Leita í fréttum mbl.is

Magnús Orri Schram: Almenningur situr eftir

Magnús Orri SchramMagnús Orri Schram skrifar áhugaverðan pistil á Eyjuna um þá staðreynd að fjöldi íslenskra (stór)fyrirtæka, eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónu, flest í Evrum. Magnús skrifar:

"Hvað skyldu eftirtalin fyrirtæki eiga sameiginlegt ? Bakkavör, Actavis, Marel, Alcoa, Samherji, Norðurál, Össur, Landsvirkjun, HB Grandi, Síldarvinnslan, Íshúsfélagið, Þorbjörn, Vinnslustöðin, Hampiðjan, CCP, Vísir, Eskja, Bláa Lónið, Nikita, Latibær, Íslensk Erfðagreining og frá og með næstu áramótum Icelandair. Jú, þessi fyrirtæki og fleiri til, alls 37 fyrirtæki af 300 stærstu fyrirtækjum landsins, eiga það sameiginlegt að hafa horfið úr íslensku krónuhagkerfi og gera nú upp efnahagsreikninga sína í erlendri mynt. Þau hafa gefist upp á sveiflukenndu óvissuástandi og háum vöxtum íslenskrar krónu.

Það vekur athygli að á þessum lista eru 11 sjávarútvegsfyrirtæki með yfir 42% af úthlutuðu aflamarki en samtök þessara fyrirtækja (LÍÚ) berjast með kjafti og klóm gegn því að almenningur fá notið sömu kjara. Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveifla en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra; fiskvinnslufólk og sjómenn fái sömu kjör."

Síðar segir Magnús: "Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila. Það kemur því einkennilega fyrir sjónir að hluti þeirra sem hafa flúið krónuna, berjast gegn því að að almenningur fái einnig að taka upp nýjan gjaldmiðil og njóta lægri vaxta og meira öryggis. Það er forræðishyggja af verstu sort."

Pistillinn í heild sinni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er bara staðreynd að flottustu og bestu fyrirtækin okkar vilja í ESB. Þau sem skapa okkur mikla gjaldeyristekjur án þess að ganga á auðlindir okkar.

En Össur hf er farinn af íslenksu kauphöllinni, Marel að flytja höfustöðvar til Hollands og CCP eru orðnir langþeyttir á þjóðrembunni og óstöðugleikanum.... ef við viljum halda í óbreytt ástand þá munum við vera fiskiþjóð þar sem Íslendingar fjölga en kvótinn ekki og þar af leiðandi mun lífskjör Íslendinga skerðast mikið.

Svo höfum við nokkur erlend álfyrirtæki sem notfæra sér lágt orkuverð...... þetta er framtíðarsýn NEI sinna.

http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin

http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin

http://evropumal.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 00:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við látum ekki plútókratana (auðræðismennina) stýra okkur og heldur ekki þá sem eru bara að hugsa um evrusvæðismarkað -- þ.e. 17 ríkja (bráðum 16) af ca. 202 í heiminum. -- Lítið frekar á umræðu mína á annarri vefslóð á þessu ESB-bloggi ykkar, H É R ! og þar ofar. En þeir, sem halda að við myndum ekki missa af fullveldi okkar í ESB, ættu að nálgast slóðina varlega, kannski fá sér eitthvað styrkjandi áður.

Jón Valur Jensson, 16.9.2011 kl. 02:02

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

CCP eru að gera góða hluti í Kína og eru m.a með starfstöðvar þar að þróa tölvuleik fyrir Kína markað og allan heiminn.

Þetta evrusvæðismarkaðs kenningin þín á ekki við rök að stiðjast.

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1072800

Svö er Össur stórtækir í USA

http://www.ossur.is/Pages/393?NewsID=212

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 11:00

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Einu aðræðismennirnir sem eru eftir á Íslandi í dag eru ekki einstaklingar sem smíða gerfilimi eða tölvuleiki.

Þeir fá kvóta án endurgjalds hvern september frá þjóðinni og stórgræða. Þeir vilja ekki í ESB vegna þess að þeir vilja ennþá skara eld að sinni egin köku og gefa skít í almenning.

Ég er sammála þér jón valur. Með allavega eitt atriði.

Við eigum ekki að láta auðræðismennina (kvótakónga) stýra okkur. Þeir eiga ekki rétt að stoppa umsóknina að ESB. Klárum þetta ferli og kjósum JÁ.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 11:04

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Það er broslegt að fylgjast með ruglinu í kratagreyjunum í brusseláróðri sínum þið eruð búnir að

gjörtapa þessari innlimunartilraun í Evrópusambandið en haldið áfram velrænt eins maurar sem vinna vinnuna sína.Sjaiði virkilega ekki hvað er að gerast með evruna og Evrópusambandið? Þettað er algjörlega vonlaus barátta hjá ykkur í þágu ESB.Íslendingar eru ekki neinir vitleysingar nema helst þið krataflónin að hafa ekki vit á að hætta að reyna þessa vitleysu.

Örn Ægir Reynisson, 16.9.2011 kl. 17:26

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það þarf ekki að ganga í stórveldi til að breyta kvótakerfinu.

Það þarf, Sl. & H.! að velja nýja og betri menn í kosningum.

Þó hvorki Gumma litla né Gnarristana!

Jón Valur Jensson, 16.9.2011 kl. 17:54

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ÉG er ekki krati svo það sé á hreinu.. hef aldrei kosið XS og mun aldrei gera það.

En það þarf ekki ESB til að breyta kvótakerfinu. Ég sagði það aldrei.

Ég var að tala um allt annað í færslunni minni fyrir ofan.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband