Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll í DV: Krónan ekki sett á flot

Árni Páll ÁrnasonÁ vef DV segir , tilvitnun: "Árni Páll Árnason, viðskipta- og efnahagsráðherra, segir að krónan verði ekki sett aftur á flot. „Við þurfum að hafa einhverskonar takmarkanir á frjálsu gengi gjaldmiðilsins,“ segir hann í samtali við Bloomberg-fréttaveituna.

„Eina leiðin sem við getum treyst á að færi okkur algjörlega frjálsan aðgang er með upptöku evrunnar,“ segir í lauslegri þýðingu á ummælum Árna Páls en viðtalið fór fram á ensku. „Peningamálastefnan verður að gera okkur kleift að taka upp evruna ef við ákveðum að gerast aðilar að Evrópusambandinu.“

Talsmenn krónunnar segja hana bjargvætt, en hvar sést þessi stórkostlegi björgunarmáttur? Í hagvaxtartölum? Af hverju er ekki allt hér á blússandi siglingu vegna krónunnar?

Á Eyjunni er frétt þess efnis að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vilji höftin burt, krónan geti ekki lækkað meira. Við skulum vona að hann sé spámannlega vaxin í sambandi við þetta. Þjóðin þarf ekki og vill ekki annað gjaldmiðilshrun! Eitt er nóg, að eilífu!

Ps. Annars nokkuð magnað hvað menn eru byrjaðir að tala um á hinu háa Alþingi Íslendinga! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er áhugavert að evrópusamtökin styðja gjaldeyrishöft og áframhaldandi afnám fjórfrelsisins þangað til að það er þjóðinni til hagsbótar.

Þið skiljið ekki út á hvað ESB snýst og ættu að kynna ykkur bandalagið betur.

Ég er búinn að skrifa nóg um þetta en þetta fer ekki inn í ykkur.  Það er synd. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 18:08

2 identicon

Þetta segir Pétur Blöndal meðal annars á Alþingi.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20110916T185834&horfa=1 

Þið ættuð helst að hlusta á allar ræðurnar hans.  Hvað segja Samfylkingarmenn?  Uh, eh, ne, eiginlega ekki en nauðsynlegt án þess að rökstyðja það með nokkrum hætti nema með rakalausum hræðsluáróðir.

Svona svarar Mörður Árnason honum Pétri Blöndal því hann þorir ekki að gera það á Alþingi.

http://blog.eyjan.is/mordur/2011/09/15/loksins-loksins-asmundur-einar/

http://blog.eyjan.is/mordur/2011/09/16/thu-getur-thetta-vigdis/

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 18:12

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Stefán: Okkur vitanlega er engin stefna í gangi hjá samtökunm sem styður gjaldeyrishöft. Hér er hinsvegar sagt frá því hvað menn eru að segja um gjaldmiðilsmál.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.9.2011 kl. 19:58

4 identicon

Hvað finnst ykkur um það að gjaldeyrishöftin eru á móti EES samningnum?

Hvað finnst ykkur um það að einstaklingar sem bjuggu sér til framtíð sem byggði á EES samningnum skulu nú vera skildir útundan?

Hvað finnst Evrópusamtökunum um það að ekki sé hægt að byggja hús fyrir fjölskyldu sína heldur aðeins kaupa húsnæði?

Er EES samningurinn nú einskis virði þangað til að gengið er í ESB? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 20:01

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Geta ESB-sinnar verið sjálfumglaðir yfir evrunni?

Eftirfarandi auglýsing barst á enska vefsíðu mína í dag:

The Collapse of The Euro
The Euro is about to implode but that doesn't mean you can't profit.
MoneyMorning.com/Euro_Defaults

 

Jón Valur Jensson, 17.9.2011 kl. 20:13

6 identicon

Jón Valur, hefur þú ekki tekið eftir því að í Evrópu er deilt um leiðirnar?  Það eru allir Evrópusinnar.  Þeir einu sem tapa í kosningum í Þýskalandi eru þeir sem vilja að Grikkland verði gjaldþrota og yfirgefi ESB?  Það er FDP sem hefur tapað öllum þingmönnum á landsþingum í Þýskalandi.

En þetta er samt að verða ansi ruglað og minnir mikið á Ísland fyrir hrun.  Auðvitað hefði verið best að gera strax ráðstafanir og semja um skuldir Grikklands.  

En Jón Valur, hefur þú tekið eftir því að þegar einu landi er bjargað er annað land tekið fyrir?

Bankastarfsemi er sjúk og hún sést vel í þessu sambandi.

Evran sem slík mun ekki hverfa því það er of seint, en eitthvað verður að gerast og allir eru sammála um það.

Skiptir ekki máli hvort þú styðjir evru eða ekki eða hvort þú ert ESB sinni eða ekki.

Ég er sammála Rösler þegar hann segir að það verði að ræða gjaldþrot evrunnar.  Það eru margir ESB og evrusinnar sammála honum í því. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband