Leita í fréttum mbl.is

Össur í DV: Þjóðin vill kjósa um ESB

Össur SkarphéðinssonUtanríkisráðherra Íslands, Össur Skarphéðinsson, skrifar góða grein í DV í dag, fyrirsögnin er: Þjóðin vill kjósa um ESB.

Össur segir: "Skoðanakönnun Fréttablaðsins á mánudaginn sýndi enn og aftur að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ljúka samningaviðræðunum við Evrópusambandið. Í þremur könnunum blaðsins á síðustu 15 mánuðum hefur um 2/3 hluti Íslendinga sagst vilja fá að kjósa um ESBaðild. Skýrara getur það vart verið. Meirihluti íbúa á landsbyggðinni vill ljúka viðræðunum, innan Sjálfstæðisflokksins er hnífjafnt milli stuðningsmanna viðræðna og þeirra sem vilja hlaupa frá miðju verki, og um þriðjungur Framsóknar vill klára málið. Þrátt fyrir mikinn andróður formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðustu daga, og þaulskipulagða tilraun til að safna undirskriftum á netinu gegn viðræðunum, heldur íslenska þjóðin sínu striki. Mikill meirihluti er eftir sem áður sammála um að besta leiðin til þess að taka upplýsta ákvörðun um kosti og galla aðildar sé að sækja um aðild, semja um aðild og leyfa þjóðinni að kjósa. Það er réttlætismál. Það er skynsemi."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Leyfa að kjósa,til hvers,? Stjórnin nýtir undirförlu hæfileika sína og heldur áfram að troða okkur inn.sömu taktarnir og í Icesave.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2011 kl. 21:24

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helga..

það er enginn að reyna að troða okkur inn... vði förum einungis inn ef þjóðin vill það.

þú , ég, össur og allir Íslendingar fá að kjósa.

En það er gott að vita að þeir kverúlantar sem hafa hvað hæðst um að það þarf að hætta við viðræðurnar núna eru í miklum minnihluta.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2011 kl. 21:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kjósa fyrst og spyrja.  Þeir sem hafa hæst,vilja ekki frekar en ég að við látum fullveldið af hendi. Það er aðdáunarvert að sjá og heyra baráttu þeirra,svo er nú gáfaðisti ráðamaður þjóðarinnar einlægur ættjarðarvinur,þökkum öll fyrir Ólaf Ragnar Grímsson.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2011 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband