Leita í fréttum mbl.is

Hverjir borga þegar upp er staðið?

Sú staðreynd að Matís hefur dregið til baka umsókn frá ESB um 300 milljónir að því er virðist, vegna skoðana ráðherrans Jóns Bjarnasonar á ESB, hefur vakið athygli. Í frétt á www.visir.is segir:

"Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum." Síðan er vitnað í stjórnarformann Matís, Friðrik Friðriksson, í fréttinni:

"Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu."

Í framhaldi af þessu er áhugavert aðp spyrja: Hvað mun kostnaður Matís aukast mikið vegna "skoðana" Jóns Bjarnasonar á ESB? Og hverjir borga þegar upp er staðið? Skattgreiðendur?

Er þetta það sem felst í því að vera RÁÐHERRA? Maðurinn hefur ákveðna skoðun, en er þar með sagt að stjórn opinbers fyrirtækis eða stofnunar eigi að dansa eftir því? Er það eðlileg, nútímaleg, stjórnsýsla?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég spyr matís. Hvernig var rannsóknum háttað áður en sótt var um þennan styrk. Ætla öll opinber fyrirtæki/stofnanir að gera bara sem þau vilja. Þið hafið rannsakað allt hingað til og getið það eins héðan í frá. Það vantar bara viljann. Ég segi að það eigi að loka svona stofnunum eins og matís.

Valdimar Samúelsson, 29.11.2011 kl. 21:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.10.2011:

"Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna næsta árs að samtals verði tekið við 376 milljónum króna frá Evrópusambandinu vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið í svonefnda IPA-styrki í ýmis verkefni á vegum einstakra ráðuneyta."

"Gert er ráð fyrir því að verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem stýrt er af Katrínu Jakobsdóttur, fái á næsta ári 124 milljónir króna frá Evrópusambandinu í gegnum IPA-styrkjakerfið og samtals 309 milljónir króna til ársins 2015.

Samtals er reiknað með að 468 milljónir króna renni úr IPA-sjóðum Evrópusambandsins til Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem heyrir undir Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, fram til ársins 2015 og þar af 125 milljónir á næsta ári.

Af fjármunum frá Evrópusambandinu rennur stærstur hlutinn í krónum talið til verkefna sem heyra undir ráðuneyti sem stýrt er af ráðherrum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins, eða um 2/3 sé miðað við þá styrki sem gert er ráð fyrir á næsta ári en 77,5% sé miðað við heildarupphæðina til ársins 2015."

Meirihluti styrkja frá Evrópusambandinu vegna VG

Þorsteinn Briem, 29.11.2011 kl. 23:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á undanförnum 15 árum hafa nærri 14 þúsund Íslendingar farið utan í starfsþjálfun og nám á vegum Menntaáætlunar Evrópusambandsins.

Og mun fleiri hafa tekið þátt í margvíslegum verkefnum.

Samtals eru styrkir Menntaáætlunar Evrópusambandsins og forvera hennar um fimm milljarðar króna á þessu tímabili.
"

Afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins 2010

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 01:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.


Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 01:52

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Paste/

ESB-aðild: Heildar nettó­greiðslur og skuldbindingar mundu nema 23 milljörðum króna

STYRMIR GUNNARSSON

28. nóvember 2011 klukkan 13:50

ESB-merkið í forsætistíð Ungverja.

Hinn 7. nóvember sl. var fjallað hér á þessum vettvangi um kostnað við rekstur Evrópusambandsins og framlög einstakra aðildarríkja þess til að standa undir þeim kostnaði. Þar kom fram, að heildarkostnaður við rekstur ESB í ár nemur um 140 milljörðum evra. Verulegur hluti þeirra framlaga gengur til baka til aðildarríkjanna ekki sízt í styrki vegna landbúnaðar. Þetta þýðir, að sum ríkjanna fá meira í sinn hlut en þau leggja fram en önnur verða nettógreiðendur.

Líklegt er talið, að Ísland verði nettógreiðandi. Það á líka við um hin Norðurlöndin þrjú, sem gerzt hafa aðilar að Evrópusambandinu, þ.e. Danmörk, Svíþjóð og Finnland. En jafnframt eru Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Ítalir og Hollendingar í hópi nettógreiðenda svo og Kýpur og Austurríki. Einhverjar sveiflur eru þó í þessu.

Evrópuvaktin óskaði eftir upplýsingum frá aðalsamningamanni Íslands um nýjar upplýsingar um áætlaðar greiðslur Íslands til Evrópusambandsins, ef til aðildar kæmi. Í svari aðalsamningamanns er vitnað í greinargerð samningahóps um fjárhagsmálefni, þar sem aftur er vitnað til skýrslu Evrópunefndar frá árinu 2007.

Í greinargerð samningahópsins segir:

„Ýmsum vandkvæðum er bundið að meta raunkostnað við aðild að ESB enda verður niðurstaða varðandi marga þætti á tekjuhlið ekki ljós fyrr en að loknum samningum. Sem dæmi má taka Finnland, sem skv. ofangreindri skýrslu er með neikvæðan greiðslujöfnuð gagnvart ESB eða sem nemur 0,25% af vergum þjóðartekjum. Sé það hlutfall notað fyrir Ísland yrðu nettógreiðslur við aðild rúmlega 3 milljarðar króna miðað við árið 2009...Til útskýringar má bæta því við að brúttóframlög Íslands vegna EES samningsins nema um 3,5 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum 2010 en þau mundu falla niður við aðild.“

Rétt er að undirstrika að í þessari tilvitnun í greimargerð vinnuhópsins er annars vegar rætt um hugsanlegar nettógreiðslur Íslands með vísun í fordæmi Finna en hins vegar í brúttóframlög vegna EES-samningsins. Ekki kemur fram í greinargerð vinnuhópsins hvað mikið af því kemur til baka og þar af leiðandi hver nettógreiðsla vegna EES-samningsins er en tekið fram að ekki liggi fyrir nýlegt mat á því hvað mikið af þeim framlögum skili sér til baka í formi þátttöku í rannsóknaráætlunum ESB.

Það er umhugsunarefni í þessu sambandi, að mikill hluti þess fjár, sem kemur hingað í formi styrkja frá Evrópusambandinu er í raun fé, sem fer úr ríkissjóði Íslands til Evrópusambandsins og kemur hingað til baka að frádregnum kostnaði við miðlun þess. Er þetta skynsamleg nýting fjármuna? Er ekki ódýrara að úthluta þessum peningum beint hér? Í umræðum hér á Íslandi fagna menn þeim miklu fjárframlögum, sem koma m.a. í vísindarannsóknir frá Evrópusambandinu en geta þess ekki að þessir peningar koma úr vösum íslenzkra skattgreiðenda með millilendingu í Brussel.

Og getur verið, að ekki liggi fyrir upplýsingar um hverjar nettógreiðslur Íslendinga eru vegna EES-samningsins?

Auk áætlaðrar nettógreiðslu sem nemur 3 milljörðum króna er ljóst að Ísland yrði að greiða einn milljarð króna til viðbótar í stofnfé Evrópska fjárfestingarbankans og taka á sig skuldbindingar sem að auki nema um 19 milljörðum króna vegna þátttöku í starfsemi bankans, sem Ísland yrði sjálfkrafa aðili að ef til aðildar kæmi.

Þetta þýðir að heidldarnettógreiðslur Íslands í formi beinna peningagreiðslna og skuldbindinga mundu skv. þessum upplýsingum nema um 23 milljörðum króna. Þar vega auðvitað þungt skuldbindingar vegna Evrópska fjárfestingarbankans en stofnfé bankans var á árinu 2009 232 milljarðar evra. Í greinargerð samninganefndar um þetta atriði segir:

„Ef miðað er við þjóðartekjur Íslendinga á árinu 2009 og meðalgengi EUR gagnvart ISK á árinu eru þjóðartekjur Íslands um 0,0544% af þjóðartekjum aðildarríkjanna, Samkvæmt því yrði hlutur Íslands 126,4 milljónir EUR. Stofnfé bankans byggist á skuldbindingu eða loforði um fjárframlag sem er 95% af stofnfé og inngreiddu stofnfé, sem er 5%.“

Með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Þótt talað sé um nettógreiðslur upp á 3 milljarða evra nema áætlaðar brúttógreiðslur til ESB um 14 milljörðum króna þannig að í heild nema brúttógreiðslur og skuldbindingar við inngöngu í ESB um 34 milljörðum króna, eins og fjallað verður um í næstu grein.

Örn Ægir Reynisson, 30.11.2011 kl. 02:11

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Paste/

Hefur Steingrímur J. gert leynisamning við ESB?

29. nóvember 2011 klukkan 09:09

Steingrímur J. Sigfússon

Það er athyglisverð frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Ekki verður betur séð en blaðið sé þar að upplýsa um einhvern leynisamning, sem gerður hafi verið á mili ríkisstjórnarinnar og framkvæmdastjórnar ESB. Það má kalla þetta leynisamning vegna þess, að augljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki enn þorað að leggja fram lagafruvarp til þess að lögfesta ákvæði þessa samnings.

Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi gert samning við framkvæmdastjórnina um að undanþiggja einhverja aðila íslenzkum skatta- og tollalögum. Að styrkþegar sem taka við IPA-styrkjum verði undanþegnir virðisaukaskatt hér vegna starfa, sem unnin eru í tengslum við þessa styrki. Auk margvíslegra annarra fríðinda.

Getur verið að ríkisstjórnin ætli að lögfesta slík ákvæði á sama tíma og hún er að þyngja skatta á öllum almenningi á Íslandi? Er að verða til hér einhver forréttindastétt vegna tengslanna við ESB? Getur verið að þingmenn stjórnarflokkanna láti bjóða sér að rétta upp hönd með víðtækum skattaundanþágum?

Það verður vissulega fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum við þessari frétt Morgunblaðsins.

Skyldi hún fara fram hjá fréttastofu RÚV?

Fjármálaráðherra verður að upplýsa í dag um hvað hér er að ræða. Hefur hann gert þennan samning?

Örn Ægir Reynisson, 30.11.2011 kl. 02:12

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessar 300 milljónir verða sóttir frá spítölum landsins... þökk sé jóni.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 10:34

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Valdimar

"Þið hafið rannsakað allt hingað til og getið það eins héðan í frá. Það vantar bara viljann."

ég mundi frekar segja að það vantar bara peningana. Þeir voru til staðar. En ekki lengur.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 10:36

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var að svara hér á annarri vefslóð ykkar um þetta mál, en það er alveg ljóst, að Esb-dindlar Íslands sækja mjög í alla Esb-styrki, og skal ég ekkert um það segja, hvort þar ráði mestu von um skattfrjálsan fjárgróða eða vonin um að þessir styrkir hafi mýkingaráhrif á þá, sem standa vilja gegn ásækni stórveldis hinna gömlu nýlenduvelda á íslenzk þjóðréttindi; væri hvort tveggja slæmt og það síðara þó sýnu verra.

Jón Valur Jensson, 30.11.2011 kl. 14:55

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB er ekki að ásælast Ísland.

Það var Ísland sem sótti um ESB. Ekki öfugt.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 14:58

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Sl.+H., það var Össurarteymið (sumir, í VG, jafnvel múlbundnir, þvert gegn samvizku sinni og þvert gegn loforðum til kjósenda) sem sótti um það, sem þjóðin VILL EKKI og hefur ekki viljað í neinni skoðanakönnun, frá því að þetta teymi þvingað þetta upp á þjóðina.

Og Esb. vill svo sannarlega komast yfir Ísland og hefur haft þá stefnu lengi, ekki sízt helztu ráðandi öfl þar, Þjóðverjar og Frakkar og Bretar, en þá fengju þeir síðastnefndu gríðarlegar sárabætur fyrir missi fiskveiðiréttinda hér í þorskastríðunum. Lesið líka þetta: Íslendingar gætu þurft að greiða skaðabætur vegna þorskastríðanna, samantekt sem byggir á frétt í Ríkisútvarpinu 9. febrúar 2007, þar segir m.a.:

• "Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán [Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands og mesti sérfræðingur okkar um Esb-mál, höf. margra rita um þau] segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið, krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína."

Og auðvitað yrði hvalveiðum, selveiðum og hákarlaveiðum útrýmt við Ísland – af ESB!

Jón Valur Jensson, 30.11.2011 kl. 15:59

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 18:07

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.

Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."

Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.

Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.

Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.

MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.

Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.

Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.

Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.

Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.

FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.

Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.

FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."

"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."

"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.

Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.

Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.

HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.

MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.

Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.

Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.

LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.

HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.

Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 18:09

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 18:10

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.11.2011:

"
Talningar á fjölda landsela við  Íslandsstrendur fóru fram í júlí til september síðastliðins á vegum Selaseturs Íslands."

"Að meðaltali sáust um 4.512 landselir en sú tala er mitt á milli talningarniðurstöðu áranna 2003 og 2006.

Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela benda þessar niðurstöður til að landselsstofninn hafi ekki rétt úr kútnum síðan árið 2003.

Skýringar á því geta verið margvíslegar, meðal annars er líklegt að slysaveiðar á sel í fiskinet hafi neikvæð áhrif á landselsstofninn.
"

Selasetur Íslands

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 18:15

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt talningunum 2001 voru 43.600 hrefnur á flugtalningasvæðinu sem nær yfir landgrunn Íslands.

Niðurstöður talninga frá skipum benda til að um 23.600 hrefnur hafi verið utan flugtalningasvæðisins."

Hafrannsóknastofnun - Stofnstærð hrefnu


Hér við Ísland voru veiddar einungis 69 hrefnur sumarið 2009, um 0,1% af hrefnustofninum, sem skiptir nánast ENGU máli fyrir lífríkið í hafinu hér við land.

Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35% fæðunnar, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%.

Og h
refnukjötið kemur Í STAÐ kjöts frá íslenskum bændum.

Íslendingar og Norðmenn hafa étið hrefnukjöt en Norðmenn hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 18:15

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2010:

"Heildarfjöldi langreyða í Norðaustur-Atlantshafi er talinn vera um fimmtíu þúsund dýr en um helmingur þess fjölda var á íslenska talningarsvæðinu."

Fimmtíu úsund langreyðar í Norðaustur-Atlantshafi


Hér við Ísland voru einungis veiddar 125 langreyðar sumarið 2009
, um 0,2% af langreyðarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi, sem skiptir nánast ENGU máli fyrir lífríkið í hafinu hér við land.

Langreyðurin heldur sig á djúpslóð og er fardýr, líkt og flestir aðrir hvalir hér við land, og um þessi FARDÝR gilda ALÞJÓÐLEGIR SAMNINGAR.

Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar.

Við gætum eingöngu selt langreyðarkjöt til
Japans en Japanir veiða sjálfir stórhveli og verð á hvalkjöti þar myndi væntanlega lækka með auknum innflutningi.

Japanskir hvalveiðimenn yrðu nú ekki hrifnir af slíku
og Japanir ráða því sjálfir hvort þeir LEYFA innflutning á langreyðarkjöti hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 19:01

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í skoðanakönnun í apríl 2008 voru TVEIR ÞRIÐJU Íslendinga FYLGJANDI því að UNDIRBÚA UMSÓKN Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Og í skoðanakönnun
í febrúar 2008 voru 55% Íslendinga FYLGJANDI því að SÆKJA UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja hefja undirbúning umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 19:44

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir síðustu alþingiskosningar voru 38% VINSTRI GRÆNNA HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 56% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD að sambandinu.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 19:45

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar voru um 38% þeirra sem ætluðu að kjósa Vinstri græna HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 56% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD að sambandinu.

Af þeim sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna voru 73% HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu en 92% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.

Um 28% þeirra sem ætluðu að kjósa Framsóknarflokkinn voru HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 57% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.

Og af þeim sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru 25% HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu en 54% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.

Af þeim sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru um 5% HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG AÐILD Íslands að Evrópusambandinu, 17% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 16% Framsóknarflokkinn og 16% Sjálfstæðisflokkinn.

Og af þeim sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru um 6% HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu, 2% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 15% Framsóknarflokkinn og 8% Sjálfstæðisflokkinn.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 19:51

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.9.2010:

Í könnun Fréttablaðsins vilja 83,8 prósent fylgismanna Samfylkingarinnar ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, 63,6 prósent fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, 47,8 prósent fylgismanna Framsóknarflokksins og 46,4 prósent fylgismanna Sjálfstæðisflokksins.

Þá vill 65,1 prósent karla og 63,2 prósent kvenna ljúka umsóknarferlinu.

Hringt var í 800 manns og 88,9 prósent tóku afstöðu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 20:03

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fréttablaðið er alls ekki hlutlaus framkvæmdaraðili skoðanakannana, og spurningar þess eru LEIÐANDI (eins og blasti við af umfjöllun dr. Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðiprófessors í Rúv-viðtali um daginn). En þegar spurt er beint, hvort menn vilji, að Ísland fari í Esb., þá er svar almennings jafnan yfirgnæfandi NEI-meirihluti, hvort sem þar er horft til framtíðarkosningar um málið eða "ef kosið væri nú".

Nánar tiltekið:

Í öllum 13 (10) skoðanakönnunum eftir umsóknina, frá 4.8. 2009 og áfram, þar sem spurt hefur verið, hvort menn vilji, að Ísland gangi í Esb., hefur svarið verið eindregið NEI! - NEI gegn JÁI hefur verið í þessum hlutföllum (óákveðnir ekki taldir með): 48,5%/34,7% --- 50,2/32,7 --- 61,5/38,5 --- 54/29 (könnun á vegum Hásk. í Bifröst) --- 55,9/33,3 --- 60,0/24,4 --- 69,4/30,5 --- 60/26 --- 50,5/31,4 --- 61,1/38,9 --- 55,7/30 --- 50,1/37,3 --- 64,5/35,5.

Jón Valur Jensson, 30.11.2011 kl. 20:19

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Skoðanakannanir
ákveða EKKI hvort Ísland fær aðild að Evrópusambandinu, heldur ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA um aðildina, eins og hér hefur komið fram, nokkrum sinnum.

Í þessum tölum, sem þú birtir hér, kemur EKKI fram hversu margir NEITUÐU að svara spurningum Capacent Gallup.

Við vitum EKKI hver afstaða þeirra ER til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, hvað þá hver ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðslu hér um aðildina VERÐA.

"Könnunin var gerð dagana 16. til 23. júní og var fjöldi svarenda 820."

"Könnunin mældi viðhorf til aðildar á tímabilinu mars til júní." "Könnunin byggir á svörum 589 einstaklinga."

Í skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar var fjöldi svarenda 856 en 363 NEITUÐU AÐ SVARA, eða 42% af þeim fjölda sem svaraði könnuninni.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 30.11.2011 kl. 21:39

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrst vitnarðu sjálfur í skoðanakannanir.

Svo, þegar þér líkar ekki við talandi niðurstöður, aðrar en þinar handvöldu, þá ferðu að tala um, að það eina sem gildi sé þjóðaratkvæðagreiðsla!

Varstu annars hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu?

En þú finnur það eflaust út, að þeir, sem svöruðu ekki, séu einmitt og akkúrat sammála ÞÉR og Brusselkörlunum, og mikið verður þá gaman að lifa í Steinabæ.

Jón Valur Jensson, 30.11.2011 kl. 23:28

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Hvernig ég kýs hverju sinni er mitt einkamál.

Kosningar eru LEYNILEGAR og það er að sjálfsögðu góð og gild ástæða fyrir því.

Skoðanakannanir eru hins vegar EKKI leynilegar og að sjálfsögðu vilja margir EKKI SVARA spurningum í skoðanakönnunum, ekki síst varðandi viðkvæm og UMDEILD málefni, til að mynda aðild Íslands að Evrópusambandinu.

En í kjörklefanum eru kjósendurnir BÚNIR AÐ ÁKVEÐA hvernig þeir ætla að kjósa og í mörgum tilfellum eftir langa og MIKLA UMHUGSUN.

Í sumum skoðanakönnunum eru FJÖLMARGIR aftur á móti EKKI BÚNIR að ákveða hvernig þeir myndu greiða atkvæði um viðkomandi málefni í kosningum.

Í skoðanakönnunum verður fólk að svara ÁN nokkurrar umhugsunar en það getur að sjálfsögðu einnig kosið að NEITA að svara spurningunum.

Og ef FJÖLMARGIR NEITA að svara skiptir það að sjálfsögðu mjög MIKLU MÁLI þegar niðurstöðurnar eru birtar.

Þess vegna er ENGAN VEGINN hægt að fullyrða að skoðanakannanir JAFNGILDI kosningum, enda eru ÚRSLIT KOSNINGA í sumum tilfellum GJÖRÓLÍK niðurstöðum skoðanakannana, til að mynda í síðustu alþingiskosningum.

Samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu liggur EKKI fyrir og að sjálfsögðu er því MJÖG ERFITT FYRIR FJÖLMARGA að taka NÚNA afstöðu til aðildarinnar.

Hvað varðar aðild Íslands að Evrópusambandinu eru skoðanakannanir og þjóðaratkvæðagreiðsla því GJÖRÓLÍK fyrirbrigði.

Ég tek því hæfilega mikið mark á ÖLLUM skoðanakönnunum varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Og FJÖLMARGIR munu hugsanlega ekki gera upp hug sinn varðandi aðildina fyrr en í kjörklefanum, þannig að ég myndi heldur ekki treysta skoðanakönnun sem gerð væri daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Þorsteinn Briem, 1.12.2011 kl. 01:38

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greyið. Samt varstu að reyna að skáka mér með því að vitna í (hlutdrægar og leiðandi) skoðanakannanir!

Jón Valur Jensson, 1.12.2011 kl. 03:52

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Þú telur semsagt ofangreinda skoðanakönnun CAPACENT GALLUP varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu vera "HLUTDRÆGA OG LEIÐANDI":

Samkvæmt skoðanakönnun CAPACENT GALLUP fyrir síðustu alþingiskosningar voru um 38% þeirra sem ætluðu að kjósa Vinstri græna HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 56% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD að sambandinu.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar


Í þessari skoðanakönnun CAPACENT GALLUP var fjöldi svarenda 856 en 363 NEITUÐU AÐ SVARA, eða 42% af þeim fjölda sem svaraði könnuninni.

Við höfum ENGAN RÉTT til að gera þeim sem NEITUÐU AÐ SVARA upp einhverjar skoðanir.

Hugsanlega voru þá LANGFLESTIR þeirra HLYNNTIR aðild Íslands að Evrópusambandinu EÐA andvígir.

Og sama á að sjálfsögðu einnig við í SÍÐARI skoðanakönnunum CAPACENT GALLUP varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 1.12.2011 kl. 05:20

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú "gleymir" gjarnan að geta þess, Steini, að í þessum Capacent-könnunum þínum og þeirra hagsmunaaðila, sem þær kostuðu, var jafnan verið að veifa þessari gulrót framan í menn sem viðhengi: "og kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu". En það er einmitt það, sem dr. Rúnar félagsfræðingur er að gagnrýna. Einfaldlega eigi að spyrja menn: Viltu að Esb-viðræðunum verði slitið núna eða að þær haldi áfram?

Jón Valur Jensson, 1.12.2011 kl. 09:31

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Í ofngreindri skoðanakönnun CAPACENT GALLUP voru fyrstu tvær spurningarnar þessar:

"Ertu hlynnt(ur) EÐA andvíg(ur) því að TAKA UPP AÐILDARVIÐRÆÐUR við Evrópusambandið?

Ertu hlynnt(ur) EÐA andvíg(ur) AÐILD Íslands að Evrópusambandinu?"

Tæplega eru þessar spurningar "HLUTDRÆGAR OG LEIÐANDI"!!!

Í þessari skoðanakönnun CAPACENT GALLUP var fjöldi svarenda 856 en 363 NEITUÐU AÐ SVARA, eða 42% af þeim fjölda sem svaraði könnuninni.

Við höfum ENGAN RÉTT til að gera þeim sem NEITUÐU AÐ SVARA upp einhverjar skoðanir.

Og sama á að sjálfsögðu einnig við í SÍÐARI skoðanakönnunum CAPACENT GALLUP varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það er ENGAN VEGINN hægt að FULLYRÐA að þessar CAPACENT GALLUP skoðanakannanir JAFNGILDI þjóðaratkvæðagreiðslum, enda eru ÚRSLIT KOSNINGA í sumum tilfellum GJÖRÓLÍK niðurstöðum skoðanakannana, til að mynda í síðustu alþingiskosningum.

DÆMI
:

CAPACENT CALLUP
hringir í eitt þúsund íslenska eiginmenn og spyr þá þessarar spurningar:

"Viltu skilja við konuna þína?"

Spurningin er tæplega HLUTDRÆG EÐA LEIÐANDI.

Fjögur hundruð þeirra sem hringt er í NEITA hins vegar að svara spurningunni og við höfum EKKERT LEYFI til að gera þeim upp skoðanir í málinu út frá því hvernig HINIR 600 SVARA spurningunni.

Hugsanlega
vilja LANGFLESTIR þessara 400 skilja við konuna sína en þar sem hér er EKKI um LEYNILEGA kosningu eða atkvæðagreiðslu að ræða í VIÐKVÆMU máli vilja þeir EKKI SVARA spurningunni.

Þorsteinn Briem, 1.12.2011 kl. 12:35

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er orðið býsna merkilegt dæmi um vinnubrögð þín, Steini, og hvernig þú hrekst úr einu horni í annað.

Í ÖLLUM skoðanakönnunum, sem farið hafa fram frá Esb-umsókn Össurarliðsins í júlí 2009, hefur verið yfirgnæfandi meirihluti GEGN aðild, eins og ég benti hér á í gærkvöldi kl. 20:19, og þatta er heimildin: afar greinargóð tafla með skýru heildaryfirliti um allar þessar og fleiri skoðanakannanir um Esb. (ásamt tilgreindum heimildum), hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union#Public_opinion.

Í stað þess að þræta frekar um þetta um afstöðu þjóðarinnar EFTIR Össurar-umsóknina, ferðu að vísa í skoðanakönnun, sem gerð var FYRIR síðustu þingkosningar. EN JAFNVEL UM HANA ERTU EKKI HREINSKILINN!

Þar voru þrjár (ekki tvær) spurningar, nr. 2 var þessi: "Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?"

Látum nú vera, að þetta var í raun svolítið leiðandi spurning, því að hér er talað um "aðild", svipað og tala má um aðild Íslands að SÞ eða EFTA eða NATO, en hinu sleppt að geta þess, að hér er um fullveldisafsal að ræða: lög Esb. gerð hér að æðstu lögum, sem ryðji burtu öllum ísl. lögum sem samrýmist ekki Esb-lögum, og Esb. gefið víðtækt framkvæmdavald (m.a. yfir fiskveiðum okkar) og dómsvald -- nokkuð sem þekkist EKKI i EFTA né SÞ né NATO. Og þess vegna er beinlínis VILLANDI að tala hér sakleysislega um "aðild" (eins og t.d. aðild Steina að skátahreyfingunni eða Þjóðdansafélaginu, ef hann er þar). Orðið "aðild" merkir hér í raun óhugnanlega mikið, en sá, sem framkvæmir skoðanakönnunina, gerir sem minnst úr því !

Svo var 3. spurningin þessi: "Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað íslensku krónunnar?" (já sögðu þar 55,3%). En þessi hliðarspurning hefur áhrif á hugsun fólks um hina spurninguna, og málið er, að svo stuttu (um 4 mán.) eftir að bankakreppan skall á, voru menn afar vantrúaðir hér á krónuna, og margir vildu evruna -- vitandi ekki, hvernig krónan hefur hjálpað okkur síðan og evran og evrusvæðið allt lent í hræðilegum vandræðum sem ekki sér fyrir endann á! Þetta er þó sú könnun, sem Steini tekur mest mark á -- og er síðasta hálmstráið hans.

En samt getur Steini ekki verið svo heiðarlegur að segja okkur hreint og beint, hver niðurstaðan hafi verið úr svörum manna við spurningunni: "Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?" HVER VAR NIÐURSTAÐAN (í febr. 2009)?

Jú, þessi:

17,2% voru frekar hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

22,6% voru mjög hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

14,6% sögðu hvorki né.

19,4% voru frekar andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

26,1% voru mjög andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Samtals voru þannig 45,5% andvígir "aðild", en 39,8% hlynntir "aðild".

Sem sé: meirihlutaandstaða GEGN aðild, og þó er Steini sífellt að vísa í þessa könnun eins og hún styrki og sanni hans málstað!!!

Síðan þá hefur þjóðin fengið að fræðast heilmikið af umræðunni um málin og jafnframt séð Evrópusambandið þróast á ýmsa vegu! Steini tekur ekkert mark á hinni auknu andstöðu við "aðild" EFTIR kosningarnar (sbr. ofar og innlegg mitt í gærkvöldi). Honum er sama þó að Capacent-Gallup-könnun 10. júní 2009 hafi sýnt, að 76,3% aðspurðra vildu þá hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina sjálfa, en aðeins 17,8% andvíg slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu og 5,8% hlutlausir. (Heimild: yfirlitstaflan í Wikipediu, hér ofar, og heimild sem þar er til vísað.)

Málstaður þinn er einstaklega slappur, þegar hér er komið málum, Þorsteinn Briem, og þú sjálfur kominn í vísvitandi feluleik með staðreyndir!

En ég fagna því í hvert sinn sem aðferðir Esb-sinna eru afhjúpaðar.

Jón Valur Jensson, 1.12.2011 kl. 17:09

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ríkisstjórnarflokkarnir FELLDU tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina í júlí 2009 !

Jón Valur Jensson, 1.12.2011 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband