Leita í fréttum mbl.is

Atli og EES!

Atli GíslasonBörn á skólaskyldualdri VERÐA að fara í skólann. Bílstjórar og aðrir í umferðinni verða (og eiga) að fara eftir umferðarreglunum. Sæfarendur fara eftir þeim reglum sem gilda um siglingar og flugmenn um flug! Hvort sem þessum aðilum líkar betur eða verr!

Atli Gíslason kvartar yfir því að Ísland þurfi að innleiða regluverk og gerðir ESB og að of mikill tími fari í það. En Atli veit líka að við VERÐUM að innleiða þessar gerðir ESB. Og það vegna EES-samningsins! Það heitir að fara eftir þeim skuldbindingum sem maður skrifar upp á - að fylgja samningum sem maður gerir!

Á Eyjunni stendur: "Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir það í raun engu skipta hver afstaða ríkisstjórnarinnar sé til Evrópusambandsins þegar komi að lögfestingu ESB-gerða. Íslandi beri einfaldlega að staðfesta og innleiða tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins."

Og þetta líka: "Í Morgunblaðinu í dag segist Stefán Már Stefánsson ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið upp fleiri gerðir en nauðsynlegt sé til að uppfylla EES-samninginn.

„Það fer bara eftir því hve margar gerðir eru á ferðinni og hverju er verið að breyta,“ segir Stefán Már. Hann segir því engu breyta hvort þingmenn eða ríkisstjórn eru hlynntir eða andvígir umsókn Íslands um aðild að ESB, Íslandi beri einfaldlega skylda til að innleiða tilteknar reglugerðir ESB."

Er þetta aðal viðfangsefni Atla þessa dagana, að kvarta yfir EES? Sem hefur þýtt ótrúlega framþróun fyrir íslenskt samfélag!

En gallinn er þessi: Við höfum ekkert að segja um þær reglur og gerðir sem við innleiðum. Með fullri aðild að ESB breytist það.

Það eykur fullveldið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

7. gr. Gerðir sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við samning þennan, eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, binda samningsaðila og eru þær eða verða teknar upp í landsrétt sem hér segir:
   a. gerð sem samsvarar reglugerð EBE skal sem slík tekin upp í landsrétt samningsaðila;
   b. gerð sem samsvarar tilskipun EBE skal veita yfirvöldum samningsaðila val um form og aðferð við framkvæmdina.

Lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993

Þorsteinn Briem, 31.5.2011 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband