Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Arnalds um landsfundinn

Ólafur ArnarsonÁ Pressunni skrifar Ólafur Arnalds um "Evrópuhluta" landsfundar Sjálfstæðisflokksins: "Í utanríkismálanefndinni náðist mikilvæg sátt milli fulltrúa andstæðra sjónarmiða í Evrópumálum. Flokkurinn áréttaði andstöðu sína við aðild að ESB enda er meirihluti sjálfstæðismanna andvígur aðild Íslands. Sáttin felst í því að Sjálfstæðisflokkurinn fellur nú frá þeirri kröfu að slíta skuli aðildarviðræðum, sem verið hefur stefna flokksins frá síðasta landsfundi. Flokkurinn vill nú gera hlé á viðræðum og ekki hefja þær að nýju fyrr en vilji þjóðarinnar til þess hefur komið fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er málamiðlun sem aðildar- og viðræðusinnar innan flokksins geta vel sætt sig við.

Við núverandi aðstæður er ekkert sem kallar sérstaklega á að aðildarviðræðum sé flýtt og eins er ljóst að meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðunum og kjósa um þann samning sem út úr þeim kemur. Afstaðan til aðildar að ESB er ekki eitt af grunngildum sjálfstæðisstefnunnar enda greinir flokksmenn á um aðildina. Málamiðlunin sem náðist er gott dæmi um það hvernig sjálfstæðismenn vinna úr ágreiningsmálum sínum og ganga sáttir og samhuga frá fundi.

Ekki er að efa að til eru þeir stjórnmálaflokkar, sem horfa öfundaraugum til flokks, sem getur tekist á um ágreiningsmál á landsfundi sínum af fullri festu og einurð en slíkum heilindum að í fundarlok ganga allir sáttir frá borði. Þetta getur Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að flokksmenn eiga sameiginlegar grunnhugsjónir, sem sjálfstæðisstefnan byggir á. Samherjar láta ekki ágreining um einstök mál verða tilefni óvinafagnaðar – alla vega ekki til lengdar – jafnvel þó að um stór mál á borð við aðild að ESB sé að ræða."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

NEI sinninn Björn Bjarnason skrifaði þessa tillögu og hann er mjög klókur og klár.

Í staðinn fyrir að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu um hvort við eigum að slíta viðræðum (sem væri eðlilegast) þá er tillagan þannig:

Að slíta viðræðunum fyrst!!! Og þegar við erum búin að slíta þeim þá er farið í þjóðaratkvæðisgreiðslu um hvort við eigum að fara AFTUR í ferlið.

Þetta er tvennt ólíkt.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.11.2011 kl. 09:51

2 Smámynd: Benedikta E

Dæ - Dæ - Dæ - Ólafur Arnarson

Benedikta E, 22.11.2011 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband