Leita í fréttum mbl.is

Hversu lágt er hægt að leggjast?

Hún er nokkuð "athyglisverð" greinin sem foringi íslenskra Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður í þokkabót, skrifar í Morgunblaðið í dag. Greinin fjallar að sjálfsögðu um ESB-málið.

Ásmundur kemur með gamlar tuggur um fæðuöryggi, aðlögun og annað sem nei-sinnar hafa verið að hamra á í málefnafátæktinni.

En kannski það alvarlega í grein Ásmundar er sú staðreynd að hann sakar forseta ASÍ Gylfa Arnbjörnsson og Dr. Þórólf Matthíasson um að vera svokallaða leigupenna:

"Þessir og fleiri leigupennar virðast alltaf vera til staðar þegar nauðsynlegt er að verja vondan málstað. Þjóðin lætur hinsvegar ekki segjast og skoðanakannanir sýna að Íslendingar taka málefnalega umræðu fram yfir pólitískan áróður ættaðan frá ESB. Það er vonandi að svo verði áfram."

Þarf Ásmundur ekki að færa sannanir fyrir máli sínu þegar hann ber á borð jafn alvarlegar ásakanir sem þessar?

Hve lágt er hægt að leggjast?

Ekki er þetta allvegana til þess fallið að hefja umræðuna á hærra plan!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Mennirnir 2, Gylfi og Þórólfur hafa farið út og suður verjandi fullveldisafsal og kúgunarsamninginn ICESAVE gegn eigin þjóð.  Og það verjið þið vissulega. 

Elle_, 24.8.2011 kl. 19:56

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

ElleEricson. Í fyrsta lagi þá felst ekkert fullveldisafsal í því að ganga í ESB. Láttu ekki lýðskrumara meðal ESB andstæðinga ljúga öðru eins bulli að þér.

Í öðru lagi þá fer því fjarri að við sem vildum samþykkja Icesave samningin höfum verið að taka hagsmuni annarra fram yfir hagsmuni okkar Íslendinga. Þetta var byggt á mati okkar á því hvað væri skynsamlegast að gera út frá hagsmunum Íslands. Það kemur ekki í ljós fyrr en endanlegur dómur er fallinn í málinu hvort við höfum haft rétt fyrir okkur í því eða ekki. Það er útilokað að segja til um það núna hvort niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunar var skynsamleg úr frá hagsmunum Íslands eða ekki.

Sigurður M Grétarsson, 24.8.2011 kl. 20:50

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sig. Grétarsson: "Ífyrsta lagi þá felst ekkert fullveldisafsal í því að ganga í ESB. Láttu ekki lýðskrumara meðal ESB andstæðinga ljúga öðru eins bulli að þér."

Ef Sigurður talar ekki gegn betri vitund, er hann illa upplýstur. Skoðanasystkinum hans, umboðslausum, í "stjórnlagaráði" var mikið niðri fyrir að koma einmitt ákvæði um fullveldisframsal inn í drög sín að stjórnarskrá. Mönnum þótti sumum orka tvímæli, hvert EES-samn. feli í sér fullveldisframsal, en engum upplýstum mönnum blandast hugur um, að inntaka landsins í ESB myndi fela í sér slíkt framsal.

Svo alvarlegt er framsalið, að rétt er að kalla það AFSAL alls ÆÐSTA löggjafarvalds í hendur ESB-valdastofnunum.

Sbr. einnig grein eftir Harald Hansson: Ísland svipt sjálfsforræði.

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 21:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gaupnir vestra góndi,
grænn og vinstri bóndi,
rauðar átti rollur tvær,
riðuveikar báðar þær.

Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 21:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núna semjum við Íslendingar EKKI þau lög sem við tökum upp samkvæmt aðildarsamningi okkar að Evrópska efnahagssvæðinu.

Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.


Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 22:01

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Áfram heldur þú með bullið og vitleysuna. Staðreyndin er sú að ESB er skipað kjörnum og skipuðum fulltrúum aðildarríkja ESB.

Þar að leiðir þá er fullveldið alltaf hjá aðildarríkjum ESB og engum öðrum.

Þær fullyrðingar sem þú setur fram um þetta atriði eru ósannar og standast ekki nánari skoðun og hafa aldrei gert það.

Jón Frímann Jónsson, 24.8.2011 kl. 22:39

7 identicon

Jón Valur:  Ef þýska þingið neitar að samþykkja að ESB gefi út sameiginlegt  skuldabréf, verður landinu þá hent út úr ESB eða kært eða verður gert annað samkomulag?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 22:44

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur Jensson. Þegar þú ert að ásama aðra um að annað hvort tala gegn betri vitund eða vera illa upplýstur um ESb þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi. Ég minnist þess ekki oft að hafa séð þig fara rétt með staðreyndir um ESB. Það á ekki hvað síst við stóryrtar yfirlýsingar þínar um mein fullveldissafsal með inngöngu í ESB.

Með inngöngu í ESB höfum við mun meiri áhrif á þróun í Evrópu en við getum gert utan ESB. Hvort sem við erum innan eða utan ESB þá hefur þróunin í Evrópu veruleg áhrif á þróun mála hjá okkur enda erum við Efrópuþjóð og munum alltaf verða mjög háðir viðskiptum og öðrum samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Við munum því hafa meiri áhrif á okkar brýnustu hasmunamál sem fullgildir aðilar að santökum Evrópuþjóða en utan þeirra.

Þó það þurfi að breyta vissum ákvæðum í fullveldiskafla stjórnarskrárinnar til að við getum orðið aðilar að ESB þá gerir það ekki eitt og sér aðild að eihverju fullveldisafsali. Fullyrðingar um slíkt er ekkert annað en orðhengilshæáttur.

Og Jón. Svo er rosalega gott að geta tjáð sig á bloggsíðum annarra hjá manni sem miskunarlaust lokar á menn á sinni eigin bloggsíðu fyrir það eitt að vera sér ósammála. Það hef ég og margir aðrir fengið að reyna. Þá er ég ekki að tala um menn sem hafa talað óviðurkvæmilega til dæmis með ókurteysi, skítkasti, að skrifa út fyrir efnið eða annað sem réttlætt gæti lokun. Ég er að tala um menn eins og mig sem þú hefur lokað á fyrir það eitt að vera ósammála þér. Er einhver von um að þú breytir um stíl hvað það varðar?

Sigurður M Grétarsson, 24.8.2011 kl. 23:04

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef ekki svar við því, Stefán, og er of þreyttur til að gá!

Jæja, JFJ, er ESB skipað kjörnum og skipuðum fulltrúum aðildarríkja ESB? Og hvernig þá? Ísland fengi 1/125 þingmanna í Strassborgar-ESB-þinginu 5 af 750), en atkvæðavægi okkar í ráðherraráðinu, sem ræður m.a. "reglunni" óstabílu um hlutfallslegt stabílítet fiskveiða, yrði einungis um 1/1666 eða 0,06%. Eða varstu ekki búinn að lesa þessa grein mína: Evrópubandalagið leggur snörur sínar. Hér eru YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA afhjúpuð!?

Steini, allar skoðanakannanir hjá Gallup og MMR frá ágúst 2009 (samtals 10) sýna yfirgnæfandi andstöðu við ESB-inngöngu/aðild, eins og ég hef rakið hér á a.m.k. einni nýlegri vefslóð ykkar. Hitt er rétt, að það slysuðust ýmsir afleitir þingmenn inn á þing undir vorið 2009 í öllum búsáhaldabyltingaræsingnum,en sú bylting hefur síðan verið að éta börnin sín -- ekki fá ÞAU úrlausn -- sú skásta er víst: borgaðu 110 prósent! Margir sjá eftir kjöri þessara þingmanna, við getum hengt okkur upp á það!

PS. Júlí 2011: Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds!

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 23:21

11 identicon

Jón Valur:  Þetta áttu að vita án þess að þurfa að gá.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:22

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður, orð þín um fullveldisafsalið standast ekki.

Lestu þennan texta úr aðildarsamningi Svíþjóðar, Finnlands, Austurríkis o.fl. ríkja (okkur yrði ekki hlíft við þessu!), sem ég vísaði á í innleggi mínu hér kl. 21.20 (og hér feit- og skáletra ég það, sem fremur öðru felur í sér augljóst afsal æðsta lagavalds í hendur löggjafarstofnana ESB og það með þeim hætti, að íslenzk löggjöf, sem rækist á ESB-lög, yrði hvarvetna að lúta í lægra haldi, og reyndu ekki að neita þessu!):

"... in joining the European Union, the applicant States accept, without reserve, the Treaty on European Union and all its objectives, all decisions taken since the entry into force of the Treaties establishing the European Communities and the Treaty on European Union and the options taken in respect of the development and strengthening of those Communities and of the Union;"

"... it is an essential feature of the legal order introduced by the Treaties establishing the European Communities that certain of their provisions and certain acts adopted by the institutions are directly applicable, that Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it, and that procedures exist for ensuring the uniform interpretation of Community law; whereas accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these rules, observance of which is indispensable to guarantee the effectiveness and unity of Community law."

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 23:29

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þessi "procesures!" sem eru til, þ.e. túlkunar-afgreiðsluferli á lagalegum ágreiningi, yrði hjá ESB-dómstólnum, ekki hjá okkur. ESB áskilur sér ekki aðeins að þess lög og reglugerðir fái að "reign supreme", heldur líka, að þegar "aðildarríkið" myndi reyna að gera ágreining og segja, að árekstur laga þess og laga ESB væri óverulegur eða enginn, þá tekur ESB sér líka túlkunarvaldið um það, hvort þetta verði viðurkennt eður ei!

En þú átt víst eftir að vera í þinni afneitun nokkur misserin enn.

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 23:35

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

PROCEDURES !

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 23:35

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir traustið, Stefán! En í þessum Þýzkalandsmálum eru aðrir sterkari á svellinu en ég, t.d. Loftur (er hann nokkuð bannaður hér?!) eða Gústaf Skúlason eða Vendetta eða Guðm. Jónas, sem er mjög hrifinn af Þýzkalandi -- þar sem reyndar var aðeins 0,1% hagvöxtur á 2. fjórðungi þessa árs -- já, í sjálfum Edensgarðinum í Paradís!

Ekki fer ég í háttinn fyrr en ég hef nefnt þetta: Í grein Ásmundur Einar Daðasonar í Mbl. í dag: Tilgangurinn helgar meðalið [ekki hjá honum, heldur hjá sumum samherjum ykkar, að hans sögn], er samhengið talsvert upplýsandi um þau ummæli, sem þið gerið hér efst að ykkar umræðu- og kvörtunarefni. Samhengið sýnir hugsun Einars sem skiljanlegri en þið viljið vera láta:

"... Lögð er mikil vinna í að búa til fréttir þess efnis að kjötskortur sé í landinu og að þeir sem starfi við matvælaframleiðslu séu ógn við íslenskt samfélag. Ekkert er til sparað í þessum leiðangri, fjölbreytt áróðurstæki notuð, fjármagn frá gömlum útrásarvíkingum gegnum innlenda fjölmiðla og ótakmarkaðir styrkir frá Brussel. Í framhaldinu á væntanlega að draga upp fagra mynd af gjörspilltu styrkjakerfi ESB í landbúnaðarmálum sem töfralausn á þessum tilbúna vanda.

Í þessum málum helgar tilgangurinn meðalið og leigupennar Samfylkingarinnar eru strax kallaðir til, þar eru félagarnir Gylfi Arnbjörnsson og Þórólfur Matthíasson í broddi fylkingar. Þeir voru fengnir til að spá heimsendi ef Icesave yrði hafnað, þeir börðust af krafti gegn leiðréttingu á skuldum heimilanna, þeir vilja alls ekki að verðtryggingin verði afnumin og nú beita þeir sér af krafti fyrir því að rýra trúverðugleika innlendrar matvælaframleiðslu vegna ESB-vegferðarinnar. Þessir og fleiri leigupennar virðast alltaf vera til staðar þegar nauðsynlegt er að verja vondan málstað. ..."

Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 23:44

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Meiri hlutinn ítrekar að öll aðildarríki Evrópusambandsins njóta almennrar viðurkenningar sem sjálfstæð og fullvalda ríki á alþjóðavettvangi.

Því er ekki um það að ræða að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu feli í sér að landið hafi glatað stöðu sinni sem sjálfstætt og fullvalda ríki.

Má raunar benda á að síðustu áratugi hefur sjálfstæðisbarátta margra ríkja beinst að því að öðlast alþjóðlega viðurkenningu á fullveldi einmitt til að geta sem frjáls og fullvalda ríki tekið þátt í alþjóðasamstarfi annarra frjálsra og fullvalda ríkja.

Á þetta ekki síst við um sjálfstæðisbaráttu ríkja í Evrópu síðustu tvo áratugina. Einnig er á stundum vísað til þess að mikilvægt sé fyrir ríki að endurheimta og treysta fullveldi sitt til þess að taka þátt í alþjóðasamstarfi á eigin fótum."

Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 00:14

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ísland myndi fara með 0,06% atkvæðavægi í ráðherraráðinu, já, líka í atkvæðagreiðslum um mál sem snerta þetta land framar öllum öðrum!

Jón forseti Sigurðsson taldi það af og frá, að við gætum samþykkt að verða þátttakendur í þingi Stórdana, þar sem við fengjum 1/25 atkvæðavægis. En YKKUR þykir sjálfsagt, að við fáum 1/125 atkvæðavægis í ESB-þinginu í Strassborg og Brussel og 1/1666 (ö,06%) atkvæðavægi í þvi ráðherraráði ESB í Brussel, sem er EKKI SÍÐUR LÖGGJAFARVALDSSAMKUNDA en ESB-þingið!

Og þessi mál fara m.a.s. versnandi. Merkel og Sarkozy og margir aðrir í valdastétt ESB vilja AUKA fullveldisframsal meðlimaríkjanna -- t.d. gefa ESB æðsta vald yfir ýmsu varðandi fjárlög þerra.

Fylgizt með, hættið að endurtaka ykkur!

Og góða nótt.

Jón Valur Jensson, 25.8.2011 kl. 00:31

18 Smámynd: Grásleppan

verið ekkert að véfengja Jón Val, hann veit hvað í sér syngur, sérstaklega þegar kemur að ESB!
Maðurinn er gangadi alfræðiorðabók þegar kemur að ESB.
Það sama má ekki segja um menn eins og Eirík Bergmann sem hafa ekki hundsvit á ESB.

Grásleppan, 25.8.2011 kl. 00:36

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

SKOÐANAKANNANIR.

"24. October 2005

Least corruption in Iceland


Iceland ranks #1 of 159 countries
included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005. Iceland's CPI 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."

News - Least corruption in Iceland

Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 00:38

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í alþingiskosningunum 25. apríl 2009 fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.

Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.

Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að einhver geti núna FULLYRT hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009


Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars

Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 00:50

21 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Jón Valur Jensson, 24.8.2011 kl. 23:21, Þetta er ekkert voðalega flókið.

Ísland fengi sama fjölda Evrópuþingmanna og Malta (400,000 manns). Sú tala er 6 Evrópuþingmenn. Evrópuþingmenn eru kosnir í beinni kosningu af viðkomandi aðildarþjóð.

Íslendingar fengu 1 mann í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þessi aðili er skipaður af ríkisstjórn viðkomandi aðildarríkis.

Síðan sitja Ráðherrar í Ráðherraráðinu eftir málaflokkum.  Þessir aðilar eru kosnir af þjóð viðkomandi ríkis.

Síðan er Evrópusambandið bara með hefðbunda starfsmenn eins og aðrar stofnanir sem vinna sína vinnu en hafa ekkert með aðra ákvarðanartöku að gera.

Evrópusambandið hefur ennfremur tryggt þjóðþingum aðildarríkjanna umsagnar-rétt um þær tillögur sem Framkvæmdastjórn ESB leggur fram áður en þær verða að lögum.

Evrópuþingið heldur ennfremur reglulega fundi með þjóðþingum aðildarríkja ESB.

Allt það sem kemur frá þér Jón Valur er flokkað sem rusl og afgreitt sem slíkt. Enda hefur þú ekki vanið þig í að segja satt um Evrópusambandið í blogg pistlum þínum á internetinu (sem þú bannar síðan öllum sem vita betur að skrifa athugasemdir við).

Ákvarðanir í Ráðherraráði Evrópusambandsins eru yfirleitt alltaf samþykktar með öllum samhljóða atkvæðum. Það er mjög sjaldgæft að gripið sé til kosninga í Ráðherraráðinu, þó svo að slíkt geti gerst einstaka sinnum.

Í núverandi kosningakerfi Ráðherraráðs Evrópusambandsins þá mundi Ísland hafa 0,9% af heildar atkvæðum. Nákvæmlega það sama og Malta hefur í dag (ég hef enga ástæðu til þess að áætla neitt annað).

Staðreyndin er mjög augljós. Jón Valur fer með rangt mál, og hann fer viljandi með rangt mál hérna. Heiðarleikinn er enginn og verður það væntanlega aldrei.

Jón Frímann Jónsson, 25.8.2011 kl. 01:22

22 identicon

Jón Valur:  Mér finnst áhugavert að þú talar um fullveldisafsal og að öll ákvarðanataka fer til Brussel.  Samt sem áður veist þú ekki hvað gerist ef þýska  þingið neitar að samþykkja ákvarðanir frá Brussel.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 05:21

23 Smámynd: Elle_

A country cannot be expelled from the EU. On the other hand, it is possible for certain of a country’s rights in the EU, including voting rights in the Council, to be suspended. 

http://www.eu-oplysningen.dk/euo_en/spsv/all/20/

Elle_, 25.8.2011 kl. 12:29

24 identicon

Elle:  Hvenær á þetta ákvæði við?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 12:37

25 Smámynd: Elle_

Geta þeir ekki bara gert það sem þeir vilja með æðsta valdið sitt?

Elle_, 25.8.2011 kl. 12:59

26 identicon

Nei, það er ekki hægt.  Það er ekki gert því það er ekki hægt.  Þetta er ekki alræði heldur lýðræði.

Þar sem lýðræðislega kjörnnir menn koma saman. 

Ég mæli með því að þú skoðir ensku útgáfurnar af spiegel eða stern.  Þá sérðu deilurnar í Þýskalandi vegna þess hvað Merkel er búin að samþykkja í Brussel því nú er komið að því að kjósa um það í Berlín.

Lýðræði. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband