Leita í fréttum mbl.is

Leiðari DV: Framtíðin með Bjarna Ben og Sigmundi Davíð

dv-logoLeiðari DV í dag fjallaði um Evrópumálin og það var Jón Trausti Reynisson sem skrifaði hann. Orð og aðgerðir Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs að undanförnu voru fyrsta umfjöllunarefni leiðarans, en svo skrifaði Jón Trausti:

"Eftir að gjaldeyrishöftum verður aflétt mun krónan líklega hrynja. Þeir færa ekki fram neinn valkost annan en krónuna. Bjarni viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið að það yrði „mjög erfitt að halda myntinni stöðugri,“ en að öðru leyti hefur hann lítið rætt um vandamálið. Ef marka má stöðuna í dag mun krónan falla um þriðjung án gjaldeyrishafta. Það mun hafa góð áhrif á sjávarútveginn. Fleiri krónur fást fyrir fiskinn, en raunlaun almennings lækka. Útflutningsgeirinn styrkist gagnvart öðru. Fólk mun fremur kaupa íslenskar landbúnaðarvörur, vegna þess að hinar hækka verulega í verði. Verðbólgan mun taka mikinn kipp og fasteignalán landsmanna munu hækka enn meira. Nú þegar er spáð tæplega 7% verðbólgu snemma næsta árs, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin. Ef gengið lækkar um þriðjung má gera ráð fyrir því að verðbólgan aukist um 13 prósentustig. Þá hækkar 20 milljóna króna húsnæðislán um tvær og hálfa milljón, ofan á allt hitt, bara út af krónunni.

Um leið og verðbólgan hækkar lánin lækka launin og enn fleiri en nokkurn tímann eiga erfitt með að borga af húsnæðislánunum sínum. Íslendingar munu flytja minna inn og flytja meira út. Þeir munu ferðast minna og eyða meira af sínum lækkuðu tekjum innanlands. Fleiri ferðamenn geta hins vegar komið til landsins, því það verður ódýrara fyrir þá að kaupa þjónustu Íslendinga.

Þetta er framtíð okkar með Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Þeir hafa ekki fært fram neina lausn á gjaldmiðilsvandanum og verðtryggingunni."

Allur leiðarinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er í raun skelfilegt að verðbólgan fari í 7% (eins og áætlað er) þegar ástandið er svona í efnahag þjóðarinnar.

Reyndar gerir sú spá sem ég vinn eftir ráð yfir því að verða bólga verði orðin 7,3% í Janúar 2012, og strax orðin 8,7% í Desember 2012. Ennfremur geri ég ráð fyrir því að verðbólga verði orðin 13% í Júní 2013. Þetta er þó bara spá hjá mér og gæti breyst, þó reikna ég ekki með því.

Jón Frímann Jónsson, 22.8.2011 kl. 22:46

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það liggur fyrir að áður en ísland getur tekið upp evru verðu krónan að fara á flot.Er vesaling ritstjórinn svo blindur af ESB sýki að hann heldur að krónan muni þá ekki falla.Stærsta hindrunin í að við getum gengið í ESB er að krónan verður að fara á flot áður.Og þó að einhver hugsanlegur frestur fáist á því, þá er það öruggt að ESB mun ekki ljá máls á því að Ísland fái að taka upp evru með fast rangt skráð gengi.Og hvað þá þegar krónan verður sett á flot eftir hugasnlega 5,6,7, ár til að við getum tekið upp evru.Krónan fellur að sjálfsögðu með tilheyrandi verðbólgu og þá fáum við ekki evru.Eina raunhæfa lausnin er að horfast í augu við raunveruleikan.Það er Evrópusamtökunum til vansa að hengja sig aftan í sorprit, hvað sem það heitir.

Sigurgeir Jónsson, 22.8.2011 kl. 22:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var þá hagspekingurinn til að vitna í: Jón Trausti Reynisson!

Jón Valur Jensson, 22.8.2011 kl. 23:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17. maí síðastliðinn um upptöku evru hérlendis:

"Til þess að aðildarríki [Evrópusambandsins] sé heimilt að taka upp evru verður að uppfylla ákveðin efnahagsleg og fjármálaleg skilyrði, svokölluð Maastricht-skilyrði:

Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.

Langtímavextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildar-ríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.

Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.

Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II aðstoðar Seðlabanki Evrópu við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."

"Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu samkvæmt Maastricht-skilyrðunum nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Mikilvægt er að halda á lofti að skuldastaðan er lækkandi og sjálfbær og að staða lífeyrisskuldbindinga til framtíðar er betri en víða í aðildarríkjunum.

Ef sýnt er fram á fullnægjandi lækkunarferil ætti skuldastaða hins opinbera ekki að seinka upptöku evru. Halda þarf til haga þróun opinberra skulda á Íslandi og að peningalegar eignir eru meiri en í flestum öðrum Evrópuríkjum."

"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðum þótt þau falli ekki beint undir þennan kafla. Höftin þarf að afnema áður en til inngöngu kemur. Ræða þarf hugsanlega aðstoð ESB við að komast út úr þeim."

"Í 126. gr. sáttmálans og viðaukum við hann er kveðið á um að halli á rekstri hins opinbera megi ekki vera umfram 3% af landsframleiðslu.

Tvær undantekningar eru þó á þeirri reglu. Annars vegar ef hallinn hefur lækkað og sé nærri 3% af VLF. Hins vegar ef umframhallinn er lítill, vegna sérstakra aðstæðna svo sem mikils samdráttar í hagkerfinu, og tímabundinn.

Auk þess mega skuldir hins opinbera ekki vera umfram 60% af landsframleiðslu. Gerð er undantekning frá því ef skuldirnar fara lækkandi og nálgast skuldahámarkið nægilega hratt.

Skuldir hins opinbera á Íslandi verða líklega innan við 100% af landsframleiðslu í árslok 2011. Stefnt er að því að þær fari síðan hratt lækkandi og verði um 80% af landsframleiðslu í árslok 2013.

Hægt væri að lækka skuldirnar umfram það nokkuð hratt með sölu eigna sem ríkissjóður hefur eignast við endurfjármögnun bankakerfisins og minnkun gjaldeyrisforðans þegar fram líða stundir.

Innan Evrópusambandsins er nú unnið að breytingum á þessum reglum, m.a. vegna þeirrar auknu athygli sem skuldastaða hins opinbera hefur fengið í núverandi fjármálakreppu."

"Meðal þeirra tillagna sem komið hafa fram er að skilyrða ríki með skuldir umfram 60% af VLF til þess að lækka skuldir sínar árlega um 1/20 af skuldum yfir 60% yfir þriggja ára tímabil.

Ef framhald verður á þeim afgangi af rekstri hins opinbera sem stefnt er að árið 2013 mun Ísland eiga í litlum vandræðum með að uppfylla þær kröfur."

"Við mat á skuldastöðu hins opinbera þarf að líta til þess að hreinar skuldir voru í lok árs 2010 um 69% af VLF. Þá eru peningalegar eignir ríkissjóðs meiri en t.d. í þeim ríkjum sem gengu í sambandið árið 2004.

Lífeyrissjóðir standa mun betur með tilliti til framtíðarskuldbindinga en gerist í mörgum Evrópuríkjum. Skuldastaða Íslands frá þessum sjónarhóli er því allsterk og síst lakari en í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 23:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 23:50

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Krónan mun að öllum líkindum lækka eitthvað við afnám haftanna.  Hins vegar mun hún styrkjast aftur fljótlega enda er afgangur af viðskiptajöfnuði.

Óttinn við afnám hafta er ekki endilega að krónan falli heldur að eigendur aflandskróna og innlendir aðilar taki svo mikið af krónum út af bankabókum að lausafjárhlutfall banka fari undir viðmiðunarmörk.

Einnig óttast menn að hið opinbera geti ekki fjármagnað sig með jafn lágum vöxtum og nú, sérstaklega þegar halli ríkissjóðs er svona mikill.

Óttinn er er þess vegna ekki vegna gengis krónunnar heldur þess óstöðugleika sem afnám gjaldeyrishafta gæti mögulega haft.

Gjaldeyrishöftin og þessi ótti, sem endurspeglast í vantrausti á gjaldmiðlinum og innlendu atvinnulífi, er með betri ástæðum þess að nauðsynlegt er að hugsa stórt í gjaldmiðilsmálum og leitast við að taka upp evru eða tengja krónuna við hana í gegnum samstarf við ESB.

Lúðvík Júlíusson, 23.8.2011 kl. 00:04

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bendi Steina og Lúðvík á vefsíðuna hjá The Logic Society á Vísisblogginu 18. þ.m., þessa grein: http://blogg.visir.is/logicsociety/2011/08/18/riki-esb-framselji-meira-af-fullveldi-sinu-til-brussel/, en hún hefst þannig (feitletr. jvj):

"Fyrrum [1985–1995] forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jacques Delors, segir í samtali við belgíska dagblaðið Le Soir í dag að sambandið standi nú á barmi hengiflugs og til þess að falla ekki fram af því verði ríki þess að framselja meira af fullveldi sínu til Brussel. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu í dag.

„Opnið augu ykkar, evran og ESB standa á brún hengiflugs,“ segir Delors í viðtalinu. Hann gefur ekkert fyrir nýlegar yfirlýsingar Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, um samræmingu á stjórn efnahagsmála innan evrusvæðisins ..." (lesið þar áfram!).

Á Delors er minnt í Staksteinum Moggans sl. föstudag, í kostulega hittnum pistli: 'Skilur hann ekkert?' – en íslenzkir ESB-postular, slefandi margir hverjir af aðdáun yfir stórríkinu, þykjast jafnvel vita betur en þessi meginhugsuður ESB og EES-samningsins, Jacques Delors!

Jón Valur Jensson, 23.8.2011 kl. 00:14

8 identicon

Ég styð ESB í fótbolta og handbolta.

ESB er ekki ríki.  Þeir sem segja að ESB sé ríki eru í raun ómarktækir því þeir þekkja bandalagið ekki. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 00:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 00:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Náin samvinna ríkja þýðir að sjálfsögðu EKKI að þau séu öll í sama ríkinu.

Frakkland og Bretland eru ENGAN VEGINN í sama ríkinu.

Danmörk, Færeyjar og Grænland eru hins vegar Í SAMA RÍKINU, enda þótt Danmörk sé í Evrópusambandinu en Færeyjar og Grænland ekki.

Hvað ætli forsætisráðherra Breta myndi segja ef Davíð Oddsson hringdi í hann og héldi því fram að Bretland sé í franska ríkinu?!

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi
97,5%."

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 00:32

11 Smámynd: Gissur Jónsson

Jón Trausti gerir heldur enga tilraun til að færa rök fyrir því af hverju hann tengir Sigmund Davíð inn í þessa forystugrein. Hversu lágt geta menn lagst í málefnalegri umræðu eins og þarna? Tengja tvo menn saman, fjalla um orð annars þeirra en gera í raun báða ábyrga fyrir þeim.

Staðreyndin er sú að Sigmundur Davíð hefur bæði bent á hætturnar sem að okkur hafa steðjað og leiðir til að komast hjá þeim. Nánast undantekingarlaust hefur hann haft rétt fyrir sér en því miður hefur sjaldnar verið farið eftir ráðleggingum hans.

Framsóknarflokkurinn stendur fremstur flokka á Íslandi í að benda á leiðir út úr kreppunni og hefur gert það allt frá hruni.

Bestu kveðjur,

Gissur

Gissur Jónsson, 23.8.2011 kl. 01:44

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gissur Jónsson,

Framsóknarflokkurinn
hefur EKKI lagt til að hér verði notuð íslensk króna ÁN VERÐTRYGGINGAR.

Og Framsóknarflokkurinn hefur EKKI lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Bandaríkjadollar eða Kanadadollar.

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 01:57

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 38:

"Það liggur fyrir að stór samtök innan Samtaka atvinnulífsins hafa ályktað um að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna.

Þetta sjónarmið hefur legið lengi fyrir hvað varðar Samtök iðnaðarins og nýverið hafa Samtök verslunar og þjónustu ályktað á sama hátt.

Það kom einnig fram á fundi með nefndinni að Samtök ferðaþjónustunnar vilja taka upp evru en hafa ekki stefnu gagnvart aðild að Evrópusambandinu."

"Þá liggur fyrir að sveiflur í gengi krónunnar koma illa við alla atvinnustarfsemi í landinu. Allar greinar eru nú orðið með erlend lán í sínum efnahag og eru háðar aðföngum erlendis frá sem taka verðbreytingum með gengissveiflunum."

"Áður hefur verið rætt um sjónarmið sjávarútvegsins hvað þetta varðar og sjónarmið landbúnaðarins mótast sömuleiðis af viðhorfum til landbúnaðarstefnu ESB en báðar greinarnar líða fyrir þær miklu sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar að undanförnu.

Sjávarútvegurinn hefur þó þá sérstöðu umfram aðrar greinar að hann býr við sveiflujöfnun gagnvart gengisbreytingum þar sem laun
sjómanna eru gengistengd (hlutaskiptin).

Nefndin hefur túlkað starfssvið sitt á þann hátt að það sé ekki hlutverk hennar að taka efnislega afstöðu til aðildar að ESB með öllu sem því fylgir, heldur að horfa þröngt á þá kosti sem eru uppi varðandi gjaldmiðilsmálið.

Út frá þeim sjónarhóli virðist ekki vera teljandi munur á viðhorfum ólíkra atvinnugreina hvað það varðar að núverandi staða í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar er óviðunandi."

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 02:02

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27:

"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.

Þá minnkar gengisáhætta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöðugleiki fæst í gengismál. Afleiðingar þess gætu birst í formi lægra verðlags og hærri kaupmáttar.

Þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl þess gjaldmiðils sem Íslendingar notuðu og þar með spöruðust háar fjárhæðir, sem ella færu í að halda úti nauðsynlegum gjaldeyrisforða."

"Íslenska krónan er veruleg viðskiptahindrun í því opna viðskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."

"Gengissveiflur umfram það sem okkar viðskiptalönd búa við munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."

"Hér á landi má segja að séu notaðir 3-4 gjaldmiðlar, íslensk króna, verðtryggð og gengistryggð króna, evra og Bandaríkjadalur. Þetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."

"Upptaka Bandaríkjadals hefði mun meiri stöðugleika í för með sér en honum yrði þó betur náð með upptöku evru, þar sem innflutningur og útflutningur til evrusvæðisins er hlutfallslega mestur þegar horft er til einstakra gjaldmiðilssvæða.

Að auki hefur bandaríski seðlabankinn ekki gefið kost á að vera lánveitandi til þrautavara, sem er mikilvægt upp á fjármálastöðugleika að gera, á meðan Seðlabanki Evrópu gerir það gagnvart aðildarþjóðum Efnahags- og myntbandalags Evrópu."

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 02:06

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 02:06

16 Smámynd: Gissur Jónsson

Steini. Þú bendir ekkert á hvað Framsókn hefur lagt til málanna varðandi verðtrygginu. Reyndu að vera málefnalegri en ekki bara segja það sem þér hentar.

Gissur Jónsson, 23.8.2011 kl. 02:15

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gissur Jónsson,

Það er þitt mál ef ÞÉR FINNST til dæmis gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar vera "ÓMÁLEFNALEG"!!!

Íslenska krónan
verður EKKI notuð ÁN VERÐTRYGGINGAR.

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 02:30

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár FYRIR bankahrunið."

"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Fréttablaðið.

Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.

Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [2009]."

Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 02:34

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 02:37

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Grein dagsns er tvímælalaust Hver gefur ESB undanþágu frá ofveiði og útrýmingu fiskistofna? eftir Gústaf Adolf Skúlason, í Morgunblaðinu í dag. Ástandið í ESB í fiskveiðimálum er í raun óhugnanlegt, og staða okkar yrði samkvæmt því -- lesið greinina!

Jón Valur Jensson, 23.8.2011 kl. 07:56

22 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón Valur, efnahagsleg vandamál í dag eru hallarekstur og skuldir.  Evrulönd eru að taka til heima hjá sér og það er að skila árangri.

Lúðvík Júlíusson, 23.8.2011 kl. 08:47

23 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Stefán: ESB er ekki ríki, ESB er ríki í mótun og það vita allir sem eru ekki í afneitun.

Eggert Sigurbergsson, 23.8.2011 kl. 08:48

24 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Lúðvík: Kallar þú það að ECB kaupi skudir Evrulands "að taka til hjá sér", uppkaup ECB á skuldum Evruríkja er eins og að taka bremsurnar úr sambandi, þetta endar með ósköpum!

Eggert Sigurbergsson, 23.8.2011 kl. 08:52

25 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Eggert, það var semsagt umframframboð vegna þess að ECB var að bjóða á móti sjálfum sér.  Ég hef sjálfur gagnrýnt kaup ECB á skuldabréfum en ef fjárlagahalli ESB ríkja lækkar á sama tíma þá hefur þetta minni eða jafnvel engin áhrif.

Lúðvík Júlíusson, 23.8.2011 kl. 08:57

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ekki rétt að afgangur sé á viðskiptajöfnuði við útlönd, þegar allt er talið þar með talið vaxtaberandi greiðslur og afborganir vegna lána.Það hefur hinsvegar verið afgangur af vöruskiptajöfnuði.Það er alveg sama hvernig á það er litið, þótt Islendingar vörpuðu frá sér fullveldinu og forræði yfir auðlindum sínum sem engar líkur eru til, og mun ekki gerast,þá eru engar líkur til þess að Ísland geti tekið upp evru í það minnsta næstu 10 árin í það minnsta vegna verðbólgu og ríkishalla,og ekki síst óvissu um ESB og evruna.Þess vegna verður að horfast í augu við veruleikan og byrja að athuga með upptöku annars gjaldmiðils strax.Bandaríkin og Kanada hljóta að vera þar á blaði.Nei við ESB.Briemarar kannast ekki við að einhver st.br. sé briemari og hafa ekki staðfest það, sem er eðlilegt. 

Sigurgeir Jónsson, 23.8.2011 kl. 09:15

27 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sigurgeir, viðskiptajöfunuður til lengri tíma hefur síðastliðin ár verið réttum meginn við núllið þegar fjármálastofnanir í slitameðferð eru ekki taldar með.  Þetta er samt vandasamur línudans.

Lúðvík Júlíusson, 23.8.2011 kl. 10:58

28 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lúðvík, lánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og öðrum voru tekin vegna hættu á þjóðargjaldþroti.Þrátt fyrir að fjárfestingar séu engar og bílainnflutningur sé nánast enginn og á heildina hafi innflutningur að hluta dottið niður og ekki sé byrjað að greiða af þeim lánum sem tekin voru og verða notuð á næstu árum, þá meta alþjóðlegu matsfyrirtækin það svo að hætta sé á greiðsluþroti Íslands.Það segir sína sögu.Það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn.Ísland bjargar ekkki efnahag ESB og ESB bjargar ekki efnahag Íslands.Nei við inngöngu í ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.8.2011 kl. 12:44

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðherra byggðamála í Póllandi þakkar byggðastefnu Evrópusambandsins stóran hluta hagvaxtar í landinu undanfarin ár.

Ráðherrann segir öll aðildarríki sambandsins, gömul og ný, hagnast á byggðastefnunni.


Pólverjar tóku í gær við forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins.

Pólland þiggur mest allra aðildarríkjanna af byggðastyrkjum, 67 milljarða evra á árunum 2007 til 2013.

Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins eru að jafna lífsgæði milli svæða innan sambandsins
en það er gert með styrkjum til ýmissa grundvallarverkefna.

Elzbieta Bienkowska
, ráðherra byggðamála í Póllandi, segir framlögin hafa nýst með margvíslegum hætti, til að mynda nýsköpunar, aukinnar menntunar og háskólanna á ýmsum sviðum.

"Þetta hefur komið sér vel fyrir pólskan efnahag. Helmingur vaxtar á vergri landsframleiðslu, sem var tvö til þrjú prósent á síðasta ári í Póllandi, helgast af þessum fjárframlögum Evrópusambandsins til byggðamála."

Hún telur ný aðildarríki geta haft mikinn hag af byggðaáætlunum Evrópusambandsins.


"Þessa styrki má sérsníða að þörfum og sjónarmiðum hvers svæðis og ríkis fyrir sig og þetta er góð stefna fyrir Ísland.

Mér skilst að Pólverjar séu stærsti hópur innflytjenda þar.
"

Byggðatyrkirnir koma sér vel fyrir alla

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 13:12

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 13:14

31 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sigurgeir, IMF lánið auk annarra var til að tryggja endurfjármögnun lána til að komast hjá greiðslufalli ríkissjóðs.

Nýlega tók ríkissjóður 1 milljarðs dollara lán á góðum kjörum.  Það er vísbending um að alþjóðlegir lánamarkaðir treysti bæði ríkissjóði til að standa við skuldbindingar sínar og að hagkerfið skili nægilegum afgangi af viðskiptum til að standa undir þeim.

Lúðvík Júlíusson, 23.8.2011 kl. 13:15

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða.

Og um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

"Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.

Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við Evrópusambandið en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur.

Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja sem koma til baka úr sjóðum Evrópusambandsins til verkefna í aðildarríkinu."

"Meirihlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."

"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna.

En vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að
rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 13:15

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afli skipa sem veiða í Norðursjó hefur minnkað mikið undanfarna áratugi, rétt eins og íslensk fiskiskip veiða nú minna af þorski, loðnu og rækju en áður.

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu en þær stærstu eru nú Danmörk, Spánn, Bretland og Frakkland.

Stór hluti af afla spænskra skipa kemur hins vegar úr Miðjarðarhafinu.

Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005


Frakkland
stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.

Afli breskra skipa var um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,2 milljónir tonna árið 1973 en um 600 þúsund tonn árið 2007.

Afli danskra skipa var einnig um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,4 milljónir tonna árið 1973 en um 700 þúsund tonn árið 2007.

Afli spænskra skipa var um 33% minni árið 2007 en 1986, um 1,2 milljónir tonna árið 1986 en um 800 þúsund tonn árið 2007.

Afli franskra skipa var um 30% minni árið 2007 en 1957, um 700 þúsund tonn árið 1957 en um 500 þúsund tonn árið 2007.

Afli portúgalskra skipa var um 40% minni árið 2007 en 1986, um 400 þúsund tonn árið 1986 en um 250 þúsund tonn árið 2007.

FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 13:17

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

AFLI SPÆNSKRA SKIPA HEFUR MINNKAÐ MUN MEIRA EN BRESKRA SKIPA FRÁ ÁRINU 1986.

Árið 2007
var afli breskra skipa um 600 þúsund tonn, um 200 þúsund tonnum, eða 25% minni en þegar Spánn fékk aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu árið 1986.

Og árið 2007 var afli spænskra skipa um 800 þúsund tonn, um 400 þúsund tonnum, eða 33% minni en árið 1986.

Frakkland
stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.

Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005


FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 13:29

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Innlegg þitt, Lúðvík, kl. 8:47, er ekkert eiginlegt svar við innleggi mínu kl. 7:56 í morgun. Ástandið er í raun hrikalegt, sem yfir vofir, ef "gengið" verður í ESB.

Mönnum, sem lesa helzt ekki Morgunblaðið, er varla við bjargandi að vísu, en ef Múhameð vill ekki koma til fjallsins, þá má kannski bera smá-pínu-part af fjallinu til hans Múhameðs. Lesið Gústaf (feitletrun mín):

"Aðildarsamningur ESB byggir á þrískiptingu valdsins, þar sem lögsaga og lífríki hafsins falla undir „einhliða“ (exclusive) úrskurðarvald ESB. Við undirritun samnings afsala Íslendingar þessum hluta fullveldisins með breytingu á stjórnarskrá og það sama gildir um utanríkismál, hermál, auðlindir og yfirstjórn efnahagsmála. Breytist þá 200 mílna lögsaga Íslands í 200 mílna lögsögu ESB og verður stjórnað frá Brussel. Íslendingar fá þá engu ráðið um, að ofveiðar og útrýming ESB á fiskstofnum flytjist yfir í gjöful fiskmið landsins, og við getum gleymt öllu, sem kennt er við ábyrgar fiskveiðar og sjálfbæra nýtingu fiskstofna."

Já, þetta er í hans sömu Morgunblaðsgrein, og þar segir einnig (með hans leyfi til þessa vísað):

"Nýverið birtu samtökin Ocean 2012 og hugveitan The New Economics Foundation nýja skýrslu um óstjórn fiskveiða ESB. Ástandið fer sífellt versnandi og er nú svo komið, að veiðar ESB-flotans duga vart fyrir hálfs árs fiskneyslu íbúa ESB og minnkar stöðugt. Bara á síðasta ári minnkaði aflinn um 200 þús. tonn, sem þýddi eina glataða viku til viðbótar fyrir ESB. Með tilliti til ofveiði og útrýmingar fiskistofna styttist í, að ESB verði að mestu leyti háð öðrum með fiskafurðir miðað við óbreyttar neysluvenjur. Íbúar ESB neyta um 30 % meiri fiskafurða árlega en jarðarbúar í heild eða um 22,1 kg á mann í ESB miðað við 17,1 kg á mann í heiminum.

Fiskstofnar ESB eru í fordæmalausu, slæmu ástandi en ESB hefur tekist að halda uppi hárri fiskneyslu með veiðum í fjarlægum höfum og innflutningi fiskafurða. Til að halda uppi sömu neyslu verður ESB stöðugt að seilast meira í fiskstofna hjá öðrum ríkjum. Að óbreyttu ástandi stefnir ESB ekki einungis í aukna ofveiði á eigin fiskstofnum, sem í dag er um 72%, heldur eykst áhættan á ofveiðum á fiskstofnum annarra landa. Um 20% fiskstofna ESB eru talin í útrýmingarhættu og flytur ESB vandamálið út til annarra þjóða í síauknum mæli. Innflutningur fiskafurða til ESB jókst um 50% eða úr 4 í 6 milljónir tonna á árunum 1995 til 2007. Á sama tíma minnkuðu fiskveiðar ESB um þriðjung frá 9,3 í 6,4 milljón tonn.

Samkvæmt Matvæla- og landabúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, eru einungis 15% fiskstofna í heiminum nú í haldbæru formi fyrir auknar veiðar og er það lægsta talan síðan 1970. 53% fiskstofna eru að fullu nýtt og 32% fiskstofna ofveidd. Með sama áframhaldi telja ýmsir vísindamenn, að arðbærum fiskveiðum ljúki árið 2048. Alþjóðabankinn metur ofveiðarnar í heiminum á um 50 milljarða Bandaríkjadala árlega en á þremur síðustu áratugum um 2 billjónir Bandaríkjadala. Það mótsvarar árlegri þjóðarframleiðslu Ítalíu til samanburðar.

Fiskveiðifloti ESB við veiðar í höfum annarra ríkja taldi 718 skip árið 2006 en þá voru um 88 þúsund skip í heildarflota ESB, sem fer minnkandi. Eiga Spánverjar tæp 60% þess flota eða 424 skip. Er þessi floti afkastamikill og dregur í tonnum talið inn fjórðung alls afla ESB.

Ef Ísland gengur með í ESB má við því búast, að þessi skip sjáist fljótlega innan 200 mílna lögsögu landsins [...]"

Tilvitnun lokið.

Jón Valur Jensson, 23.8.2011 kl. 23:15

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver yrðu áhrifin á íslenskan sjávarútveg við inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar
Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.

Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.

Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin
í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Niðurfelling allra tolla
sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008
og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.

Styrkir
frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.

Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í
útgerð og fiskvinnslu.

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 23:38

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 23:40

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta munar sama sem engu í tollum, Steini, og fiskverð mun fara hækkandi í heiminum og fleiri markaðir opnast, m.a. til Japans og Suður-Kóreu, þegar norðurleiðin opnast. Þar að auki sejum við ekki sjálfstæði fyrir örfá prósent í tollalækkun. Við seljum ekki af hendi fullveldisréttindi okkar, hvorki fyrir súpudisk né fá prósent í verði á sumum fisktegundum né fyrir fallvalta styrki ríkjasambands sem hefur sýnt þa hingað til, að það getur auðveldlega helmingað slíka styrki - og getur fellt þá niður í fyllingu tímans. Þar að auki stefnir allt í mun meiri skattheimtu af hálfu ESB, þótt skattarnir séu ekki háir nú. En við yrðum samt í mínus strax á 1. ári "inngöngu".

Þar að auki er EKKERT hægt að reiða sig á "regluna" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða; og ráðherraráðið hefur yfir henni allt vald og getur afnumið hana, eins og þegar hefur verið skeggrætt um í Brussel. Haustið 2014 aukast YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61%; þá minnkar t.d. atkvæðavægi Möltu úr 0,87% niður í 0,08% - atkvæðavægi Íslands yrði aðeins 0,06%.

Sjá einnig þessa grein: Íslendingar gætu þurft að greiða skaðabætur vegna þorskastríðanna, sem byggir á frétt í Ríkisútvarpinu 9. febrúar 2007. Fréttin er öll afar athyglisverð og langt frá því að vera úrelt, heldur kannski einmitt tímabærari lesning nú en nokkru sinni fyrr. Menn lesi hana alla, sér til upplýsingar (raunar er hún stutt), en ég tek hér upp lokaorð hennar:

• "Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán [Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands] segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína."

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 00:25

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og Þýzkaland mun sannarlega sækjast eftir auðlindum utan sem innan ESB, Steini, rétt eins og Frakkland gerir nú þegar í stórum stíl. Og sannarlega er embættismannakerfi ESB notað til þess líka, einkum með samningum við 3. heims ríki um "liberalization" löggjafar og regluverks, einkum um eignarhald á frum-auðlindum eins og vatni o.fl. Mikið var skrifað um þetta (en ekki hér) fyrir nokkrum árum.

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 00:28

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 01:16

41 identicon

Jón Valur:  Ísland stór græðir á því í dag á því að aðrar þjóðir sækjast eftir auðlindum sem þær ekki hafa.

Svo er það víst þannig að um það snúast viðskipti, að þjóðir skiptast á auðlindum sem þær ekki hafa. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 04:49

42 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón Valur, þessi umræða fór fram fyrir meira en ári síðan.

Hlutfallslegur stöðugleiki.

Þessi skýrsla sýnir að það eru fleiri ríki í vandræðum með að viðhalda og byggja upp fiskistofnana, t.d. Ísland.

Uppbygging fiskistofna er og verður mál Íslands en ekki ESB jafnvel þó Ísland verði aðili.

Lúðvík Júlíusson, 24.8.2011 kl. 06:53

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það verður, Lúðvík. mál Spánar o.fl. ríkja að ryðjast hér á íslenzk mið, ef þið hafið ykkar fram, skammsýnir mennirnir.

Og Stefán minn, betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Það má vel vera, að einhverjar meginlandsþjóðir geti skipzt á auðlindum, en við förum ekki glatt héðan á meginlandið að nýta auðlindir þar -- hins vegar eru Spánverjar alveg tilbúnir í sínum startholum að sækja á íslenzk mið, um leið og þeir geta. Sbr. hér:

Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009)

Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009).

Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. september 2009).

Stein [aðalhagfræðingur Lombard Street-rannsóknarsetursins]: Algjört brjálæði fyrir Ísland að ganga í ESB (30. ág. 2007; þar koma spænskir sjómenn við sögu).

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 07:49

44 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón Valur, það er eins gott að aðildarviðræður séu hafnar.  Þegar þeim verður lokið þá mun staða Íslands og landhelginnar vera ljós.

Lúðvík Júlíusson, 24.8.2011 kl. 10:00

45 identicon

Jón Valur:  Er ekki innflutningur og útflutningur á Íslandi?  Erum við ekki að skiptast á auðlindum?  Fiskur, ál?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 11:12

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verzlun og viðskipti eru allt annað en að hleypa útlendingum aftur inn á íslenzk fiskimið. Þeir börðust jafnvel með hervaldi til að reyna að halda stöðu sinni hér. Einarðari menn en þið stóðu gegn þeim. Allt væri svo upp á náð þeirra og miskunn komið; ESB réði reglunum á ALLAN hátt; Spánverjarnir fengju að hafa hér SPÆNSK varðskip til að hafa eftirlit með veiðiskipum þeirra o.s.frv. Þið eruð hreint og beint ótrúlegir! Virðizt jafnvel ekkert vita. Er þetta það sem kallað er happy ignorance?

Lúðvík, staða Íslands og landhelginnar er 100% ljós, af því að okkar ríki er sjálfstætt og fullvalda -- ALLAR útvíkkanir landhelginnar voru framkvæmdar í krafti fullveldisréttinda okkar (1948, 1958, 1972, 1975).

En við færum inn í ESB, þá fyrst yrði staðan óljós og síðan þjóðinni æ ljósara, að hún hefði fórnað fjöreggi helztu atvinnugreinar sinnar í hendur tröllunum, þeim sem eru nál. 1666 sinnum fjölmennari en við og þeim þar, sem gengju á lagið að ná hér (aftur að hluta) fiskveiðiréttindum alveg til jafns á við okkur að mestu leyti, hver fiskveiðiþjóð.

Gætið þess, að jafnvel þótt Grænlendingar hafi ákveðið að losa sig undan Evrópubandalaginu árið 1982 í þjóðaratkvæðagreiðslu (fengu það einungis vegna þess, að þeir voru "special case") og The Greenland Treaty* gengið í gildi 1. febr. 1985 og landið þá ekki lengur með Danmörku í Evrópubandalaginu, þá gerði bandalagið samt kröfu til að halda aðgangi sínum, þeim sem orðinn var, að grænlenzkri fiskveiðilögsögu og hefur síðan haldið þeim aðgangi, en í staðinn fengu Grænlendingar tollfrelsi á fiskinnflutning til Evrópubandalagsins / Evrópusambandsins. En þetta var gert AÐ KRÖFU Evrópubandalagsins, ekki að ósk Grænlendinga. Valdfrekja stórveldabandalagsins í sókn eftir auðlindum sýndi sig þar.

Vegna þessa aðgangs ESB að grænlenzkum fiskimiðum eru þar spænskir togarar (sjá HÉR, með mynd) og einnig norsk veiðiskip (Noregur fekk kvóta við Grænland hjá ESB í skiptum fyrir kvóta sem ESB fekk í Norðursjó innan norskrar fiskveiðilögsögu).

"The Common Fisheries policy [CFP, hin sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB] has been a major reason for countries with big fish resources coupled with small home markets, like Norway and Iceland, the Danish dependencies Greenland and the Faroe Islands, and some more dependencies, to stay outside the European Union." (Tilvitn. í Wikipediu-grein um CFP.) --Þið eruð svalir, ef þið teljið einhverja þörf fyrir ÍSLAND fremur en hin löndin þrjú, sem þarna eru nefnd, til að skera okkur úr með þvi að ganga inn í evrópska stórveldið og gefa því um leið allt æðsta löggjafarvald hér!

* Sbr. og HÉR um málið.

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 20:46

47 identicon

Jón Valur:  Það er rétt að hér var þorskastríð.  Það var fínt.  Þjóðir eiga að standa á rétti sínum.

Þjóðirnar sem standa saman að ESB standa í sínum rétti innan bandalagsins.  Íslendingar munu líka standa á sínum rétti innan bandalagsins alveg eins og það gerir í dag.

En þegar ég tala um Íslendinga, þá á ég við ríkið.  Með inngöngu í ESB öðlast Íslendingar miklu meiri réttindi en er í dag.  

Nú vil ég benda þér á það að nokkur hagsmunasamtök sem telja að ríkið sé að brjóta á sér er að notfæra sér EES samninginn til þess að kæra ríkið.

Með inngöngu í ESB, verður þetta einfaldara. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 20:58

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég benti þér á tangarhaldið sem EBE-->ESB náði á Grænlendingum.

Þú mælir með því að við föllum í enn verri og dýpri gryfju!

Ef einhver álfa er "the shrinking continent" fólksfjöldalega séð, er það Evrópa. Okkur er engin þörf á að binda trúss okkar við hana, þá er EFTA allt annað fyrirbæri og miklu opnara, enda að gera viðskiptasamninga um tollfríðindi við fjölda ríkja í öllum heimsálfum.

ESB er innilokunarfyrirbæri, en útþensluviljann hvað yfirráð auðlinda snertir vantar þó ekki. Það sama var Þýzkaland farið að gera strax á tímum Vilhjálms II og raunar fyrr, að horfa til olíusvæða í Rúmeníu og víðar. Voldug ríki (og sambandsríki) geta ekki hugsað sér að hafa ekki vald yfir auplindum sem þau þurfa á að halda.

ESB sér líka Ísland sem lykil að norðrinu, með auðlindum þess; lagalega myndi Brusselvaldið komast i tæri við norðursvæðin, sem það hefur ekki nú (vegna þess að land Norður-Noregs nær að Rússland, en Svíþjóð og Finnland hvorugt að N-Íshafi -- og v.þ.a. ESB missti af Grænlandi, ekki þó viljandi, heldur af því að Danir höfðu gert fyrirvara um Grænland strax við sína innkomu í EBE).

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 21:28

49 identicon

Jón Valur:  Ég held að þú ættir að opna augun og skoða heiminn.  

Allar stórar þjóðir leita að auðlindum sem þær ekki hafa.

Mér finnst áhugavert hvernig þú horfir á heimin út frá heitum landanna en ekki út frá einstaklingunum sem býr í þeim. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband