Leita í fréttum mbl.is

Um "himbrimadollar" : Vinnur Sigmundur Davíð og Framsókn að upptöku Kanadadollars?

Sigmundur Davíð GunnlaugssonUmræðan um gjaldmiðils-mál magnast nú í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins, en samkvæmt þeim sem eru í framboði, er krónan bara toppgjaldmiðill og allt í sóma! Þrátt fyrir verðrýrnun upp á næstum 100% á undanförnum áratugum gagnvart dönsku krónunni.

Umræðan um kanadískan himbrimadollar (það er mynd af himbrima á honum!) er enn sérkennilegri. Ritari rakst á grein frá 2.nóvember á vef Canadian Business (elsta viðskiptatímarit Kanada), þar sem athyglisverðir hlutir standa. Hér er tilvitnun þar sem rætt er um það sem blaðamaðurinn kallar ,,sérkennilegustu rökin" fyrr upptöku Íslands á Kanadadollar af þeim sem það aðhyllast:

"The strangest reason for adopting the loonie is Arctic sovereignty. There are eight countries in the Arctic Council, including Canada and Iceland. A common currency could help Canada gain clout in the council, the group argues, and it could gain even more if Greenland comes on board, which they recommend. (To think that Canada, Iceland and Greenland can hold sway over the U.S. and Russia might be, well, very 2007.)

For now, the idea remains exactly that. The Progressive Party does not have a big presence in parliament, and the coalition government wants to complete the EU application process. Gunnlaugsson, the Progressive leader, is hoping for a nod of approval from Canada. “If there were some signs from Canada of willingness to look into this issue seriously, it would mean that the government cannot ignore the idea,” he says.

Help probably isn’t forthcoming. The group approached the Canadian Embassy in Reykjavik to ask how Canada would feel about a switch, and earlier this year the question was relayed to the Bank of Canada. According to a Canadian official who requested anonymity, the central bank answered that a unilateral currency switch wouldn’t mean much for Canada—all it has to do is supply the notes and coins purchased by Iceland—and the country was welcome to do it. However, it emphasized Iceland would have zero input into policy decisions. "

Snarað: Rætt er um átta heimskautalönd og sameiginlegt myntsvæði myndi auka áhrif Kanada, sérstaklega ef Grænland yrði með! Í greininni segir einnig að Sigmundur Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ,,vonist eftir samþykki" og vitnað er beint í hann þar sem hann segir: "Ef Kanadamenn eru viljugir til að skoða þetta, geta íslensk stjórnvöld ekki horft framhjá þessari hugmynd," er haft eftir Sigmundi.

Því vaknar spurningin: Er Sigmundur Davíð að vinna að því að Ísland taki upp Kanadadollar og er það ekki algerlega á skjön við hans eigin málflutning hér heima? Er spil á bakvið tjöldin? Er stuðlað að því að Kanada styrki stöðu sína á Noðurslóðum með þessu?

Í síðustu ensku málsgreininni kemur svo fram að upptaka Íslands á Kanadadollar myndi ekki þýða mikið fyrir Kanada, Ísland mætti gera slíkt, en svo er lögð rík áhersla á að Ísland myndi ENGIN ÁHRIF hafa á stjórnmálalegar ákvarðanir. Með öðrum orðum, landið myndi afsala sér fullveldisrétti á sviði gjaldeyrismála!

Taki Ísland upp Evruna, verður landið hinsvegar formlega aðili að Evru-samstarfinu, sem er lýðræðislegt samstarf. Þar myndi landið starfa með öðrum ríkjum með eðlilegum og lýðræðislegum hætti, en ekki nota mynt með samþykki annarrar þjóðar. Hvað ef sú þjóð myndi hætta að skaffa okkur peninga? 

Þau nöfn sem nefnd eru í greininni á þeim aðilum sem eru að vinna að því að Ísland taki upp Kanadadollar eru Ársæll Valfells og Magnús Skúlason, náinn kunningi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og félagi í InDefence-hópnum, eins og Sigmundur.

Einnig er fullyrt í greininni að Framsóknarflokkurinn styðji hugmyndina um upptöku Kanadadollars: "One political party, the Progressive Party, is supportive. “If we are going to adopt another currency, then the Canadian dollar looks very promising,” says leader Sigmundur Gunnlaugsson. They’re not after a currency union, but a unilateral adoption similar to El Salvador’s 2001 switch to the U.S. dollar."

Árið 2001 var El Slavador í rúst eftir grimmilegt borgarastríð milli herforingjastjórnar(studd dyggilega af USA) og skæruliða kommúnista, þar sem 75.000 manns létu lífið. Og það er kannski skiljanlegt að El Salvador taki upp dollara, þar sem stórir hlutar Mið og S-Ameríku eru dollaravæddir og viðskipti mest við Bandaríkin.  Hinsvegar nemur útflutningur Íslands til Kanada aðeins um 2,4% af heild!

En er þetta sem sagt stefna Framsóknarflokksins: Að Ísland taki upp Kanadadollar? Og getur þá Sjálfstæðisflokkurinn unnið með Framsókn með sína krónu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 14.11.2011 kl. 15:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn vill að sjálfsögðu hafa mynd af Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðingja Kanadamanna, á gjaldmiðli sínum.

Þorsteinn Briem, 14.11.2011 kl. 15:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn gefur hins vegar skít í íslenska evrumynt, enda þótt hana prýði vangamynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra, sem kom okkur Íslendingum 70% í Evrópusambandið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Euro coins - National sides

Þorsteinn Briem, 14.11.2011 kl. 15:34

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Snilldin ein.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2011 kl. 16:43

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Eftir að innlimunartilraun Evrópusambandsins hefur verið hrundið og búið verður að eyða krataóværunni þarf að taka til hendinni og vinda ofan af EES vitleysunni Íslendinga geta vel fundið sér fleiri markaði fyrir vörur sínar og ættu ekki að einangra sig við Evrópska markaðin sem hreinlega stefnir að því að gleypa Ísland með sínar auðlindir.Stór Evrópu vantar sárlega auðlindir Íslands til að nærast á í framtíðini til að ná því markmiði gerðu þeir Efnahagsárás á Íslensku þjóðina niður með Evrópusambandið!

Paste/

LEIÐARAR

Umræða úr samhengi

Mánudagur, 14. nóvember 2011

Samningurinn um EES var eitt harðasta deilumálið sem upp kom á Íslandi á síðasta áratug síðustu aldar. Og málið verðskuldaði miklar umræður, langar og snarpar. Stuðningsmönnum málsins gekk sjálfsagt ekki öllum hið sama til og þeir sem lögðust á móti því voru fjarri því að vera einhuga um ástæður þess þótt þeir hölluðust að sömu niðurstöðu.

Þannig töldu sumir samninginn fyrsta skref inn í ESB en aðrir að með því að samþykkja hann tryggðu þeir að lengra yrði ekki gengið. Það vill gleymast að ESB er í eðli sínu tollabandalag, með sinn innri markað sem utanaðkomandi hafa lakari aðgang að en innvígðir. Innri markaðurinn er réttlætingin fyrir „samræmingu“ á reglum á hinu evrópska „efnahagssvæði“. Samræmingin er á hendi kommissera í Brussel og gengur sífellt lengra en hægt er að réttlæta með sameiginlegum innri markaði. Og aðkoman að innri markaðinum er óneitanlega dýru verði keypt og þó horfa meðlimirnir á að þjóðum gengur prýðilega að eiga viðskipti við ESB án þess að þau hafi fórnað verulegum og vaxandi hluta af fullveldi sínu til andlitslausu, ólýðræðislegu alræðisherranna í Brussel.

Úrslitaatriðið um að sérfræðinganefnd komst að þeirri niðurstöðu að EES- samningurinn rúmaðist innan heimilda íslensku stjórnarskrárinnar var að dómsvaldið hefði ekki með honum verið fært úr landi. Ummæli nokkurra lögfræðinga um ESA og EFTA-dómstólinn í tengslum við Icesave-málið sýna að þeir hafa ekki gert sér grein fyrir þessu atriði. Og ekki þarf að nefna hér fráleitt fleipur sumra núverandi ráðherra um sama efni.

Við gerð EES-samningsins voru í hvorum tveggja herbúðum áhyggjur vegna þess að ESB krafðist þess að íbúar efnahagssvæðisins fengju undanþágur frá banni um landakaup erlendra ríkisborgara hér á landi. Var það frágangskrafa af hálfu ESB. Á þetta var að lokum fallist, þótt leitast væri við að tryggja takmarkanir eins og verða mætti.

Umræða um kaup útlendings, utan EES, á landi sem er svipað flæmi og ESB-ríkið Malta hefur verið mjög á reiki. Meginreglan er skýr og hún heimilar ekki slík kaup. Varla þarf ráðherra að rökstyðja ákvörðun sína ef hann fylgir reglunni. Undanþágur hafa verið veittar frá henni, og þá hefur verið um að ræða smáskika lands eða lóðar. Geri ráðherrann hins vegar meginregluna að engu, í einni svipan, með risavaxinni undanþágu frá henni er vafasamt mjög að hann hafi lagastoð til slíks gernings.

Vilji Íslendingar ekki lengur búa við þessa meginreglu í landinu er aðferðin ekki sú að hafa lögin að engu. Þá taka menn efnislega umræðu um málið, jafnt innan þings sem utan, og breyta svo lögum, standi vilji enn til þess, eftir að slík umræða hefur átt sér stað.

Örn Ægir Reynisson, 14.11.2011 kl. 19:28

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Íslendingar hafa ekki áhuga á að ganga í þýskaland og munu því hafna upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu stuðningsmönnum aðildar fer fækkandi og eru þó í miklum minnihluta fyrir. Íslendingar munu ekki láta nokkra kratabjálfa sem ganga hér erinda erlendra ríkja komast upp með þau landráð sem búið er að fremja!

Örn Ægir Reynisson, 14.11.2011 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband