Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarna í kynnisferð í Brussel

DV birti í gær Sandkorn þess efnis að Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra og einn helsti andstæðingur ESB, væri staddur í Brussel til að kynna sér málin. 

Í frétt DV segir: " Björn er jafnframt í framlínu Heimssýnar þar sem hann berst gegn Evrópu. Undanfarna daga hefur hann verið í Brussel til að skoða og skilgreina."

Því má svo bæta við að vefsíða sem Björn heldur úti ásamt Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, fékk fyrir skömmu styrk frá Alþingi, sem leiðréttist hér með, í upprunalegri færslu var sagt að styrkurinn væri frá ESB. Beðist er velvirðingar á þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hrunadans Evrópusambandsins

Netfang viðtakanda *Nafn sendanda
Skilaboð
* Einungis er nauðsynlegt að gefa upp netfang viðtakanda.

Sending tókst

Skilaboðunum hefur verið komið til skila.

Þessir samherjar eru eflaust sammála um að banna birtingu á lánshæfiseinkunn ríkja ESB. En ekki hvað.

Smáfuglarnir tóku eftir því að margt er líkt með hegðun valdsmanna ESB og stjórnenda Enron þegar það fyrirtæki dró sína síðustu andardrætti. ESB hefur nú lagt það til að banna birtingu á lánshæfiseinkunnum ríkja þar sem þær séu orðnar svo slæmar.

Hver er munurinn á því eða Enron sem faldi allar slæmar staðreyndir með bókhaldsbrellum? Hjá Enron var allt í topp málum þangað til daginn sem fyrirtækið, og lygin, gufaði upp. Hjá ESB á að skapa falska vitund um að ríkjum gangi vel með því að banna lánshæfismat þeirra. Hver er munurinn?

Örn Ægir Reynisson, 20.10.2011 kl. 19:15

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Meiri háttar uppreisn í þing­flokki Íhalds­flokksins-krefjast þjóðar­atkvæðis um aðild Breta að ESB



20. október 2011 klukkan 08:06

Daily Telegraph segir í dag, að David Cameron standi frammi fyrir mestu uppreisn í þingflokki Íhaldsflokksins frá því hann tók við embætti forsætisráðherra. Í næstu viku verða greidd atkvæði í brezka þinginu um tillögu, sem gerir ráð fyrir að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretar segi sig úr ESB eða endursemji um aðild sína. Nú þegar hafa 46 þingmenn Íhaldsflokksins lýst sig samþykka tillögunni. Hún er hins vegar ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina.

Blaðið segir að enn sé um það rætt í Downingstræti hvort beita eigi flokksaga í málinu og fyrirskipa öllum þingmönnum flokksins að greiða atkvæði. Samkvæmt starfsreglum þingflokksins varðar það brottrekstri ef slíkum fyrirmælum er ekki fylgt.

Kjarninn í gagnrýni þingmanna á aðild Breta að ESB er að um mikla valdatilfærslu hafi verið að ræða frá London til Bussel, jafnvel svo mjög að í Brussel séu teknar ákvarðanir um hvort sykursjúkir Bretar megi aka bíl.

Örn Ægir Reynisson, 20.10.2011 kl. 19:17

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

SOVÉT ESB

Bandarísk lánshæfismats­fyrirtæki bannfærð í Evrópu!

Styrmir Gunnarsson
20. október 2011 klukkan 10:36

Er ekki nokkuð langt gengið að banna alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum að birta skoðun sína á lánshæfi einstakra evruríkja á krísupunktum eins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill gera?! Er það hægt? Hvernig í ósköpunum á að framkvæma bannið? Er hægt að banna fjölmiðlum í Evrópu að birta slíkar fréttir? Og hvernig á að refsa fyrirtækjunum ef þau hafa bannið að engu?

Eins og fram kemur í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag segir Financial Times Deutschland, að Michel Barnier, sem sæti á í framkvæmdastjórn ESB, hafi látið vinna drög að tillögum um slíkt bann og að þær tillögur eigi að leggja fyrir Evrópuþingið og þjóðþing einstakra aðildarríkja í nóvember.

Það er auðvitað ljóst, að möt lánshæfismatsfyrirtækjanna hafa farið mjög í taugarnar á forráðamönnum ESB og einstakra aðildarríkja þess á undanförnum mánuðum og misserum. Þeir hafa talað um nauðsyn þess að brjóta á bak aftur einokun þriggja bandarískra fyrirtækja á þessum markaði. Það hafa komið fram hugmyndir um að setja evrópskt fyrirtæki þessarar gerðar á fót o.sv. frv. Forráðamenn ESB eru ekki einir um að láta þetta fara í taugarnar á sér. Kínverjar hafa sett upp eigið matsfyrirtæki og sjá ekki ástæðu til að Bandaríkjamenn einokun þennan markað.

En eitt er að vera þeirrar skoðunar að fleiri aðilar eigi að koma til skjalanna í slíkri matsgerð. Annað er að ætla sér að banna einhverjum aðilum að hafa skoðun á lánshæfi einstakra ríkja í Evrópu og að láta þá skoðun í ljósi.

Hvað verður bannað næst?

Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig Evrópusambandinu reiðir af í bannfæringu sinni á bandarískum lánshæfismatsfyrirtækjum!

SG

Örn Ægir Reynisson, 20.10.2011 kl. 19:20

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Evran tapar stuðningi Delors

Hann er kallaður faðir Evrópusambandsins og ekki að ástæðulausu. Jacques Delors var forseti framkvæmdastjórnarinnar 1985-1995. Í hans valdatíð var Maastricht samningurinn saminn; EBE lagt niður og ESB stofnað, innri markaðurinn varð til, fjórfrelsið, Schengen undirritaður og tólf-stjörnu fáninn tekinn upp, svo sumt af því helst sé nefnt. Og svo auðvitað evran.

Gefur ESB falleinkunn

Delores varð fyrsti forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar það kom í stað gamla Efnahagsbandalagsins í nóvember 1993. Enginn hefur efast um stuðning Delors við „Evrópuverkefnið", en nú er hann sjálfur farinn að efast. Svo mjög að hann gefur stjórnendum ESB falleinkunn, segir þá skorta bæði ráð og framtak. Þeir ráða ekki við verkefnið. Hann vill bjarga ríkjum undan evrunni og segir Evruland standa á hengiflugi.

Frelsum ríki undan evrunni

Delores vill að samningum sé breytt þannig að ríki geti komist út úr myntsamstarfinu, losað sig við evruna og tekið aftur upp alvöru gjaldmiðil. Grikkir setja hugmyndir Delors í dramatískan búning, að þær gangi út á að reka ríki úr evrunni. Hugmyndir föður ESB eru um leið aðvörun til annarra jaðarríkja um að vaða ekki út í evrusvaðið.

Íslenskir kratar í eigin heimi

Á meðan halda íslenskir kratar áfram að telja sjálfum sér trú um dásemdir Sambandsríkisins ESB, eins og þeir séu ekki í neinu sambandi við umheiminn og veruleikann. Árni Páll lætur ekkert tækifæri ónotað til að tala niður krónuna og dásama evruna, sem nú ógnar efnahagslífi alls heimsins. Ótrúlegt!

Örn Ægir Reynisson, 20.10.2011 kl. 19:26

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Copy/paste hvar er Steini?

Örn Ægir Reynisson, 20.10.2011 kl. 19:27

6 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Steini er líklega kominn í áfallameðferð ;p

Anna Grétarsdóttir, 20.10.2011 kl. 20:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið þar hann Bíbí brosti,
í Brussel allir nú í losti,
úr Kalda stríðsins fimbulfrosti,
í franskt rauðvín með brauði og osti.

Þorsteinn Briem, 20.10.2011 kl. 22:07

8 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

SB:

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 20.10.2011 kl. 22:29

9 Smámynd: Elle_

Pistillinn er ein stór lygi.  Skáldsaga um styrk alþingis til Evrópuvaktarinnar.  Styrkurinn er ekki frá evrópska veldinu þó þið séuð kannski sjálfir með mútur þaðan.  Þaðan heldur lygaþvælan áfram um einn mann.  Þó þið styðjið hrollvekjuflokk Jóhönnu er óþarfi að ráðast að manni fyrir að vera andvígur evrópsku yfirtökunni og hafa verið í öðrum flokki.   

Elle_, 21.10.2011 kl. 00:08

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist á Björn og Styrmi með ósannindum.

Alþingi úthlutaði 27 milljónum króna vegna ESB umræðunnar. Þeirri fjárhæð var skipt jafnt á milli með- og móti-hreyfinga. Evrópuvaktin fékk hluta þessa fjár (sjá hér).

Peningarnir komu ekki frá Brussel, heldur frá íslenskum skattgreiðendum og úthlutað samkvæmt reglum sem Alþingi setti.


Fylgjast forráðamenn Evrópusamtakanna svona illa með eða er viljandi farið með rangt mál? Kunnið þið ekki að skammast ykkar? Og svo þykist þið vilja "málefnalega umræðu" um Evrópusambandið!

Haraldur Hansson, 21.10.2011 kl. 01:17

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þó sá styrkur sem Evrópuvaktin fékk komi úr sjóðum ESB, eru hann vegna EES samningsins og kemur ekkert því mútufé við sem ætlað er til áróðursmaskínu ESB. En þetta viljið þið hér hjá Evrópusamtökunum auðvitað ekki skilja.

Það er hægt að fylgjast með ferð Björns til Brussel á Evrópuvaktinni, þar skrifar hann marga pistla um ferðina. Þessir pistlar eru fróðlegir og góðir yfirlestrar öllum, bæði andstæðingum sem aðildarsinnum.

Það er annars gleðilegt að Örn Ægir skuli hafa nennt að sýna fram á fáráðnleik Steina Briem í athugasemdum við þetta blogg. Sú leiðinlega árátta hans að vera eilíft með copy/paste um atriði sem oft kemur efni greinanna ekkert við, hefur hrakið margan mannin frá því. Varla er það tilgangur bloggsins.

Eins og Örn Ægir sýnir fram á, þá er auðvelt að fylla athugasemdadálkana af svona bulli, á hvorn veginn sem er.

Reyndar finnst mér þó þær athugasemdir sem Örn setur hér inn vera nokkuð skynsamari en bullið frá Steina!

Gunnar Heiðarsson, 21.10.2011 kl. 06:09

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er hið besta mál að fræða alþýðuna um ESB.

Þá sérstaklega á landsbyggðinni því þar eru ranghugmyndirnar mestar.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.10.2011 kl. 11:32

13 Smámynd: Elle_

Elle_, 21.10.2011 kl. 22:47

14 Smámynd: Haraldur Hansson

Gott að Evrópusamtökin leiðréttu villuna og báðust velvirðingar.

Spurning hvort Pressan og vinir Egils geri slíkt hið sama, en ég tel útilokað að DV leiðrétti neitt. Þeir eru of uppteknir af því að sakfella formenn og vera töffarar, til að láta sig sannleikann varða.

Haraldur Hansson, 21.10.2011 kl. 23:08

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Grein Styrmirs er menguð af þjóðrembu og mikilmennskubrjálæði. Það var Ísland sem sótti um ESB.... ekki öfugt.

Svo er Kína með 1,3 milljarða íbúa. Ef einn af þeim vill kaupa land á Íslandi þá er þetta stórveldi ekki að "sýna okkur áhuga".

Hvernig gat þessi drengur verið ritsjóri moggans....

Sleggjan og Hvellurinn, 22.10.2011 kl. 08:49

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Björn Bjarna er svo betur fer mun gáfaðari en Styrmir.

Það er mitt mat að Björn beytir vísvitandi blekkingum en ekki heimsku til að blekkja NEI-sinna einsog Elle.

Punkturinn með grein Björns er þessi setning

"„Tímasett áætlun“ jafngildir kröfu um aðlögun."

Þetta er bara rugl. Hann er í sjokki vegna þess að ESB er ekki að krefjast aðlögun heldur áætlun um hvernig vil viljum breyta stjórnsýslunni EF ÍSLENDINGAR SEGJA JÁ. Hans helst aðlögunarrök er runnið í sjóinn.

Hvað gera bændur þá?

Já... ljúga.   Segjum bara að tímasett áætlun er það sama og aðlögun.

sorglegt.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.10.2011 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband