Leita í fréttum mbl.is

Baldur Þórhallsson: Er ESB betra en EES?

Baldur ÞórhallssonDr. Baldur Þórhallsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni: Er ESB betra en EES? Grein Baldurs hefst á þessum orðum: "Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn.

Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Kosturinn við EES samninginn er að sjávarútvegur og landbúnaður er undanþegin afskiptum ESB.

Eggert Sigurbergsson, 20.7.2011 kl. 13:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandslöndunum og þar af leiðandi yrði hægt að STÓRAUKA útflutning héðan á FULLUNNUM landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandslandanna.

Á móti kemur að innflutningur á ostum þaðan myndi aukast eitthvað hérlendis.

Tollar falla einnig niður á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandslöndunum og því yrði hægt að STÓRAUKA þar sölu á fullunnum íslenskum sjávarfurðum.

STÓRAUKIN
sala héðan á FULLUNNUM íslenskum sjávarfurðum þýðir að sjálfsögðu AUKNA ATVINNU hérlendis en EKKI minni með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þúsundir Evrópubúa, aðallega Pólverjar og Litháar, starfa hér við vinnslu og sölu á matvælum, til að mynda í fiskvinnslunni um allt land, sláturhúsum og matvöruverslunum.

Hérlendis eru einungis tíu svínabú og fjórir kjúklingaframleiðendur. Þessi framleiðsla er MJÖG ÓHAGKVÆM og myndi því að öllum líkindum leggjast af með aöild Íslands að Evrópusambandinu.

Nýmjólk hefur lítið geymsluþol og því borgar sig ekki að flytja hana hingað með skipum þúsundir kílómetra frá öðrum Evrópulöndum og of dýrt yrði að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Mjólkurframleiðla mun því EKKI
minnka hérlendis með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Telji neytendur hérlendis íslenskt nautakjöt betra en erlent eru þeir að sjálfsögðu tilbúnir að greiða hærra verð fyrir íslenska nautakjötið hafi þeir efni á því.

Fjölmargir Íslendingar hafa hins vegar EKKI efni á því nú að kaupa íslenskt nautakjöt og því yrði erlent nautakjöt góður kostur fyrir þá.


Þar af leiðandi er ENGAN VEGINN hægt að fullyrða að sala á íslensku nautakjöti myndi dragast verulega saman með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Ódýrara er að flytja hér inn nautakjöt en framleiða það hérlendis með innflutningi frá Evrópusambandslöndunum á dráttarvélum, alls kyns öðrum búvélum, tilbúnum áburði, kjarnfóðri, heyrúlluplasti og olíu.

Íslenskum sauðfjárbændum
hefur FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG og kúabændum um RÚMAN HELMING á síðastliðnum 20 ÁRUM.

Búrekstur hérlendis verður að vera HAGKVÆMUR fyrir bændurna og þeir kaupa að sjálfsögðu matvörur og aðrar fullunnar vörur frá öðrum Evrópulöndum.

"Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Gengi evru hefur HÆKKAÐ gríðarlega gagnvart íslensku krónunni undanfarin ár og verð á matvælum frá öðrum Evrópulöndum hefur því HÆKKAÐ hér verulega.

Einnig aðföngum frá öðrum Evrópulöndum, til dæmis landbúnaðartækjum, tilbúnum áburði, kjarnfóðri og olíu.

Þar af leiðandi hefur verð á íslenskum landbúnaðarafurðum HÆKKAÐ mikið hér undanfarin ár, sem veldur HÆKKUN á vísitölu neysluverðs og þar af leiðandi HÆKKUN á lánum íslenskra bænda vegna íbúðarhúsnæðis og útihúsa, til að mynda fjósa og fjárhúsa.

En með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru FÉLLI VERÐTRYGGING NIÐUR hérlendis.

Þorsteinn Briem, 20.7.2011 kl. 13:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla í íslenskum gróðurhúsum á ENGAN VEGINN að vera dýrari en í gróðurhúsum Evrópusambandslandanna.

Hérlendis er gnægð af ódýru köldu og hreinu vatni, heitu vatni úr jörðu og raforku framleiddri með fallvötnum og jarðvarma.


"The Netherlands has around 9,000 greenhouse enterprises that operate over 10,000 hectares of greenhouses and employ some 150,000 workers, efficiently producing €4.5 billion worth of vegetables, fruit, plants, and flowers, some 80% of which is exported."

"... gagnkvæmur samningur á milli Evrópusambandsins og Íslands frá 28. febrúar 2007."

"Enginn tollur verður í viðskiptum aðila með [...] tómata, agúrkur og vatn.

Það sama gildir um blóm og plöntur, þó ekki afskorin blóm eða pottaplöntur undir einum metra á hæð.

Þá fellir Ísland niður tolla af frosnu grænmeti.
"

Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, bls. 71, útg. 2011.

Þorsteinn Briem, 20.7.2011 kl. 13:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ársfundur Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 2011:

"Eftirfarandi nýfjárfestingar voru samþykktar á árinu 2010:

Geogreenhouse ehf.
Félagið var stofnað í því markmiði að reisa allt að tuttugu hektara gróðurhús við hlið jarðvarmavirkjunar.

Framleiddir verða hágæðatómatar allt árið um kring
, sem lausir eru við skordýraeitur, kolefnisjafnaðir og framleiddir með fersku íslensku vatni.

Áætlað er að framleiðsla hefjist haustið 2012 en ráðgert er að flytja alla þá tómata sem framleiddir verða í gróðurhúsinu til Bretlandseyja."

Þorsteinn Briem, 20.7.2011 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband