Leita í fréttum mbl.is

Formaður ungra framsóknarmanna íhugar úrsögn

Á RÚV.i segir: "Formaður Sambands ungra framsóknarmanna íhugar alvarlega að segja sig úr Framsóknarflokknum vegna óánægju með stefnu flokksins. Hann á von á að fjöldi ungra framsóknarmanna muni segja sig úr flokknum, en varaformaður sambandsins og gjaldkeri hafa nú þegar sagt skilið við hann."

Og síðar segir: "Sigurjón Norberg Kjærnested, formaður SUF, segir mikla óánægju meðal ungra frjálslyndra framsóknarmanna. Flokkurinn hafi breytt um stefnu en loforð um ný vinnubrögð í pólitík hafi verið brotin.

Sigurjón íhugar alvarlega að segja sig úr flokknum vegna þessa og telur að fjöldi ungra frjálslyndra framsóknarmanna segi skilið við flokkinn á næstunni. Brotthvarf Guðmundar Steingrímssonar úr flokknum hafi verið kornið sem fyllti mælinn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri það að ungir Framsóknarmenn samþykki ályktun þar sem þeir hvetja til inngöngu í ESB.

En auðvitað er hægt að gefast upp og hætta. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 19:25

2 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Vissulega góð hugmynd Stefán. En sú lýsing sem kom fram í viðtalinu við formann ungra framsóknarmanna í kvöldfréttum var ekki falleg. Hljómaði eins og lýsing á einbeittri valdaklíku. Sumir ná einfaldlega að koma sér vel að þeim kjötkötlum sem þeir ætla sér! Ef okkur á að takast að bæta stjórnmálamenningu þessa lands er þetta ekki gott starfsumhverfi fyrir ungt fólk, sem þarf samkvæmt hugmyndafræði tveggja ungra leiðtoga að búa við verðtryggingu, verðbólgu og sveiflur í framtíðnni. Glæsilegt, ekki satt?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 24.8.2011 kl. 21:52

3 identicon

Ég þekki ekki ungliðastarf á Íslandi en ég þekki það í Þýskalandi.  Það geta allir lagt frá ályktun á funum.  Svo þarf bara að kjósa.  Ef það er ekki meirihluti, þá er hún ekki samþykkt.

Ansi margar samþykktir ungra sósíaldemókrata er á skjön við stefnu SPD.

Það virðist algerlega vanta á Íslandi.  þegar jafnaðarmenn voru í stjórn, þá voru ungir jafnaðarmenn alltaf að álykta gegn stefnu flokksins.  Ungir VG láta ekki heyra í sér og ungir jafnaðarmenn ekki heldur.  Ungir jafnaðarmenn ættu t.d. að krefjast þess að fjórfrelsinu væri komið á aftur á Íslandi, en það gera þeir ekki. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband