Leita í fréttum mbl.is

Áhugavert um Evrópuþingið

EvrópuþingiðKlemens Ólafur Þrastarson skrifaði áhugaverða úttekt á Evrópuþinginu í Fréttablaðið þann 9. júlí síðastliðinn. Hlutverk þess hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, en einnig er það svo að hér á landi er þekking á störfum þess nokkuð takmörkuð. Greinar af þessu tagi koma því í góðar þarfir.

Í greininni segir meðal annars: "Evrópuþingið er fordæmalaus tilraun til að skapa lýðræðislegt löggjafarvald utan um umsvifamikið milliríkjasamstarf, eða sjálfa alþjóðavæðinguna eins og hún birtist í Evrópusamstarfinu. Þing kjörinna fulltrúa án ríkis.

Þótt hvert aðildarríki Evrópusambandsins hafi þar ákveðinn fjölda þingmanna eiga þeir ekki að gæta hagsmuna eigin ríkis fyrst og fremst heldur ganga í pólitíska Evrópuþinghópa í samræmi við hugsjónir.

Hingað til hafa sérhagsmunir einstakra þjóða ekki mikil áhrif haft á afstöðu þingmanna en önnur einstök mál geta klofið stjórnmálahópa, sérstaklega vegna afstöðu til Evrópusamstarfsins almennt: meiri samruna eða minni. Þingið þykir þó í heildina afar samrunasinnað, langt umfram kjósendur sína.

Sígild vinstri-hægri aðgreining á við á Evrópuþinginu eins og víðar en Evrópumál eru þeirrar náttúru að passa ekki alltaf inn í hana. Sum stefnumál einkenna Evrópuþingið umfram önnur því það hefur lagt sérstaka rækt við umhverfismál og mannréttindi.

En öll ákvarðanataka innan þingins, og raunar ESB sem slíks, er afrakstur mikils karps og samningagerðar. Í takt við það, og þar sem engri ríkisstjórn þarf að steypa, greiða þrír stærstu stjórnmálahóparnir (EPP, S&D og ALDE) samhljóða atkvæði í 75 til 80 prósent tilvika. Samvinna þessi styrkir þingið sem sjálfstæða stofnun ESB."

Síðar segir: "Það fer eftir eðli máls hverju sinni hversu mikil áhrif Evrópuþingið getur haft. Í sumum málum hefur það neitunarvald, í öðrum getur það í mesta lagi tafið mál og allt þar á milli. Þingið getur ekki átt frumkvæði að lagasetningu heldur þarf að biðja framkvæmdastjórnina um það. Í heildina er ljóst að þingið hefur töluverð áhrif á lagasetninguna, þótt það hafi engin völd yfir ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu."

Fram kemur í greininni að verði Ísland aðili að ESB verði hver íslenskur Evrópuþingmaður með um 52.000 kjósendur á bakvið sig, en þýskur er t.d. með um 860.000 á bak við sig.

Lesa má alla greinina hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sumir virðast ekki átta sig á því að  ESB er tollabandalag sem á ekkert skylt við alþjóðavæðingu, innri markaður ESB er ekki alþjóðavæðing.

Bandalagið setur tolla á innflutning til bandalagsins frá "útlöndum"og setur hömlur á fjárfestingar "erlendra" aðila að mikilvægum fyrirtækjum á innri markaði.

Eggert Sigurbergsson, 19.7.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

VIÐSKIPTI EVRÓPUSAMBANDSLANDANNA OG KÍNA:

"EU-China trade has increased dramatically in recent years.


CHINA IS NOW THE EU'S 2ND TRADING PARTNER behind the USA AND THE BIGGEST SOURCE OF IMPORTS.


THE EU IS CHINA'S BIGGEST TRADING PARTNER
.

The EU's open market has been a large contributor to China's export-led growth.


The EU has also benefited from the growth of the Chinese market and the EU is committed to open trading relations with China.

However the EU wants to ensure that China  trades fairly, respects intellectual property rights and meet its WTO obligations."

"The EU-China High Level Economic and Trade Dialogue was launched in Beijing in April 2008."

"In 2006 the European Commission adopted a major policy strategy (Partnership and Competition) on China that pledged the EU to accepting tough Chinese competition while pushing China to trade fairly.

Part of this strategy is the ongoing negotiations on a comprehensive Partnership and Cooperation Agreement (PCA) that started in January 2007.

These will provide the opportunity to further improve the framework for bilateral trade and investment relations and also include the upgrading of the 1985 EC-China Trade and Economic Cooperation Agreement."

"THE EU WAS A STRONG SUPPORTER OF CHINA'S ACCESSION TO THE WTO, arguing that a WTO without China was not truly universal in scope.

For China, formal accession to the WTO in December 2001 symbolised an important step of its integration into the global economic order.


The commitments made by China in the context of accession to the WTO secured improved access for EU firms to China's market.

IMPORT TARIFFS AND OTHER NON-TARIFF BARRIERS WERE SHARPLY AND PERMANENTLY REDUCED.
"

Þorsteinn Briem, 19.7.2011 kl. 20:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2011:

"Kínverjar og Þjóðverjar hafa undirritað viðskipasamninga milli þjóðanna upp á 15 milljarða dollara eða rúmlega 1.700 milljarða króna.

Þetta gerðist í gær þegar Wen Jiabao forsætisráðherra Kína hitti Angelu Markel kanslara Þýskalands en Jiabao er á ferð um Evrópulönd þessa vikuna.

Auk þess að ganga frá þessum samningum ákváðu leiðtogarnir að auka viðskipti sín í millum um 200 milljarða evra á næstu fimm árum.

Þýskaland er stærsti viðskiptafélagi Kína meðal Evrópulanda en löndin tvö eru meðal öflugustu útflutningslanda heimsins.

Jiabao segir að Kína muni aðstoða Evrópulönd í skuldavanda þeirra með auknum kaupum á ríkisskuldabréfum.
"

Þýskaland og Kína undirrita 1.700 milljarða króna viðskiptasamninga

Þorsteinn Briem, 19.7.2011 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband