Leita í fréttum mbl.is

Bætist í sarpinn á Evrópuvefnum! Nú um blöðrur!

EvrópuvefurinnSífellt bætast við svör við áhugaverðum spurningu á Evrópuvefinn, enda er það markmiðið að almenningur (og ef til vill fleiri) geti spurt og Evrópuvefurinn svari.

Margt ber þar á góma, meðal annars allskonar goðsagnir um ESB. Ein er sú hvort ESB banni börnum í Evrópu að blása upp blöðrur og það er s.s. spurt: "Er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?"

Svarið byrjar svona: "Svarið við þessari spurningu er nei. Evrópusambandið hefur ekki sett neinar reglur sem banna börnum að leika sér með leikföng. Sambandið hefur hins vegar samræmt reglur aðildarríkjanna um öryggiskröfur sem leikföng í verslunum verða að uppfylla. Þessar reglur gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með einnig á Íslandi. Reglurnar beinast að framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum leikfanga. Þessir aðilar eru ábyrgir fyrir því að vörur uppfylli samræmda evrópska öryggisstaðla og stofni hvorki öryggi né heilsu notenda eða annarra í voða. Settur hefur verið öryggisstaðall um hámarksstyrk segulstáls í leikföngum og blöðrur úr latexi þurfa að bera sérstaka aðvörun. Um leikfangavaraliti og partýflautur gilda hins vegar aðeins almennar reglur tilskipunarinnar." (Leturbreyting, ES-bloggið)

Svarið í heild sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Goðsagnirnar um ESB eru endalausar.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.11.2011 kl. 20:13

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Kíkið á slóðina og fræðist um samstarf Samfylkingarinnar við efnahagsböðla Evrópusambandsins

http://www.youtube.com/watch?v=gdeADXMBqVo&feature=related

Örn Ægir Reynisson, 22.11.2011 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband