Leita í fréttum mbl.is

Evrópustofa með fund fyrir norðan

EvrópustofaÁ vef Evrópustofunnar segir:

"Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, efnir til opins fundar um Evrópumál á Akureyri, miðvikudaginn 29. febrúar, kl. 17-18 á Hótel KEA.
Á fundinum verður fjallað um stöðu mála innan Evrópusambandsins og gang aðildarviðræðna sambandsins við Ísland. Jafnframt verður starfsemi og tilgangur Evrópustofu, upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi kynnt.

Fundaröð um allt land

Fundurinn er liður í því markmiði Evrópustofu að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB. ,,Í því skyni ætlum við standa fyrir röð kynningar- og umræðufunda víðsvegar um landið á komandi vikum, enda afar mikilvægt að fólk taki þátt í Evrópuumræðunni óháð búsetu,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Stöðva þennan ófögnuð þetta eru lögbrot!!!

Áróðursmiðstöð ESB kærð til ríkisaksóknara

Nýlega setti ESB á stofn hér á landi svonefnda Evrópustofu til áróðurs og heilaþvottar, svo sem venja er þegar ESB undirbýr sókn sína í aðdraganda þjóðaratkvæðis. Stofan fær hundruð milljóna króna til ráðstöfunar. Starfsemin hefur verið kærð til ríkisaksóknara.

Kært er vegna brota á eftirfarandi lögum: 1) nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda; 2) lögum nr. 62/1978 um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og 3) lögum nr. 16/1971 um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmála-samband (staðfesting Vínarsamningsins frá 18. apríl 1961).

Auk reksturs áróðursmiðstöðvar ESB eru eftirtaldir aðilar kærðir: ríkisstjórnin, utanríkisráðuneytið og Össur utanríkisráðherra, fjármálaráðuneytið og Oddný fjármálaráðherra, Samfylkingin, Athygli Public Relations ehf og Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri, Media Consulta International Holding AG í Berlin, svo og ESB, sendiherra þess og stækkunarstjóri.

Kærandinn er félagið Samstaða þjóðar og undir bréfið rita Loftur Altice Þorsteinsson og Pétur Valdimarsson. Í kærunni er vísað til eftirfarandi greinar laga 162/2006 en þar segir m.a. í 6. gr: „Óheimilt er að veita viðtöku framlögum frá erlendum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða öðrum aðilum sem skráðir eru í öðrum löndum."

Vísað er til: 1. - 5. greina laga 62/1978 um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og greinargerðar með lagafrumvarpinu, þar sem meðal annars segir: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp, sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér."

Í framhaldinu er vitnað til 1. gr. laganna: "Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu."

Í kærunni er einnig vísað til 1. málsgreinar, 41. greinar laga 16/1971 um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmála-samband, sem hljóðar svo: „Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis."

Í greinargerð segir m.a: „Samkvæmt upplýsingum á vef Evrópustofu er Evrópustofa miðstöð kynningar og upplýsinga. Hlutverk hennar er að auka skilning og þekkingu á eðli og starfsemi ESB, þar á meðal kostum og göllum við mögulega aðild. Samkvæmt sömu heimild er Evrópustofa fjármögnuð af Evrópusambandinu. Samkvæmt ummælum utanríkisráðherra Össurar Skarphéðinssonar er stofnun Evrópustofu til komin vegna beiðni hans í nafni Utanríkisráðuneytis að Evrópusambandið veiti fjárstyrk til að reka Evrópustofuna. Formlega er það stækkunardeild ESB sem stjórnar fjárveitingum til starfseminnar."

„Verkefni Evrópustofu varðar mesta deiluefni íslenskra stjórnmála, hugsanlega innlimun Íslands í Evrópusambandið. Samfylkingin er eini stjórnmálflokkur landsins sem hefur innlimun sem megin baráttumál. Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson og fjármálaráðherra Oddný Harðardóttir, bæði alþingismenn úr Samfylkingu standa fyrir stofnun Evrópustofu. Þess vegna er starfsemi Evrópustofu greinilega pólitísks eðlis og ber að skoða starfsemi hennar sem ólögleg afskipti af innanríkismálum Íslendinga og fyrir þessari ólöglegu starfsemi stendur Samfylkingin."

Örn Ægir Reynisson, 25.2.2012 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband