Leita í fréttum mbl.is

Læri,læri, tækifæri?

LambLambakjöt hefur verið á milli tannanna á fólki að undanförnu, aðallega vegna þeirra hækkana á kjötinu sem heimilaðar frá sláturleyfishöfum til bænda.

Menn velta því fyrir sér hvort þessar mögulegu hækkanir muni fara síðan út í verðlagið, en "hefðin" er sú hér á Íslandi að það gerist.

En hversvegna þessi hækkun? Jú, það gengur svo vel að selja íslenska lambið til útlanda, takið eftir; ÚTLANDA! Fjögur af hverjum tíu lambalærum sem framleidd eru, fara til útlanda nú um stundir.

Í MBL í dag er fréttaskýring eftir Egil Ólafsson um málið og þar segir: "Möguleikar sauðfjárbænda til að selja lambakjöt á erlenda markaði hafa gerbreyst á síðustu árum. Frá ársbyrjun 2008 hefur verðið hækkað um 135%. Þar af má skýra um 80% hækkunarinnar með breytingu á gengi en heimsmarkaðsverð á lambakjöti hefur á þessu tímabili hækkað um 50%. Þessi mikla hækkun á heimsmarkaði styrkir stöðu sauðfjárbænda á innlendum markaði og þeir vonast því eftir mikilli hækkun á verði í haust. Verðið hefur þegar hækkað um 14% til bænda frá síðustu sláturtíð."

Ergo: Bændur græða á viðskiptum við útlönd!

Einnig segir: "Öfugt við það sem margir halda ríkir mikið frelsi í framleiðslu og verðlagningu á lambakjöti. Sauðfjárbændur mega framleiða eins mikið og þeir vilja því ekkert kvótakerfi er í sauðfjárrækt. Algjört frelsi ríkir líka í verðlagningu á lambakjöti og það breytist í takt við almenna stöðu á kjötmarkaði. Þar skiptir miklu hvernig verð á svínakjöti og kjúklingum þróast. Ríkissjóður styrkir hins vegar sauðfjárræktina árlega um 4,3 milljarða króna og tollar verja greinina fyrir innflutningi."

Ergo: Í skjóli milljarða styrkja mega bændur framleiða eins mikið lambakjöt og þá lystir, en þurfa ekki að hafa áhyggjur af nokkurri samkeppni! Og ef verðið er gott, þá græða þeir vel.

Samkvæmt Sindra Sigurgeirssyni, formanni landssamtaka sauðfjárbænda er útlit fyrir að verð verði hátt fyrir lambakjöt á næstu árum. Því vaknar eðlilega sú spurning hvort lambakjöt komi áfram til með að hækka og að neytendur þurfi bara áfram að sitja í þeirri (kjöt)súpu?

Sindri kemur líka með áhugverðan vinkil á umræðuna um heimildina til verðhækkana sem gefin hefur verið:

"Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði að ákvörðun um að nýta þessa heimild væri tekin af aðalfundi sauðfjárbænda. Hann sagði að í ljósi umræðu síðustu daga mætti auðvitað velta því upp hvort ástæða væri fyrir bændur að birta viðmiðunarverð. Viðbrögðin hefðu verið yfirdrifin. Enginn hefði t.d. sagt neitt þó að Íslandspóstur hefði hækkað gjaldskrá fyrir bréf um 20% í júní."

Okkur hér á ES-blogginu er spurn: Hverjir borða bréf? Er þetta sambærilegt? Meðal-Íslendingurinn sendir jú aðeins örfá bréf á ári og hefur bréfasendingum fækkað stórkostlega með tilkomu tölvunnar, en sami Íslendingur borðar sennilega lambakjöt oftar en hann sendir bréf!

En hvernig tengist þetta ESB-málinu? Jú, með tollum! Með aðild að ESB myndu allir tollar á landbúnaðarafurðir TIL og FRÁ landinu falla niður!

Möguleikar bænda til aukinnar sölu á íslenskum afurðum til ESB myndu aukast, sem og möguleikar íslenskra neytenda á að njóta erlendra afurða á móti!

Er það ekki kallað "win-win-situation" á ensku?

Gefur þetta tilefni til þess að samgleðjast bændum og sýnir þetta fram á að þeir eru að framleiða góða og eftirsótta vöru. Hvervegna þá þessi hræðsla, varnarlínur og hvaðeina?

Hvað um sóknarlínur?

Er sókn besta vörnin fyrir íslenska bændur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Já, nú voru bændur heppnir að vera ekki með evru. Þá hefði útflutningur á lambakjöti "aukist" álíka mikið og útflutningur finnskra skógarbænda á timbri.

Stærstur hluti hagræðisins kemur til að því að krónan gerði það sem hún á að gera. Vann skítverkin. Lagaði kerfið að vondum aðstæðum, hleypti út útrásarfroðunni og bætti samkeppnisstöðuna.

Haraldur Hansson, 19.7.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Annars er eitt og annað í þessari færslu prýðilegt og alveg vert að ræða. En þá verður líka að fara rétt með. ES-bloggið segir:


Með aðild að ESB myndu allir tollar á landbúnaðarafurðir TIL og FRÁ landinu falla niður!
 

Nei, ekki alls kostar rétt.

Þetta á aðeins við um verslun milli Sambandsríkja. Vilji einhver flytja inn lambakjöt og skapa samkeppni væri Nýja Sjáland álitlegasti seljandinn. Tollar þaðan falla ekki niður.

Væri það annars leyft í öllu saman frelsinu? Eða hvers vegna var Maltverjum BANNAÐ að flytja inn kjöt frá Nýja Sjálandi þegar þeir gengu í ESB?

Þetta er hvorki einfalt mál né rósrautt. En vert að ræða.
 

Haraldur Hansson, 19.7.2011 kl. 12:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haraldur Hansson,

Þú ert Í RAUNINNI að segja hér að vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu mættum við Íslendingar EKKI flytja inn kjöt af nokkru tagi frá öðrum ríkjum en Evrópusambandslöndunum.

Enda þótt slíkt væri raunin, sem þú hefur EKKI fært nokkur rök fyrir, skipti það okkur Íslendinga litlu máli, þar sem tollar féllu hér niður á KJÖTVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum, þannig að þær yrðu ÓDÝRARI en kjöt framleitt hérlendis.

"Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur
sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en
INNFLUTNINGSBANN ER NÚ EINGÖNGU SETT Á AF HEILBRIGÐISÁSTÆÐUM.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.


"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.


Fengi Ísland aðild að Evrópusambandinu yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 19.7.2011 kl. 14:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

FINNSKUR TIMBURIÐNAÐUR.

"
Measured by its share of the national economy, forest industries are the second largest branch of industry in Finland, only surpassed by the electrotechnical industry.

The forest sector employs about 90,000 people in Finland and generates about 5.5% of Finland's gross domestic product. One fifth of Finland's export revenue is derived from the forest industries."


"In 2003, the forest industries bought timber from private family forest owners for € 1.54 thousand million.

This money was spread to hundreds of thousands of families owning forest across the whole country.

One could estimate that nearly every fifth Finn is a forest owner, which means that the money granted by forest industry to buy timber goes to a certain extent to ordinary Finnish families."


Finnland - Forest sector in economy

Þorsteinn Briem, 19.7.2011 kl. 14:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14


"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas
C1–C4."

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry

Þorsteinn Briem, 19.7.2011 kl. 14:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler
og ca 40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72

Þorsteinn Briem, 19.7.2011 kl. 15:01

7 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Hans: Auðvitað er verið að ræða um tolla frá ESB-löndum, en ekki t.d. Nýja-Sjálandi eða Pakistan, sem ekki eru í ESB!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 19.7.2011 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband