Leita í fréttum mbl.is

Bókhaldsreglur ESB þær ströngustu sem um getur

Eitt af því sem andstæðingar ESB-aðildar eru sífellt að tönnlast á er að ársreikningar sambandins séu aldrei samþykktir, en það er að sjálfsögðu ekki rétt.

Eins og í sambandi við svo margt annað kjósa Nei-sinnar að fara frjálslega með staðreyndir í sambandi við ESB og ársreikninga þess.

Á Evrópuvefnum er einmitt verið að fjalla um þetta og þar segir meðal annars:

"Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með  Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim yfirlýsingum hefur hann frá upphafi lýst því yfir að reikningar sambandsins væru að mestu réttir. Hann hefur hins vegar ekki fengist til að staðfesta lögmæti og reglufestu þeirra viðskipta sem að baki þeim bjuggu, sökum þess að reglur ESB og samningsskilyrði hafi oft og tíðum verið brotin. Til að þess konar staðfesting fáist þurfa 98% bókhalds hvers stefnuflokks að vera rétt bókfærð.

 Framkvæmdastjórn ESB, sem ber lagalega ábyrgð á bókhaldi sambandsins, hefur bent á að nær ómögulegt sé að standast strangar kröfur réttarins að öllu leyti. Frávik megi að mestu rekja til mistaka við flókna pappírsvinnu en aðeins mjög lágt hlutfall heildarútgjalda sambandsins megi rekja til fjársvika. (Leturbreyting, ES-bloggið)

Í svarinu kemur fram að um 80% útgjalda ESB er eytt í aðildarríkjunum og því eftirlit á ábyrgð þeirra (ESB er s.s. ekki með puttana ofan í öllu!). Endurskoðunarréttur ESB sér um mál sem tengjast fjármunum sambandsins og í svari Evrópuvefs segir: "Endurskoðunarrétturinn áréttar að stór hluti af skekkjum komi til vegna takmarkaðrar þekkingar aðildarríkjanna á flóknum reglum sambandsins. Hann álítur engu að síður að fjársvik eigi sér einnig stað og að aðildarríkin sjálf beri þar mesta ábyrgð, þar sem svikin eigi sér stað heima fyrir en ekki á vettvangi Evrópusambandsins."

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá má lesa út úr svari Evrópuvefsins að flestar skekkjur eiga sér eðilegar skýringar og mjög lítið virðist vera um svindl, enda bendir framkvæmdastjórnin á að ..."einungis sé hægt að rekja mjög lágt hlutfall heildarútgjalda sambandsins til fjársvika." 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Aðildarsinnar þettað er algjörlega búið spil hjá ykkur

Evrópusambandið hrunið og Frakkar komnir í feita fýlu.

Búið að vekja icesave draugin vonlausa upp.Þessi landráð hafa algjörlega farið úr böndunum og hrunið yfir ykkur. Og síðast en ekki síst það hefur aldrei verið mark takandi á ykkar skoðanakönnunum ekki frekar en Jóni Ásgeiri þegar hann þóttist ekki hafa heyrt minnst á Tortola.Ef einhverjir eru farnir af límingunum þá eru það þið.

Örn Ægir Reynisson, 15.12.2011 kl. 22:20

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Það mun vera fínt að vera í klíku Össurar um þessar mundir og flokksgæðingur hjá SAMFYLKINGUNNi fá bara greiddar heilar 75 milljónir úr almannsjóðum fyrir innbú í 20 feta gám sem tryggt er fyrir 7,5 milljónir.

Samfylkingun mun verða afhjúpuð lið fyrir lið

Örn Ægir Reynisson, 15.12.2011 kl. 22:24

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Samfylkingin átti það að vera = SAMTRYGGINGINSPILLINGIN

Örn Ægir Reynisson, 15.12.2011 kl. 22:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Blóðþrýstingur mörlenskra andstæðinga Evrópusambandsins er greinilega orðinn svo hár að bráðlega springa þeir í loft upp, þannig að súrsaðir selshreifar dreifast um alla heimsbyggðina.

Það verður ófögur sjón, svo ekki sé nú minnst á lyktina.

Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 22:45

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

SB:

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.12.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband