Leita í fréttum mbl.is

Þorbjörn Þórðarson um gjaldmiðilsmál á www.visir.is

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður, skrifar mjög áhugaverðan pistil um gjaldmiðilsmál á www.visir.is og segir þar meðal annars:

"Tölurnar tala hins vegar sínu máli. Vandinn á evrusvæðinu er vandi skuldsettra ríkja. Ríki sem hafa hagað fjármálum sínum með ábyrgum hætti eru ekki í vandræðum. Gjaldmiðillinn hefur ekki hrunið í verði. Þvert á móti hefur hann styrkst eftir bankahrunið. Ólíkt t.d Bandaríkjadollar sem hefur nánast verið í frjálsu falli gagnvart evru frá aldamótum, meðal annars vegna þess að sennilega hefur ekkert þróað ríki í heiminum hagað ríkisfjármálum sínum með jafn óábyrgum hætti og Bandaríkin, nema kannski Grikkland. Og þeir sem kaupa skuldir Bandaríkjamanna, eins og Japanir og Kínverjar, hafa fært sig annað. (Bandaríkjamenn hafa lifað á kostnað þessara ríkja og annarra undanfarin 15 ár og jafnvel lengur).

Vandi Grikkja er miklu flóknari. Innviðir eru að hluta til lamaðir í landinu. Skattsvik og spilling er mikil og skuldsetning nálægt 180% af vergri landsframleiðslu, en skuldirnar koma reyndar til með að lækka um helming með nýlegum samningum um skuldauppgjör. (Þess má svo geta að Lee Buchheit, sem er Íslendingum að góðu kunnur, sá ásamt öðrum um þá samningsgerð fyrir gríska ríkið og ekki er það tilviljun, enda er hann einn færasti sérfræðingur heims í málum skuldsettra þjóðríkja.)

Vandi Grikkja, og vandi Portúgala og Íra, ef út í það er farið, er ekki vandi evrunnar. Tilveru gjaldmiðilsins sem slíks er ekki alvarlega ógnað þótt þessi ríki séu í vandræðum. Það hefði hins vegar haft alvarlegar afleiðingar ef Grikkir hefðu ekki fengið myndarlega skuldaniðurfellingu, einangrast og farið út úr evrusamstarfinu. Það hefði verið fyrsta stóra meiriháttar bakslagið í evrópsku samstarfi í hálfa öld. (Það er umdeilt hvort setja megi höfnun Lissabon-sáttmálans í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá Írum í þetta mengi.)"

Einnig vitnar Þorbjörn í Gylfa Zoega, hagfræðiprófessor "„Afleiðingar þess að vera agalaus með sjálfstæðan gjaldmiðil eru verðbólgusveiflur, kaupmáttur sem fer upp og niður og fyrirtæki sem vita ekki hvað þau skulda. Geta ekki gert áætlanir fyrir framtíðina. Gjaldeyrisbraskarar, sem eru sífellt að hugsa um gengi gjaldmiðla, hvort það eigi að hafa peninga inni á gjaldeyrisreikningi eða krónureikningi og hvort skulda eigi verðtryggt eða ekki verðtryggt. Ef þú ert hins vegar inni á evrusvæðinu og ert óábyrgur þá lendirðu í ríkisfjármálarkísu og getur lent í meira atvinnuleysi. Allt hefur þetta kosti og galla."
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Assgoti er hann greindur og vel að sér hann Þorbjörn Þórðarson.

Þorsteinn Briem, 30.3.2012 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband