir "öfgamenn til hægri og vinstri" hafa "hlaupist undan merkjum vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins." ? Er þá Atli Gíslason öfgamaður? Síðan hvenær? Er Ásmundur Einar og Lilja Mósesdóttir öfgafólk?!

Og þið gerið þetta að ykkar málflutningi, Evrópusamtökin!

Og hvaða "öfgamenn til hægri" hafa "hlaupist undan merkjum" frá því að styðja ríkisstjórnina? Studdu hana einhverjir hægri menn?

Er ekki hæpið að láta þennan Davíð Þór um að tala fyrir ykkar munn?

En ekki vantaði áróðursviðleitnina hjá blessuðum manninum. Hann lýsir hann áðurnefndri afstöðu ríkisstjórnarinnar með þessum einfaldaða hætti: "Hún er, skilst mér, sú að þjóðin skuli ákveða hvort landið tilheyri ESB eða ekki."

En stefna Samfylkingarinnar einkennist af allt öðru en því að fylgja þjóðinni að málum. Stefnan er að koma okkur inn í Evrópusambandið með góðu eða illu án tillits til réttar þjóðarinnar eða vilja hennar.

    • Samfylkingin tók harða afstöðu gegn því að leyfa þjóðinni að kjósa um umsóknina (hvort sækja ætti um inngöngu) sumarið 2009.

    • Á sama tíma var yfirgnæfandi fylgi við, að það mál yrði strax sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samfylkingin kærði sig kollótta, það var öll hennar lýðræðisást.

    • Samfylkingin gekk jafnframt hart fram við að þvinga þingflokk Vinstri grænna, sem hafði verið andvígur aðild að Esb. í kosningabaráttunni, til að segja NEI við þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina; þetta var einfaldlega skilyrði Samfylkingar fyrir stjórnarsamstarfi, því að hún hefur engar efasemdir um Esb. og er sama um raunverulega stefnu annarra flokka, en neytir færis til að láta þá kjósa með sér gegn þjóðinni og virðist nota til þess ráðherrastóla sem sína beitu. En illur fengur illa forgengur ? Samfylkingunni getur ekki til lengdar haldizt á þessari refjapólitík valds og forræðishyggju.

    • Ennfremur skrökvaði Samfylkingin því að þingi og þjóð, að verið væri að sækja um aðildarviðræður við Esb., en það verða liðin full tvö ár, þegar þær byrja, EF þær byrja, réttara sagt. Á meðan hefur tíminn verið notaður til að leggja gríðarlega vinnu og fjáreyðslu á ráðuneytin á versta tíma, til þess að samlaga þau og lagaverkið hér að skipulagi, lögum og reglugerðum Esb.!

    • Samfylkingin greiddi, allir þingmenn hennar sem einn, atkvæði GEGN því, að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning verði BINDANDI. Þannig vill Samfylkingin EKKI binda sig við þjóðarviljann, heldur halda áfram að keyra á málið í krafti þingstyrks síns, þrátt fyrir að hún hafi fyrir löngu tapað þeim styrk í skoðanakönnunum.

    • Nú er innan við þriðjungur þjóðarinnar hlynntur aðild að Esb., en Samfylkingunni er alveg sama um lýðræðislegan vilja fólks, keyrir bara áfram á umsóknina og treystir á, að sjóða- og styrkjaflæði Esb. ásamt áróðursmaskínum (m.a. þremur, sem Esb. rekur sjálft: sendiráðið og svo "kynningarskrifstofur" í Reykjavík og á Akureyri) dugi henni til að blekkja landsmenn til fylgis við "aðildarsamning" að lokum, já, þrátt fyrir að sá samningur geti aldrei tryggt Íslendingum yfirráð yfir sínum fiskimiðum, eins og nýlega er komið skýrt í ljós.

    Fram hjá öllu þessu gengur Davíð Þór og ritar sjálfumglaður: "Við þetta [þá "afstöðu ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins," sem hann lýsti svo fjálglega hér ofar] geta sumir ekki sætt sig og finnst það allt of mikil þjónkun við ESB að þjóðinni, sem treysti þeim fyrir þingsæti, skuli treyst til að taka slíka ákvörðun."

    Hann talar um "lýðræðisótta" í þvi sambandi, en hvað er lýðræðsótti, ef ekki það, sem ég hef lýst hér á undan? (einkum undir liðum 1?3 og 5). Hver er það, sem treysti ekki þjóðinni til að taka ákvörðun um umsókn um inngöngu í Esb? Þingmenn annarra flokka treystu henni til þess (sögðu JÁ við því að láta þjóðina kjósa um umsóknina), en EKKI þingmenn Samfylkingarinnar, og þvílík var hræðslan við þá þjóðaratkvæðagreiðslu, að þau neyddu Vinstri græn til að cóa með sér í lýðræðisfjandskapnum.

    Jón Valur Jensson, 19.4.2011 kl. 03:31

    2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

    Mjög góð grein

    Sleggjan og Hvellurinn, 19.4.2011 kl. 18:16

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband