Leita í fréttum mbl.is

Ísland ræður hraðanum

Morgunblaðið var með fréttaskýringu í dag um upphaf aðildarviðræðna Íslands og ESB, sem hefjast næskomandi mánudag. Fréttaskýringin hefst svona:

"Eiginlegar aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins hefjast næstkomandi mánudag, 27. júní. Þá lýkur jafnframt formlega rýnivinnu sem hófst í nóvember á síðasta ári.

Rýnivinnan fólst í nákvæmri greiningu á löggjöf ESB sem Ísland þarf að gangast undir. Vinnunni var ætlað að varpa ljósi á það hversu reiðubúið landið er, í hverjum málaflokki fyrir sig, til að ganga í sambandið. Þegar hinar eiginlegu viðræður hefjast munu samninganefndir ESB og Íslands fara nákvæmlega í gegnum hvern samningskafla fyrir sig í aðildarsamningnum. Samningskaflarnir eru 33 talsins í jafnmörgum málaflokkum.

Viðhorf framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til inngöngu Íslands voru til umræðu á hádegisfundi sem fór fram í gær á vegum Rannsóknarseturs um smáríki og sendinefndar ESB á Íslandi. Alexandra Cas Granje, sviðsstjóri stækkunarstofu ESB, flutti þar erindi. Hún er yfirmaður þeirrar skrifstofu sem fer með aðildarviðræður ESB við Ísland, Króatíu, fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedóníu og Tyrkland.

Granje sagði að stjórnvöld á Íslandi mundu algjörlega ráða því hversu langan tíma inntökuferlið tæki. Ísland væri bílstjórinn og réði algjörlega hraðanum. Hún sagði jafnframt undangengna rýnivinnu sanna að Ísland væri í algjörum sérflokki miðað við önnur ríki sem nýlega hefðu gengið í Evrópusambandið þar sem Ísland uppfyllti þegar vel flest skilyrði sem sambandið setti ríkjum sem vildu inngöngu. Í máli Granje kom fram að nú væri ljóst að þrjá málaflokka væntanlegs aðildarsamnings þyrfti að skoða sérstaklega vel. Það væru landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál og umhverfismál. Það síðastnefnda vegna hvalveiða Íslendinga sem Granje segir á engan hátt samræmast stefnu ESB." (Leturbreyting, ES-blogg)

Í lokin segir svo: "Ekki voru allir jafn sáttir á fundinum en við upphaf fyrirlesturs Granje ruddist æstur mótmælandi inn og hrópaði ókvæðisorð um hugsanlega inngöngu Íslands Í ESB. "

Kursteisi, eða hitt þó heldur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tel það ókurteisi að leifa ekki mótmælendum að hafa orðið. Á þessum fundum er ekkert annað en fagurgalin sjáanlegur og allt svo fágað hjá íslendingunum þ.e. að sögn ESB. Það er örugglega rétt enda bara ESB sinnar að störfum í nefndinni. Hér á að stoppa samkvæmt þessum ólögum sem samþykkt voru 19 júlí 2009 en mig undrar hvernig bæði ESB og ESB sinnar skuli voga sér að margbrjóta bæði stjórnarskrá og samþykktir vegna ESB málsins. 

Valdimar Samúelsson, 22.6.2011 kl. 21:26

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Viðkomandi bað ekki um orðið, heldur tók það!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 22.6.2011 kl. 21:50

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Var þetta nokkuð Jón Valur öfgamaður ?

Jón Frímann Jónsson, 23.6.2011 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband