Leita í fréttum mbl.is

Össur: Þjóðaratkvæði ólíklegt

Á Vísi.is stendur: "Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina.

Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka."

Síðar í fréttinni segir Össur:"...viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra."

Frétt Vísis 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband