Leita í fréttum mbl.is

Björgin G. Sigurðsson um alþjóðahyggju og útlendingafóbíu

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, alþingismaður og fyrrum ráðherra, skrifar pistil um Evrópumál á Pressuna.is og nefnir hann Af alþjóðahyggju og útlendingafóbíu. Björgvin skrifar:

"Umræðan um kosti og galla aðildar hefur ekki alltaf verið á háa planinu síðustu misserin. Hræðsluáróður og gylliboð á víxl sem springa út í rammri þjóðernishyggju með öllum sínum sótsvörtu hliðum. Einangrunarhyggju og útlendingafóbíu hverskonar.

Staðreyndin er sú að kosti og galla aðildar tókum við að miklu leyti út með aðildinni að EES á sínum tíma. Þá fór fullveldisframsalið eða deilingin á fullveldinu fram, eftir því hvernig á það er litið. Fjórfrelsið með sínum miklu kostum og  göllum var innleitt með samningnum og æpandi lýðræðishallinn var staðreynd.

Full aðild réttir þessa ágalla af. Ísland tekur þátt í gangverki lýðræðisins innan ESB og hefur kost á aðild að myntbandalagi sem reisir vörn gegn gengissveiflunum og frumskógarlögmálum fjármálamarkaðanna.

Helstu ágallar aðildar felast án efa í því að við niðurfellingu verndartolla á landbúnaðarvörur verða tilteknar greinar landbúnaðar fyrir ágjöf á meðan aðrar færast í aukana og nýjar spretta upp.

Þessu þarf að mæta með harðsnúinni samningalotu sem færir okkur aukna beina styrki til framleiðanda í stað verndartollanna. Líkt og gert var með breiddargráðu ákvæðinu vegna landbúnaðar í Finnlandi og Svíþjóð. Ekki með heimsendaspádómum og linnulausum hræðsluáróðri um endalok íslenskrar landbúnaðarframleiðslu, líkt og nú er haldið gangandi.

Tækifærin eru til staðar. Þau felast í auknu alþjóðasamstarfi en ekki einangrunarhyggju þeirri sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur boða nú. Stórum hópi opinhuga kjósenda í kringum miðju stjórnmálanna til mikilla vonbrigða.

Enda hafa báðir flokkarnir og formenn þeirra á öðrum tíma viðurkennt og talað fyrir upptöku annarrar myntar en krónu. Gjaldmiðils sem færði okkur afnám verðtryggingar, stöðugleika í gengismálum og varanlega lága vexti í stað sveiflnanna sem við höfum mátt þola og búa við áratugum saman."

Allur pistill Björgvins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband