Leita í fréttum mbl.is

Bæjarins besta: Er ekki til mikils að vinna?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, skrifaði fyrir stuttu grein í Bæjarins besta á Ísafirði. Hann bendir á þá staðreynd að þrátt fyrir erfið vandamál í Evrópu, sé Evrópa sameiginlega að glíma við vandann. Í grein Gunnars segir:

"Engin lönd hafa reist tollamúra eða tekið upp verndarstefnu. Viðskipti rúlla á venjulegan hátt, fólk fer á milli landa á eðlilegan hátt. Það er engin spenna á milli ríkja Evrópu sem getur leitt til stríðsátaka. Einhvertímann hefði annað verið uppi á teningnum!

Því er hinsvegar ekki að neita að víða eru vandamál í Evrópu. En það er ekkert nýtt. Það eru einnig vandamál vestanhafs og það er heldur ekkert nýtt. Það eru líka vandamál á Íslandi, sem einnig er heldur ekkert nýtt. Við höfum t.d. áratugum saman verið að glíma við einn lífsseigasta draug Íslandssögunnar, verðbólgudrauginn. Honum hefur einnig fylgt annar draugur og það er vaxtadraugurinn.

Á lýðveldistímanum hefur verðbólga að meðaltali verið um 20% samkvæmt riti sem Seðlabanki Íslands gaf út á sínum tíma. Stýrivextir og aðrir vextir hafa einnig verið svimandi háir, sem afleiðing gjörða verbólgudraugsins. Sem er reyndar ekki bara draugur, heldur ófreskja sem hækkar verð á öllum sköpuðum hlutum og étur eiginlega peningana okkar!

Þetta hefur leitt til gríðarlegs kostnaðar fyrir fyrirtæki og heimili landsins. Almenningur á Íslandi hefur svo sannarlega fengið að ,,borga brúsann“ fyrir þetta. En er ekki kominni tími til að tengja Ísland við það vaxta og verðbólgustig sem tíðkast á meginlandi Evrópu?

Eða er það eitthvað „norm“ að Íslendingar eigi að hafa miklu meiri verbólgu og borga miklu hærri vexti en íbúar annarra Evrópulanda?

Niðurstaða aðildarviðræðna Íslands og ESB birtist almenningi í formi aðildarsamnings. Um hann á að kjósa. Sumir hérlendis vilja stoppa þetta mál og vilja ekki leyfa almenningi að kjósa um þetta mál. Með því vilja þeir þá til dæmis koma í veg fyrir raunhæfa tilraun til þess að mjaka Íslandi niður á það vaxta og verðbólgustig sem þekkist í Evrópu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband