Leita í fréttum mbl.is

Hið (frjálsa) hrun krónunnar - Evran óhrunin!

Sagt er að nóðbelsverðlaunahafinn Dr. Paul Krugman, sé á leiðinni til landsins í á næstum dögum. Hann er velkominn!

Væntanlega mun hann tala um hagfræði og efnahagsmál. Hann skrifar í pistli að Ísland hafi komið vel út úr kreppunni og ber okkur meðal annars saman við Eistland.

Annarr er orðaval hans í sambandi við gjaldmiðilsmálin hér á landi og það sem gerðist á haustdögum árið 2008, athyglisvert: "Iceland allowed a big depreciation of the krona..."

Leyfði stóra gengisfellingu krónunnar? Hver leyfði hana?

Gjaldmiðilinni, Krónan, hrundi, í frjálsu falli - var einhver sem leyfði það? Réðu menn eitthvað við það?

Í kjölfar þess tóku skuldir landsmanna tröllastökk - það er ekki raunin með almenning í þeim ríkjum sem hafa t.d. Evru sem lögeyri! Og Evran er ekki hrunin - bara svona til að minna á það!

Erlend fjárfesting hefur aukist um 18% frá því Eistland tók upp Evruna - minnum líka á það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nákvæmlega. Góð spurning.

Fall króu er bara lífskjarskerðing. það er eins og allir fatti þetta ekki. Nei nei, þá er það að ,,krónan er að hjálpa okkur".

Undarleg umræða þessi krónuumræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.10.2011 kl. 22:56

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Hin miklu "verðmæti" sem bankakerfið blés út reyndust froða og loft. Það er eðlilegt að gengi gjaldmiðils falli þegar slíkt kemur í ljós. Hann verður að falla. Og hann gerir það ef hann er ekta gjaldmiðill.

Evran þyrfti að falla fyrir Grikkland, Portúgal, Ítalíu og mörg önnur ríki, en hún gerir það ekki. Það er gallinn. Evran er ekki ekta gjaldmiðill og tekur ekki mið af raunveruleika nema sumra notenda.

Haraldur Hansson, 23.10.2011 kl. 23:00

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ekki kostur að gjaldmiðill sé "sterkur" þegar hagkerfið stendur ekki undir því. Sjáum hvernig Eistlandi gengur eftir tvö ár, þeir hafa ekki verið með evru nema í 9 mánuði og 23 daga.

Skuldir hækkuðu vegna verðtryggingar lána, en ekki vegna þess hvað gjaldmiðillinn heitir. Það er vegna Ólafslaga sem sett voru sem tímabundin hrossalækning 1979 og gilda enn.

Hvers vegna þurfa Evrópusamtökin alltaf að hengja lög um verðtryggingu á krónuna og skrifa um gjaldmiðla í þessum kjánastíl? Ekki beint málefnalegt.

Haraldur Hansson, 23.10.2011 kl. 23:01

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gjaldmiðill, þ.e.a.s. alvöru gjaldmiðill, á hvorki að hækka eða lækka útí bláinn. Hvorki af eigin völdum eða af mannavöldum. Alvörujaldmiðill er eins og Evra.

Hitt sem sumir ísl. vilja hafa og segja að sé ,,að hjálpa okkur" það er bara grín og til stórvandræða vegna einmitt ofannefndra atriðia. þ.e. þessi hækkun og lækkun útí bláin.

það er líka vandamál hve auðvelt er að búa til bólu innan gerfigjaldmiðils. Stórvandamál. Framsókn og sjallar ætla að fara að búa til slíka bólu núna og kalla það plan B&D. það er framtíðin sem þeir bjóða uppá. Sama ruglið og tilheyrandi hrun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2011 kl. 00:13

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. það er svo augljóst að alþjóðaþroun er að leita til færri og stærri galdmiðla. það er allstaðar þessi þróun. Lítið um fréttir af þessu hérna uppi. Víða um heim eru pælingar og undirbúningur að stærri gjaldmiðlum eða samruna gjaldmiðla. þetta er bara þróun í takt við aðra þróun í heiminum. Sumir íslendingar líta aldrei af hundaþúfunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2011 kl. 00:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, engir Íslendingar tóku hér lán í erlendri mynt, gengi íslensku krónunnar hrundi ekki haustið 2008, engir Íslendingar töpuðu einni einustu krónu vegna gengishrunsins og hér eru ekki gjaldeyrishöft.

Ísland best í heimi! - Myndband

Þorsteinn Briem, 24.10.2011 kl. 02:32

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er nú bara þannig að við leyfðum genginu ekkert að falla. við gerðum allt til þess að festa það. en það gekk ekki betur en það að seðlabankinn gugnaði á sólahring.

http://silfuregils.eyjan.is/2010/10/27/thegar-gengid-var-fest-i-solarhring/

æti þetta er ekki svipuð sögufölsun og að "við leyfðum bönkunum að falla" sannleikurinn er að við gerðum allt til að bjarga þeim. en gátum það ekki.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.10.2011 kl. 11:26

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ef fall krónunnar er lífskjaraskerðing sbr. Ómar hér efst á athugasemda listanum, hvað er þá há Evra í augum PIIGS landana??????

Ef þú spyrð t.d. Grikki þá væri svarið lífskjaraskerðing!!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.10.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband