Leita í fréttum mbl.is

BBC-viðtal: Evran er mótvægi við dollar - þarf að virka!

Á vef BBC er athyglisvert viðtal við umfangsmikinn fjárfesti, Jim Rogers, um Evruna og Evrusvæðið. Í viðtalinu segir hann að vandi Evru-svæðisins sé ekki Evrunni að kenna og að heimurinn þurfi traustan gjaldmiðil til mótvægis við dollarann. Þessi gjaldmiðill sé Evran! Kíkjum aðeins á viðtalið, blaðamaður BBC, Martin Webber, spyr:

"Martin Webber: Now many people say it's the euro that's at the heart of this crisis. They are calling it the "euro crisis." Is that how you see it?

Jim Rogers: No, absolutely not. It's not the euro. The world needs the euro or something like it to compete with the US dollar. We need another sound currency. The eurozone as a whole is not a big debtor nation. The eurozone has some debtor problems, some debtor nations, debtor states, but it's not a big, big problem. The euro is good for the world. It needs to work."

Annars varð athyglisverður "snúningur" í gjaldmiðilsmálum nýlega, þegar Japan og Kína gerðu með sér samning um að nota sína gjaldmiðla í viðskiptum í stað dollars. Meðal annars er talið að með þessu vilji auka áhrif kínverska Yuansins á alþjóðavísu. Það er mikil "kvika" í gjaldmiðilsmálum þessi misserin!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá því evruseðlar voru settir í umferð fyrir tíu árum, í ársbyrjun 2002, hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 45,28%.

Síðastliðið ár, frá 27. desember í fyrra, hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal lækkað um 0,55% en HÆKKAÐ gagnvart íslensku krónunni um 4,35%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 114,2%.

Hér á Íslandi eru hins vegar GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 27.12.2011 kl. 18:30

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Bin Laden skæðasti krati sögunnar enn sem komið er var með evrur á þegar þeir káluðu honum

Örn Ægir Reynisson, 27.12.2011 kl. 21:27

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Gömlu nýlenduveldin í Evrópu eru hnignandi efnahagsveldi sem sárvantar nýjar auðlindir.Borgar sig fyrir Íslendinga að líta í aðrar áttir, EES samningur hefur verið þjóðinni dýrkeyptur. Má ekki gerast að Íslendingar lokist enn frekar af í þessum ESB klúbb sem reynir að neyða upp á almenning skuldir efnahagsböðla sinna.

Örn Ægir Reynisson, 27.12.2011 kl. 21:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evran er betri fyrir okkur Íslendinga en Bandaríkja- eða Kanadadollar, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands

Evruríkin telja einfaldlega hagkvæmast að nota evruna, enda eiga þau mest viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, rétt eins og við Íslendingar.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 27.12.2011 kl. 21:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

FLEST aðföng og vörur hér eru INNFLUTTAR og þegar gengi íslensku krónunnar LÆKKAR, til að mynda gagnvart evrunni, þarf að sjálfsögðu að greiða fleiri krónur fyrir hverja evru.

Þar af leiðandi HÆKKAR verð á vörum frá evrusvæðinu í verslunum hérlendis, svo og verð á vörum framleiddum með aðföngum frá evrusvæðinu, verðbólgan hér EYKST því og VERÐTRYGGÐ LÁN HÆKKA.

Frá ársbyrjun 2006
hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 114,2%.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þorsteinn Briem, 27.12.2011 kl. 21:57

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"The world needs the euro or something like it to compete with the US dollar."

Heimurinn þarf ekkert á pólitískum afglöpum að halda sem Evran sannarlega er.

Næsti stóri alvöru gjaldmiðill mun koma frá Asíu en ekki visinni og ræfilslegri Evrópu. 

Eggert Sigurbergsson, 28.12.2011 kl. 00:06

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The euro is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Þorsteinn Briem, 28.12.2011 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband