Leita í fréttum mbl.is

Kýpur styður aðildarumsókn Íslands að ESB

Eyþjóðin Kýpur lýsir yfir fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslands að ESB. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í dag. Á vef RÚV segir: "Utanríkisráðherra Kýpur, Erato Marcoullis, lýsti yfir stuðningi Kýpur við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, á fundi sem hún átti með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra. Þau hittust í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem allsherjarþing samtakanna fer nú fram.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Kýpur muni fara með formennsku í Evrópusambandinu á seinni hluta næsta árs, þegar búast megi við því að viðræður Íslands og Evrópusambandsins standi sem hæst um mikilvægustu kaflana í samningi um aðild."

Á Kýpur búa um 800.000 manns og tæp 80% íbúanna eru af grískum uppruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband