Leita í fréttum mbl.is

Um tolla á vef Neytendasamtakanna

Af ţví ađ viđ höfum veriđ ađ rćđa málefni bćnda, tolla og annađ slíkt hér á síđum ţessa bloggs er vert ađ benda á áhugaverđa frétt á vef Neytendasamtakanna um ţessi mál. Ţar segir međal annars:

"Tollvernd á landbúnađarvörum
Háir tollar eru lagđir á flestar innfluttar landbúnađarvörur og er ţađ hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Ţessi verndarstefna skerđir valfrelsi neytenda og ekki verđur séđ ađ rök eins og matvćlaöryggi réttlćti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi.

Tollar á ostum
Innfluttir ostar bera háa tolla, eđa 30%, auk ţess sem lagt er 430 – 500 kr. gjald á hvert kíló. Ţađ ţarf ţví ekki ađ koma á óvart ađ úrvaliđ af innfluttum ostum er afar lítiđ. Samkvćmt tvíhliđa samningi viđ Evrópusambandiđ er heimilt ađ flytja inn allt ađ 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Ţessi kvóti er hins vegar bođinn út og ţví bćtist útbođskostnađur viđ innkaupsverđiđ. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt ţessa leiđ og lagt til ađ kvótanum verđi úthlutađ samkvćmt hlutkesti. 

Tollasamningar gilda ekki á Íslandi
Samkvćmt samningi Alţjóđaviđskiptastofnunarinnar skal hvert ađildarland heimila innflutning á 3 – 5% af innanlandsneyslu, í ţeim tilgangi ađ tryggja ákveđinn lágmarksađgang erlendra landbúnađarafurđa á lćgri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru ţessir lćgri tollar miđađir viđ ákveđna krónutölu sem lagđist á hvert kíló viđ innflutning og var um tiltölulega lága upphćđ ađ rćđa. Međ reglugerđ landbúnađarráđherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónutölu í prósentu (úr magntollum í verđtolla) og eru tollarnir nú 182%-193% á ostum og 216% á smjöri. 

Tollar á kjöti
Innflutt kjöt ber háa tolla en ţó er munur á ţeim eftir ţví hvort kjötiđ kemur frá löndum innan Evrópusambandsins eđa utan. Ţannig er 18% tollur á innfluttum kjúklingabringum sem framleiddar eru í ESB-löndum, auk 540 króna magntolls á hvert kíló, en ef kjúklingabringurnar koma lengra ađ er tollurinn 30% og magntollurinn 900 krónur. Nautalund innflutt frá ESB-landi ber 18% toll auk 877 króna magntolls en komi hún frá landi utan ESB er tollurinn 30% og magntollurinn 1.462 krónur. Ţađ sama gildir um svínakjöt en svínalund frá ESB ber 18% toll auk 717 króna magntolls en annars 30% toll og 1.195 króna magntoll.

Samkvćmt tvíhliđa samningi viđ Evrópusambandiđ er heimilt ađ flytja inn allt ađ 100 tonn af  nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti og 200 tonn af alifuglakjöti án tolla. Rétt eins og međ ostana er ţessi kvóti bođinn út hér á landi og bćtist ţví útbođskostnađur viđ innkaupsverđiđ." Öll fréttin

ESB snýst jú mikiđ um tolla og hér má lesa heilmikiđ um ţađ!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband