Leita í fréttum mbl.is

Nei-sinnar óttast góðan gang aðildarviðræðna!

EyjanEyjan skrifar: "Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir það mikla ráðgátu hvers vegna andstæðingum Evrópusambandsins er svo mjög í mun að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning. Líklegast er að þeir séu hræddir um að viðræðurnar gangi mun betur en búist hafi verið við.

Var ráðherrann í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem Evrópusambandsaðildin var meðal annarst rædd. Sagði Össur þar að viðræðurnar gengju vonum framar í erfiðustu málaflokkunum og Íslendingar fengju hrós fyrir góðan undirbúning viðræðanna."

Versta "sena" Nei-sinnanna: Að aðildarviðræður gangi vel! Segir nokkuð um hugarfar þeirra!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sammála er ég þer Jón Valur fá Davið Oddson við stjórnvölin aftur það væri það besta sem gæti gerst eins að Forsetinn tæki sig til myndi rjúfa þing og boða til kosninga full ástæða er til þess.Við stjórnvölin eru landráðamenn sem ganga erinda Evrópusambandsins sem gerði efnahagsárás á landið þettað er grafalvalegt mál og næg ástæða til að slíta viðræðum við þá strax og rýma stjórnaráðið.Og af þessum stjórnmálamönnum mörgum veit maður ekkert hverjum er treystandi eftir það sem á undan er gengið og Samfylkingin er bara pólitískur viðbjóður

Örn Ægir Reynisson, 13.9.2011 kl. 17:30

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Málið er einfalt NEI sinnar vita hvað er í gangi eftir það sem á undan er gengið Evrópusambandið stóð fyrir efnahagsárás á landið í framhaldinu átti að knýja gjaldþrota landið í sambandið með því færðust yfirráð yfir öllum auðlindum landsins til Brussel.

Málið er einfalt við höfum ekkert við ríkjasamband að tala sem kemur svona fram þegar búið er að stöðva aðildarviðræður og hreinsa stjórnaráðið út ætti að fara í að endurskoða EES samningin en vegna hans gat Evrópusambandið gert hér út efnahagsböðla með þekktum afleiðingum.Málið er að við erum vegna EES samningsins orðnir allt og háðir þessu ESB með markaði og munu þeir líklega miðað við reynsluna af þeim eftir hrun nota þá stöðu til að kúga okkur í framtíðinni.

SLÍTA VIÐRÆÐUM STRAX VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ RJÚFA ÞING OG BOÐA TIL KOSNINGA ÞESSI RÍKISSTJÓRN STARFAR EKKI FYRIR ÍSLENDINGA HELDUR ESB

Örn Ægir Reynisson, 13.9.2011 kl. 17:45

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Mikiðn er ég sammála smáfuglunum

„Mér er hulið hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsaðildar vilja ekki af þjóðin fái að kjósa“ sagði Össur Skarphéðinsson í viðtali í gærdag. Það var Össuri hins vegar ekki jafn hulið þegar hann kaus sjálfur gegn því að Íslendingar fengju að kjósa um hvort sækja ætti um aðild að sambandinu.

Smáfuglarnir telja að hér sé kominn fram mesta hræsni seinni tíma í stjórnmálu

Örn Ægir Reynisson, 13.9.2011 kl. 17:51

4 identicon

Vá.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 18:19

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi óttast að þetta hérna verði kosningarniðurstaðan um aðildarsamninginn á Íslandi.

64,7% Já, 31,2% Nei.

Þetta er það sem þeir óttast, og munu koma með mikinn áróður til þess að koma í veg fyrir að aðildarsamningur Íslands og Evrópusambandsins verði samþykktur þegar þar að kemur.

Þetta er sem betur fer hlutur sem ekki einu sinni Jón Bjarnarson getur stoppað.

Jón Frímann Jónsson, 13.9.2011 kl. 19:06

6 Smámynd: Jón Sveinsson

það þarf ekkert að vera hvíðinn því þetta fer aldrei í gegn ekki frekar en síðasta nauð.

Jón Sveinsson, 13.9.2011 kl. 22:44

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Sannleikurinn er sagna bestur,hann höfum við þurft að draga upp úr lokuðum lygaskjóðum höfuðpaura þessarar stjórnar. Örn er að segja það,sem Íslendingum er efstí huga,það sem þeir þrá eftir þessa martröð, slíta viðræðum,boða til kosninga,er ekki mál til komið að við förum að sjá ljósið.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2011 kl. 04:37

8 identicon

Helga, ekki segja hvað ég hugsa.  Ég get hugsað sjálfur.  Einnig er ég hluti af þjóðinni.

Hluti Íslendinga vill ganga í ESB og hluti þjóðarinnar vill ganga í ESB.

Þetta eru pólitískar ákvarðanir, bæði að hefja viðræður alveg eins og að vilja ekki ganga í ESB.  Svo fara þeir að tala um vilja þjóðarinnar og vilja Íslendinga.  Þetta eru óábyrgar fullyrðingar sem enda með öfgum eins og við sjáum hér að ofan.   

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 04:55

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hluti Íslendinga vill ganga í ESB og hluti þjóðarinnar vill ganga í ESB.

Var þetta freudian slip hjá þér Stefán? það er nefnilega yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar sem EKKI vill ganga í ESB, en það er dálítið erfitt fyrir suma að viðurkenna það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2011 kl. 08:56

10 identicon

Ásthildur, ég var víst nývaknaður þegar ég skrifaði þetta;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 09:53

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin á fætur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2011 kl. 10:09

12 Smámynd: The Critic

Það sorglega er að sjálfstæðisflokkurinn heldur að hann sé að ná í atkvæði út á það að vera kominn með það á stefnuskránna að draga umsóknina til baka. Þeir átta sig ekki á því hversu marga sjálstæðismenn þeir etja til reiði með þessum þröngu skoðunum. Þessi undiskriftarlisti sem Bjarni Ben var með fyrstu mönnum að skrifa sig á setti alveg punktinn yfir i-ið.


Það er einhvað sem Sjálfstæðisflokkurinn er að fela, eitthvað sem Davíð Oddsson og óttast að komi í dagsljósið ef við göngum inn.

The Critic, 14.9.2011 kl. 10:27

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei sinnar eru kannski hræddir við of góðan samning 

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2011 kl. 13:38

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"fá Davið Oddson við stjórnvölin aftur það væri það besta sem gæti gerst "

LOL LOL LOL LMAO!!!!!!

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2011 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband